Dagur - 03.07.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 03.07.1975, Blaðsíða 8
Akureyri, íimmtudaginn 3. júlí 1975 FULL BÚÐ ff . AF NÝJUM \ (fjð VÖRUM ý•’ i.{s< ■ .D-^g <f. j; \ v SMÁTT & STÖRT Undanfarna daga licfur nautgripum liðið vel í haga. (Ljósm.: E. D.) I Að þessu sinni leitum við fróð- leiks hjá Guðmundi Steindórs- syni, sem er ráðunautur Sam- bands nautgriparæktarfélaga við Eyjafjörð, skammstafað SNE Svæðið nær yfir Eyja- fjarðarsýslu, Ólafsfjörð, Dalvík- urkaupstað, Svalbarðsstrandar- hrepp og Grýtubakkahrepp. Á þessu svæði eru um fjögur hundruð bændur, sem flestir stunda nautgriparækt og fram- leiða mjólk og kjöt. Kýrnar á þessu svæði voru, samkvæmt skýrslum ásetnings- manna sl. haust, 6365 og aðrir nautgripir 4385, en þessir „aðrir nautgripir“ eru mun færri nú en áður, vegna þess hve sala nautakjöts hefur gengið treg- lega, vegna ýmsra ástæðna, sagði ráðunauturinn, og enn- fremur: Skrifstofa SNE er á Óseyri 2 og þar hef ég og einnig frjó- tæknar aðsetur. Fjórir eru fast- ráðnir við tæknifrjógun naut- gripa og þar af hefur einn að- setur á Dalvík og svo höfum við afleysingamann að auki. Þessir menn taka á móti pönt- unum fyrri hluta dags og aka svo út um hérað síðari hluta dagsins með hið dýrmæta nauta sæði, sem nú kemur allt, frá Nautastöð Búnaðarfélags ís- lands á Hvanneyri. Sæðingar- stöð SNE hér á Akureyri var lögð niður 1970 og því er hér aðeins dreifingarmiðstöð. Þátt- takan í sæðingunum á þessu svæði er mjög mikil eða 82%, þótt stöku maður hafi enn tudda. Síðasta ár framleiddu bænd- ur á svæði SNE mjólk til sölu- meðferðar, rúmloga 22 millj. kg með 4,22% fitu, sem er hæsta mjólkurfita á landinu- Kýrnar eru góðar og skýrsluhaldið er mjög almennt meðal bændanna eða um 75%. Næstum allir bændur í sumum hreppum haida kúaskýrslur, en í öðrum hreppum eða hreppshlutum vantar nokkuð á skýrsluhaldið. Mjólkurmagn eftir hverja fullmjólka kú hefur aukist mjög mikið á undanförnum ára- tugum, sem sjá má á því, að árið 1930 var mjólkin eftir árs- kúna 25S3 kg en núna 3820 kg. Meðalfitan var 3,60% árið 1930 en er nú 4,39%, hvort tveggja samkvæmt skýrslum- Mest mjólkaði meðalkýrin 1971 eða 4042 kg með 4,32% fitu. Þessi gífurlega afurðaaukn- Guðmundur Steindórsson. ing eftir hverja kú má fyrst og fremst þakka miklu betra vetr- arfóðri og jafnvel sumarfóðri einnig, því nú eru kýrnar látnar ganga mest á ræktuðu landi á sumrin, túnum eða ábornu landi. Ennfremur koma kyn- bætur þá að mestu gagni, þegar þeim er fylgt eftir með bættri fóðrun og allri umhirðu. Til gamans má geta þess, sagði ráðunauturinn, að mjólk- urhæsta kýrin 1973 var Rósa 1 á Syðri-Bægisá og mjólkaði hún 8010 kg og mun það hafa verið litlu minna en landsmetið. Mjólkurfitan var 4,23%. Hins vegar höfum við kýr, sem hafa skilað fleiri fitueiningum yfir árið, t. d. skilaði Blesa 105 á Öngulsstöðum I 37.400 fituein- ingum. Miðað við núverandi verðlag á mjólk, má meta mjólk ina hátt á þriðja hundrað þús- und krónur. En auðvitað eru slíkir gripir ekki á hverju strái, heldur eru þeir hreinar undan- tekningar. Meðal mjólkurmagn eftir árs- ERFIBLEIKAR FOLKS OG BÆJARSJÓÐS Verulegir erfiðleikar hafa verið lijá mörgu fólki í bænum vegna atvinnuleysis og þar af leiðandi peningaskorts og er það meðal annars vegna stöðvunar togara- flotans í sex vikur. Treyst hefur verið á fram- kvæmdir hins opinbera, m. a. framkvæmdir bæjarins- En for- sendur fyrir þróttmiklum bæjar framkvæmdum eru þær, að ekki skorti fé. Nú stendur svo á, að fyrirgreiðsla lánastofnana er alveg í lágmarki og mun minni en löngum hcfur verið. Því verður að treysta enn meira á góð skil á gjöldum borg aranna til bæjarsjóðs, en í þessu efni liefur orðið veruleg- ur misbrestur í ár. Stafar það sjálfsagt