Dagur - 19.12.1975, Síða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Síinar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVlÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Annasöm fíð
Á Alþingi íslendinga er þessa daga
verið að leggja síðustu hönd á fjár-
lög ríkisins fyrir árið 1976 og verða
þau á sjötta tug milljarða, hækka um
rúmlega tuttugu hundraðshluta frá
yfirstandandi ári og eru þó kölluð
niðurskurðarfjárlög og í engu sam-
ræmi við 50% verðbólguna á þessu
ári. Vinnulaunin hafa ekki hækkað
að sama skapi og telur verkalýðs-
hreyfingin, að kaupgjald þurfi að
hækka um 25% eða vel það í þeim
kjarasamningum, sem framundan
eru, svo mikil hafi kjaraskerðingin
þegar orðið. Og vegna þessara kjara-
samninga er raunar allt í óvissu um
kauj>gjakl og þar með verðlag og
verðbólgu á næsta ári. Verkalýðs-
hreyfingin gerir sér það þó vel Ijóst
eins og aðrar stéttir og staríshópar,
að baráttan um bætt launakjör, með
verkfallsréttinn að vopni, er ekki
eínhliða kaupgjaldsbarátta heldur
verður hún einnig, með styrk sínum,
samtakamætti og valdi, að taka hönd
um saman við stjórnvöld og vinnu-
veitendur í því að efla efnahag þjóð-
arinnar á ný og jafnvel sjálfstæði
liennar, svo mjög hefur sigið á ógæfu
híið í efnahágsmálum hennar.
En það er víðar annríki en á Al-
þingi, því segja má, að atvinnuvegir
landsmanna séu reknir með fullum
krafti og flestar hendur hafi verk að
vinna, og það hefur til þessa gert
gæfumuninn, miðað við atvinnuleysi
í nálægum löndum, og í því efni má
segja, að vel hafi tekist. Sú von hefur
glæðst á síðustu tímum, að viðskipta-
kjörin muni á næsta ári fara batn-
andi, einkum livað snertir sjávar-
vörur, en þær skapa fjóra fimmtu
hluta af þeim gjaldeyri, er við not-
um. Tveir dökkir skuggar livíla þó á
þessum aðal-útflutningsatvinnuvegi
landsmanna. Sá fyrri er undangeng-
in ofveiði sumra fisktegunda og
vandinn við að efla þá á ný til fullra
nytja. Hinn er baráttan við breska
veiðiþjófa á íslandsmiðum, eftir síð-
ustu útfærslu fiskveiðilandhelginn-
ar, og síðan út rann samningsbundið
veiðitímabil breta innan gömlu land
helginnar 13. nóvember sl. En í því
máli standa íslendingar sem einn
maður, og fyrri reynsla af baráttu við
þessa voldugu þjóð hefur kennt okk-
ur, að með einhug er sigurinn vís,
aukinn réttur strand- og eyríkja á
alþjóðavettvangi styður málstað okk-
ar einnig, og meira en flest annað.
Á heimilum landsins er einnig
annatími, því undirbúningur jól-
anna er í hámarki, og eftirvænting
barnanna næstum takmarkalaus.
Megi gleði og friður ríkja í hvers
manns brjósti um þessi jól. □
BJENDA-
Búnaðarfél. íslands
til Kanada 5.—19. ág.
Þessi ferðasaga og fertuga drápa er, að sögn höfundar Ár-
manns Dalmannssonar, til orðin vegna ferðafélaganna, og
þó fyrst og fremst vegna þess, hve hann hafi sjálfur gaman
af að tjá hugsanir sínar og það, sem gerist, í bundnu máli.
Dagur hefur ekki fyrr birt neina frásögn um ferð Bún-
aðarfélags íslands til Kanada i sumar, sem að sögn þátt-
takenda heppnaðist frábærlega vel, en blaðið hefur birt
mjög greinargóða þætti eftir formann Þjóðræknisfélagsins
á Akureyri, Árna Bjarnarson, um ferð þá, sem farin var á
vegum þess til þátttöku í hátíðahöldunum að Gimli.
