Dagur - 03.09.1975, Page 4

Dagur - 03.09.1975, Page 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarniaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. FARSÆL ÞRÓUN Þau eru mörg „kotin“ og „gerðin" á íslandi, þar sem iátæktin var jafn trygglynd og þessi umkomulitlu nöín. En á síðustu árum voru þau flest ieyst úr álögum með dugnaði og nútíma þekkingu, svo þau skyggja jafnvei á hin gömiu höfuðból og kota- og gerðanöfnin hafa hlotið nýjan hljóm. Því er oft slegið föstu, að sveitirn- ar við Eyjafjörð séu gjöfular og góð- ar undir bú. Þar af komi velgengni eyfirsku bændanna. Vitur öldungur í bændastétt, Eiður Guðmundsson á Þúínavöllum, hélt þvx eitt sinn fram í vel rökstuddri ræðu, að eyfirskar sveitir væru ekki öðrum betri til bú-, skapar, nema síður væri. En atorka bændanna hefði ásamt mjög sterk- um samvinnusamtökum og almennri félagshyggju, lyft bændastéttinni fyrr og meira á þessu svæði en flest- um öðrum, í efnalegu tilliti. Þegar litið er yfir eyfirskar byggð- ii', dylst engum mikill ræktunar- og viðskiptabúskapur, og efnaleg vel- megun. En þegar landið sjálft er skoðað, utan ræktunar og bygginga, munu margir geta tekið undir orð hins aldiaða bónda. Um leið geta menn samglaðst eyfirðingum yfir öflugu félagsmálastarfi, á sviði jarð- ræktar, kvikfjárræktar og í sam- vinnumálum, sem verið hefur hin mikla lyfdstöng og aflvaki eyfirskra bænda, og jafnframt ein af megin- stoðum iðnaðarins á Akureyri. Við Eyjafjörð hefur atorka, þekk- ing og félagsliyggja leyst hin mörgu bændabýli úr fátæktaránauð fyrri tíma ,og á svo myndarlegan hátt, að bútekjur bænda eru þar nú fimmt- ungi hærri en landsmeðaltalið. Það er því ekki ofmælt, sem sagt er, að eyfirðingar standa vel saman um fé- lagsmál sín, og að þau hafi borið ríkulegan ávöxt. Öll gleðjumst við yfir því. Þess er þá einnig að minn- ast, að það voru eyfirskir bændur, sem voru frumkvöðlar að stofnun Kaupfélags Eyfirðinga, höfðu for- ystu í ullariðnaði, sem síðan óx upp í þýðingarmikinn verksmiðjurekstur, einnig í mjólkuriðnaði og vísinda- legri nautgriparækt. Það er þó e. t. v. mesta ánægjú- efnið, live félagsleg tengsl milli bæjar og sveita eru traust, bæði at- vinnulega og menningarlega. A með- an svo er og kyndlar félagshyggjunn- ar dvína ekki og er á lofti haldið, mun fram haldið faxsælli þróun í byggðunum öllum við Eyjafjörð. □ Síðan grein mín um þetta mál' birtist í Degi 7. þ. m. hefur það skýrst til muna við svar Björns Friðfinnssonar í sama blaði 13. þ. m. og bréf hans sem for- manns Styrktarfélags aldraðra í Þingeyjarsýslu til sýslunefnda og sveitarstjórna. Eftir þessi skrif hans, liggur starf hans og stefna í þessu máli ljósar fyrir en áður og skal því tekin til nánari athugunar. Við stofnun Styrktarfélags aldraðra f Þingeyjarsýslu hinn 30. sept. 1972 átti Björn Frið- finnsson fylgi mitt til for- mennsku óskorað, bæði mál- efnalegt og persónulegt. Hann var um þetta leyti maður ársins eins og það er kallað, vegna af- skipta hans af hitaveitu Húsa- víkur. Gifturík forysta hans í því máli , var óumdeilanleg. Það var ekki amalegt að leggja hugfólgið áhugamál í slíks manns hendur. Stjórnin lagði í sameiningu helztu drög að boðs- bréfinu og formaður færði þau í búning á eftir. Mér fannst meinlaust, þegar ég eftirá las klausu hans, „-----stjórnin hef- ur einnig í huga möguleika á því að reka minni dvalarheim- ili í héraðinu