Dagur


Dagur - 03.09.1975, Qupperneq 8

Dagur - 03.09.1975, Qupperneq 8
AUQLVSINGASÍMl Akureyri, miðvikudaginn 3. sept. 1975 FULL BÚÐ AF NÝJUWl VÖRUM I SMATT & STORT Þessi ljósmynd cr tekin á kyrrlátum sumardegi á lialvík. (Ljósm.: E. Ð.). Síðastliðinn laugardag var hald ið hið árlega sjóstangaveiðimót á vegum Sjóstangaveiðifélags Akureyrar, og var þetta mót það 12. í röðinni. Róið var frá Dalvík á 8 bát- um og voru keppendur 40, frá Keflavík, Reykjavík, Hrísey og Akureyri. Heildarafli yfir daginn varð rúm 4 tonn fiskjar. Þyngstu fiska veiddu: Bjarki Arngrímsson, Akureyri, þorsk 9.1 kg Sævar Sæmundsson, Akureyri, ýsu 4.3 kg Fanney Jónsdóttir, Akureyri, steinbít 3.3 kg í Þórður Sigurðssos, Akureyri, ufsa 1.3 kg ! Páll A. Pálsson, Akureyri, karfa 0.6 kg Konráð Árnason, Akureyri, lúðu 2.1 kg Aflahæsta konan varð Gréta Uifsdóttir frá Keflavík, hún veiddi 136.7 kg. Aflahæsti keppandi varð Matthías Einarsson frá Akur- eyri, hann veiddi 231.6 kg, hann veiddi einnig flesta fiska, sam- tals 133 stk. Annar varð Kristinn Jóhanns son frá Akureyri með 175.0 kg, og þriðji varð Bjarki Arngríms- son frá Akureyri með 172.3 kg. Aflahæsti bátur varð m. b. Búi frá Dalvík, skipstjóri Stef- án Stefánsson. Annar varð m. b. Hafrún frá Hrísey, skipstjói'i Björn Ogmundsson, og þriðji varð m. b. Eyrún frá Hrísey, skipstjóri Árni Kristinsson. Aflahæsta sveit mótsins varð sveit Matthíasar Einarssonar, Akureyri, hún veiddi 605.1 kg. Með honum í sveitinni eru Karl Jörundsson, Konráð Árnason og Jónas Jóhannsson. Önnur varð sveit Jchanns Kristinssonar frá Akureyri með 549.7 kg, með honum í sveitinni eru 3 synir hans, þeir Kristinn, . Jóhann Gunnar og Björn. Þriðja varð sveit Rafns Magn ússonar fi'á Akureyri með 523.7 kg. Mótsslit og vei'ðlaunaafhend- ing fór fram í Sjálfstæðishúsinu á laugardagskvöldið. (Frétt frá stjórn Sjóstanga- veiðifélags Akureyrar. TÍÐNI AFBROTA - Tíðni afbrota í Suður Afríku jókst um 216 prósent á árunum frá 1950 til 1966. Árlega er sjötti hver blökkumaður dæmdur fyr ir einhvers konar brot á lögum landsins og tíðni afbrota meðal blökkumanna er 5,5 sinnum • meiri en hjá hvítum. Tíðni morða í Suður Afríku hefur vaxið um 377 prósent síðastliðin sextán ár. ■ Næstum fjörutíu prósent allra hjónabanda, sem hvítir 'stofna til í Suður Afríku enda með skilnaði innan eins árs^ Sett hefur verið á laggirnar sér- stök stjórnskipuð nefnd til að kanna, hvers vegna tíðni hjóna- skilnaða í Suður Afríku er meiri en þekkist nokkurs staðar annars staðar í veröldinni. BERJASPRETTA OG BERJATÍNSLA Berin þroskuðust fremur seint í sumar og eru enn að vaxa og þroskast. Krækiberjasprettan er víðast lítil sem engin á Norð- ur- og Norðausturlandi, en blá- berjaspretta er á ýmsum stöð- um mjög mikil, að því er fréttir lierma, jafnvel óvenjulega mik- il. Flestum þykja ber hin ágæt- asti matur í búi, en sumir gleyma því, að berjatínsla í landi bænda er óheimil án leyf- Matthías Einarsson. í fyrrasumar var byrjað