Til skýringar á þeim hluta kvæðisins, sem er einskonar
eftirnráli ferðasögunnar, skal tekið fram, að á kvöldvökun-
um konr ýmislegt skemmtilegt fram, þ. á. m. mikið af lausa-
vísunr. Höfðu márgir nokkuð af slíku fram að leggja. Á
einni kvöldvökunni lögðu þeir Helgi Haraldsson á Hrafn-
kelsstöðum og Ármann til þátt í tilefni kvennaársins. Fór
Árnrann með kvæði um landnámskonuna, sem flutti til
Kanada norrænt yfirbragð, blá augu og ljósa lokka, en Helgi
ræddi unr rauðsokkur fyrr og nú. Flélt hann því fram, að
Gyða dóttir Eiríks kónungs á Hörðalandi, sem „hryggbraut“
Harald konung, síðar nefndan Harald hárfagra, hefði verið
fyrsta rauðsokkan sem sögur færu af. Henni væri það að
þakka, að Flaraldur varð einvaldskonungur yfir Noregi, að
ísland byggðist og að það byggðist úrvali bænda frá Noregi,
sem ekki þoldu ofríki hans. Vísa, sem Guðmundur Ingi
skáld á Kirkjubóli gerði um þennan kvennaþátt, var þó
„rúsínan í pylsuendanum", segir Ármann.
Meðal þess athyglisverðasta, sem um getur í kvæðinu tel-
ur Ármann vera Búnaðarskólann í Old í Albertafylki og
tílraunastöðina MORDEN í Manitoba. Á báðum þessum
stöðum fer fram merkileg og fjölþætt starfsemi.
Úr Eyjafirði voru aðeins þrír þátttakendur í bændaför-
inni, en héðan var mikil þátttaka í ferð Þjóðræknisfélagsins.
Að lokum segir Ármann: Ef ég væri svona hálfri öld yngri
1 ég er, þá vildi ég vera með í því að setja í gang félags-
álahreyfingu til að vinna að því að gera Hólaskóla í
jaltadal að menntastofnun í líkingu við Búnaðarskólann í
LD í Alberta.
Bændurnir vildu gjarna eins og aðrir
upplyfting bæði og sumarleyfi fá.
Þeir höfðu að vísu heldur fáar fjaðrir,
en flugu samt í gegnum loftin blá.
Þeir tóku flestir maka sína með,
sem mun þó ýmsum vera þvert um geð.
En bílarnir halda sífellt sínu striki.
Við sjáum læki og heyrum fossanið.
Svo skeður það á einu augnabliki,
að yndisfögur sýn hér blasir við.
Þjóðgarður byggður upp við jökulís,
unaðsleg Klettafjalla Paradís.
Við fengum að sjá á frjósömu, ræktuðu landi
fjölbreytta, kunna jarðræktartilraunastöð.
Mér fannst sem þar væri ríkjandi íslenskur andi
yfir gróðrinum, hverri einstakri röð.
Fjöldi tegunda í þessum tilraunum er,
og allskonar jurtakynbætur gerast hér.
Þeir voru ei girtir kesjum eða korðum
sem kappar fyrr í víkinganna sveit,
en leituou eins og Leifur heppni forðum
að landi, þar sem augað búsæld leit.
Þeir vildu sjá, hve frama til og fjár
frændum þeirra varð í hundrað ár.
Til Calgary við komum seint á degi,
kannske reyndar árla dagsins þó,
því nokkuð margh- áttuðu sig eigi
á þeim tíma, er klukkan sýndi og sló.
Hér töluðu þó ýmsir íslenskt mál,
og eins og heima sátu menn við skál.
Hér má sjá urmul ýmiskonar gesta
una sér við hið glæsta blómahaf.
Já, hér er eflaust eitthvað af því besta
og því fegursta, sem að drottinn gaf.
Hér virðast hafa óvænt undur skeð.
Ég hefi naumast meiri fegurð séð.
Villidýr fá í fjöllunum við sáum.
Fara því litlar sögur hér af þeim.
Vísundar þó, sem voru í hópum smáum
á vegi urðu, þegar við ókum heim.
Ánægja veittist okkur sérhvern dag,
en ekki síst við þetta ferðalag.
Okkur var síðan sýnt á þessum slóðum
og sagt frá ýmsu um kirkju- og trúarlíf.
Þar eru neistar enn í fornum glóðum,
sem áður voru fólksins stoð og hlíf.
