Dagur


Dagur - 09.07.1975, Qupperneq 5

Dagur - 09.07.1975, Qupperneq 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Hið mikla lilutverk Gróðurmoldin veitir öllum jarðar- gróðri næringu. Grænu plönturnar vinna úr loftinu koltvísýring, taka til sín kolefnið, samlagar það öðrum efnum og breyta þannig dauðum efnum í lífræn efnasambönd, er svo verða fæða manna og dýra. Hvorki menn né dýr hafa liæfileika til að vinna kolefni beint úr náttúrunni, en það er þeim þó lífsnauðsynlegt til vaxtar og þroska. Allt jarðlíf byggist raunverulega á því, að grænu plönt- urnar eru færar um, að aðgreina súr- efni og kolefni og safna þannig næringarefnum. Grænu plönturnar eru því undirstaða alls jarðlífs, xót undir þeim volduga lífsmeið, sem breiðir lim sitt með mikilli fjöl- breytni og á undursamlegan hátt um víða veröld. Svo mælti Páll Þor- steinsson bóndi og alþingismaður á Hnappavöllum. Þetta telja sig fleiri vita en ganga þó margir blindir um gróið land og vita ekki hvað þeir liafa undir fótum, né liafa á því skilning eða tilfinningu, að græn jörð og gróið land er helg jörð. Hvort sem farið er um tún, mýrar, holt, móa eða mela, berst lífið fyrir tilveiu sinni og vel sé þeim, er þar leggja fram krafta sína til liðveislu. Á síðustu tímum hefur okkur ver- ið bent á það með miklum líkindum og jafnvel óyggjandi rökum, að land okkar var við fyrstu íslandsbyggð margfallt gróðurmeiia en síðar varð og það er nii. Og loks er almennur skilningur vaknaður á því að vernda gróðurinn og klæða öifoka land nýj- um gióðri, svo sem samþykkt Al- þingisfundar á Þingvöllum á þjóð- liátíðarári vitnar um og fagnað var um allt land. Ekkert nálægt land er eins illa far- ið af manna völdum og okkar land. Gróður þess er svo viðkvæmur, að hvert jarðvegssár er lengi að gróa, gagnstætt veðurmildari löndum. Það er fyrst nú, á vakningartíma um- hverfis- og landverndar, að menn gera sér almennt ljóst hve fóðurjörð- in er víða hart leikin og stöðugt undanhald gróðursins þarf að breyta í sókn með fjármunum, vinnu og öðrum tiltækum ráðum. Ræktunarmaðurinn starfar í þjón- ustu hins gi'óandi lífs og moldin skilar næringariíkari fóðurjxxrtum en í lxlýrri löndum, þeim sem á ann- að borð vaxa í svölu og vindasömu landi og blómjurtir bera sterkari lit og meiri ilm en þar. Öll þjóðin stendur nú í sporum ræktunannanns ins, því nxi veit liún og skilur hið mikla hlutveik sitt. □ Mjðg merk í Fjórðun w ■ inu a Á fundi norrænna sérfræðinga í sjúkdómum í meltingarfærum, sem nýlega var haldinn í Reykjavík, vöktu rannsóknir, gerðar á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, undir stjórn Gauta Arnþórssonar yfirlæknis, mikla athygli. Blaðið bað yfir- lækninn að segja nánar frá þess um rannsóknum og varð hann góðfúslega við þeim tilmælum- Hann sagði meðal annars: Ég hef haft áhuga á maga- speglunum og magaljósmyndun í mörg ár. JLæknar og raunar almenningur hér á landi vita, að krabbamein í maga er sér- stakt vandamál. Allt of margt fólk deyr af krabbameini á góð- um aldri og svo mun enn verða um sinn, þótt krabbamein í maga virðist fara minnkandi, bæði hér á landi og í öðrum löndum vesturálfu, því enn er dánartala af þessum sjúkdómi mjög há hjá okkur. Af þeim, sem nú lifa, munum við missa marga fyrir aldur fram úr þess- um sjúkdómi. Með þessar staðreyndir í huga fór ég að kynna mér þessi mál sérstaklega 1969 í Bret- landi, einkum krabbameinsleit með magaspeglun, síðan