á að ryðja veg fram Eyjafjarðardal, frá byggð. Þessu verki er fram haldið nú í sumar og nú er þessi nýja leið-um það bil að opnast til umfei'ðar á jeppum eða fjalla > bílum. Þó vantar enn nokkur ræsi, sem væntanlega verða gerð í haust, en sjálfur vegur- inn er um það bil að komast upp úr dalnum. Þeir eru í brún- inni núna, sagði Sigurður Jós- efsson í Toi'fufelli á mánudag- inn. LTpprekstrarfélag Saur- bæjarhrepps stendur fyrir fram kvæmdinni með styrk úr Fjall- vegasjóði, Akureyrarbæ, sýslu- sjóði og sveitarfélögum og að- stoð frá Vcgagerð og KEA. Vegurinn frá byggð og fram úr dalbotni eru rúmir 20 km og þá er gi-eiðfært í Laugafell og á þær slóðir, sem lágu að Nýja- bæjarvegi til gömlu veðurat- hugax’stöðvarinnar. Mikil þörf er á sjálfboðalið- um. En síðan vinnuvikan stytt- ist, er eins og tími manna sé naumai-i til sjálfboðastarfa. Þó vonum við aðstoðar í því efni. Þess er fastlega vænst, að sveitarfélögin og Akureyrarbær láti hér ekki staðar numið hvað aðstoð snertir, til að ljúka verk- inu. Við vorum svo heppnir, að fá til starfa við vegagei’ðina Konráð Vilhjálmsson frá Syðri- Brekkum í Skagafirði, sem sýnt liefur þessari framkvæmd mikinn áhuga og dugnað. □ Eyvindur Erlendsson, leikhús- stjóri á Akureyri, er nýkominn til bæjarins, eftir sumarleyfi og náði blaðið tali af honum litla stund á mánudaginn og spurð- ist fyrir um fyrirhuguð verk- efni Leikfélagsins á komandi leikári. Hann sagði: Það, sem nú liggur fyrir að j undirbúa, er stai-fsemi Leikfé- | lags Akureyrar á komandi j vetri og . þeim næsta. Málin standa þannig: Um næstu 'mári- j aðamót getum við væntanlegá j hafið sýningar á leikriti eftir j tékkann Mrozek, sem í senn er skoplegt og bituryrt og dálítið pólitískt á sína vísu. Þessu leik- riti leikstýri ég. Þar næst verð- ur Kristnihald undir Jökli, sem Sveinn Einarsson stjói’nar, en Gísli Halldórsson leikur þar v Jón prímus, sem er mest áber- andi hlutverkið. Þá verður barnaleikritið Rauðhetta sett á svið, en Gísli Halldórsson svið- setur síðan Romules mikla. Starfandi menn við Leikhús Akureyrar, auk þeii'ra, sem þeg ar eru nefndir, verða Erhngur Viggósson leiksviðsstjói'i og Þórir Steingn'msson, sem bæði verður leikari og sviðsetur Rauðhettu. Lausráðnir verða margir kunnir leikarar á Akui’- eyii, og meðal þeirra Guðmund ur Gunnarsson, sem annai’s und irbúning kvöldvöku í minningu- Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. Æfingar eru nú áð hefj-‘ ast. □ NÆSTÍ ÁFANGI Eyvindur Erlendsson leikliússtjóri. Næsti áfangi Hafréttarráðstfenu Sameinuðu þjóðanna fer fram í New Yoi’k á næsta ári og munu þá fundir ráðstefnunnar hefj- ast 29. mars og er gert ráð fyrir að fundirnir standi í að minnsta kosti átta vikur. Þetta verður fjórði áfangi Hafréttarráðstefn- unnar. Fundir þriðja áfanga fóru fram í Genf í Sviss dagana 17. mars til 9. maí. Þar voru samankomnir fulltrúar 140 landa, sem ekki gátu frekar en vænst var, likið því mikla verk- efni, sem ráðstefnan