Dagur - 31.03.1976, Blaðsíða 1
Árangur af borun við Reykjabr.
Blönduóshreppur eignaðist fyr-
ir nokkru hitaréttindi á Reykj-
um við Reykjabraut, nálsegt
Húnavallaskóla, að níu tíundu
á móti Torfalækjarhreppi. Bor-
aðar voru þar áður tvær holur,
sem ekki gáfu mikinn árapgur.
Nú er verið að bora á þessum
stað með nýjum jarðbor Orku-
stofnunar og í gær var komið á
u. þ. b. 900 metra dýpi og komu
þá upp 12 sekl. af 75 gráðu
heitu vatni, samkvæmt fyrstu
lauslegu athugun. Blönduós er
talinn þurfa rúmlega þetta
magn tvöfalt fyrir hitaveitu
sína og ræða menn um, að með
dælingu megi ef til vill ná því
vatnsmagni upp, án meiri bor-
unar, eða ef ekki fæst meira við
dýpri borun. □
Dagvistunarmál
Nýlega ákvað áhugamannahóp- kanna þörf á dagvistunarstofn-
ur, í samráði við Félagsmála-
stofnun Akureyrarbæjar, að
Þórsstúlkurnar urðu
r
Islandsmeistarar
Um fyrri helgi keppti kvenna-
flokkur Þórs f körfubolta við
KR og stúdenta f Reykjavík og
sigruðu í báðum leikjunum með
nokkrum yfirburðum. En um
síðustu helgi léku Þórsstúlk-
unar við ÍR og Fram og sigruðu
einnig í báðum þeim leikjum
og unnu þar með íslandsmeist-
aratitilinn og voru ósigraðar á
þessu móti.
Norðanstúlkurnar sigruðu
Fram og ÍR með nokkrum stiga
mun, unnu IR með 53—44 og
Fram með 39—32, og eru því
vel að nafnbótinni komnar. □
unum í bænum. Var ákveðnu
úrtaki foreldra barna innan 6
ára sent bréf með nokkrum
spurningum þar að lútandi og
veittur tveggja vikna frestur til
að senda svör.
Frestur þessi er nú liðinn og
kom í ljós að þátttaka foreldra
var heldur dræm. Þeir, sem að
könnuninni standa, hvetja for-
eldra, sem ekki hafa enn sent
svör, að bregðast fljótt við og
senda þau. Nægilegur fjöldi
svara þarf að berast til þess að
hægt sé að byggja á niðurstöð-
um könnunarinnar. Svörin send
ist í umslaði merktu: Dagvist-
unarmál, pósthólf 569, Akur-
eyri. Bréf þessi má senda ófrí-
merkt. Foreldrar, sem óska
frekari upplýsinga, vinsamlega
hringi í síma 21580.
(Fréttatilkynning)
Félagsheimili Húsavíkur vígt á laugardaginn.
(Ljósm.: Ljósmyndastofa Péturs)
Féiagslieimili vígt á Húsavík
■fe:
Húsavík, 29. mars. Laugardag-
inn 27. þ. m. var félagsheimilið
á Húsavík formlega vígt og því
gefið nafn. Vígsluathöfnina
framkvæmdi sóknarpresturinn
á Húsavík, séra Björn H. Jóns-
son. Félagsheimilið hlaut nafnið
Féilagsheimili Húsavíkur og
mun það nafn hafa unnið sér
hefð. Einstökum salarkynnum í
húsinu var einnig gefið nafn.
Lítill fundarsalur í félagaálmu
hússins heitir Víkurbær, aðal
samkomusalurinn heitir Víkur-
naust og leikhúsálman, sem enn
er óbyggð, á að heita Víkurver.
Eldur í Fataverksm. Heklu
Eldur varð laus í Fataverksmiðj
unni Heklu á Akureyri aðfara-
nótt síðasta föstudags. Var
slökkviliðið þegar kallað á stað-
inn og slökkti það eldinn á
skömmum tíma.
Skemmdir é húsinu voru
litlar, að undanteknum skilrúm
um, en allt varð atað í reyk, og
miklar skemmdir urðu á vör-
um, einkum skinnavörum.
Blaðið náði tali af Hirti
Eiríkssyni framkvæmdastjóra
Iðnaðardeildar SÍ'S á mánudag-
inn og sagði hann m. a.:
Viðgerðum á húsinu er að
ljúka og einnig er búið að mála
það hátt og lágt. í brunanum
eyðilögðust mjög verðmæt hrá-
efni, einkum skinnavörur, hin
dýrmætu mokkaskinn. Ennfrem
ur eyðilagðist nokkuð mikið af
prjónavoð. Búið er að gera skrá
yfir brunatjón varanna, en ekki
að verðleggja það. Tjónið skipt-
ir milljónum króna, ef ekki
millj ónatugum.
Búið var fyrir nokkru að
ákveða að flytja skinnadeild
Heklu í nýtt húsnæði á Óseyri
(áður Einir). Flutningi var flýtt
og fór hann fram um helgina og
þarna hefst vinna á miðviku-
daginn. Þarna verða saumaðar
mokkakápur, leðurjakkar og
margt fleira.
