Dagur - 09.07.1975, Síða 8
1
AUGLÝSINGASÍMlÍÍÍÉk^ IJAGU R FULL BÚÐ g AF NÝJUM M' VÖRUM . GULLSMIÐIR .. i 'j \ SIGTRYGGUR /&T>ÉTUR ' AXUREYRt ' -
1 Akureyri, miðvikudaginn 9. júlí 1975
SMÁTT & STÓRT
Hin góöu tjaldstæði á Akureyri eru eftirsótt af ieróafólki
(Ljósm.: E. D.)
S><íxSx^SxSx$xSxSxS><íxíxS><Sxí><SxS>3><3>3><^><S><SxSxSx3><SxSxS>«xSx$><ex^SxSxSxSx5xS>3xS>3xSxíxSxSxSxS>«>«xSxSxSxexSxe><í>3><$xí>^xexíx3xíx^
Gunnarsstöðum í Þistilfirði, 7.
júlí. Hitinn er 21 stig í dag og
I þar sem jörð er óskemmd,
sprettur vel. Sláttur mun þó
ekki hefjast fyrr en eftir tíu
daga eða upp úr miðjum mán-
i uðinum.
Oðru hverju fiskast nokkuð
I og fá menn einn og einn góðan
| róður með nót.
í sveitinni gengur allt slétt og
fellt. Framkvæmdir eru þó
mjög með minna móti, einkum
hvað snertir húsbyggingar, sem
talsverðar hafa verið undan-
farin ár- '
i Frystihúsbyggingunni á Þórs
höfn miðar nokkuð og vel mið-
að við mannskap, en aðkomnir
iðnaðarmenn þykja dýrir og því
er reynt að komast af með
vinnu heimamanna. En það
lengir hins vegar byggingar-
tímann verulega. Vei'ið er núna
að einangra frystigeymslurnar.
Búið er að finna tófur í fjór-
um grenjum hér í Svalbarðs-
hreppi, en ekki hafa grenin
verið hreinunnin. Annað eins
hefur fundist í Sauðaneshreppi.
En marga minka er búið að
vinna, því hér virðist mikið af
þeim. Sumar næturnar hefur
minkabaninn, Vigfjs á Syðra-
15, ráðsfefna bpísindasna
Fimmtánda ráðstefna norrænna
búvísindamanna (NJF) var
haldin í Reykjavík dagana 1.—
4. júlí. Ráðstefnu þessa sóttu
rúmlega 600 búvísindamenn frá
Norðurlöndunum, þar af um 90
frá íslandi, en með gestum voru
jsátttakendur í ráðstefnunni
980. Þetta er í fyrsta sinn, sem
ráðstefna NJF er haldin á ís-
landi, en slíkar ráðstefnur eru
jafnan haldnar á fjögurra ára
fi-esti til skiptis á Norðurlönd-
unum.
Á ráðstefnunni voru haldin
um 180 fræðileg erindi um
margvísleg efni á sviði land-
búnaðar. Á miðvikudaginn fóru
810 ráðstefnugestir í kynnis-
ferðir um Borgarfjörð og Suður
land.
Á sameiginlegum lokafundi í
dag (4. júlí), flutti forseti ís-
lands, dr. Kristján Eldjárn,
erindi um samskipti lands og
þjóðar gegnum aldirnar. Þá
voru afhent verðlaun fyrir
bestu ritgerð um landbúnaðar-
hagfræði, sem birst hafði á
Norðurlöndum á tímabilinu
1971—1974. Þessi verðlaun eru
veitt á vegum hagfræðideildar
samtaka norrænna búvísinda-
manna. Verðlaunin hlaut Sví-
inn Rolf Olsson.
Fulltrúi Norðmanna, pró-
fessor Anton Skullberg, bauð
síðan til 16. ráðstefnu samtak-
anna í Noregi árið 1979. Fjöl-
margir ráðstefnugestir héldu
síðan í lengri og skemmri skoð-
unaríerðir um landsbyggðina.
álandi, drepið allt upp í níu dýr
og hann er einnig grenja-
skyttan.
Ekki veit ég hvort laxinn er
farinn að veiðast, en ég hef orð-
ið var við veiðimenn, síðast
einn í Hafralónsá og var hann
sýnilega sunnan úr löndum,
alveg kaffibrúnn.
