Dagur - 19.05.1976, Síða 8

Dagur - 19.05.1976, Síða 8
O.N.A. - Oín fyrir hifaveifu og keíilkerfi LEITIÐ TILBOÐA. OFNÁSMIÐJA N0R9URLANDS HF. Pósthólf 155. Sími (96) 2-18-60. Akureyri. Bagxjk LIX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 19. maí 1976 — 21. tölublað FERMINGAR' GJAFIR f MIKLU ÚRVALI SMÁTT & STÓRT Vistmenn draga í spil og forstöðukonan fylgist m 20. Myn;í,n var tekin í síðustu viku. (Ljósm. E. D.) Ellilieitmli Ákureyrar kyrinl Þess var minnst í Elliheimili Akureyrar með kvöldhófi sl. fimmtudag, að heimilið hefur verið stækkað að mun og tekið i notkun. Rúmar það nú 96 vist- menn, er fullskipað og 79 manns eru á biðlista. Viðbótarhúsnæð- ið er á tveim hæðum og var tekið í notkun að hluta í septem ber sl. haust og að fullu í desem ber. Þar eru á hvorri hæð tíu manna eins manns herbergi og fjögur tveggja manna herbergi, alls fyrir 36 vistmenn. Nýja húsnæðið er 1848 rúm- metrar og kostar rúmar 26 milljónir króna. Það er vistlegt og vel búið og þarna á vistfólk- inu að geta liðið vel. Stjórnarformaður heimilisins, Hreinn Pálsson, lögfræðingur, bauð gesti þá og fréttamenn vel komna, sem við þessa athöfn mættu og rakti gang fram- kvæmda og fjárhag. Ennfremur ræddi hann framtíðaráætlanir og kjör hinna öldruðu. Fagverk trésmíðaverkstæði annaðist trésmíði, Híbýli annað- ist múrvérk, en það annaðist áður Bjarni heitinn Rósants- son. Norðurljós annaðist raf- lagnir, Vatnsveitan lagði vatns- og skólpleiðslur og Aðalsteinn Vestmann málaði. Bjarni' Einarsson bæjarstjóri flutti ávarp, þakkaði öllum þeim aðilum, sem unnið hafa vel og dyggilega að betri hag aldraðra. Hann sagði það sltoðun fjöl- margra gesta, að Elliheimili Akureyrar væri vistlegasta hlið stæðra stofnana hérlendis og áleit þá skoðun rétta. Hann sagði, að nokkur lægð væri nú í efnahagsmálum þjóðarinnar og þar með íramkvæmdum, en kreppum lyki, einnig þessari og þá þyrfti á ný að auka verulega húsakynni og bæta aðstöðu fyr- ir þann fjölda fólks, sem eftir langt dagsverk ætti að njóta allrar þeirra umönnunar, sem hægt væri besta að veita. Þakk- aði hann svo boðið fyrir hönd gesta. En að þessu loknu voru hinar ágætustu veitingar fram bornar og húsakynni skoðuð. Forstöðukona er Sigríður Jónsdóttii-, læknir Olafur Hall- dórsson, hjúkrunarkona Sigur- laug Helgadóttir og matreiðslu- maður er Hans Háusler. Stjórn- ina skipa; Hreinn Pálsson for- maður, Björn Guðmundsson varaformaður, Sigurður Hannes son, Freyja Jónsdóttir og Auður , Þórhallsdóttir. Auk þess hefur Ingibjörg Halldórsdóttir frá kvenfélaginu Framtíðinni, sem stutt hefur stófnUnina með ráð- um og dáð, setið stjjrnarfundi, ásamt fulltrúa vistmanna, Magn úsi Sigurðssyni, og fulltrúa starfsfólks, Hans Háusler. □ HJÁ 100 ÁM AÐEINS 12 EINLEMBINGAR Gúnnarsstöðum, 17. maí. Það er aðeins að byrja að gróa. Sauð- burður er nú að hefjast. Á ein- um bæ veit ég að 100 ær eru bornar og þar af 12 einlembur, svo ekki vantar nú frjósemina. Vegir hafa verið einstaklega slæmir og einkum vegarkafli norðan við Gunnarsstaði, sem á eftir að byggja upp og má heita ófær. Þennan kafla á að byggja upp í sumar og vilja menn því ekki kosta miklu til hans nú í vor. Ó. H. ÞRÍBÆNDAÞÁTTURINN Ég hef ekki mikið um þríbændaþáttinn að segja né þeirra andlegu spekt en vorkenndi Jóni þegar hann varð að þegja það er svo óvenjulegt. Þessa vísu gerði Kristján frá Djúpalæk og hafði hana yfír þegar hann, ásamt Jóni frá Garðsvík, var staldur á skrif- stofu Dags. Hún er ort í tilefni