Dagur - 11.02.1976, Page 6
6
St.\ St.\ 59762137 — VII. \ 3
I.O.O.F. Kb 2 = 12521181/2
□ RÚN 59762117 — 1
Laufásprestakall. Messa í Greni
vikurkirkju n. k. sunnudag
kl. 2. — Sóknarprestur.
Æskulýðs- og fjölskyldumessa
verður í Akureyrarkirkju n.k.
sunnudag kl. 2 e. h. Sungið
verður úr Ungu kirkjunni.
Ungt fólk annast suma
þætti messunnar. Þess er sér-
staklega vænst að fermingar-
börn og fjölskyldur þeirra
fjölmenni. Á vegum Kven-
félags Akureyrarkirkju verð-
ur starfrækt barnagæsla að
Stekk, Hrafnagilsstræti 2.
Einnig er minnt á bílaþjón-
ustu Kiwanisfélaga, sími
21045 fyrir hádegi á sunnu-
dag. — Sóknarprestar.
Kristniboðshúsið Zíon: Sunnu-
dag'inn 15. febrúar. Sunnu-
dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn
velkomin. Samkoma kl. 8.30
e. h. Ræðumaður Friðrik
Schram frá Reykjavík. Allir
hjartanlega velkomnir.
Messur í Laugalandsprestakalli:
Hólar 15. febrúar kl. 14.00.
Grund 22. febrúar kl. 13.30.
Saurbær 22. febrúar kl. 15.00.
— Sóknarprestur.
I.O.G.T. st. Brynja nr. 99. Fund-
ur í Varðborg mánudaginn
16. febrúar n. k. kl. 9 e. h.
Venjuleg fundarstörf. Mynda
sýning. — Æ.t.
Lionsklúbbur Akureyr-
ar. Fundur fimmtudag
12. febrúar í Sjálfstæðis
húsinu kl. 12.
Náttúrulækningafélag Akureyr
ar heldur spilavist (þriggja
kvölda keppni) í Sjálfstæðis-
húsinu, litla sal, og hefst hún
sunnudaginn 15. febrúar kl.
8.30. Góð kvöldverðlaun.
Þrenn heildarverðlaun:
1. Vöruúttekt í Amaró fyrir
15 þúsund krónur.
2. Flugfar Akureyri—Reykja
vík—Akureyri.
3. Værðarvoð.
Þátttakendur fá allir aðgang
að aðalsal hússins. Dansað til
kl. 1. Ágóðinn rennur í bygg-
ingarsjóð N.L.F.A. Allir vel-
komnir. — Nefndin.
Hjálparsveit skáta. Skíðaferð
fimmtudaginn 12. febrúar kl.
7 frá Iðnskólanum. Ákvörðun
tekin um þorrablót. — Nefnd-
in.
F.F.A. Gönguferð á Súlur laug-
ardaginn 14. febrúar. Þátttaka
tilkynnist í síma 22720 milli
kl. 18—19 á föstudag.
Sjónarhæð. Sunnudagaskóli í
Glerárskólanum n. k. sunnu-
dag kl. 13.15. Öll börn vel-
komin. Almenn samkoma á
Sjónarhæð felld niður vegna
æskulýðssamkomu í -Dyn-
heimum n. k. sunriudag kl.
16.00.
Frá Sjálfsbjörg. Félagar
Sjálfsbjargar og íþrótta-
félags fatlaðra. Tilkynn-
ið þátttöku ykkar á árs-
hátíðina sem allra fyrst
í síma 21557, 22147 og 22672,
Vinningsnúmer í Landshapp-
drætti UMFÍ árið 1975: —
Treystið eigi tignarmönnum:
Sæll er sá sem setur von sína
á Drottinn (Sálm. 146. 3. 5).
Nató og Bandaríkin mega
ekki verða hjáguðir stjórnar
og þjóðar í núverandi erfið-
leikum. -— Sæm. G. Jóh.
— Hjálpræðisherinn —
Barnasamkomuvikan
a heldur áfram þessa viku
TBafggg og endar 16. febrúar.
i Barnasamkomur hvern dag
kl. 5 e. h. Kvikmyndir o. fl.
Verð kr. 20,00. Á mánudaginn
verður líka smá ‘happdrætti.
Kr. 25,00 per. miða. Sunnu-
l dag 15. febrúar kl. 4 e. h.:
, Fjölskyldusamkoma. Yngri
; liðsmennirnir syngja og sýna
smá leikrit. Yngri liðsmanna-
; vígsla. Allir eru velkomnir.
Fimmtudag kl. 8 e. h.: Æsku-
; lýðsfundur. Mánudag kl. 4
e. h.': Heimilasambandsfund-
ur. Ath.: Miðvikudag 25. og
fimmtudag 26. febrúar kemur
i aðalritari Hjálpræðishersins í
Noregi, íslandi og Færeyjum,
ofursti Sven Nilsson og frú,
í heimsókn til Akureyrar.
'j Samkomur í Zíon og sal
! Hjálpræðishersins.
Framtíðarkonur, Akureyri. —
Munið aðalfundinn í Varð-
borg kl. 8.30 fimmtudaginn
12. þ. m. — Kvenfélagið Fram
tíðin.
Samhjálp, félag sykursjúkra,
heldur aðalfund sunnudaginn
15. mars n. k. kl. 3.30 e. h. að
Hótel KEA. Auk aðalfundar-
starfa verður væntanlega
sýnd kvikmyndin „Einn af
hundraði“, stutt ensk fræðslu
mynd um sykursýki. Nýir
félagar velkomnir. — Stjórnin
Sólarkaffi Vestfirðingafélagsins
verður haldið í Alþýðuhúsinu
laugardaginn 14. febrúar kl.