Þeir Áskell Einarsson fram-
kvæmdastjóri og Guðmundur
Oskarsson verkfræðingur eru
nýbúnir að halda fundi og
kynna hina miklu byggðaþró-
unaráætlun sýslunnar. í heild
eru menn nokkuð ánægðir með
þessa áætlun, en landbúnaðai'-
áætlunina vantar þó ennþá.
Búnaðarsambandsfundur var
á Kópaskeri í fyrradag. Nýr for-
maður sambandsins er Eggert
Olafsson í Laxárdal, sem kom
í stað Þórarins Haraldssonar í
Laufási, er baðst undan endur-
kosningu. O. H.
MESTU UMFERÐAR-
MÁNUÐURNHl
Umferðarráð sendir 50 þúsund
vegfarendum kveðju sína og lög
reglunnar í sumar. Frá þessu
segir í síðasta fréttabréfi þéss.
Þar segir ennfremur: 1 júlí og
ágúst 1974 slösuðust 270 manns
og 5 létust í umferðarslysum.
Umferð er langmest í þessum
mánuðum, en sú breyting hefur
orðið síðustu tvö ár, að í stað
þess að umferðin var mest um
verslunarmannahelgina og helg
arnar fyrir og eftir, dreifist nú
umferðin á fleiri helgar sumars-
ins. Eru því allar lielgar júlí-
og ágústmánaðar orðnar miklar
umferðarhelgar. Kemur þar til
aukin bifreiðaeign, opnun hring
vegarins og svo lokun verslana
og annarra fyrirtækja á laugar-
dögum.
50 ÞÚSUND FA KVEÐJU
Á þessu mikla umferðartímabili
munu 50 þúsund vegfarendur
fá kveðju Umferðarráðs og lög-
reglu í formi fræðslurits, þar
sem minnt er á nokkrar stað-
reyndir um notkun bílbélta.
Ritið er jafnframt happdrættis-
miði, þar sem vinningar eru 25
talsins, liver að verðmæti 10
þúsund krónur. Og til að hvetja
fólk til að nota bílbeltin, sem
oft eru talin geta bjargað manns
lífum, verður dreift veggspjaldi
til að minna á þetta atriði-
Verður veggspjaldið hengt upp
á öllum afgreiðslustöðum við
þjóðvegi til frekari áréttingar.
UMRÆÐUR ERU
VEKJANDI
Síðan landbúnaðarstefna Gylfa
Þ. Gíslasonar gekk sér til húðar
varð hljóðara um opinberar
landbúnaðarumræður, þar til
síðasta vetur, að nýr spámaður
reis upp -og nú í röðum sjálf-
stæðismanna í Rcykjavík. Hann
!■■■■■■
!■■■■■■■■!
I Aðalfundur Norðlenskrar trygg
' ingar h.f. var haldinn að Hótel
I Varðborg 5. júlí sl.
Formaður stjórnarinnar
! minntist í upphafi fundarins
Óla J. Ólasonar, framkvæmda-
stjóra, sem lést 1. maí 1974, en
Óli átti sæti í stjórn Norðlenskr
ar tryggingar h.f. frá stofnun
félagsins.
Valdemar Baldvinsson flutti
skýrslu stjórnarinnar og Friðrik
Þorvaldsson framkvæmdastióri
lag upp og skýrði reikninga
félagsins. Kom þar fram, að
mikil aukning varð á viðskipt-
um við Norðlenska tryggingu á
síðastliðnu ári og skilar félagið
nú umtalsverðum rekstrarhagn
aði. Þegar afskrifaðir höfðu
verið fastafjármunir og stofn-
kostnaður um kr. 914.496,00 var
rekstrarhagnaður kr. 866.019,00.
Norðlensk trygging h f. hefur
umboðsmenn á Ólafsfirði, Dal-
vík, Grenivík, Grímsey og víðar
á Norðurlandi. Hluthafar eru
206 og hlutafé félagsins kr. 20
milljónir.
Stjórn félagsins skipa: Valde-
mar Baldvinsson, Aðalsteinn
Jósepsson, Pétur Breiðfjörð,
Hreinn Pálsson og Geir G.