í Sví- þjóð, þar sem ég starfaði um skeið og eftir að ég kom til ís- lands og hóf störf hér á Akur- eyri, gafst mér enn kostur á að kynna mér málið í Þýskalandi, þar sem krabbameinsleit með magaspeglun stendur einna fremst. En þess ber að geta, að Japönum tókst upp úr 1950 að smíða magaspegla, sem voru mjög auðveldir í notkun, alveg eins og slöngur, en með eldri magaspeglum var útilokað að skoða nema mjög lítinn hluta fólks, svo að þeir höfðu ekki verulega þýðingu. Árið 1971, þegar ég átti kost á starfi hér við Fjórðungssjúkra húsið á Akureyri, gat ég ekki annað en látið það eftir mér og var aðal ástæðan sú, að mér hefur ætíð fundist að á Akur- eyri væru sérstaklega góð skil- yrði fyrir fjöldarannsóknir, þar sem unnt væri að leita að krabbameini í maga og efast ég um, að nokkurs staðar í veröld- inni sé jafn gott svæði til al- mennra rannsókna á þessu sviði og hér, bæði til gagns fyr- ir það fólk, sem hér lifir og á þann hátt að aðrir geti byggt á vísindalegri niðurstöðu krabba- meinsleitarinnar. Sumir telja raunar, að þjóðfélögin hafi ekki efni á að leita sjúkdóma meðal frískra með fjöldarannsóknum. En við hljótum að meta manns- lífin svo hátt, að sjúkdómsleit meðal frískra eigi óumdeilan- legan rétt á sér. Þetta verður best rökstutt með því að benda á, að yfir 90% sjúklinga með krabbamein á frunxstigi lækn- ast, en innan við 10% af þeinx sein ekki koma til læknis fyrr cn krabbameinið er farið að valda óþægindum. Á sjúkrahúsinu á Akureyri hef ég, ásamt sérhæfðri hjúkr- unarkonu, Sólrúnu Sveinsdótt- ur, rannsakað rúmlega 300 manns með hinum ágætu jap- önsku tækjum, gastroamera eða magaljósmyndavél, sem Kiwan- isklúbburinn og Lionsklúbbarn ir á Akureyri gáfu Fjórðungs- sjúkrahúsinu. Árangurinn varð mjög góður. Af þessum 300 rannsökuðum við um 200 manns einnig, bæði með maga- GAUTI ARNÞÓRSSON, YFIRLÆKNIR, SKÝRIR ÞETTA í EFIRFARANÐI GREIN speglum og röntgen til saman- burðar. Níu af þessum 200 reyndust hafa krabbamein í maga. Mér finnst það einkennileg stefna, að leggja eingöngu áherslu á að lækna sjúkdónxa eítir að þeir eru komnir á ill- viðráðanlegt stig, en spara pen- inga við það að fyrirbyggja sjúk dóma eða ná til sjúkdómanna á meðan þeir exm eru læknanleg- ir. Hið eina skynsamlega er að Gauti Arnþórsson. reyna að finna sjúkdóminn á meðan hann er á því stigi að tiltölulega auðvelt er að lækna sjúklinginn. En fjöldarannsókn eða leit að krabbameini í melt- ingarfærum, t. d. rannsókn meðal heillar þjóðar, verður ekki komið á nema með sam- vinnu margra, miklum áróðri og fjármunum. Þetta er þó jafn nauðsynlegt og að skoða bíla og flugvélar og önnur farartæki á vissum fresti- Krabbameinsleit í meltingar- færum meðal frískra hefur ekki verið möguleg til skamms tíma. Hins vegar er til auðveld aðferð við krabbameinsleit í leghálsi á konum og henni hefur verið beitt með athyglisverðum ár- angri hér á landi. Þessu fylgir tiltölulega smávægilegur kostn- aður. Þær rannsóknir sýna alveg óyggjandi árangur í því að bjarga stórum hluta kvenna frá því að deyja úr krabbameini fyrir aldur fram. Leitin að krabbameini í maga með maga- ljósmyndavél, ekki magaspegli, er ekki eins auðveld en þó fyrir hafnarlítil, ekki dýr og fram- kvæmanleg. Það er, að mínum dómi, ekkert álitamál, að stefna beri að því að bjóða rannsókn- ina út til allra, eða gefa öllum kost á rannsókn hér á landi. Magaljósmyndavélin nýja er svo auðveld í notkun, að