Dagur - 09.07.1975, Blaðsíða 7

Dagur - 09.07.1975, Blaðsíða 7
7 SMÁTT & STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) ]>eim að vera kærkomið tæki- færi að fræða landslýð um þessi atriði og miklu fleiri, ekki til að berja einn eða neinn heldur til [>ess að veita haldgóða fræðslu um einn veigamesta þáttinn í atvinnulífi fslendinga fyrr og síðar. Dagur er fús til þess að birta fræðsluþætti um landbún- aðarmál, enda má telja víst, að nú sé áhugi vakinn til að lesa þá. Lesendur vilja fræðast um staðreyndir landbúnaðarmála og geta svo dregið sínar álykt- anir. 28 STIGA HITI Á föstudaginn mældist 28 stiga hiti í forsælu á Akureyri og næstu dagar voru lieitir og þurrir. Sláttur er hafinn mjög víða í sveitunum sunnan Akur- eyrar og einnig við innanverð- an Eyjafjörð. Allmargir bændur hafa þegar liirt fyrstu töðuna í lilöður. Liklegt er, að ekki þurfi nema 1,3—1,6 kg af henni í hverja fóðureiningu, og vita bændur hvers virði það er. \ EINHVERJUM VERÐUR UM AÐ KENNA Á einhverju verða menn að skeyta skapi sínu þegar verr gengur en ætlað var. Ríkis- stjórnin hefur sannarlega feng- ið orð í eyra fyrir það, að lífs- kjör almennings eru ekki eins góð og áður. Það er nærtækara og veitir meiri útrás en að skamma þá, sem ekki vilja haupa fiskirm okkar á toppverði eða selja okkur olíu á nokkrum sinnum hærra verði en áður. Hraðbátur á kerru til sölu. 20 hestafla vél. Fyrir 5 manns. Góð kjör. Uppl. í Höfn, Svalbarðs- strönd. Til sölu 5 vetra hestur. Sími 3-21-19. Lítil dráttarvél, notuð, ásamt sláttuvél óskast keypt. Sími 1-14-61. ÞÁ ER ÞAÐ STAURA- NÓTIN Og vegna þess að í þessum þætti er jafnan vaðið úr einu og í annað, verða óheppnir veiði menn við Selá í Vopnafirði að kenna einhverju um. Þegar svo bar við, sem ætíð getur hent við laxveiðiá, að einhver kemur „með öngulinn í rassinum“, er handhægt og jafnan til þess ráðs gripið, að kenna óheppnina stauranótinni í Vopnafirði — þangað fari laxinm í stað þess að ganga upp í ána. En ein- hvern veginn hefur það þó tek- ist að stórauka veiðina í Vopna- fjarðaránum, þrátt fyrir um- rædda nót, sem tekur víst ein- hvern skatt af veiðinni, en þó minni en margur ætlar, að því er kunnugir telja. SELURINN FÓR UPP LAXASTIGANN Það bar við fyrir skömmu, að selur gekk Iengra upp í Selá í Vopnafirði en venja hans er, en við ósana er hann ekkert sjald- gæfur. Hann fór alla leið frarn hjá Hróaldsstöðum og þurfti því að fara upp laxastigann. Mun það einsdæmi, að laxastigi hafi freistað sela á þennan hátt. Einnig bar það til við Selá, að minkur drap tíu punda lax og dró hann nokkuð frá ánni, upp brekku og gæddi sér á honum þar- Má af því marka hve sterk dýr minkar eru, þótt þeir séu smávaxnir. DULARFULLI KAPALLINN Austfirskur togari festi nýlega veiðarfæri sín út af Stokksnesi og sleit við það kapal einn, er ýmsum þótti grunsamlegur. Eft- ir harðar