í tengslum við hjúkrunaraðstöðu í Húsavík,“ og fleira, sem hann frá eigin brjósti bætti við boðsbréfið. Sjálfur þekkti ég frá starfi mínu í þriggja manna elliheim- ilisnefnd, í Kópaskerslæknis- héraði, nokkrum árum fyrr, meting um það milli manna, í hvaða sveit elliheimilið ætti að standa og ekki vantaði þar fram boð á landi gefins. Litið var til Kópaskers, vegna búsetu hér- aðslæknis þar sem eðlilegs stað- ar fyrir elliheimilið, en við brott hvarf læknis þaðan lognaðist málið út af, svo þýðingarmikið þótti, að aldrað fólk gæti notið daglegrar heilsugæslu. Mér fannst það meinlaust, þótt B.F. hampaði smáheimila-hugmynd- inni og taldi mig skilja tilgang hans. Hugmyndinni um dvalarheim ili fyrir aldraða í Húsavík tók ég með fögnuði. Stofnun sjúkra- hússins þar, bæði hins eldra og yngra var mér í fersku minni. Mér fannst það mál til fyrir- myndar og einboðið að fara sömu eða svipaða leið. Og ekki gat ég annað fundið, en að sá væri eindreginn vilji stofn- fundar Styrktarfél. aldraðra haustið 1972. Ég hef lýst því í fyrri grein, hvernig formaður hefur unnið síðan 1972 og vaxandi óánægju minni yfir einræðiskenndum vinnubrögðum hans. Skal þetta ekki endurrakið. En nú kemur upp úr dúmum hjá honum, að DAH (Dvalarheimili aldraðra í Húsavík) er hugsað sem þjón- ustumiðstöð fyrir fólk, sem hef- ur heimili en kýs að sækja i stofnunina ýmiskonar fyrir- greiðslu, líkamlega og andlega, svo sem fæði að meira eða minna leyti, hjúkrunai'hjálp, leiðbeiningar og aðstöðu til léttrar vinnu (tómstundaiðju), geðblöndun við jafningja, fjöl- miðla, ró og næði. Þessi þjón- usta er .einu nafni kölluð dag- vistaraðstaða og er komin í gang eða í þann veginn í ein- stöku kaupstöðum hér á landi. Þetta er án efa jákvæð starf- semi í þéttbýli, en ég hef ekki trú á því, að sveitafólkið í Þing- eyjarsýslum geti sótt slíka þjón- ustu heiman frá sér til Húsavík- ur. Ekki skil ég heldur, með hverjum hætti slík stöð gæti orðið hjálparhella smærri dval- arheimila á víð og dreif um sýsl urnar. Sé með góðu móti hægt að samræma þessa þjónustu við tilgang DAH, þá er gott eitt um það að segja. Á teikningu þeirri, Björn Haraldsson. sem BF boðar enn áný, eru 27 smáhýsi (hjónahús) þ. e. hús, hvert fyrir tvo íbúa. Þótt skilja megi á BF, að hús þessi séu sett á teikninguna kannske upp á punt, þá skal um þau farið nokkrum orðum. Það er regin misskilningur hjá ungu fólki, að aldrað fólk sækist eftir einangrun og inni- lokun. Aldrað fólk hefur engu minni þörf á því en hinir ungu, jafnvel meiri að blanda geði við annað fólk. Að geta meðan heilsan leyfir, tekið hæfilegan þátt í lífinu, er almennt talað heitasta ósk þess. Og við það á að miða, þegar öldruðu fólki eru búin lífskjör. Smáhýsagerð- in sem íbúðarform fyrir aldraða er fráleitt í alla staði, ekki sízt á þessum stað. Húsavík er snjó- sæl á vetrum en hvergi safnast þar dýpri fönn en einmitt á landareign sjúkrahússins. Hent getur að mánuðum saman liggi djúp fönn á því svæði, sem smá- hýsunum er ætlað að standa á. Þá mundu smáhýsi þessi dreifð um yztu jaðra svæðisins nálg- ast að verða fangelsi, af því íbúarnir kæmust ekki til dag- vistanna tímum saman, nema þeir allra fræknustu. Hætt er við, að þá yrði þjónustu við fólkið í smáhýsunum einnig ábótavant. Ef litið er á kostn- aðarhlið þessa nýja íbúðar- forms, smáhýsanna, samanborið við önnuf, þá þolir það engan samanburð. Það