sér- hæfð hjúkrunarkona getur auð- veldlega annast myndatökuna og tekur hún 4—10 mínútur og er án verulegra óþæginda fyrir þá, sem skoðaðir eru, þannig, að fólk getur komið úr vinnu sinni í skoðun og hafið vinnu á ný eftir litla stund. Ljósmyndirnar, 26—32 litmyndir af mismunandi hlutum magans, þarf síðan að greina. Þetta nýja tæki okkar er hið eina, sem til greina kem- Ur að nota til fjöldarannsókna við krabbameinsleit í maga. Félög þau, sem gáfu sjúkra- húsinu krabbameinsleitartækið, sem hér hefur verið gert að um- talsefni, gáfu tækið með því foi'- orði, að við beittum okkur fyrir því að koma á fjöldarannsókn til leitar á magakrabba á lækn- anlegu stigi, ef tækið reyndist eins vel í okkar höndum og í Japan. Sjúkrahússtjórnin sam- þykkti þetta að sjálfsögðu. Nú hefur árangur náðst með notkun hins japanska tækis og frá þessu greindum við á melt- ingarlæknaþinginu fyrir skemmstu í Reykjavík og frá hefur verið sagt í blöðum. Nið- urstaðan er þessi: Þessi maga- Ijósmyndun er algerlega hættu- laus í höndum vel þjálfaðrar hjúkrunarkonu og þarf ekki lækni til að gera rannsóknirnar. í öðru lagi er aðferðin a. m. k. jafn örugg til að greina krabba- mein á læknanlegu stigi, eins og aðrar aðferðir og bæði fyrir- hafnarminni og miklu ódýrari en hinar aðferðirnar. Þessu mót mælti enginn er erindið um þetta var flutt og ræddu margir þetta við okkur á eftir. Við höf- um fengið svo óyggjandi niður- stöður um málið, að þær geta talist vísindalegar og getum við því tekið næsta skref, sem er það að bjóða rannsóknina út, sem bestu hugsanlegu aðferð til að greina þennan sjúkdóm og veita um leið því fólki þá ör- yggistilfinningu, sem fylgir því að vita sig ekki hafa krabba- mein í maga. Eins og stendur, hefur ekki verið samið um neinn fjárhagslegan grundvöll undir leitina- Það er þó í athug- un og þarf sjálfsagt að semja við heilbrigðisyfirvöld til þess að unnt sé að bjóða þetta út í stórum landshlutum. Þá þarf að þjálfa starfslið á stöðum sem til greina koma og nást þarf sam- komulag við önnur sjúkrahús á svæðinu, um það að þau kaupi tæki, láti í té hjúkrunarkonu til að starfa við ljósmyndunina, en við myndum svo taka að okkur filmugreininguna hér á Akureyri og ákveða þar með livaða meðferð viðkomandi menn þurfa, ef um byrjun á magakrabba er að ræða, sem oftast væri þá að nema burtu æxlið án frekari rannsóknar. Innan árs væri kannski hægt að hefja skipulegar rannsóknir, ef allt gengur að óskum. Það er mjög nauðsynlegt að fá til þessara starfa fólk, sem ekki er sífellt að skipta um starfa, því að það skiptir megin máli að tryggja góða starfs- krafta, frá mánuði til mánaðar og frá ári til árs. Ég var svo heppinn, að til liðs við mig réðst ein af skurð-hjúkrunarkonum sjúkrahússins, Sólrún Sveins- dóttir, sem reynst hefur frábær samstarfsmaður og það er hún, sem tekið hefur allar ljósmynd- irnar. Ég held að það sé óhætt fyrir okkur, að takast á hendur þá ábyrgð að annast filmugreining una á öllu þvf svæði, sem ég nefndi, á Norðurlandi, Norð- austurlandi og e. t. v. meiri- hluta Austurlands. Ennfremur má frá því greina, að við höfum tekið það að okk- ur, að vinna að þessu áfram á vísindalegum grundvelli, þann- ig að niðurstöður frá okkur séu þannig, að aðrir geti á þeim byggt. Við áttum því lána að fagna, að sú áætlun hlaut náð fyrir augum Vísindasjóðs, sem veitti okkur þann styrk sem við báðum um til þess að ganga frá Góðir