Dagur - 11.02.1976, Page 1

Dagur - 11.02.1976, Page 1
LJX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 11. febrúar 1976 — G. tölubl, FILMUhúsið akureyri Mikil verkefni lijá Slippstöðinni á Ak. Árdegis á laugardaginn verður nýtt 470 tonna fiskiskip sjósett hjá Slippstöðinni h.f. á Akur- eyri og fer skipið til Sandgerðis í lok aprílmánaðar, í .smíðum er annað skip af sömu stærð og er það ennþá í sérsmíðuðum hlut- um, sem væntanlega skríða saman eins og ánamaðkar í höndum hinna miklu skipa- smiða stöðvarinnar. Um 10. mars kemur svo hingað skipsskrokkur, smíðaður í Noregi en það skip, sem einnig er fiskiskip, verður fullsmíðað í Slippstöðinni h.f. Það skip fá dalvíkingar. Þá er þess að geta, að Magnús Gamalíelsson útgerðarmaður í Olafsfirði mun vera búinn að semja við Slippstöðina um áð smíða fiskiskip af svipaðri stærð. Má af þessu sjá, að verk- efni stöðvarinnar eru næg í næstu framtíð, enda starfsmenn nú á þriðja hundrað talsins. Þá tekur Shppstöðin að sér verkefni við Kröfluvirkjun og eykur það enn atvinnu og um- svif hjá þessu þýðingarmikla atvinnufyrirtæki á Akureyri. □ Vilja virkjun hjá Villinganesi Sveitarstjórnarmenn í Upp- rekstrarfélagi Eyvindarstaða- heiðar komu saman í Miðgarði um miðjan janúar og sam- þykktu að yfirlýsing iðnaðar- ráðherra, að frumvarp um Blönduvirkjun verði nú á næst- unni lagt fyrir Alþingi, sé alger- lega óeðlileg og ótímabær, eins og málum þessum er háttað. Lýsir fundurinn furðu sinni á því að ekki verði flutt frumvarp um virkjun Héraðsvatna hjá Villinganesi og vekur athygli á því, að með þessari yfirlýsingu iðnaðarráðherra sé algerlega gengið gegn marg ítrekuðum samþykktum upprekstrarfélags- ins og ýmsra fleiri heimaaðila, um að sú virkjun skuli vera hið fyrsta stig virkjana á Norður- landi vetra. Fundurinn ítrekaði enn áskorun til ríkisstjórnar- innar um, að stefna beri að Búnaðarþing Búnaðarþing verður sett í Bændahöllinni mánudaginn 23. febrúar kl. 10.00. Búnaðarþings fulltrúar eru 25. Gert er ráð fyrir, að fjöldi mála, sem lögð verða fyrir Búnaðarþing, verði svipaður og á undanförnum árum. Búnaðarþing hefur venju lega staðið yfir í 15—20 daga. □ virkjun við Villinganes að und- angengnum samningum við landeigendur með flutningi frumvarps þar að lútandi. Úr þessari fundarsamþykkt féll niður hluti í síðasta blaði og því er hún endurtekin hér, eins og hún kom frá frétta- ritara. □ Nokkrir af starfsmönnum við jarðborinn JÖtunn á S.-Laugalandi. (Ljósm.: E. D.), Hver verður árangur nýrrar borholu að S - Laugalandi ? Á sunnudaginn var Jötunn kom inn í 140 metra dýpi í landi Syðra-Laugalands, á nýjum stað, undir brekkunum sunnar- lega í landi jarðarinnar. Þar var unnið af fullum krafti. Hiti var þar enginn, nema af því heita vatni, sem þangað er leitt frá fyrri borholunni. Höggborinn boraði á þessum stað, sem hinum fyrri um 20 metra niður, áður en Jötunn tók við. Bergið var eitilhart til að byrja með, sagði Dagbjartur verkstjóri, en borunin gengur sæmilega vel. Fyrst er borað með 17,5 þumlunga bor, niður á 100 metra dýpi eða svo, þá tekur við 12Yi þumlunga bor niður á 6—700 metra dýpi og 8,5 þumlunga bor tekur við þar fyrir neðan. Holan verður fóðr- uð í 150 metra dýpi með stál- pípum. Akureyringar eru mjög spenntir að frétta um árangur þessarar borunai’, og hvort heppnin verður jafn mikil og við borun fyrri bolunnar, sem talin er gefa um 80 lítra á sekúndu af 90 stiga heitu vatni. Talið er, að hitaveita á Akur- eyri kosti 2,5 milljarða króna og er þá auðvitað reiknað með nægu vatni frá Syðra-Lauga- landi og hitaveitu fyrir allan bæinn. Eflaust