mætti segja mér að bæði stofn og rekstrar- kostnaður smáhýsanna miðað við notagildi, yrði tvöfalt hærri en annarra íbúðarforma. Formaður segir, að stjórn Styrktarfélags aldraðra hafi kosið sig og þrjá menn aðra sem undirbúningsnefnd fyrir DAH. Þessir séu auk formanns, sýslumaður Þingeyinga, bæjar- stjórinn í Húsavík og fulltrúi frá sjúkrahússtjórn. Ákvarðan- ir þær, sem hann hafi tilkynnt í málurn DAH, séu verk þeirr- ar nefndar. Ég minnist þess ekki að við meðstjórnendur hans höfum kjörið BF í þessa eða nokkra aðra nefnd og því síður hina þrjá. Hitt man ég, að hann sagði okkur á fundi frá viðtölum sínum við þessa þrjá menn og að þeir væru áhuga- menn DAH. í það skipti lagði ég ríkt á við formann að velja enga úr, heldur flytja mál DAH við sýslu og sveitarfélögin öll eins og lofað var í boðsbréfinu. Ekkert hefur komið fram, sem sannar ákvarðanir á þessa sjálf- skipuðu nefnd. Mitt álit er það, að hún hafi aldrei verið til í veruleikanum, nema sem ósk- hyggja í hugskoti formanns. Hitt er mjög líklegt, að þessir menn hafi veitt BF góða áheyrn og þakkað honum dugnað hans og áhuga. Hvað fyrrverandi sýslumann snertir, Jóhann Skaptason, þá þýðir ekki að segja mér, að hann hafi í tvö ár starfað í þessari nefnd sem odd- viti eýslufélaganna og tekið þýðingarmiklar ákvarðanir sem fulltrúi þeirra í máli sem hvor- ug sýslunefndin hafði tekið af- stöðu til, einnig án þess að taka það til meðferðar á sýslufund- um. Til þess þekki ég of vel rétt vísi og formfestu Jóhanns Skaptasonar. Mér hefur verið sagt, að hugmyndin um bygg- ingu DAH, sé með vissum hætti runnin frá stjórn sjúkrahússins. Þar hafi á sínum tíma verið um það fjallað, hvort sjúkrahús- ið sem slíkt ætti að taka að sér að leysa með sérstakri byggingu þörf aldraðra og hafi sú orðið niðurstaða stjórnarinnar, að lögum samkvæmt væri sjúkra- húsinu þetta ekki heimilt. Mun það hafa verið rétt athugað. Þótt sjúkrahússtjórn tæki síðar jákvætt beiðni um lóð handa DAH, virðst það í ósamræmi við fyrrgreinda afstöðu sjúkra- hússtjórnar,. að hún sem slík fengi ákvörðunarvald um stofn- un, fyrirkomulag og félags- grundvöll DAH og bæri að hafa atkvæðisrétt við þær ákvarðan- ir, annan en fyrirsögn umget- innar lóðar. Tek ég því með hinni mestu varúð frásögnum um þátttöku sjúkrahússtjórnar í ákvörðunum og athöfnum for- manns Styrktarfélagsins. Þótt sjúkrahúsið í Húsavík teldi sig með réttu, ekki hafa leyfi til að hyggja yfir heimilisvana aldrað fólk, þá hefur það, stjórn þess og starfslið unnið kærleiksverk á þessu fólki, sem seint verður fullþakkað. Nokkuð öðru máli kann að gegna með bæjarstjóra Húsa- víkur en hina tvo. Það hefur legið í láginni, að bæjarstjórn- in hefur á annað ár starfað að fjármögnun dvalarheimilis aldr- aðra, þangað til BF spilar þeirri vitneskju út sem trompi í at- hugasemd sinni. Það er full ástæða til að gleðjast yfir þessu framlagi samtals 6 millj. kr. á árunum 1974 og 1975, það vitnar um eindreginn áhuga bæjarstjórnar fyrir aðkallandi málefni. Hitt hefði þó verið enn- þá skemmtilegra, ef þau önnur félög, sem koma til með að standa að framkvæmdinni ásamt bæjarfélagi Húsavíkur, hefðu verið kvödd til viðræðu um málið eða a. m. k. fengið að vita, þegar það gerðist, að sterk- asti aðilinn hóf að fjármagna stofnunina. Slíkt hefði verið í samræmi við þingeyska félags- málaþróun. Þetta verður þó ekki talin sök bæjarstjórnar Húsavíkur. 