einkum af þrengri fjárhag almennings en einnig að einhverju leyti af kæruleysi. kúna á svæði SNE varð síðasta ár 3522 kg. Á síðustu árum hef- ur mjólkurframleiðendum fækk að, en búin hafa aftur á móti sfækkað, þannig að kúm hefur í heild fjölgað á svæðinu og framleiðsla mjólkur aukist. Samkvæmt skýrslum hefur kún um fjölgað um 500 frá 1971— 1^74 og á meðalbúinu voru 18,4 arskýr árið 1970 en í fyrra 22,4 árskýr. Þessar tölur eru þó miðaðar við þá bændur eina, sem halda skýrslur. Stærstu kúabú eru í Svein- bjarnargerði og á Svalbarði á Svalbarðsströnd, með um 90 mjólkandi kýr á hvorum bæ, og svo eru þar mörg geldneyti að auki. Nautakjötsframleiðsla er nokkuð mikil þótt hún sé minni en hún var. Nautastöðin í Hrís- ey verður með holdanautasæði og við það miðuð, að efla nauta- kjötsframleiðsluna meðal þeirra Báenda, sem leggja stund á þá framleiðslugrein. Þessi tvö kyn (Framhald á bls. 7). Fyrir tveim dögum lá leiðin um Möðrudal. Þar er lítill en hrein- legur veitingaskáli, sem heitir Fjallakaffi, kærkominn ferða- fólki. Þar ræður húsum Vilborg Vilhjálmsdóttir og annaðist hún einnig veitingasöluna í fyrra- sumar. Þegar fréttamaður spurði um búskapinn í Möðrudal, sagði hún, að þar hefðu undanfarin ár búið öldruð hjón, sem þar væru ennþá. En nú hefðu tveir menn i hyggju að hefja búskap á þessari fornfrægu jörð, þeir Vernharður Vilhjálmsson og Jón Aðalsteinn Stefánsson. Forsaga þessa mál er sú, að Búnaðarþing ályktaði á sínum tíma, að byggð yrði að haldast á Efrifjöllum og Neðrifjöllum, þ. e. í Möðrudal og á Gríms- stöðum. Þingmenn báru síðan og fengu samþykkta þingsálýkt- unartillögu á Alþingi þess efnis, að málinu yrði fylgt eftir. í framhaldi af þessu má geta þess, að á Grímsstöðum var í fyrra flutt í nýtt íbúðarhús, norskt einingarhús og þar eru meiri byggingar á dagskrá. í Möðrudal verður í sumar byggt íbúðarhús, sem Jón Aðalsteinn Stefónsson er þegar búinn að taka grunninn að og þar verður einnig í sumar byggt 400 kinda fjárhús Vernharðs Vilhjálms- sonar- Stofnlánadeild og stjórn- völd munu greiða fyrir því, að fjármagn skorti ekki til þessara framkvæmda. Síðar verður upp byggingunni væntanlega haldið þarna áfram. □ MINNI VANSKIL — MEIRI FRAMKVÆMDIR Þegar til þess er ættast að bær- inn framkvæmi sem mest af þeim verkcfnum, sein á dagskrá eru, vcrður cinnig að ætlast til þess af gjaldendum, að inn- heimtan til bæjarsjóðs gangi greiðlega. Má í þessu sambandi nefna ýmsar byggingar, sem vinna þarf að í sumar, á þann veg að hægt sé í vetur að haldai áfram vinnu við þær af fullum krafti. Nefna má íþróttalmsið í Gler- árliverfi, höfnina, gatnagcrðina og stóra asfaltgcyminn, sem settur er upp til að gera varan- legt slitlag á götunum mun ódýrara í framtíðinni og enn má nefna hin margþættu skipti bæjarins við liin ýmsu fyrir- tæki, sem geta skipt sköpum um starfrækslu þeirra. FÓLK TAKI HÖNDUM SAMAN i Þegar lánsfjárskortur er, svo sem nú er, og innheimtur bæjar sjóðs ganga tregleýa, verður erfitt um vik að halda itppi full- um framkvæmdum'. Má því telja brýna nauðsyn að fólk taki höndum saman um skil- vísar greiðslur til hæjarsjóðs ti\ þess að fram verði haldið eins miklum framkvæmdum og unnt er, framkvæmdum, sem í sjálfu sér eru nauðsynlegar, en cinnig atvinnuaukandi. 40—50 MILLJ. KRÓNU SPARNADUR Nefnd, sem skipuð var til athug unar á rekstri ríkisútvarpsins hefur skilað áliti. Þar kemur m. a. fram, að sparast myndu 40—50 milljónir króna á því eina sviði að leggja Innheimtu- deild útvarpsins niður. f staðinn kæmi þjónustugjald, er greidd- ist með tekju- og eignaskatti. (Framhald á blaðsíðu 2) Vilborg Vilhjálmsdóttir veitingakona. illlíl Myndin er frá Möðrudal. (Ljósmyndirnar tók E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.