starfsmenn Vér þökkum Slippstöðinni h.f. og starfsmönnum hennar fyrir mikilvægt framlag til farsællar björgunar og bráðabirgðavið- gerðar Hvassafells. Oss er það sérstök ánægja að greina frá, að nokkrir sérfræðingar erlendis, sem voru viðriðnir málin hafa notað orð eins og „highest class of performance“, „most perfect job“ og „marvellous“ í sam- bandi við hlutdeild yðar í þessu mikla máli og mun þetta fyrst og fremst eiga við um járn- iðnaðarmennina, sem unnu dag og nótt við hinar afleitustu að- stæður úti við Flatey. (Úr bréfi Samv.trygginga) ÞORHILDARBRAUT í síðasta tbl. Dags er minnst á „Drottningarbraut“ og þar lagt til, að vegur sá verði nefndur „Leiruvegur". Ollum hér um slóðir er kunn- ugt um það, hvers vegna farið var að kalla veg þennan „Drottningarveg,, eða „Drottn- ingarbraut“. „Leiruvegur“ er svo sem frambærilegt heiti, þó ekki sé fagurt eða tilkomumikið. Þó að leirinn sé nauðsynlegur í náttúr unnar ríki, hefir mér aldrei fundist hann skemmtilegur í nafngiftum eða skáldskap. Það væri verðugt að kenna þennan góða og fallega veg, í útjaðri Akureyrar, við Dana- drottningu. Enda þótt margt væri brösótt í viðskiptum frændþjóðanna á fyrri tíð, þá eigum við Dönum þeirri rannsókn, se mvið vinn- um að. En næsta leik eiga aðrir en við tvö, sem að þessu höfum staðið, og það er undir áhuga almennings, sjúkrahúsa og heil- brigðisyfirvalda komið hvort rannsóknin verður boðin út eða hvenær, fyrir áðurnefnda lands hluta, því allt verður að byggj- ast á samvinnu margra aðila, sagði Gauti Arnþórsson yfir- læknir að lokum og þakkar blaðið viðtalið. E. D. Tíðindi Prestafélags- hins forna Hólastiftis riefnist nýútkomið rit, 176 blaðsíður, myndskreytt, 4. hefti. Stuttan formála. og þakkarorð flytja þrí'r prestar, en fyrsta greinin er eftir for- seta íslands, dr. Kristján Eld- járn, og nefnist hún Helgigripir úr íslenskri frumkristni. Höf- undar annarra gréina eru: Prestarnir Gísli Kolbeins, Björn Björnsson, Pétur Sigurgeirsson, Friðrik A. Friðrikssön, Þor- steinn B. Gíslason, Sigurður Stefánsson, Páll Þorleifsson, Sigurður Norland, Úlfar Guð- mundsson og Árni Sigurðsson, ennfremur biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson- Auk þessa eru ýmsar fréttir af í Biblíulestrinum munum við taka fyrir söguna, þegar Jesús hreinsaði musterið (Mark- 11: 15—18), og versin þar í kring. Til þess að kvöldvakan verði sem fjölbreyttust, biðjum við sérhvern hóp að hafa með sér eitt til tvö góð skemmtiatriði. (Byrjið nú strax að æfa). Þátttökugjald er kr. 200,00 og greiðist við skrásetningu. Fær greiðandi þá í hendur vandaða mótsskrá. — Væntum við fjöl- mennis á þetta mót sem hin fyrri og að félagshópar komi sem víðast af Norðurlandi. F. h. mótsnefndar, Pétur Þórarinsson. samt margt gott að þakka, og ekki síst Akureyri. Ekki má gleyma því mikla drengskaparbragði, sem þeir sýndu með afhendingu handrit- anna. Veit ég ekki hve mörgum er ljóst, að þar hafa Danir sýnt veglyndi, sefn fágætt er í sam- skiptum þjóða heims. Af þessum sökum teldi ég maklegt og rétt, að vegur þessi yrði nefndur Þórhildi Dana- drottningu til heiðurs, og í vin- áttuskyni við þjóð hennar: ÞÓR HILDARBRAUT. Það væri ris- mikið og verðugt heiti á þess- um skemmtilega vegi. Enn má því við bæta, að kon- ungshjónin fyrrverandi munu vafalaust hafa gefið dóttur sinni þetta fagra og ram-íslenska nafn af vinarhug til frændþjóð- arinnar í norðri. Bjartmar Kristjánsson. ÆSKULÝÐSMÓT