20.30. Sameiginleg kaffi-
drykkja, skemmtiatriði, dans.
— Sólarkaffinefndin.
Nr. 1 5597 — Nr. 2 4992
Nr. 3 3562 — Nr. 4 12746
Nr. 5 9588 — Nr. 6 15294
Nr. 7 0512 — Nr. 8 9956
Nr. 9 2552 — Nr. 10 10230
Nr. 11 6284 — Nr. 12 8904
Nr. 13 1592 — Nr. 14 12947
Nr. 15 10534 — Nr. 16 15601
Þingeyingar!
Gamanleikurinn
„Allir í verkfall"
verður sýndur í Ljós-
vetningabúð laugardags-
kvöldið 14. febrúar
kl. 21,00.
Samkomuhúsinu Gréni-
vík sunnudagskvöld
kl. 21,00.
Ungmennafélag
Skriðuhrepps.
Leikfélag
Akureyrar
Glerdýrin föstudag.
Rauðhetta
laugardag kl. 2.
Rauðhetta
sunnudag kl. 2.
Glerdýrin
sunnudag kl. 8,30.
Miðasala frá kl. 4 á
miðvikudag, fimmtudag
og föstudag og frá kl. 1
laugardag og sunnudag.
SÍMI 1-10-73.
Hljómsveitin Lind úr Reykjavík
leikur og syngur kristileg lög
í Dynheimum föstudagskvöld
kl. 11, laugardag kl. 4 og 11
og surinudag kl. 4 (13.—15.
febrúar). Friðrik Sehram frá
Reykjavík talar ásamt öðrum.
Komið, hlustið og verið þátt-
takendur. — Kristið æskufólk
Konur í Styrktarfélagi vangef-
inna. Fundur á Sólborg mið-
vikudaginn 11. febrúar. kL
20.30. Aðalfurrdur. Mætið vel.
— Stjórnin.
Framhaldsaðalfundur
Golfklúbbs Akureyr-
ar fer fram að Jaðri
fimmtudaginn 19. kl.
8 e. h. Reikningarnir,
kvikmyndasýning. - Stjórnin
Áheit á Akureyrarkirkju kr.
2.000 frá sjómanni og kr. 1.000
frá gamalli konu. — Bestu
þakkir. — Birgir Snæbjörns-
son.
Gjöf í Kristínarsjóð til minning-
ar um Helgu Hannesdóttur
frá Dvergstöðum frá Sigrúnu
Finnsdóttur, Ægisgötu 22, kr.
1.000. — Með þökkum mót-
tekið. — Laufey Sigurðar-
dóttir.
Leiðrétting. f frétt frá Sauðár-
króki í síðasta tölublaði, þar
sem segir frá samþykktum
hreppsnefnda um virkjunar-
mál, féll niður hluti setning-
ar. Þar átti að stenda, að það
gengi mjög freklega á móti
samþykktum upprekstrai’-
félags (hinna fjögurra
hrepþa) og fleiri aðila, að
velja annan virkjunarstað, og
leiðréttist þetta her með,
wAtvinna
Barngóð kona óskast
til að gæta tveggja
barna allan daginn í
sumar.
Sími 1-96-40.
Okkur vantar ungan
mann til iðnaðarstarfa,
sem vill ráða sig til
frambúðar.
Skóverksmiðjan Iðunn
sími 2-19-00.
Tökum að okkur ný-
byggingar og viðgerðir,
utan bæjar og innan.
Símar 199-22 og 2-37-87
Nokkur barnarúm og
kommóður til sölu á
verkstæðinu við Ægis-
götu 15.
Axel Jóhannesson.
Til sölu sem nýtt sam-
byggt bílasegulband og
útvarp.
Uppl. í síma 2-34-06.
Til sölu öryggishjálmur
fyrir skellinöðru.
Uppl. í síma 2-34-73.
Til sölu snjósleði
Evinrude tiailblaser
með rafmagnsstarti og
bakkgír, ásamt kerru
undir sleðann.
Uppl. í síma 2-3p-58
eftir kl. 7 á kvöldin.
Hamingjuríkt heimili í friðlausum heimi
HVERT ER MIKILVÆGI ÞESS?
HVERNIG ER ÞAÐ HÆGT?
Þetta efni verður flutt í Laxagötu 5
laugardaginn 14. febrúar, kl. 17,00.
í lok erindisins verður orðið laust
til fyrirspurna og rökræðna.
Foreldrar, aðrir uppalendur, kennarar og ungt fólk
ilivatt til að koma og aðstoða við þetta vandasanra og
mikilvæga mál.
JÓN HJ. JÓNSSON.
V ef naðar vörudeild
HAFNARSTR-91— 95
AKUREYRI
SlMI (96)21400
t
t
1
■Í'
S
t
Mitt innilegasta þakklœti votta ég ykkur öllum,
. sern glödduð mig á 80 ára afmœli mínu 3. febr.
sl., með heimsóknum, gjöfum og skeytum.
Guð blessi ykkur öll.
BJÖRN AXFJÖRÐ.
Í
l
s
I
Hugheilar þakkir til allra sem auðsýndu mér
vináttu og hlýhug á átlrœðisafmœli mínu 29.
janúar sl.
Ég óska ykkur gœfu og gengis.
ÓLÖF TRYGGVADÓTTIR.
Jarðarför sonar oikkar
SIGURJÓNS,
er andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akuneyri
4. febrúar sl., fer frám frá Akureyrarkirkju laug-
ardaginn 13. febrúar n. k. kl. 13,30.
Blórn og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim,
sem vilja minnast hans, er bent á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri eða Krabbameinslélag
íslands.
Helga Jónsdóttir, Bragi Sigurjónsson,
Bjarkastíg 7, Akureyri.