sjónvarpsþáttar, þar sem Jón var þátttakandi. ASKORUN TÍL BÆJAR- STJÓRNAR Nýlega bar Jón B. Rögnvalds- son fram tillögu á fundi starfs- manna Akureyrarbæjar þess efnis, að skora á bæjarstjórn Akureyrar að hætta öllum vín- veitingum á vegum bæjar og bæjarstofnana í veislum sem haldnar eru. Áskorun þessi var samþykkt með öllum atkvæð- um. Nú er eftir að sjá hvernig stjórnvöld bæjarins taka á þessu máli, eða hvort það sannast einu sinni enn, að drykkjuskapur sé ýmsum bæjarstjórnarmönnum geðfelldur um of, einkum þar sem þeir sjálfir geta verið við- staddir. KERFIÐ LÆTUR EKKI AÐ SÉR HÆÐA Fyrir rúmu ári síðan fór 16 ára piltur á Akureyri að fá tilkynn- ingar um orlofsfé frá Landhelg- isgæslunni. En þar sem piltur- inn hcfur aldrei á sjó komið, né fyrir þessa stofnun unnið, til- kynnti hann pósthúsinu þessi mistök. Póstmenn komu til- kynningunni áleiðis, en sagan hélt áfram að endurtaka sig fjórum eða fimm sinnum. Þó var tilkynningin um orlofsféðl Aðalfundur K Aðalfundur Kaupfélags Norður- Þingeyinga var haldinn á Kópa- skeri 6. maí sl. í skýrslu stjórnar og fram- kvæmdastjóra kom m. a. fram, að sala verslunardeilda hafði. aukist um 55%, sala þjónustu- deilda um 70% og sala afurða um 36%. Heildarvelta félagsins nam á árinu 472 milljónum, og hafði aukist um 47%. Afskriftir námu 5 milljónum. Heildar launagreiðslur voru 58 milljón- ir. Rekstursafgangur var 80 þús. Þá kom fram, að yrði ekki gerðar verulegar úrbætur á afurða- og rekstrarlánum til sauðfjárbmnda nú þegar, væri kippt stoðum undan sauðfjár- búskap í landinu, og um leið Bændur hafa beðið þess um ára bil að fá leyfi til framleiðslu holdanautakjöts. Risin er í Hrís- ey nautastöð, þar sem framleiða á sæði til holdablendingsræktar. Nú standa málin þannig, að eftir fáa daga mun yfirdýralæknir 'sækja sæði Gallowaynauta til Skotlands. Með því verða þær tuttugu kvígur sæddar, sem verið hafa í Hrísey og komnar eru vel á kynþroskaaldurinn. Þegar þeir nautkálfar, sem af því sæði vaxa, hafa aldur til, geta bændur fengið úr þeim sæði til framleiðslu á hinu eftir- sótta holdanautakjöti. Nú á aðeins eftir að girða af nautastöðina í Hrísey og mun það ekki taka langan tíma og verða lokið þegar fyrstu sæð- ingar hefjast. □ rekstrargrundvelli kappfélaga sem byggðu afkomu sína á þeirri atvinnugrein, að mestu eða öllu leyti. Einnig kom fram að nýjasta ráostöfun stjórnar Seðlabanka íslands í vaxiamáluu, kæmi mjög illa við innlánsdeildir kaupfélaganna. Margar samþykktir voru gerð ar á fundinum og verður hér getið um nokkrar þeirra: 1. Aðaldundur Kf. Norður- Þingeyinga haldinn á Kópaskeri 6. maí 1976 skorar á orkumála- ráðherra að taka mið af orku- skorti í Norður-Þingeyjarsýslu, og láta nú þegar leggia orku- fiutningslínu frá Kröflu, bein- ustu leið í þá sýslu. Leggur fundurinn áherslu á að sýslan verði látin sitja fyrir þeirri orku frá Kröflu sem hægt verður að verja til orkufreks iðnaðar. Þá krefst fundurinn þess að staðið verði við loforð um að varai'afstöð verði sett upp á Kópaskeri þegar í stað. 2. Aðalfundur Kf. N.-Þing. haldinn á Kópaskeri 6. maí 1976 tekur undir áskorun sýslunefnd ar Norður-Þingeyjarsýslu, um að byggja í N.-Þing. heyköggla- verksmiðju, þá næstu sem byggð verður, og skorar á land- búnaðarráðherra að beita sínum áhrifum fyrir þeirri fram- kvæmd svo fljótt sem verða má. 3. Aðalfundur Kf. N.