Dagur - 03.09.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 03.09.1975, Blaðsíða 1
• smc EH EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN AGUR LVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 3. sept. 1975 — 36. tölubl. Mælingar sýna jarð- liitamerki en djíipt Lauslegar útvarpsfréttir um möguleika á heitu vatni til varmaveitu fyrir Akureyri hafa aukið umtal og bjartsýni manna á þessum slóðum. Blaðið sneri sér af þessu tilefni til Orkustofn unar og varð Þorsteinn Sæ- mundsson fyrir svörum um mál þetta. Honum sagðist efnislega svo frá: Mér heyrðist gæta ansi mikill ar bjartsýni í kvöldfréttum út- varpsins um þetta mál. Ákveðið var í vor að gera dálítið víðtæk- ar rannsóknir í Eyjafirðinum, Fnjóskadal og Ljósavatnsskarði og það var gert. Ein hitastíguls hola var boruð í Ljósavatns- skarði, en að öðru leyti fór rann sóknin fram með viðnámsmæl- ingum og eru það fyrst og fremst þær, sem .byggt er á í sambandi við frétt og þá talað við Axel Björnsson, sem fyrir mælingunum stóð. Mælingar þessar sýndu nokkuð lágt við- nám, djúpt niður, eða jarðhita- merki á jarðhitasvæðinu þvert SYRPA Ríkisútgáfa námsbóka hóf fyrir nokkrum árum útgáfuna Bók- menntaúrval skólanna. í þess- um flokki er komin út Syrpa Halldórs Laxness, sem hann hefur sjálfur valið, ritað for- mála og orðaskýringar. Teikn- ingar eru eftir Harald Guð- bergsson. Bók þessi er 222 blað- síður. í ráði ep*að gefa út hljóm plötu af völdum köflum þessar- ar bókar, sem höfundur læsi sjálfur. □ yfir Eyj afj arðardalinn frá Hrafnagili að Laugalandi og þar í grennd. Einnig komu Reykir í Fnjóskadal og Stórutjarnir vel út í mælingum, en allt er þetta jarðhitasvæði, sem aílir þekkja. Nýjar umræður um boranir í Eyjafirði byggjast fyrst og fremst á því, að ný bortækni er fyrir hendi .Nýi borinn, Jötunn, getur borað allt niður á 3600 metra dýpi. Borun £ Eyjafirði yrði aðeins tilraunaborun, því engin vissa er um árangur. Ákvörðun um borun liggur ekki fyrir, sagði Þorsteinn Sæ- mundsson að lokum og þakkar blaðið upplýsingarnar. □ Eftir að asfaltgeymirinn á Oddeyrartanga komst upp og í notkun, hófst malbikun á Akureyri. Er nú þegar búið að malbika aðalveginn norður undir Dvergastéin og sýnist það hafa gengið vel. Síðan verða ýmsar götur bæjarins malbikaðar og verður Skógarlundur stærsta verkefnið. (Ljósm.: E. D.). Malbikun hófst með fullum krafti á Akureyri í síðustu viku lauk malbikun úr Glerárhverfi norður að af- leggjaranum niður að Blómstur völlum, en það er hálfur fjórði kilometer og verkið virtist hafa gengið bæði fljótt og vel. En malbikun á Akureyri hófst ekki í sumar fyrr en lokið var að smíða asfaltgeymi hjá Slipp- stöðinni á Oddeyri og fá þangað fyrsta farminn. Er tunnuflutn- ingur þessar vöru vönandi al- veg úr sögunni hér. Næstu viðfangsefni í malbik- uninni er Skógarlundur, sem er á annan kilometer að lengd, þá verður Víðilundur næstur, og ennfremur Hjalteyrargata norð ur að Slipp. Þar næst koma svo Laufásgata og Gránufélagsgata, neðan Hjalteyrargötu. Jafnhliða þessari malbikun gatnanna éða „þegar á milli“ verður malbikað fyrir einstakl- inga og fyrirtæki eftir því sem unnt er. Segja má, að malbikunin hæf- ist með fullum krafti á Akueyri þegar hún loksins fór af stað. fjárslálrunin hefst ireyri 10. september Besfi vegur íslandi n liaídin arsyning Hlíðarbæ Myndlistarsýning Helga Vil- bergs verður opnuð í Hlíðarbæ, félagsheimili Glæsibæjarhrepps á morgun, fimmtudaginn 4. september klukkan 8,30. Það kvöld verður hún opin til kl. 10, en á föstudag kl. 8—10 óg á laugardag og sunnudag kl. 2— 10. Sýningunni lýkur á sunnu- dagskvöld. Sem fyrr er frá sagt, eru myndirnar á sýningunni 37 tals ins, þar af 5 teikningar, og allar eru þær unnar á þessu og síð- asta ári. Helgi Vilberg hefur ekki áð- ur haldið einkasýningu, en hann var meðal þeirra fjögurra, sem í fyrra héldu myndlistar- sýningu í Myndsmiðjunni. Helgi mun sýna fimm myndir á vinabæjarsýningu í Álasundi