Nú hefur verið ákveðið að hið árlega æskulýðsmót Æ.S.K. verði haldið að Vestmannsvatni dagana 19. og 20. júlí n. k. Verð- ur mótið með líku sniði og und- anfarin ár, þar sem skiptast á stundir leikja og alvarlegs efnis. Mótið verður sett kl. 10,30 ár- degis á laugardag og því lýkur með mótsslitum í Sumarbúð- unum um kl. 16 síðdegis á sunnudag. Æskilegt er að þátt- takendur verði komnir á móts- stað kvöldið fyrir mótsbyrjun, eða þá tímanlega á laugardags- morgun. Þátttakendur gista í tjöldum sem þeir verða að hafa með sér, svo og svefnpoka. Mat verða þeir einnig að hafa með sér, nema hvað hægt verður að kaupa gosdrykki og mjólk í Sumarbúðunum. Dagskráin er ekki endanlega fast ákveðin, en verður í stór- um dráttum þessi: Laugardagur 19. júlí. Kl. 10.30 Mótssetning- Helgistund. Skrásetning. Kl. 13.00 iþróttakeppni. Kl. 16.30 Biblíulestur. Kl. 18.00 Frjálst. Kl. 20.30 Kvöldvaka. Kl. 23.00 Helgistund. Kl- 23.30 Varðeldur. Sunnudagur 20. júlí. Kl. 09.00 Vakið. Kl. 10.30 Guðsþjónusta í Grenj aðarstaðar- kirkju. Kl. 13.00 Leikir, bátferðir og fleira. Kl. 16.00 Mótsslit. íþróttakeppnin sem verður á laugardaginn er keppni milli hópanna sem koma á mótið, og sá hópur sem fær flest stig sam- anlagt í keppnisgreinunum hlýt ur í verðlaun fallegan farand- bikar sem nú er í vörslu Sumar búðanna. (Prestar og fararstjór ar mega að sjálfsögðu keppa með). Keppt verður í eftirtöld- um greinum: Spretthlaupi, lang stökki og koddaslag á rá úti í vatni (þar er um 7—8 manna sveit að ræða). Frá Sundlaug Akureyrar Samkvæmt áður kominni frétt um aldurstakmark barna í Sundlaug Akureyrar, skal eftir- farandi tekið fram: Öllum börn- um, sem eru orðin synt, er heimilt að koma einum í sund- laugina. Þau börn sem ekki eru orðin synt, er óheimilt að koma í sundlaugina nema í fylgd með 13 ára eða eldri. (Fréttatilkynning) kirkjumálum í Tíðindum Presta félags hins forna Hólastiftis. Prentverk Odds Björnssonar prentaði, en séra Bolli Gústafs- son gerði káputeikningu. □ GOLF Um sl. helgi fór Junior-Cham- ber keppnin fram á golfvellin- um á Jaðri. Leiknar voru 36 holur með og án forgjafar. Alls tóku 31 kylfingur þátt í mótinu- Úrslit urðu þessi: Án forgjafar. Högg 1.-2. Árni Jónsson 161 1.-2. Gunnar Þórðarson 161 3. Sævar Gunnarsson 163 4. Jón Steinbergsson 168 5.-6. Björgvin Þorsteinsson 170 5.-6. Hörður Steinbergsson 170 Þeir Árni og Gunnar léku bráðabana um fyrsta og annað sætið og sigraði Árni. Með forgjöf. Högg nettó 1. Haraldur Ringsted 143 2. Jón Steinbergsson 144 3. Hermann Benediktsson 146 4.-5. Árni Jónsson 149 4 -5. Sævar Gunnarsson 149 Næsta keppni er Akureyrar- mótið, sem hefst á miðvikudag- inn kl. 18 og stendur til laugar- dags. Keppt verður í öllum flokkum og leiknar 72 holur. Þá má geta þess, að Tony Bacon verður við golfkennslu á vellinum 8.—15. júlí. Þeir sem hafa áhuga á tíma hafi samband við golfskálann. MINNING Snæbjörg Hildur iarnardöttir Fædd 13. sept. 1966. - Dáin 19. júní 1975. Sárast er að sjá á bak þeim, er hverfa úr þessum heimi ungir að árum. í huga okkar höfura við ætlað þeim langa og farsæla ævi með samferðafólkinu og eigum því erfitt með að sætta okkur við orðinn hlut- Sú hugs- un sækir þá Sterkar á en áður, hver sé tilgangur jarðvistarinn- ar og við greinum smæð okkar til þess að skilja þann mikla leyndardóm. Litla stúlkan, sem ég nú kveð hér, var eitt þeirra barna er setti sterkan svip á skólann sinn. Svolítið