-Þing. haldinn á Kópaskeri 6. maí 1976 skorar á Alþingi að gera átak, sem um munar við uppbyggingu þjóðvegarins um Norður-Þing- eyjarsýslu, með því að veita nú þegar heimild til útgáfu happ- drættisskuldabréfa a. m. k. 500 millj. til nefnds vegar, og felur þingmönnum Norðurlandskjör- dæmis eystra forustu í því máli. 4. Aðalfundur Kf. N.-Þing. haldinn á Kópaskeri 6. maí 1976 lýsir vonbi'igðum sínum á því, að í staðfestingu ríkisstjórnar- innar á byggðaþróunaráætlun fyrir Norður-Þingevjarsýslu, skuli ekki felast skuldbindingar ríkissjóðs ó fjárframlögum. íbúar Norður-Þeingeyjarsýslu hafa bundið miklar vonir við áætlanagerð þessa, og mikil hætta er á frekari byggðarösk- un verði hér aðeins um pappírs- gagn að ræða. Fundurinn krefst þess, að ríkisstjórnin taki stað- íestingu þessa til endurskoðun- ar og tryggi fjármagn til fram- kvæmda. Auk framangreindra sam- þykkta voru gerðar samþykktir varðandi skiptingu veiðisvæða, könnun á hagkvæmni við bygg- (Framhald á blaðsíðu 5) endursend með skýringum og hefði það átt að duga. En kerfið lætur ekki að sér liæða, því nú fyrir nokkrum dögum barst piltinum peninga- ávísun upp á rúmar 74 þúsund krónur. Og nú er spumingin þessi; Á pilturinn þessa peninga eða getur hann losnað við þá? VASKLEGA GERT Seint og um síðir liafði blaðið spurnir af atburði á Oddeyrar- tanga. Sjómaður kom þar að á trillu sinni og kastaði fiskinum upp á bryggjuna. Þá datt sjö ára drengur í sjóinn skammt frá. Sjóniaðurinn stakk sér þegar til súnds og kafaði í fullum sjó- klæðum. Sjórinn var gruggugur en drenginn fann hann og bjarg aði honum. Varð hvorugum meint af. Sjómaður þessi heitir Friðrik Sigurjónsson og á liann heima í Norðurgötu 40, en bátur hans er Suðri EA 67. Mun Friðrik vaskur maður og skjót- ur til úrræða, svo sem þetta atvik sýnir. Og ekki eru þeir félagar liamingjusnauðir. TIL LESENDANNA Vegna þrengsla í blaðinu hafa margar aðsendar greinar orðið að bíða lengur en hóflegt er og eru lesendur beðnir velvirðing- ar á þeim drætti. Ennfremur hefur blaðið orðið að stytta margar fréttatilkynningar til þess að geta birt þær áður en þær falla úr gildi, og stafar þetta cinnig af þrengslum. Blaðið er of lítið til að sldla öllu því efni, ásamt auglýsingunum, sem æskilegt er að birta og nauðsynlegt, en ákvörðun liefur ekki verið tekin um aukna út: gáfu, hvað sem síðar kann að verða gert. Þá vill blaðið enn einu sinni minna fólk á, að senda eða síma auglýsingar sín- ar í síðasta lagi fyrir hádegi á þriðjudögum. VANSKILIN Öðru hverju verða einhverjir kaupendur Dags fyrir vanskil- um á blaðinu. Kaupendur blaðs ins eru, þegar svo ber við, beðn- ir að tillcynna það tafarlaust til afgreiðslunnar í síma 11167 og er þá reynt úr því að bæta. Um vanskilin veií blaðið ekkert fyrr en kvartað er, og kaupendur gera blaðinu engan greiða með því að kvarta ekki þegar ástæða er til þess. Dagur vill svo þakka gömlum og góðum kaupendmn sínum og hinum fjölmörgu nýju, sem alltaf bætast við. Að endingu: Þrátt fyrir takmarkað rúm eru ábendingar, fréttir og hvers kyns fróðleikur ætíð vel þegnar og kærkomnar, bréflega eða í síma. FRA AFENGÍS- VARNANEFND AK. Síðasti fundur nefndarinnar 12. þ. m. gerði einróma eftirfarandi samþykkt; „Áfengisvarnanefnd Akureyr ar fagnar þeirri samþykkt Starfsmannafélags Akureyrar- kaupstaðai', er gerð var á fundi félagsins 6. þ. m. þar sem skorað er á bæjarstjórn Akureyrar að veita ekki áfengi í veislum sín- um, og vonar Áfengisvarna- nefnd, að bæjarstjórn verði við þessari áskorun starfsmanna- félagsins." □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.