5 V 1 Kenning BF um að ekki hafi verið rétt að hreifa stofnun DAH við sýslu eða sveitarfélög fyrr en frumdrög öll væru ákveðin, er ólýðræðisleg og framandi svo ekki sé meira sagt. Er tæplega hægt að verj- ast þeirri hugsun, að kenning sú sé sprottin af sannfæringu BF um það, að stofnun DAH sé bezt komin í hans höndum, sam hliða persónulegum metnaði hans. Ég trúi því ekki, að bæjar- stjórn Húsavíkur standi' að vinnubrögðum fonnanns í máli DAH, því þau eru ekki heppi- leg. Að ná eðlilega stóru um- dæmi fyrir DAH er vandasamt, það er viðkvæmt mál og auð- velt að skaða það. Ég er sam- mála BF um það, að fleiri sveit- arfélög í N.-Þing. en Keldu- hverfi, hefðu á sínum tíma átt að gerast stofnfélagar að Sjúkra húsi Húsavíkur. Hefur reynsl- an sannað það eftirá. Eru til skýringar á því, hvers vegna svo varð ekki. Þá voru þrír hér- aðslæknar. starfandi í N.-Þing- eyjarsýslu Mg möguleikar fyrir dvöl sjúklinga hjá þeim öllum. Heilbrigðismálin voru þá enn í gömlu formi og N.-Þingeyingar ekki verr settir en aðrir. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fyrsti tónninn, sem N.-Þing- eyingar heyra frá DAH er bréf BF til sýslunefnda og sveitar- stjórna, ásamt athugasemdum hans í Degi og sá tónn er efnis- lega á þessa leið: Fyrir næstum þremur árum ákváðum við, að þið skylduð hyggja dvalarheimili fyrir aldr- aða ásamt dagvistaraðstöðu í Húsavík. Einnig skuluð þið vera viðbúnar að byggja svo- kallaðar smáíbúðir síðar meir. Við höfum ákveðið stærð og gerð þessarar stofnunar og út- vegað lóð fyrir hana. Við höf- um sótt um og fengið tvær byrj- unarfjárveitingar úr ríkissjóði til stofnunarinnar, tvisvar kr. 800 þús., ennfremur samtals kr. sex millj. frá bæjarsjóði Húsa- víkur. Við höfum gengið frá áætlun um fjármögnun stöfn- unarinnar og ákveðið að taka að láni sem svarar þriðjungi kostnaðar. Við erum meira að segja eftir harða baráttu við erfiða aðila í þann veginn að vera tilbúnir með teikningar. Það er sem sagt, allt að verða tilbúið. Hægt að byrja, þegar þið komið með peninga. Góðfús lega sendið þá sem fyrst. Ef þessu fer svo fram mikið lengur er málið í hættu. Það er aðkallandi að vita stærð þess umdæmis, sem DAH á að starfa fyrir. Það átti að vera upphafið. Það skiptir máli, hvort það verða auk Húsavíkur 18 sveitar félög eða t. d. aðeins 9 eða enn færri. Það var vitanlega út í bláinn, að ákveða stærð húsa og gera teikningar, áður en þetta var vitað. DAH verður því aðeins bjargað, að stofnaðil ar hefjist sjálfir handa og grpnd valli stofnunina. Ekki sem styrkjendur Styrktarfélags aldr aðra, heldur sem ábyrgir ger- endur. Það er röng aðferð, að stofnendur taki við fyrimælum frá sjálfboðaliða. Hitt getur komið til álita, að nýta það sem við á af starfi hans. Ef tíminn verður vel notaður, ætti að takast að Ijúka nauðsynlegum undirbúningi það snemma, að byggingarframkvæmdir geti hafist á næsta vori. í dag var lesin í útvarpið frétt um 400 millj. kr. framlag úr ríkissjóði til dvalarheimila aldr- aðra á nokkrum tilgreindum stöðum. Ekki var DAH eitt af þeim. Það er enn í lausu lofti. Ég endurtek áskorun mína til bæjarstjórnar Húsavíkur um að hún taki í sínar hendur forystu þessa máls. Fyrsta verkefnið er ný þátttökukönnun í jafnræðis- tón. 24. ágúst 1975. Björn Haraldsson. - Næsti áfangi Hafréttarráðstefnunnar (Framhald af blaðsíðu 8) í tengslum við olíuvinnslu af hafsbotni og málmnám