Dagur - 03.07.1975, Blaðsíða 6

Dagur - 03.07.1975, Blaðsíða 6
6 Messa í Akureyrarkirkju kl. 11 f. h. næstk. sunnudag. Sálm- ar: nr. 12, 35, 183, 37, 51. — P. S. Fíladelfía, Lundargötu 12. — Almenn samkoma n. k. sunnu dag (6. júlí) kl. 8.30 síðdegis. Gestir taka þátt í samkom- unni með söng og vitnisburði. Allir hjartanlega velkomnir. — Fíladelfía. „Ver mér náðugur, Drottinn, því að þig ákalla ég liðlangan daginn.“ (Sálm. 86. 3.) „Biðj- ið án afláts “ (1 þess. 5. 17.) Gefstu ekki upp, þótt þér þyki Guð seinn til að svara. — Sæm. G. Jóh. Listsýning. Sýning á listiðju í dagsins önn verður haldin að . Hótel KEA sunnudaginn 6. júlí frá kl. 2—10. — Kvenna- samband Akureyrar. Ferðafélag Akureyrar. Kvöld- ferð um Svarfaðardal fimmtu daginn 3. júlí kl. 8 e.h. Helgar ferð í Herðubreiðarlindir. Gönguferð um svæðið. Brott- för kl. 20-30 föstudag 4. júlí. Þátttaka í ferðina tilkynnist í skrifstofu félagsins fimmtu- dag kl. 6—7. Ferðafélags- menn! Sækið Árbókina sem fyrst. Gjöf. Kristneshæli hefur borist gjöf frá erfingjum Valgerðar heitinnar Sigurðardóttur frá Raufarhöfn að upphæð kr- 53.796,00. — Með þökkum móttekið. — Eiríkur G. Brynjólfsson. Dregið var í innanfélagshapp- drætti Hjálpræðishersins á Akureyri 26. maí. Enn eru þessir vinningar ósóttir: Nr- 371 handavinnustóll, nr. 591 peysa, nr. 173 konfektkassi. Vinninganna sé vitjað til Hjálpræðishersins, Strand- ' götu 19 b. Tannlæknastofa Kurt Sonnen- feld er lokuð til 17. júlí. Brúðhjón. Hinn 28- júni voru gefin saman í hjónaband í Lögmannshlíðarkirkju ung- frú Iieiðbjört Ingvarsdóttir iðnverkakona og Jóhann Reynir Arason iðnverkamað- ur. Heimili þeirra verður að Lækjarbakka, Glerárhverfi, Akureyri. Minjasafn I.O.G.T., Friðbjarnar hús, er opið sunnudaga kl. 2—4 e. h. Frá Sjálfsbjörg. Munið CTkÁU sumarmót landssam- líaj bandsins að Húnavöll- J/ííýjA um um næstu helgi. Síðustu forvöð að til- kynna þátttöku fyrir miðviku dagskvöld til skrifstofu félags ins og í síma 22147. — Félags- málaneínd. Gjöf til hjálparstarfs kr. 525 frá N. N. — Bestu þakkir. — Birgir Snæbjörnsson. - Byggingariðnaður (Framhald af blaðsíðu 4) Kröfluvirkjun og með virkj- un á vestanverðu Norður- landi verði hlutur fjórðungs ins réttur á ný. Ráðstefna rjórðungssambandsins hef- ur vafalaust orðið til þess að vekja menn til umhugsunar á gildi byggingastarfseminn- ar í atvinnulífi Norðlend- inga. Hún hefur einnig orð- ið til þess að mönnum er ljósara en áður hve þessi atvinnugrein er viðkvæm fyrir livers konar efnaliags- legri óáran og sveiflum í atvinnulífi. □ Vanlar mjög Húsnædi Óska eftir að taka á leigu herbergi eða íbúð. Uppl. í síma 1-14-34. Ungan reglusaman mann vantar herbergi nú þegar. Uppl. í síma 2-13-62 eftir kl. 7 á kvöldin. Ung Iijón með tvö börn óska eftir 2ja til 3ja her- bergja íbúð. Uppl. í síma 2-31-73. Mig vantar ca. 30 ferm. liúsnæði fyrir smáiðnað (hljóðfærasmíði) á Odd- eyri eða miðbænum. Friðgeir Sigurbjörnsson, Grænugötu 4. Góð 4ra herbergja íbúð í blokk í Glerárhverfi til sölu. Getur verið laus strax. Sími 2-11-55 á kvöldin. Til leigu 2ja herbergja íbúð. Sími 2-25-47. °^rE””Á«ssoN SlGURÐUR Nonnahús. Frá og með 14. júní verður safnið opið daglega kl. 2—4.30. Upplýsingar í síma 22777 eða 11396. Náttúrugripasafnið er opið dag- lega kl. 1—3. Matthíasarhúsið er opið dag- lega kl. 3 til 5. Davíðshús er opið daglega kl. 5 til 7. Minjasafnið á Akureyri er opið daglega kl. 1.30—5 e. h. Á öðrum tímum tekið á móti ferðahópum ef óskað er. Sími safnsins er 11162 og safn- varðar 11272. HEF TIL LEIGU raðhús í Gerðahverfi. Steindór Gunnarsson lögfræðingur. Ráðhiistorgi 1, sími 2-22-60. Vil kaupa Skoda árg. 1971-74. Uppl. hjá Sigurgeir Sig- urpálssyni, Skódaverk- stæðinu, sími 2-22-55, heima 2-27-83. Eins og kunnugt er fékk K. A. úthlutað land undir íþrótta- svæði sunnan Þingvallastrætis fyrir