Zoega jr.
Framkvæmdastjóri Norð-
lenskrar tryggingar er Friðrik
Þorvaldsson.
(Fréttatilkynning)
Skammt frá Slippstöðinni hefur þessi asfaltgeymir risið í vor.
Eftir er að einangra hann. í næsta mánuði kemur tankskip
liingað með asfalt og losar í hinn nýja geymi. Þá liefjast
væntanlega malbikunarframkvæmdir í bænum. Það er talið
mun ódýrara að flytja asfaltið á þennan hátt en í tunniun,
svo sem gert hefur verið. Áætlað er, að tankurinn rnuni,
fullbúinn, kosta unt 30 milijónir króna. (Ljósm.: E. D.)
og Gylfi eiga það sameiginlegt
í skoðununt, að þeir vilja stefna
að því að fækka bændum og
jafnvel ganga af landbúnaði
dauðutn. Þessar kenningar eiga
sér fleiri formælendur og
marga andstæðinga. Þá er vel
er umræður verða til þess að
vekjaláhuga á landbúnaðarmál-
unt ahnennt, og það hafa þær
gert. En því rniður eru kapp-
ræður ekki ætíð best fallnar til
þess að færa ntönnum allan
sannleikann í þessu máli, fretn-
ur en öðrum.
MENN KARPA UM
EINSTÖK ATRIÐI
Eftir miklar opinberar untræð-
ur utn landbúnaðarmálin í vet-
ur eru tnargir að velta fyrir sér
einstökum atriðum þessara
ntála og karpa um þau. í sím-
tölum við fjölda fólks og satn-
tölum hér á skrifstofum blaðs-
ins og víðar, kemur fram, að
cinstök atriði umræðnanna
hafa náð eyrutn manna, en önn-
ur eru óljós og allt samhengi
vantar og heildarsýn yfir land-
búnaðarmálin. Þetta stafar af
því, að ekkcrt málgagn hefur
birt hlutlausar og fræðandi
greinar um landbúnaðarmálin,
setn var þó og er nauðsynlegt.
MARGAR SPURNINGAR
Áhugasamt fólk um að kynnast
ýmsum grundvallaratriðum
landbúnaðar ber fram eftirfar-
andi spurningar: Hvað framleið
ir íslenskur landbúnaður að
magni hinna ýrnsu vörutegunda
og hvers virði er sú frarn-
leiðsla? Hvernig er verð búvara
fundið? Eru niðurgreiðslur úr
ríkissjóði til hagsbóta framleið-
endunt eða neytendum? Eru ís-
lenskar búvörur seldar til út-
landa fyrir sama og ekkert
verð? Hvað eru umframvörur í
landbúnaði? Er hægt að skipu-
leggja framleiðsluna á þann
liátt, að engar búvörur þurfi að
selja úr landi fyrir „spottprís“?
Ilverra opinberra styrkja njóta
bændur umfram aðra lands-
menn? Hverjar eru meðaltekj-
ur bænda? Væri hagkvæmt að
leggja smábúskap niður en
setja upp stórbú í þeirra stað á
bestu stöðunum? Ætti ríkið að
eiga allt land? Hvc margar jarð
ir á ríkið? Ætti kannski að
lcggja niður landbúnað á ís-
landi?
KÆRKOMIÐ TÆKIFÆRI
Ef forystumenn landbúnaðaríns
á fslandi halda vöku sinni, ætti
(Framliald á blaðsíðu 7)
Það óhapp vildi til, sl. föstudag,
að piltur úr gagnfræðaskólan-
um tapaði launaumslaginu sínu
á leiðinni heim úr vinnunni. í
umslaginu, sem er brúnt að lit,
voru 18.900 krónur. Það er
erfitt fyrir námsmenn að glata
svo miklu fé og væntir hann
þess, að skilvís finnandi skili
umslaginu á afgreiðslu blaðsins
gegn ríflegum fundarlaunum.
Geta má þess, að pilturinn var
gangandi og fór stytstu leið frá
miðbænum upp í Gilsbakkaveg
og þaðan upp hjá sundlauginni
og á ská yfir túnin- Hvasst var
af suðvestri þennan dag, svo að
umslagið hefði getað fokið eitt-
hvað til. □