á botni úthafsins og baráttuna gegn mengun, svo nokkuð sé nefnt. Árangurinn af fundum Haf- réttarráðstefnunnar í Genf varð sá, að fyrir liggja nú samnings- drög í 304 greinum þar sem fjallað er um þau meginatriði, sem vinnunefndir ráðstefnunn- ar þrjár hafa haft til umfjöll- unar. Þessi samningsdrög voru afhent sendinefndunum á ráð- stefnunni síðasta fundardaginn, og nú er vonast til þess að ríkis stjórnir allra þeirra landa sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni verði búnin að gera upp hug sinn til þessara tillagna, þegar fundir ráðstefnunnar hefjast að nýju í New York í mars, og að þessi drög geti órðið grundvöll- ur þess heildar samkomulags, sem gengið verður frá, áður en ráðstefnunni verður slitið. (Frá Sameinuðu þjóðunum) Viðtökur hér eru eins og best þekkist á íslenskum úrvalsheim ilum, með hlaðið borð af góðum réttum, sem húsfreyjan hefur undirbúið af sínum alkunna myndarskap. Yfir borðum eru fluttar ræð- ur og rabbað saman, en áður en haldið ær á brott, flytur hús- bóndinn okkur eftirfarandi kvæði, sem hann heíur ort í til",. efni komu okkar. En tíminn líður fljótt og inn-,. an stundar þurfum við að kveðja þetta góða heimili og hina elskulegu gestgjafa okkar-: og stíga í bílana. Nú er ekið til hins fræga Buthartgarðs, sem af sérfræð-.- ingum er talinn sá fremsti í sinni röð á allri heimskringl- unni. Garðurinn var gerður ár- ið 1904 af hjónunum Jenný og. - Robert Pim Buthart. Þarna hafði áður verið kalknáma sem , búið var að nýta. Hjónin hófu' þar margs konar ræktun, blóma runna og trjáa og ekki liðu - . Úr hinum víðkunna og fagra Buthartsgarði. Pistlar úr Vesturheimsför mörg ár þar til skartaði einn fegursti reitur, sem nokkur , hafði séð. Eftir því sem garðurinn stækkaði, jókst frægð hjónanna. Ollum, sem komu, sýndu þau garðinn og gestrisni þeirra var rómuð. Þau kölluðu heimili sitt í nágrenninu „Benvenuto", sem þýðir, Velkominn. Það varð heldur enginn íslendingur, sem heimsótti staðinn, fyrir von- brigðum, þennan bjarta júlídag. Slíka fegurð, er, þar var að finna, hafði víst engan látið sig dreyma um. Óendaolegt blóma- haf í öllum regnbogans litum, milli rennisléttra bala og hávax inna trjáa. Fegurð staðarins er slík, að tæplega nokkur orð geta lýst þeirri dásemd og un- aði, sem hvarvetna blasir við. Einn gestanna í okkar hópi, Sveinn Valfells, landskunnur hugsjóna- og ferðamaður, sem víða um heiminn hefur farið og' margt séð, lét þau orð falla, að „ef Paradís tæki þessum garði fram, væri ekki lítið tilhlökk- unarefni að komast þangað.“ Buthart-garðurinn er 30 ekr- ur að stærð, 20 km frá höfuð- borginni. Sífellt er unnið að stækkun og fegrun hans og fyr- . ir nokkrum árum var lagt kostn aðarsamt lýsingarkerfi um garðinn, það mesta sinnar teg- undar í Norður-Ameríku. í ljósaskiptunum hvert ein- asta kvöld, frá því seint í apríl og fram á haust, verður garður inn að sannkölluðum álfaheim- um. Óteljandi falin ljós varpa bjarma sínum á hina marg- breytilegu liti blóma, runna og trjáa, og gera staðinn að undra- landi. Ekki má gleyma að geta þess, að vopnfirskur maður, Mundi Goodmannsson vann hér ævi- starf sitt og átti hvað mestan /■ Frásögn Áriia Bjarnarsonar iooi(ti(((oioioo«oiieio þátt í að skipuleggja hann og gera garðinn að þeirri, jarð- nesku Paradís, sem raun ber vitni. Dagur líður að kveldi og nú þarf að ná í ferjuna til lands. Menn eru