glímir við, það er að segja, að setja alrnenn ar réttarreglur um heimshöfin og allt er þau varðar. Meðal þess, sem einna mest hefur verið rætt á ráðstefnunni er útfærsla landhelginnar og aukin efnahagslögsaga, svo og margvísleg og flókin vandamál (Framhald á biaðsíðu 4) is, og raunar þjófnaður. Sem betur fcr eyk^t skilningur manna á siðmannlegri um- gengni við landið og eigendur þess. En hér má svo bæta því við, að sama gildir um berin og kartöflurnar, að það er illt að láta þessar ágætu fæðutegundir fara undir snjó í haust. RÉTTMÆT GAGNRÝNI Eyfirskur búnaðarráðunautur kvað fast að orði í sumar, er hann minntist á illa upp borin liey á víðavangi, er lægju undir skemmdum eða eýðilegðust að mestu. En þetta hefur mátt sjá, ekki aðeins við Eyjafjörð, held- ur miklu víðar. Margir bænd- ur ganga þó vel frá heyjuin sín- um, sem úti þurfa að standa, að gömlurn og góðum sið. Undan- tekningamar hafa þó verið of margar í þessu efni, svo að til minnkunar er og ættu þær ekki að sjást lengur. í vor reyndu margir bændur það, live lieyin eru dýrmæt, og nú í sumar hef- ur bændum í stórum landshlut- um gengið illa að fá nokkra óskennnda tuggu í lilöður. VOTHEYSGERÐIN Strandamcnn vcrka mest af sínu heyi sem vothey og hafa lengi gert með ágætum árangri. Um land allt hefur súgþurrkun- in útbreiðst og mjög til hagræð- is, almennt séð. En í jafn vot- viðrasamri veðráttu og sunn- lendingar liafa mátt þola í sum- ar, kemur súgþurrkunin að mjög takmörkuðum notum. Þeg ar svo viðrar cr það votheys- verkunin ein, sem bjargað get- ur fóðuröfluninni, en hún hefur ekki átt upp á pallborðið hjá bændum meira en það, að innan við tíundi hluti heysins er vot- hey, þegar á heildina er litið. Það þarf hvorki að byggja „sí- valaturna" eða önnur sérstök mannvirki til að búa til votliey, og bjarga fóðuröfluninni í neyð- arárum, en óneytanlega fylgir því meiri vinna á vetrum, að fóðra með því búpeninginn. VINSÆL ÍÞRÓTT Torfæru- og góðaksturskeppni er að vonum vinsæl íþrótt og að ýmsu leyti liressileg, engu síður en reiðmennskan og ýmiskonar keppni á mótum hestamanna. Sumir náttúruverndarmenn eru e. t. v. öfgafullir, en þeir hafa fordæmt það, að skbmma land- ið í keppni í torfæruakstri. En hvað sem um öfgamcnn er, og þeir eru víst til í ölluin hópum baráttumanna, er fátt ógeðfelld- ara en að sjá ógrónar bílslóðir á viðkvæmu landi, stundum gamlar. EN TIL ER ÞAÐ LAND En til er það land, sem ekki er hægt að skemma, og það land er t. d. við Glerá við Akureyri, þar sem malarnám hefur verið og illa sltilið við landið. Við Glerá fór einmitt nýlega fram góðaksturs- og torfærukeppni með átta þátttakendum, að við- stöddum mörgum áhorfcndum. Þetta er víst fyrsta keppni sinn- ar tegundar hér um slóðir og stóð Bílaldúbburinn fyrir henni. En keppendur voru ekki allir sem ánægðastir, því tveir úr efstu sætunum mótmæltu niðurstöðunum og skiluðu verð launabikurum sínum. •

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.