neðan Lund. Framkvæmd ir eru nú hafnar af fullum krafti og er verið að byggja knattspyrnuvöll (malarvöll) og er þegar búið að setja undirlag, og unnið við undirbyggingu vallarins. Verk þetta er aðallega unnið í sjálfboðavinnu, sem þeir Her- mann Sigtryggsson og Gunnar Jóhannsson hafa allan veg og vanda af, en Akureyrarbær lánar vélar og tæki til verksins. (Framhald af blaðsíðu 1) um 200 laxar á síðasta sumri. Veiðileyfin í Hófsá kosta 7500 krónur, þó minna fyrstu vik- una, en 7000 krónur í Selá, hver dagur og voru öll veiðileyfin upp pöntuð í vetur í þessar ár báðar. Hjá Selá er gott veiði- mannahús, í Hvammsgerði. Þrír bændur { Vopnafirði hætta búskap á þessu vori og virðast engir ætla að koma í þeirra stað. Bændurnir eru þessir: Steingrímur Sigmunds- son á Hróaldsstöðum, Hermann Einarsson á Hámundarstöðum, hálflendunni, og Björn Sæ- mundsson á Egilsstöðum. í Vopnafjarðarkauptúni er verið að byggja grunna undir sjö einingarhús frá Siglufirði og fleiri húsbyggingar eru þar í smíðum í sumar. Er þar því Stefnt er að því, að völlurinn verði tilbúinn til notkunar síð- ari hluta sumars nú í ár, en til þess að svo geti orðið þarf meiri mannskap og eru þeir sem geta séð af kvöldstund til að flýta fyrir verkinu, vinsamlega beðn- ir að koma til vinnu (sjálfboða- vinnu), en unnið er frá kl. 8 á kvöldin. Ekki er tilskilið að um félagsbundið fólk sé að ræða, því það gefur auga leið, að nauðsynlegt er, að þarna geti skapast góð íþróttaaðstaða fyrir æskufólk þessa bæjar. (Fréttatilkynning) næg atvinna. Brettingur leggur upp afla sinn á Vopnafirði. Það- an eru einnig gerðir út nokkrir 10—12 tonna fiskibátar og öfl- uðu þeir með meira móti í vor. Þá var mikil grásleppuveigi, en minni hákarlsveiði en stundum áður, því segja má að sá grái yrði útundan vegna gráslepp- unnar. Læknir í Vopnafirði nú en Þengill Oddsson og sálnahirðir séra Haukur Ágústsson og situr hann á Hofi. Vopnafjarðarheiði varð öllum bílum fær fyrh' nokkrum dög- um, en fremur er sá hluti veg- arins seinfarinn, sem enn er gamall og lítt eða ekki upp- byggður. En nýr vegai'kafli er hins vegar mjög góður. í sumar verður unnið á heiðinni að vega lagningu og ætlaðar 15 milljónir til þeirrar framkvæmdar í ár. - Miklar laxveiðiár í Vopnafirði m/mm/mmMmAvmm. ÚTVEGA HLJÓMSVEITIR OG SKEMMTIKRAFTA við öll tækifæri Á skrá eru núna: GUSTAVUS GEISLAK TIIIO Kc S. Get bætt við aðilum og komið á framfæri hljóm- sveiutm og einstaklingum. SKRIFSTOFA SKEMMTIKRAFTA ^ SÍMI 21789 ^ BOX 135 - AKUREYRI. VWvW^WvWvWvVvVvVv^^ i Innilegar þakka ég öllum sem glöddu mig með f heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveðjum á ni- f rœðisafmœli minu 24. júni. ? f Lifið lieil. ? © f JOHANN JONSSON, | Krabbastíg 1 a, Akureyri. * Q ®->.'í-rv.v-:-<3 4 f Innilegar þakkir til ykkar allra sem rneð margvis- © legri aðstoð hafið veitt okliur hjdlp i erfiðleikum f okkar vegna bruna. f | FJÖLSKYLDAN GRJÓTGARÐI. I X z i | I £ I £ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför rnóður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR frá Hlöðum. Stefán Halldórsson, Dagbjört Halldórsdóttir, Anna Jónsdóttir, Hilmar Guðjónsson og barnabörn. Þökk-um auðsýnda samúð vegna andláts móður okkar INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Engimýri 10. Guðbjörg Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Páll Sigurðsson, Hafsteinn Sigurðsson, Emilía Sigurðardóttir, f { Lilja Sigurðardóttir. Innilegar þakkir vottum við öllum er sýndu Ir-lý- hug og sanrúð við andlát og jarðárför móður okkar ; ELÍSABETAR JÓHANNSDÓTTUR, Litla-Árskógi. Börn hinnar látnu. Þökkum auðsýnda sanrúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar BJARGAR ÓSLAND, Ásveg 26, Akureyri. Sigurjóna Kristinsdóttir, Bergþóra Kristinsdóttir, Kári Kristinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.