miskunnarlaust reknir í bílana og ekið um borð. Til Vancouver komum við kl. .7. En ekki er til setunnar boðið. í kvöld ætla þjóðræknis- félögin á Ströndinni að efna til . samkomu fyrir okkur í félags- heimili í útjaðri borgarinnar. Á þriðja hundrað manns þiggja þau góðu boð. Þetta verður fjöl- mennur og fjörugur dansleikur, 'því að Vestur-íslendingar vilja að sjálfsögðu taka þátt í gieð- ,-inni og sjá og kynnast gestun- um frá íslandi. Rausnarlega er veitt, eins og von og vísa er landa okkar, ræður fluttar, sungið og skemmt sér af hjart- ans lyst. Og að síðustu afhend- um við gjafir og merki til for- ystumanna þeirra félagssam- taka, sem gerðu ökkur þetta kvöld svo ánægjulegt. En ekki láta Vestur-íslending ar þar við sitja. Þeir vilja sýna okkur gestrisni sína svo um munar. Daginn eftír, sunnudag- inn 20. júlí, halda öll þjóðrækn- isfélögin á vesturströhdinni miklá hátíð r Friðargarðinum á landamærum Canada og Banda ríkjanna og bjóða okkur öllum þangað. Það er dýrlegt veður þennan dag, sólskin og iogn og hitinn 30 stig og aU|r í hátíða- skapi. Hingað koma Vestur-íslend- ingar og fleiri, víðs vegar að og sumir hafa ekið mörg hundruð kílómetra til þess að sækja mannfagnaðinn, hitta menn að máli og kynnast gestunum. Öllum er veittur matur og kaffi, sem konur vestra annast af miklum myndarskap. Dagurinn líður svo við ræðuhöld, söng gleðskap og vinafagnað, sem seint gleymist. Mánudaginn 21. júlí er frí- dagur frá öllum skipulögðum ferðum, enda ennþá margt að sjá og skoða í hinni fögru Van- couverborg. Flestir heimsækja einhverja sérkennilega staði, fara í skemmtigarðana, njóta sólar á baðströndunum eða skreppa með togbrautinni hátt upp, en yngra fólkið og sumt það eldra lítur inn á nætur- klúbba þegar líður að kveldi. Sumir leggja leið sína í ný- byggða stórverslun Eatons, ör- stutt frá hóteli okkar, en sú verslun er talin glæsilegust verslana í Vesturheimi og þó víðar væri leitað. Allt skipulag, utan sem innan, veggja, er frá- bært og vöruúrval sérstætt. Þarna eru reykingar bannaðar! Skarphéðinn í Amaro, sá smekk vísi kaupmaður, sem ferðast hef ur víða um heim og kynnt sér nýtískuverslanir meira en flest- ir aðrir, sagðist aldrei hafa séð slíka fyrirmyndaverslun. Vöru- verð mun vera allt að 10%- hærra hér en annars staðar, en viðskiptamenn láta sér það vel líka. Eatons-verslanir eru í hverri borg og bæ um gjörvallt landið og þær eru ein stærstu fyrir- tæki sinnar tegundar í Canada. Einn af aðaleigendum er vestur íslensk kona, Signý, ættuð úr Eyjafirði. Daginn eftir er svo elliheim- ilið Höfn í Vancouver heimsótt af flestum okkar. Það er hið vistlegasta að öllum búnaði og sífellt verið að stækka það, enda þörfin brýn sem víðar. Alllengi er dvalist, rætt við vistmenn, sem ættaðir eru víða af íslandi og margir fæddir þar, sungið hraustlega undir stjórn Jóhanns Konráðssonar og Jóns Sigur- geirssonar og gjafir afhentar elliheimilinu frá þjóðræknisfé- lögunum heima. Og að lokum þiggjum við rausnarlegar veit- ingar. Og síðasti frídagurinn sem við dveljum á Kyrrahafsströnd inni líður fljótt. Árla morguns skal halda í austurátt, landleið- ina um Klettafjöllin á leið til Winnipeg. (Meira síðar). , BRÚ TUNGU OG TRYGGÐAR. Norðlendingar nær og íjær Eins og kunnugt er hefur Náttúrulækningafélag Akur- eyrar nokkur undanfarin ár safnað fé til byggingar hress- ingarhælis f landi Skjaldarvík- ur við