verður erfitt að afla nægilegs fjár til hitaveitu Akur eyrar. En stjórnvöld hafa lagt á það áherslu, að nýting inn- lendra orkugjafa hafi forgang. Ný vél, sem uggasker kolann Jóhann Baldvinsson vélstjóri á Skagaströnd hefur fundið upp og smíðað uggaskurðarvél fyrir kola, sem prófuð var í Hrað- 'engarveriðfHITO? frystihúsi Ú. A. á mánudaginn. Einn af verkstjórum Hraðfrysti hússins sagði blaðinu í gær, að vélin hefði verið prófuð á litlu magni þá um daginn. Hún væri einföld og fljótvirk og yrði prófuð meira næstu daga. Vél Jóhanns er ætluð til að skera ugga og sporð á ófrosnum kola, en uggaskurður þessa fisks hefur til þessa verið tímafrekur. Við íslendingar höfum löngum orðið að heyja harða baráttu fyrir rétti okkar og sjálfstæði, rctti til að ráða málum okkar sjálfir. Öldum saman vorum við kúgaðir og arðrændir. Það var ekki fyrr en kaupfélögin hófu starfsemi sína, að þjóðin fór að eygja bctri og bjartari tíma. Við livert skref, sem náðist í sjálf- stæðisbaráttunni bötnuðu lífs- kjör þjóðarinnar og loksins náð- ist hið langþráða mark. Við náðum yfirráðum á öðru lífbeltinu, en þurfum að deila hinu mcð öðrum þjóðum. Fyrst í stað koin þetta ekki mjög að sök, en aukin tækni og ásókn erlendra skipa á fiskimið okkar þrengdi okkar kost og við blasti sú staðreynd, að við gætum cklci lialdið þeim lífskjörum og lífsvenjum, sem við höfum náð og tamið okkur, nema við gæt- um einir setið að hinu lífbeltinu líka. Því marki hugðumst við ná í áföngum. Okkur tókst að ná tvcim fyrstu áföngunum, en ekki án verulcgra átaka. Árið 1971 tók- um við stórt stökk úr 12 mílum í 50 mflur undir forystu Ólafs Jóhannessonar þáverandi for- sætisráðherra. Enn voru það bretar og v.-þjóðverjar, sem sýndu oltkur yfirgang og tillits- leysi. Þeir þóttust eiga söguleg- an rétt til veiða á þcssu haf- svæði — rétt hins sterka til þess að taka það með valdi, sem þeim sýndist. Árið 1975 lýstum við yfir 200 mflna fiskveiðilögsögu. Að form inu til höfðum við náð settu marki. Lífbclti sjávarins, land- grunnið allt, tillieyrði okkur einum. En enn var okkur sýnd- ur yfirgangur. Enn sýndi breska ljónið sína grimmu ásjónu. í þriðja sinn á átján árum sendi hennar hátign, bretadrottning, flota sinn til þess að vernda breska veiði- þjófa. Þó er það viðurkcnnt, að svo nærri liafi vcrið gengið fiski stofnum okkar, að þcir séu í hættu vegna veiða okkar einna. Veiðar crlcndra þjóða í land- helgi okkar nú, þýðir efnahags- hrun þjóðarinnar, ckkert minna. Við erum í varnarbanda lagi vestrænna þjóða. Við liöf- um lánað land okkar undir her- stöð í þeirra þágu. Þetta varnar bandalag hefur tekið að sér varnir lands okkar. Það er okk- ur lífsnauðsyn að sitja einir að fiskimiðum okkar. En fyrir (Framhald á blaðsíðu 2) Flestir íbúar á Kópaskeri eru nú komnir heim aftur, eftir að hafa yfirgefið staðinn vegna jarðskjálftann mikla 13. janúar. Hið sama er að segja um konur, börn og gamalmenni á bæjun- um í Núpasveit, er burt fóru af sömu ástæðu. En á þeim bæjum voru jarðskjálftar miklu meiri fyrir 13. janúar en á Kópaskeri. Uggaskurðarvélin mun því fisk- vinnslustöðvum kærkomin, e£ hún reynist eins vel og útlit er á, eftir þessa fyi’stu prófun á Akureyri. Margir frystihúsa- eigendur hafa áhuga á vélinni. Byrjað er að kenna í barna- skólanum á ný, eftir þriggja vikna hlé. Unnið er af kappi að því að undirbúa rækjuvinnslu og eru vélar rétt ókomnar þangað. Aðalæð vatnsveitunnar er nú komin í lag. Tveir bátar stunda rækjuveiðar í Axarfirði og veiða vel. Sú rækja er unnin á Akureyri. Q FLESTIR KOMNIR HEIM <

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.