Við fjórar kirkjur fengum þar að sjá
og fagrar myndir þessum stöðum frá.
Einn bjálkakofa, bæ frá landnámsdögum
byggðan á grænum hól við sáum þar.
Hann sýndist gerður vera af höndum högum.
Á hornum öllum geirnegldur hann var.
Stendur nú bærinn alveg auður hér
orðinn sem minjasafn, sem vera ber.
Calgary minnti mig á Akureyri.
Aspirnar voru næstum eins og þar.
íbúar virtust eins, en miklu fleiri.
Umhverfið miklu svipminna þó var.
En grunnurinn undir allar byggingar
er um það bil á hæð við Súlurnar.
Frá borginni fögru láu okkar leiðir
um landið, þar sem mishæð naumast sést.
Okkur virðast hér allir vegir greiðir.
Oku nú fjórar bifreiðar í lest.
Hjá búnaðarskóla í Olds var opið hlið,
og okkur fagnað þar að góðum sið.
Þó rann upp ennþá ógleymanlegur dagur.
Ókum við þá að húsi Stephans G.
Heiðskýrt var þá og himinn blár og fagur.
Heilagur friður ríkti um skáldsins vé.
Þar fluttu ljóð og ræður mætir menn.
Mynd sú er okkur ljðs í huga enn.
Þó húsið sé nú autt og hrörlegt orðið,
er þó margt, em snertir hugann þar.
Við rúmið, stólinn, bækurnar og borðið
bundnar eru kærar minningar.
Það dylst ei neinum, að sem áður sé
ísland bundið nafni Stephans G.
Ánægju vakti að aka um þessar sveitir,
og íslenskuna skildu margir þar.
Mannanöfnum mikið tíminn breytir,
margur samt þar íslenskt heiti bar.
Bæir og kirkjur báru íslensk nöfn.
og börn þeirra, er forðum lögðu úr íslands höfn.
í samkomuhúsi sest var loks að borðum,
sungið, talað og gjafir afhentar.
Menn blönduðu saman tveggja tungu orðum.
Traust og þétt voru kveðjuhandtök þar.
Hér er af íslensku bergi þjóðarbrot,
sem breytt hefur gömlu hreisunum í slot.
Hér vorum við sem heima fyrstu nætur,
og hér var stöðugt vel úr öllu greitt,
á hverjum degi farið árla á fætur,
farið á snyrtingar og matar neytt.
Þaðan til margra átta ekið var
og Alberta fylki skoðað hér og þar.
í fisléttum klæðum gestirnir svo gengu
um götur þorpsins fyrsta daginn þar,
og dollara í bönkum flestir fengu
fyrir blessaðar ávísanirnar.
Skólastjórinn skýrði okkur svo frá
skólans starfi, og þar var margt að sjá.
Um níu leytið næsta dag var farið
með nesti gott og létta sumarskó.
Mestum tíma munu hafa varið
margir í Indíánatjaldi þó.
Þar ungmey sat með fagurbúinn feld
og fjaðrahatt og skaraði í eld.
Alberta við öll svo loksins kvöddum
eftir þennan bjarta sólskinsdag.
Með skinnpjötlu við skólastjórann glöddum
að skilnaði og sungum fjörugt lag.
Við berum síðan góðan hug til hans,
og hann er velkominn til okkar lands.
Um Saskatchewan var svo í bílum ekið,
og sofið, kveðið eða tekið lag.
Af myndarskap var móti okkur tekið
af miklum fjölda að kveldi þennan dag.
í Wynyard milli vina íslands þar
var okkur svo skipt til gistingar.
Hjá óðalsbónda einum þar ég gisti,
og ýmsar framkvæmdir var þar að sjá.
Ég át og drakk þar eins og best mig lysti,
og út með gjöfum var.ég leystur þá.
Víðáttumikið akurland hans er,
og allt var stórt í sniðum virtist mér.
Svo var aftur til sama hótels ekið
og seint til rekkju gengið daginn þann.
Eftir því hafa eflaust fáir tekið,
hvort eiginkonan rétta manninn fann.
Á gististöðum gerast handtök snör,
því gerist sitt af hverju í bændaför.
Þann átjánda við ferða okkar fórum
frjáls og glöð um borgargöturnar.