ör og hoppandi af kæti kom hún stundum að bíln- um mínum til þess að heilsa, þegar við mættum í skólann eftir hádegið. Ég til þess að stjórna, en hún til þess að sinna náminu, sem hún stundaði a£ miklu kappi og stundum það miklu, að því er kennarinn hennar segir mér, að í vissum námsgreinum varð heldur að letja hana en hvetja. Vini eignaðist hún hvarvetna og lífsorkan speglaðist í öllu viðmóti hennar. Hún var eitt þeirra æskuglöðu bama, sem. meðal samferðafólksins strá björtum og hlýjum minningum. Fjölskyldu sinni var hún að sjálfsögðu mest og ég sendi henni svo og öðrum ættingjum og vinum inni^gar samúðar- kveðjur. Kennari hennar, Ragna Pálsdóttir, svo og skóla- systkin biðja fyrir kveðjur og þakkir fyrir ógleymanleg kynni. Þau kynni urðu skemmri en ætlað var, en þeir sem á stutt- um tíma gefa margar, bjartar minningar eins og Snæbjörg litla gerði, hafa kannski gefið meira en margur á langri ævi. Indriði Úlfsson. Nokkur orð urn EUilieimili Akureyrar Vegna greinarstúfs í Fokdreif- um um Elliheimili Akureyrar o. fl. í 26. tbl. Dags frá 18. júní 1975, leyfi ég mér að gera fá- einar athugasemdir- Nokkurs misskilnings gætir varðandi þann fjölda, sem nýja álman tekur. Álman er tvær hæðir og eru á hvorri hæð 10 eins manns her- bergi og 4 2ja manna, eða alls rúm fyrir 36 manns. Hins vegar kemur greinarhöfundur með skýringuna sjálfur, því að helst þyrfti að flytja 11 manns úr öðrum hlutum hússins, þar sem stjórnin hefur freistast til að setja fólk, en á í raun að vera til annarra nota. Þá er komin talan 25, sem væri sá fjöldi nýrra vistmanna, sem fengi vist rúm. Það skal þó tekið fram, að um fjöldann, sem tekinn verður inn hefur ekki verið tekin ákvörðun í stjórn E.H.A. Á biðlista eru nú nákvæm- lega 101, en að auki er 31, sem á lögheimili utan Akureyrar. Hvað snertir þá spurningu, hvers vegna svo langan tíma taki að byggja nýju álmuna þá er svarið þetta. Þegar stjórn E.H.A. hugðist byggja þennan lokaáfanga bygg ingarinnar, leitaði hún, svo sem vera ber, samþykkis bæjar- stjórnar. Með bréfi dags. 11. júlí 1973 barst E.H.A. stjórn bókun bæj- arstjórnar og segir þar orðrétt: „Bæjarráð leggur til að heimil- að verði að hefja byggingar- framkvæmdir í sumar, enda sjái stjórn Elliheimilisins um fjármögnun byggingarinnar, þar eð engin fjárveiting er á fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs þetta ár til verksins og ekki getur orðið um frekari rekstrar styrk til heimilisins að ræða á þessu ári.“ Með þetta vegarnesti hófust síðan framkvæmdir og hafa þær í stórum dráttum verið fjár- magnaðar þannig, að ríkissjóð- ur greiðir skv- lögum frá 1973 Vz hluta kostnaðar, en fjárveit- ing úr ríkissjóði kom ekki, fyrr en á árinu 1974, Lífeyrissjóður sjómanna hefur nú, sem fyrr reynst hjálplegur og lánað alls kr. 4.500.000,00, Lífeyrissjóður- inn Sameining kr. 1.500.000,00 og úr sjóðum Tryggingastofn- unar ríkisins hafa verið lánaðar kr. 3.200.000,00. Byggingarkostnaður í dag er ca. 17,5 milljónir. Sá hægagangur sem bréfrit- ara hefur þótt vera á byggingar framkvæmdum hefur eingöngu stafað af því, að fjármagn hefur skort og stjórnin hefur reynt að forðast sem mest, að kostnaður lendi á bæjarsjóði, enda hagur hans nú ekki sem bestur. Til þess að skaða hins vegar ekki verktaka við bygginguna vegna tregðu á greiðslu vinnulauna, hefur því ekki verið lagt ofur- kapp á framkvæmdir. Það má heldur ekki gleyma því, að talsvert hefur