cftirgrenslanir gaf varnarliðið og utanríkisráðu- neytið út yfirlýsingu um það, að sæstrengur þessi væri hluti af varnarkerfi landsins, eða búnaði varnarliðsins á íslandi. DÓMUR í MÁLI „VARINS LANDS“ Á föstudaginn féll borgardómur í máli tveggja þeirra manna, sem forsvarsmenn „Varins Iands“ höfðuðu gegn ýmsum vegna skrifa og meiðyrða. Urn- mælin voru dæmd dauð og ómerk og stefndu sýknaðir af bótakröfum. Hrafn Bragason borgardómari kvað upp dóm- inn. JÖKULSÁRVIRKJUN? Um það bil tuttugu manna hóp- ur manna niun nú vera við ýmiskonar athuganir við Jök- ulsá á Fjöllum og talið, að hann verði þar fyrst um sinn. Hún- vetningar tóku áætlun um Blönduvirkjun dauflega og auk þess eru undirbúningsrannsókn ir þar skammt á veg komnar. Hins vegar liefur Jökulsárvirkj- un verið tilbúin til útboðs um nokkurn tíma, en svo virtist um skeið, að iðnaðarráðherra hefði gleymt henni! Fregnir herma, að nú sé áætlað að virkja Jök- ulsá í þrem áföngum og Norsk Hydro gangi ríkt eftir því að niðurstaða fáist við þeirri mála- leitan, að setja hér upp verk- smiðju með aðgangi að nægri raforku. Þessar fregnir eru óstaðfestar, en einhyer lireyfing í þessa átt er þó sýnileg. Hðsoæði óskasf 1—2 herbergi eða h'til íbúð óskast til leigu strax. Góð leiga. Upplýsingar gefnar á Ljósmyndastofu Páls, sími 2-34-64. Sah MÓTATIMBUR til sölu 200—300 metrar. Axel Jóhannesson, Ægisgötu 15. Heyhleðsluvagn, Fella, til sölu. Sími 2-24-62. Til sölu jeppahús, jeppamótor, lítill vöru- bíll óskráður, ýmiskonar varahlutir í Opelbíla árg. 1955 og fl. Sími 2-39-10. Til sölu mótor úr Volks- wagen 1300 árg. 1966. Þarfnast viðgerðar. Sími 2-24-69. Glæsilegt mótorhjól HONDA CB-450 í sérflokki árg. 1974. Sigurður Geirsson. sími 2-35-76 milli kl. 20-22. Til sölu Fharmal Cub traktor með sláttuvél. Uppl. í síma 2-19-17. Vel með farið Philips karlmannsreiðhjól til sölu. Uppl. í síma 2-11-50. 50 W magnari (Sanzui) til sölu. Sími 1-11-39 á kvöldin. Góð barnakerra til sölu. Verð kr. 7.000,00. Uppl. í Byggðaveg 97 að norðan. MJÓLKURVÖRUR 1 G-VORUR KÓKÓ-MJÓLK KAFFI-RJÓMI Arna rneshreppsbúa r fyrr og nú Fjölmennið á sumardansleikinn í FreyjuLundi laugardaginn 12. júli kl. 22. TRIO R. S. sér um fjörið. NEFNDIN. MÖL OG SANDUR Sími 2-12-55, þrjár línur. Skrifstofan: Sími 2-14-76. Pósthólf 618 — Akureyri. Steinsteypa: Frá steypustöð. Öll efni vigtuð og hrærð í þvingunarbland- ara, sem er fullkomnasti blöndunarmátinn í dag. Einnig: Harpaðan sand, 2 gerðir. Harpaða möl, 3 gerðir. Harpaðan salla. Uppfyllingarefni, fínt og gróft. Steinrör, fyrir gúmmíhringi, frá 10-120 cm. Brunnar, keilur og fittings. Leigjum: Krana. Loftpressur. Hjólaskóflur. Gröfur, Bröyt x2b. Lyftara. Víbratora. Önnumst jarðvegaskipti í grunnum og bílastæðum og út- vegum uppfyllingarefni og unnið efni á byggingarstað. BSOW*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.