Sumir héldu á bögglum býsna stórum
og bjuggu vel um þá til heimferðar.
En dollararnir hurfu eins og hjóm.
Hér gat líka pyngjan orðið tóm.
Að síðustu lét safna fólki saman
sjálfur landbúnaðarráðherrann.
í hófi því var mikil gleði og gaman.
Og góðan hug til íslands maður fann.
Við skildum þennan frænda- og vina fund
sem ferðalagsins hinstu kveðjustund.
Allstaðar hér við sveitabæi sjáum,
sána akra og heyrum fuglaklið.
Og þar sem við í blómabrekku áum,
blómin sömu og heima finnum við.
Margskonar gróður eins og heima er,
og íslenskum krökkum líkjast börnin hér.
Til Markerville í boð til bænda og vina
bifreiðar fluttu okkur næsta dag.
Þar skorti ei hlýjuorð né alúðina.
Allt var þar búið gestunum í hag.
Red Deer mér virtist vinalegur bær,
og vera mun hann íbúunum kær.
Svo var okkur sýnt á þessum slóðum
samyrkjubú með eigin lög og rétt,
einskonar brot af þýsk-rússneskum þjóðum.
Þar hafa bændur sjálfir lögin sett.
Þeir hafa sinn eigin klerka- og kirkjusið.
Og kvenbúningarnir hafa sama snið.
Til Klettafjalla var farið daginn næsta.
Fóru þá hæð og dalur loks að sjást.
Við eygðum naumast upp á tindinn hæsta.
Upp hann að klífa er hæpið við að fást.
í fjarska margur litur skín hér skær,
og skógurinn vex, er dregur fjöllum nær.
Til beggja handa gil og gjár við sjáum,
og grýttar hlíðar sýna litaskraut.
En hugboð það frá hömrunum við fáum,
að hér sé dulin feigð í hverri laut.
Mér finnst hér ótal andar fara á kreik,
álfar og dvergar vera hér að leik.
Frá Wynyard var svo ekið óravegi
alveg til borgarinnar Winnipeg.
í óvissu biðu eftir næsta degi
allir í ferðahópnum nema ég.
Þangað var komin Fríða frænka mín
og fleiri til að bjóða mér til sín.
Til íslandsvina átti öllum hinum
að úthluta til veru daga þrjá.
Þeim fagnað var sem frændum þeirra og vinum,
og fleiri vildu í slíka gesti ná.
í Lundar, Gimli og einnig Árborg var
öllum veitt móttaka til gistingar.
Frá Ármanni er ekki margt að segja.
Hann austur hélt með frænkum sínum tveim,
Efalaust ég ætti helst að þegja
um allt, sem skeði í.Kenóra hjá þeim.
Sá bær á stærð við Akureyri er,
og eins og hún af flestum öðrum ber.
Þar eru vötn og þúsundir af eyjum,
og þar er hægt að sýna laut og hól.
Þar sá ég líka margt af fögrum meyjum
og meira að segja eina í brúðarkjól.
Einnig gamla Satan þar ég sá
á sálnaveiðum djúpu sundi hjá.
Ég keyrði vo frá Kenóra til baka
og kom til Winnipeg með frænkur þrjár.
Þar var einnig enn af nógu að taka,
en aldurinn var misjafnlega hár.
Hið síðasta kvöld var sagt að væri ég
með sex frænkum í einu í Winnipeg.
Seytjánda ágúst var sólskin og veðm'blíða.
saman þá lögðu allir í ferðalag.
Eins og fyrr, var tíminn ei lengi að líða,
og liðugt hreyfðust tungurnar þennan dag.
Margt var fallegt í Manitoba að sjá.
Menntasetur og búgarðar skiptust á.
Látum svo ferðafélagana alla i
frændum og vinum þakkir sínar tjá.
Einhugur ríkti. Oft var glatt á hjalla,
og alltaf stöðugt nýtt að heyra og sjá.
Og kvöldvökurnar mætti minnast á.
Margir skemmtu sér dásamlega þá.
Þar skorti ei hið græskulausa gaman.
Góðir „brandarar" fuku ýmsum hjá.
Agnar og Jónas söfnuðu mönnum saman,
og sungið var af öllum kröftum þá.