borist af peningagjöfum, ekki síst frá öldruðum og þær runnið til byggingarinnar og alltaf eru slíkar gjafir vel þegnar og stuðla að bættri aðstöðu fyrir hina öldruðu. Hins vegar má ekki gleyma því, að ákvörðun bæjarstjórnar þarf til allra meiriháttar ákvarð ana og þá t. d. til þess að vísi- tölutryggja skuldabréf, ef selja ætti þau, auk þess sem Seðla- bankinn þarf að samþykkja slíkt. Þar sem svo vill til, að ég er jafnframt félagsmálastjóri, tel ég rétt að svara þeim spurning- um eða hugleiðingum, sem fram koma í síðari hluta bréfs- ins. Á vegum Félagsmálastofnun- ar Akureyrarbæjar fór fram könnun á högum aldraðra og komu niðurstöðurnar út í fjöl- ritaðri bók 1974- Mig minnir fastlega, að ein- mitt í vikublaðinu Degi væri lítillega getið um könnunina, en annars hefur mér þótt furðu hljótt um hana, en þó var á hana minnst í sjónvarpi. Bók þessi er til sölu á 'mjög vægu verði á bæjarskrifstof- unum. Niðurstöður þeirrar könnun- ar hefur félagsmálaráð haft til leiðbeiningar og hafa síðdegis- skemmtanir fyrir aldraða nú verið haldnar um árs skeið, að vísu aðeins að vetrarlagi. Þar sem mér finnst í um- ræddri grein kastað hnútu að ómaklegleikum, að ýmsurn fé- lögum hér í bænum, einkum kvenfélögum, sem af myndar- skap hafa séð um veitingar á þessum skemmtunum, sbr. orða lagið „Bærinn hefur í vetur gefið gömlu fólki hálfan bolla af kaffi, öðru hverju. Hinn helming hafa félög í bænum gefið,“ tel ég skylt að fram komi að félögin hafa lagt til vinnu á skemmtunum og við gerð og undirbúning veitinga og fengið fyrir greiðslu, sem ég efast um að svari til hráefnis. Hins vegar hefur bæjarsjóður greitt fyrir afnot af húsi, veit- ingar, auglýsingar, akstur o. fl. Ennfremur hefur tvívegis sl. vetur í samvinnu við leikfélagið verið boðið upp á leikhúsferð fyrir aldraða. Þá ætla ég, að a. m. k. óbein- línis hafi könnun á högum aldraðra leitt til endurskoðunar á strætisvagnaþjónustunni, en það var eitt það, sem ýmsir óskuðu eftir, að yrði lagfært. Ennfremur má nefna heimilis- þjónustu, sem m. a. aldraðir njóta. Annars er bygging elli- og dvalarheimila nokkuð umdeild, í því formi, sem verið hefur, og hversu mikið átak Akureyrar- bær á að gera í þeim efnum í framtíðinni er pólitísk spurn- ing, sem ég læt öðrum eftir að svara. j Að lokum skal upplýst, að fastlega er vonast eftir, að önn- ur hæð hinnar nýju álmu kom- ist í not eftir u. þ- b. mánuð og hin hæðin sem fyrst, en það ræðst auðvitað af fjármagninu. i' Með þökk fyrir birtingu, , Hreinn Pálsson, formaður stjórnar E. H. A. '> Urgur (Framhald af blaðsíðu lj unnin verði rannsóknarstörf á þessu ári fyrir um 130 milljónir króna og eiga þá virkjunar- möguleikarnir að liggja nokkuð ljóst fyrir í Bessastaðaá og í Jökulsá í Fljótsdal, en þetta eru samtengdir möguleikar til virkj unar- Urgur er í bændum. Þeir telja, að strax á þessu fyrsta ári Lagarfoss virkjunar megi merkja yfirborðshækkun vatns- ins í Leginum og það verulega. Telja þeir þetta valda landspjöll um og álíta, að upplýsingar verkfræðinga hafi verið rangar og tortryggja þá jafnvel um að hafa gefið rangar upplýsingar vísvitandi um áhrif virkjunar- innar á rennsli Lagarins. Spái ég snörpum ýfingum út af því máli. Virðist það tilheyra mann- virkjagerð, að þau séu meira og minna vitlaust hönnuð og undir búningur handabakavinna- Veldur þetta miklum kostnaðar hækkunum. V. S,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.