Sem kunnugt er, er starfsemi
Fataverksmiðjunnar Heklu þrí-
skipt. Þar er prjónadeildin, sem
er stærsta deildin og framleiddi
á síðasta ári um 300 þúsund
peysur til útflutnings, þá vinnu-
í tilefni vígslunnar var efnt
til mannfagnaðar í félagsheimil-
inu með fjölþættri skemmtiskrá
og veitingum. Árið 1958 var
stofnað til samtaka um bygg-
ingu félagsheimilisins, en fram-
kvæmdir hófust árið 1962.
Félagsheimili Húsavíkur er
mjög glæsileg bygging, í tengsl-
um við nýtt hótel. Enn er þó
eftir að byggja leikhúsálmuna
við félagsheimilið. Arkitekt
hússins er Jósep Reynis. Þ. J.
Slétfubændur kaupa loðnu
fatadeild, sem einnig er þýðing-
amikil og framleiddi á síðasta
ári 100 þúsund vinnubuxur,
kuldaúlpur og annan fatnað og
. svo skinnadeildin, sem mjög
miklar vonir eru við bundnar.
En alls vinna um 240 manns á
Heklu, þar af nokkur hluti þó
aðeins hálfan daginn. Fram-
kvæmdastjóri er Ásgrímur
Stefánsson.
Stöðvun framleiðslunnar nú,
er alveg óþolandi, sagði Hjörtur
Eiríksson að lokum, því það er
búið að selja alla þessa árs fram
leiðslu fyrirfram. í prjónadeild
hefur verið unnið allan sólar-
hringinn en tvær vaktir f hin-
um deildunum.
Meðfylgjandi mynd tók Páll
A. Pálsson af slökkvistarfinu.
Hóli við Raufarhöfn, 30. mars.
Veðráttan hefur verið hagstæð
og skemmtileg og góan sólrík,
snjóinn hefur tekið og svellin á
túnunum hafa næstum horfið.
Bændur hafa beitt fé sínu, enda
beitarjörð góð, nýkomin undan
gaddinum.
Bændur á Sléttu keyptu
loðnu til fóðurs og er talið að
álíka mikið af henni og góðri
töðu fari í fóðureininguna, en
þó mun loðnan eggjahvíturíkari
og kalkauðug er hún.
Togarinn Rauðinúpur er bú-
inn að veiða 620 lestir síðan um
áramót í átta veiðiferðum og
landaði í síðustu viku 120 tonn-
um og kemur hér á ný með afla
seinni part þessarar viku. Vinnu
afl vantaði til að vinna að afl-
anum og voru fengnar stúlkur
frá Þórshöfn til viðbótar heima-
fólki eftir síðustu löndun. Unnu
þá 50—60 konur í fyrstihúsinu.
Atvinna er góð. Skipstjóri á
Rauðanúpi er Ólafur Aðal-
björnsson frá Akureyri.
Grásleppuveiði er hafin og
munu fast að tuttugu bátar
stunda þær veiðar, bæði opnir
vélbátar og þilfarsbátar. Þorsk-
afli er mjög lítill.
Áburðarskip kom nýlega til
Raufarhafnar með allan erlend-
an áburð á félagssvæði Kaup-
félags Norður-Þingeyinga. Hafn
araðstöðu vantar á Kópaskeri
og því eru áburðarflutningar
um héraðið á landi tilfinnan-
legir og dýrir. Minnir það enn
á nauðsyn þess, að Sléttuveginn
þarf að byggja upp. Þ. S.
Lions-bingo
N. k. sunnudag kl. 20.30 heldur
Lionsklúbbur Akureyrar sitt
kunna Lionsbingó í Sjálfstæðis-
húsinu. Að venju verður fjöldi
glæsilegra vinninga, en aðal-
vinningui'inn er Sunnuferð að
eigin vali fyrir allt að kr. 50.000.
Auk þess verða alls konar raf-
magns- og heimilistæki að eigin
vali vinningshafa, og verða
vinningar til sýnis í glugga
Iðnaðarbankans frá n. k. mið-
vikudegi.
Hinir stórsnjöllu Gísli Rúnar
og Baldur Brjánsson sjá um
skemmtiatriði.
Akureyringar og nærsveita-
menn eru hvattir til að fjöl-
menna og styrkja gott málefni,
þar sem allur ágóði rennur til
kaupa á krabbameinsleitartæki
fyrir F.S.A.
Aðgöngumiðar verða seldir x
Sjálfstæðishúsinu sama dag
milli kl. 3 og 5 og frá kl. 7.
Lionsklúbbur Akureyrar.
Umhveríis jörðina á 80 dögum
í morgunkaffinu í gær sagði
leikhússtjórinn, Eyvindur Er-
lendsson:
Nú er leikflokkur Leikfélags
Akureyrar vestur á Sauðár-
króki og sýnir þar Glerdýrin á
Sæluviku skagfirðinga fjórum
sinnum.
Lokið er sýningum á Rauð-
hettu. Sýningar urðu 17 talsins
og áhorfendur hátt á fjórða
þúsund.
Verið er að æfa hinn fræga
sjónleik Umhverfis jörðina á
áttatíu dögum undir leikstjórn
leikhússtjórans. Leikendur eru
16, en með aðal hlutverkin fara:
Gestur E. Jónasson, Aðalsteinn
Bergdal, Þórir Steingrímsson og
Saga Jónsdóttir. Frumsýningin
verður um 20, apríl og er þetta
síðasta verkefni L. A. á þessu
leikári. En Davíðskvöld undir
stjórn Guðmundar Gunnars-
sonar er einnig f æfingu. Q