Samkvæmt umsögn Þórarins Halldórssonar frysti- og slátur- hússtjóra hjá KEA á Akureyri, hefst sauðfjárslátrun á hádegi 10. september og verður þá lógað fé frá Akureyri. Áætluð tala sauðfjár, sem lóg að verður í sláturhúsi félagsins á Akureyri er 39.600. Á Greni- vík hefst slátrun 18. september og verður lógað þar 6.400 fjár og á Dalvík rúmlega 13.000 fjár. Samtals eru þetta 59 þús- und fjár eða mun fleira en sll»ár. Sæmilega horfir um vinnu- kraft í sláturhúsinu, en þó vant ar alltaf þetta vana og eftirsótta fólk, svo sem fláningsmenn og annað uppistöðufólk, mikið veltur á. sem svo Þá sagði sláturhússtjórinn, að enn væri nóg til af kindakjöti, sem endast myndi fram f slátur tíð, bæði hryggir af fyrsta verð flokki og skrokka í öðrum verð- flokki. Af nautakjöti eru nægar birgðir. Útsala á því er hafin hér, sem á öðrum stöðum og mun standa í hálfan mánuð. Nokkur sala í þessu kjöti varð strax nú í dag. Kjötið er selt í sláturhúsinu og eins í verslun- um, ef fólkið óskar þess fremur. í haust verður æði mikil nautgripaslátrun, og er þó búið að lóga á fjórða hundrað núna fyrir sauðfjárslátrunina, en meira verður þó lógað af þeim síðar í haust. □ Gunnarsstöðum 1. september. Menn eru að fiska, en um afla- brögðin er það að segja, að ýmsir eru orðnir vel efnaðir af fiski, þótt þeir aldrei hafi séð fisk á ævi sinni, ef marka má þeirra eigin aflafréttir. Heyskap er lokið og slátur- tíð hefst væntanlega um miðj- an mánuðinn. Framundan eru göngur og réttir og aðrar haust- annir. Nú er efst í huga manna fjórðungsþingið á Raufarhöfn, sem hófst í dag og stendur í tvo daga. Geta má þess, sem vel tekst og á það við um einn þátt vega- gerðar. Leirborinn var vegur- inn á milli Kollavíkur og Sval- barðs, sem er nýr 8—10 km langur. Tókst það svo vel, að við teljum þetta besta veginn á íslandi. Gísli Gunnarsson hjá Vegagerðinni stjórnaði þessu. órðungs Helgi Vilberg. Fjórðúngsþing Norðlendinga var sett á Hnitbjörgum á Rauf- arröfn klukkan 16.00 á mánu- daginn og gerði það fórmaður samtakanna, Brynjólfur Svein- bergsson á Hvammstanga. Þing forsetar voru kjörnir þeir Sig- urður Jónsson á Efralóni og Björn Guðmundsson, Lóni. Rit- arar Pálmi Olafsson, Þórshöfn og Angantýr Einarsson á Rauf- arhöfn. Framsöguerindi flutti Reynir Karlsson, æskulýðsfulltrúi, um æskulýðskönnun á Norðurlandi og um byggðaþróunaráætlun fyrir Norður-Þingeyjarsýslu flutti erindi Guðmundur Ósk- arsson, verkfræðingur. Að kveldi mánudags var þing fulltrúum haldin mikil veisla, sem Þórshafnar- og Raufarhafn arhreppar efndu til og fór hún einnig fram í félagsheimilinu Hnitbjörgum.___Þar voru fjöl- mörg skemmtiatriði en veislu- stjóri var oddvitinn á Raufar- höfn, Björn Hólmsteinsson, en skemmtiatriðin, sem voru mörg og góð, kynnti Heimir Ingimars son, sveitarstjóri, Raufarhöfn. í kvöldfagnaði þessum var Norð ur-Þingeyjarsýsla mjög í sviðs- ljósinu og töluðu um hana Ang antýr Einarsson, Raufarhöfn, Óli Halldórsson á Gunnarsstöð- um og Björn Haraldsson í Aust urgörðum og síðan tóku við skemmtiatriðin, eitt af öðru. Meðal skemmtiatriðanna var söngur Margrétar Bóasdóttur, prestsfrúar, og vakti söngur hennar mikla hrifningu, henni til aðstoðar var Soffía Guð- mundsdóttir frá Akureyi’i. Þá greip harmonikkuna roskinn bóndi, Jóhann Jósefsson frá Ormalóni, og þótti það hin besta skemmtun. Árdegis á þriðjudag hófst fundur að nýju og voru þá þing fulltrúar kynntir, en það gerði Sigtryggur Þorláksson á Sval- barði, og reyndust fulltrúar 62 og að auki fjölmargir gestir. Síð an flutti formaður skýrslu stjórnarinnar og að því loknu flutti Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri ræðu. Síðar í dag flytja framsögu- erindi Lárus Jónsson um Norð urlandsvirkjun, Árni Jónsson flytur erindi urh landbúnað og byggðaþróun, dr. Kjartan Jó- hannsson um stöðu heilbrigðis- mála og Sigurður Guðmunds- son ræðir um byggðavanda Norðurlandskjördæmis vestra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.