Eyjafjörð. Öllum má Ijóst vera að slíku Grettistaki er ekki lyft af litlum efnum og þó að' almenningur hafi reynst félaginu vel með ýmiskonar framlögum, er það eins og dropi í hafið varðandi byggingar- kostnað. Jón Geir Ágústsson bygginga fulltrúi fór í vor á vegum Sjálfs bjargar til Noregs og Finnlands til að kynna sér uppbyggingu og starfrækslu rannsóknar- og endurhæfingarstöðva, því að í ráði er að byggja slíka stöð hér á vegum þess félags á næstu árum. Jón hóf athuganir sínar í Noregi en hélt síðan til Finn- lands því þar mun vera starf- rækt ein fullkomnasta endur- hæfingarstöð í Evrópu. Er þar lögð sérstök áhersla á fyrir- byggjandi aðgerðir, auk endur- þjálfunar til starfa. Slagorð Finna í sambandi við stöð þessa er: „Hjúkrun sjúkra breytt í heilsurækt — byrjið nógu snemma að vinna að því.“ Með hliðsjón af athugunum Jóns Ágústssonar má ljóst vera, að margt er hægt að læra af Finnum í þessum efnum t. d. þar sem rætt er um fyrirbyggj- andi aðgerðir sem sagt, koma í veg fyrir að fólk fái t. d. atvinnu sjúkdóma. Virðist mjög skyn- samlegt að sem flest félög gerðu sameiginlegt átak með bygg- ingu slíkrar stöðvar. Má þar fyrst nefna Sjálfsbjörg sem hef- ur hug á að byggja í svipuðum stíl og N.L.F.A. og mörg fleiri félög mætti tilgreina, sem þyrftu á slíkri aðstöðu að halda. Vegna fjárhagserfiðleika þjóð arbúsins, virðist sjálfsagður hlutur að fleiri aðilar sameinuð- ust um eitt byggingarátak til að nýta sem best öll tæki og læknaþjónustu. Má einnig nefna að framlag opinberra aðila til slíkrar stofnunar nýtt- ust betur í einu lagi, heldur en ef skipta þyrfti í marga staði. Um þörf fyrir slíka stofnun sem þessa þarf ekki að fjölyrða, slíkt liggur í augum uppi. T. d. má þó benda á þann langa bið- lista sem alltaf er að heilsu- hælinu í Hveragerði. Veigamikill þáttur málsins er 'líka sá, hve fækka mætti legu- dögum sjúklinga á sjúkrahús- um með því að hafa svona hæli til að taka við sjúklingum það- an og oft á tíðum með fyrir- byggjandi aðgerðum, koma í veg fyrir þörf á sjúkrahúsvist, en daggjald sjúkrahúsa er marg falt hærra en á svona heilsu- hæli. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði mun því stöð þessi fljótt skila arði, þegar hún er tekin til starfa. Allt sem stuðlar að mann- rækt, hvort sem er til líkama eða sálar er uppbygging og í þeim anda vinnur N.L.F.A. Hvetur þá sem eru sama sinnis að koma til samstarfs. Akureyri, 19. 8. 1975. Svanhildur Þorsteinsdóttir. h - Þökk og kveðja flutt frændum og vinum heiman um haf á heim- ili höfundar og Margrétar konu hans í Victoria, Brezku Kólumbiu, 19. júlí 1975. Þið brúið djúpið tungu og tryggð, sem tengja oss fastar ættarbyggð. í Um langa vegu ljúfar kveðjur berið frá landi feðra. Blessuð komin verið- ; Hér sumarauki er í dag, og íslenzkt hljómar gleðilag 'i sem bergmál hlýtt frá bláum ættlandstindum, er bjart úr sævi rís í töframyndum. [, Oss tungan fagra hitar hug, j| og honum eykur vængjaflug, en málsins undirspil og strengjaóður |! er ástarþel frá vorri gömlu móður. : [, Sem strjúki vanga vorsins blær sá vamii innst til hjartans nær. Þótt lægju sporin burt frá bemskuslóðum, býr falinn eldur djúpt í ræktarglóðum. jj Þið brúið djúpið tungu og tryggð, sem tengja oss fastar ættarbyggð. | Við lieitum þökkum brúum djúpið breiða og blessum móðurjörð frá strönd til heiða. T

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.