Dagur - 19.12.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 19.12.1975, Blaðsíða 1
 LVIII. árg. — Akureyri, föstudaginn 19. des. 1975 — 55. tölublað Mikið bvggt á Húsavík Blaðið hafði á miðvikudaginn samband við Hauk Harðarson bæjarstjóra á Húsavík til þess að leita frétta af framkvæmd- um á vegum bæjarins. Bæjar- stjórinn sagþi: 1 Lokið er við fyrsta áfanga dagheimilis á Húsavík fyrir 60 börn og er það á Grænavelli, og á þeim sama velli stendur núverandi dagheimili. Búið er að steypa upp neðri hæð gagn- fræðaskólabyggingar og verður því verki fram haldið ó næsta ári, eftir því sem efni og ástæð- ur leyfa. Olíumöl var sett á meira en einn kílómeter í götum bæjar- ins og kantsteinar steyptir þar. Malbik var blandað á staðnum, alls 5700 tonn og stærri hluti þess er eftir og verður notaður næsta sumar. Hluta af þessari olíumöl eiga þó mývetningar og nota hana næsta sumar. Nýrri götur eru allar búnar undir varanlegt slitlag og þess vegna getum við haldið þessu verki áfram næsta sumar. Búið er að ganga frá samn- ingum um eignaraðild Flug- leiða í hótelinu á Húsavík og hefur áður verið sagt frá því, í sambandi við ferðamálin. Unnið er að áhaldahúsbygg- Holan víkkuð til að geta flutt 60-80 seld, Nú eru starfsmenn við jarðbor- inn Jötunn í jólaleyfi. En áður en þeir fóru var borinn kom- inn niður í nær 1300 metra. Orðsending frá RARIK Rafmagnsveitur ríkisins beina þeirri ósk til viðskiptavina sinna, að þeir reyni að tak- marka rafmagnsnotkun sína á mesta ólagstíma hátíðisdagana, sem í hönd fara, þ. e. á aðfanga- dag kl. 16.00—19.00 og á sama tíma á gamlárskvöld. Tafir hafa orðið á afhendingu rofabúnaðar og hafa því spenna stækkanir ekki getað átt sér stað í aðveitustöðinni á Akur- eyri og við Laxárvirkjun. Hætta er á, &ð verði notendur ekki við þessari ósk okkar, að spennarnir eyðileggist með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Gleðileg jól. Rafmagnsveitur ríkisins. lllllllllllliSSII5Blllllil!llflIll!ll Vatnið er 30 lítrar á sekúndu og 90 gráðu heitt. Gefur þetta góðar vónir um framhaldið. Eftir áramótin verður að því unnið, að víkka borholuna og bora lengra niður. Víkkunin miðast við það, að hún geti skilað 60—80 lítrum á sekúndu ef meira vatn finnst þarna eða unnt er að ná því með dælingu. Fyrirhugað er svo að bora næstu holu 700 metrum sunnar, undir brekkunum, syðst í landi Syðra-Laugalands. Akureyringar eru þegar farn- ir að reikna með hitaveitu ög bendir allt til þess nú, að svo geti orðið, jafnvel þótt ekki fáist nægjanlegt heitt vatn,eða hátt á 3. hundrað lítar á sekúndu, sem nægði til að hita upp öll hús á Akureyri. Allt skýrist þetta á næstu mánuðum. □ ingu á vegum bæjarins og er verið að ganga frá henni að innan og hefst þar rörasteypa í vetur. Hús þetta stendur á Höfða, þar sem gamla áhalda- hús bæjarins er. Atvinna hefur verið góð á Húsavík. En því er ekki að leyna, að verulega hefur dregið úr fiskafla þetta ár, svo nemur um 30 af hundraði hjá heima- bátum. Fiskverkun hefur þó ekki dregist saman sem þessu nemur, vegna þess að fenginn hefur verið togarafiskur til verkunar. Sjómenn telja togara dálítið nærgöngula og telja veiðar þeirra jafnvel eiga þátt í minnk andi bátaafla húsvíkinga. Snjór er lítill og gott bílfæri. Unnið var við lagfæringar á tog brautum og finnast munu þeir, sem óska þess að fá meiri snjó til að geta notað skíðin sín. Búið er að koma upp húsi við báðar togbrautirnar og önnur er þegar lýst, sagði bæjarstjóri að lokum. Q Gestur E. Jónasson og Sigurveig Jónsdóttir í hlutverkum sínum. (Ljósmyndastofa Páls) Næstu sýningar hjá Leikfélagi Akureyrar verða 3. og 4. janúar aukasýningar á Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Lax- ness