Menn hikuðu ei né hljóðum drógu af,
því Húnvetningur oftast tóninn gaf.
Sumir veittu þá mjöð úr Mímisbrunni.
Þann mjöð ei þraut, er stemningin var góð.
Heimskringlu Snorra Helgi að mestu kunni,
og hinir fluttu vísur eða ljóð.
Þar var Ármann að greiða ljósan lokk,
og líka Helgi að prjóna rauðan sokk.
Þar heyrðist ýmsra manna mælskusnilli,
sem magnarinn hændi í pontuna sí og æ.
Þar unnu sér góðra og gamalla kvenna hylli
Guðmundur Ingi og Stefán í Vorsabæ.
Hvert einast hérað var úrvals fulltrúa með,
nema Eyjafjörður. Hann var með fáein peð.
Nítjánda ágúst fór okkar ferðahópur
á fætur árla og bar sínar töskur út.
Áreiðanlega varð enginn strandaglópur,
en einhverjar þurftu að nota vasaklút.
Flugvélin tók svo stefnu í austurátt
með íslenska bændur í gegnum loftið blátt.
FRÁ BRIDGEFÉL. AKUREYRAR
Sjötta umferð í sveitakeppni
Bridgefélagsins var spiluð sl.
þriðjudagskvöld. — Úrslit urðu
þessi:
Stig
Sveinbjörn — Örn 20—0
Gunnar — Birgir 20—0
Páll — Friðrik 20—0
Alfreð — Víkingur 20—0
Júlíus — Sigurður 20—0
Ævar — Arnald 19—1
TannlæknavÉf
Eins og undanfarin ár sjá tann-
læknar bæjarins um tannlækná
vakt um jól og nýár.
Röð sveitanna er þessi:
Stig
1. Sv. Alfreðs Pálssonar 118
2. — Ævars Karlessonar 91
3. — Gunnars Berg 79
4. — Sveinbj. Sigurðss. 77
5. — Páls Pálssonai; 75
6. — Júlíusar Thorarensen 70
7. — Arnalds Reykdal 66
8. — Stefáns Vilhjálmss. 56
9. — Víkings Guðm.sonar 55
10. — Arnar Einarssonar 48
11. — Bh'gis Steindórss. 47
12. — Friðriks Steingrímss. 22
13. — Jóh. Sigurjónssonar 22
14. — Sig'urðar Vigfússonar 14
Sjounda umferð verður spil-
uð 13. janúar. □
23. des. Þorláksmessa.
Kl. 17—18. Tannlækna-
stofa Jóhanns G. Bene-
diktssonar.
24. des. Aðfangadag.
Kl. 11—12. Tannlækna-
stofa Baldvins Ringsteð
25. des. Jóladag.
Kl. 17—18. Tannlækna-
stofa Steinars Þorsteins
sonar.
26. des. Annan jóladag.
Kl. 17—18. Tannlækna-
stofan Glerárgötu 20.
27. des. Laugardagur.
Kl. 17—18. Tannlækna-
stofan Glerárgötu 20.
28. des. Sunnudagur.
Kl. 17—18. Tannlækna-
stofan Glerárgötu 20.
31. des. Gamlársdagur.
Kl. 11—12. Tannlækna-
stofan Glerárgötu 20.
1. jan. Nýársdagur.
Kl. 17—18. Tannlækna-
stofa Kurt Sonnenfeld.
Til jólagjafa!
ítalskar dötnublússur
úr trevíraefni.
ítalskar dömupeysur
úr angora, mynstraðar.
BLANDAÐAR
„HMETUR"
KR. 162 PK.
heabúdir
yöarbúóir
Til jólagjafa!
Dömiu velour-peysur
með bettu
Dömiu velour-peysur
með belti.
Dömiu velour-peysur
stutt erma.
Dömtt velour-mussur.
Allt nýjar gerðir.
VERZLUNIN DRÍFA
SÍMI 2-35-21.
VERZLUNIN DRlFA
SÍMI 2-35-21.
Speglar
í öllum stærð-
um og gerðurn
Bað-
skápar
í ýmsum viðar-
litum, með
speglum
í hurðum
Sendurn í jtóst-
kröfu hvert á
land sem er.
FURUVÖLLUM 1. - AKUREYRI. - SÍMI 2-26-88.
BOX 455.