í leikgerð Sveins Einars- sonar sem hann hefur gert í samvinnu við höfundinn. L. A. hefur nú sýnt þessa sýningu 21. sinni fyrir fullu húsi, sem þýðir að yfir helmingur Akureyrar- búa hafi komið í leikhúsið, en engu að síður er mikil eftir- spurn ennþá og Gísli Halldórs- son, sem fer með eitt af aðal- hlutverkunum, sr. Jón Prímus, var ekki ráðinn nema til jóla, en því hefur tekist að breyta svo að fært verður að hafa a. m. k. þessar tvær sýningar eftir nýár. Gísli vinnur jafn- framt að uppsetningu á Gler- dýrum Henessie Williams, sem verður fullbúin fljótlega upp úr áramótum. Einnig er Rauðhetta eftir Evgení Svarts á leiðinni, en henni mun seinka eitthvað frá því sem áætlað var vegna þess hve Kristnihaldið hefur tekið mikið rúm í leikhúsinu. Leikfélagið biður börnin, sem eru þess tryggustu aðdáendur, mikillar velvirðingar á því. (Fréttatilkynning) Jólamynd Menn eru hér ðllfaf é finna kindur Gunnarsstöðum í Þistilfirði, 17. desember. Hér er rólegt, vegir vel færir og snjór-lítill en tals- verð svellalög. Ekki er róið að marki á Þórshöfn, kannski einn bátur og frystihúsið lokað fram yfir jólii^. Menn eru að finna kindur og eru þær allar vel á sig komnar. Einkum hafa þær fundist í Tunguselsheiði, einnig á Mið- fjaiðarheiði, allt austur að Há- göngum. Kristján Ásgeirsson á Þórs- höfn er manna duglegastur að finna kindur, eins og oft áður. Hann er bókstaflega alltaf að finna kindur, síðast í gær fann hann fjórar og skaut eina tófu í ferðinni, enda maðurinn byssu vanur. Bændur af tveim bæjum fundu nýlega 12 kindur, sem ekki höfðu komið að í haust, í Fagranesi, sem er norðan við Gunnólfsvíkurfjall. Rafmagns- og símatruflanir hafa orðið nokkrar, en menn eru nú ekki að kippa sér upp við smámuni hér austurfrá og ætla ekki að láta það hafa áhrif á undirbúning jólanna og jóla- gleðina, að óttast raforkuskort, hvað sem verður. O. II. Jólamynd Borgarbíós verður Mannaveiðar, eftir samnefndri bók, sem út kom í fyrra, og er kvikmyndin frumsýnd hér. Aðalhlutverkið leikur Clint Eastwood og er hann jafnframt leikstjóri. Aðrir leikstjórar, sem til var leitað, vildu ekki vinna það til að hætta lífi sínu við myndatökuna í lóðréttum norð- urhlíðum Eiger-tindsins í Sviss. Þetta er í annað skiptið, sem Borgarbíó er svo heppið að geta frumsýnt jólamynd sína. □ JOLASAMSONGUR Akureyrartogarar Verslanir eru opnar til kl. 18 á niorgun, laugardag, og til kl. 24 á Þorláksdag. lllflllllllllllli5EfiiBI!!!llll!IIIgi!l Kirkjukór Akureyrarkirkju, Söngfélagið Gígjan og félagar úr karlakórnum Geysi halda jólasamsöng í Akureyrarkirkju sunnudaginn 28. des. kl. 21. Þar syngja kórarnir hvor um sig og einnig sameiginlega. Einsöng og tvísöng syngja Gunnfríður Hrciðarsdóttir, Kristjón Jó- hannsson og Sigurður Svan- bergssón. Stjórnandi er Jakob Tryggvason en undirleik ann- ast Tomas Jacksson, kennari við Tónlistarskólann. Á söng- skránni eru nær eingöngu jóla- sálmar og jólalög. Aðgangur að samsöngnum er ókeypis. ( Fréttatilky nning ) Kaldbakur landaði 15. desem- ber 86 tonnum. Skiptaverð 3.313 milljónir króna. Svalbakur landaði í fyrradag ca. 100 tonnum. Ilarðbakur gamli landaði 28 tonnum 16. des. Skiptaverð 909 þúsund krónur. Sléttbakur landaði 5. des. 104 tonnum. Skiptaverð 3.840 millj. krónur. Hann er væntanlegur með afla í dag, föstudag. Sólbakur landaði 10. desem- ber 65 tonnum. Skiptaverð 2.265 milljónir króna. Ilarðbakur nýi landaði 8. des. 102 tonnum. Skiptaverð 4 millj. króna. Hann landar hér væntan lega á sunnudaginn. Harðbakur gamli verður eini togarinn, sem í heimahöfn verður um jólin, en hinir verða allir á veiðum. □ Dagur óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.