Dagur - 22.10.1976, Qupperneq 2
2
STAÐREYNDIR
VARÐANDI ÁFENGISMÁL
1. Nefnd, sem þingflokkamir
skipuðu til að gera úttekt á
stöðu áfengismála, leggur ein
dregið til að „ungmennum
yngri en 2ð ára“ verði „ó-
heimil dvöl eftir kl. 8 að
kvöldi á veitingastað þar sem
vínveitingar eru leyfðar.“
2. Áfengislaganefnd, sem
sænska þingið kaus og var að
störfum tæpan áratug, lagði
til að unglingum yngri en 20
ára yrði framvegis sem hing-
að til bannað að kaupa sterka
drykki.
3. Allar líkur benda til að
greindir menn, sem kynna
sér málin rækilega en draga
ekki hvatvíslegar ályktanir
af nasasjón einni, komist að
sömu niðurstöðu: Tilraunir
með lækkun áfengiskaupa-
aldurs eru óþarfar og skað-
legar. Það sýnir reynsla
kanadamanna og bandaríkja-
manna.
4. Lækkun lögaldurs til áfengis
kaupa í þeim löndum úr 21
ári í 18 ár leiddi af sér:
a) Gífurlega aukningu ungl-
ingadrykkju, einnig meðal
15—17 ára unglinga.
b) F j ö 1 g u n umferðarslysa
þar sem unglingar kima
við sögu.
c) Fjölgun banaslysa á ungl-
ingum (í Kanada um
174%).
d) Aukning ofdrykkju og
drykkjusýki meðal ungl-
inga.
fi. Ljóst er að mjög erfitt reyn-
ist að koma í veg fyrir ólög-
lega drykkju unglinga. Hún
færist einungis til enn yngri
aldursflokka með lækkuðu
aldursmarki.
6. Unglingadrykkja hérlendis
jókst fyrst að marki þegar
rekstur vínveitingahúsa var
leyfður. Áhrif þeirra á þjóð-
lífið komu greinilega í ljós í
þj ónaverkfallinu í fyrra og
þegar dómsmálaráðherra lét
loka þeim í febrúar í ár.
7. Auðveld framkvæmd til að
draga úr unglingadrykkju er
að fjölga eftirlitsmönnum
með vínveitingastöðum. Þeir
eru nú 2 í Reykjavík en
þyrftu að vera 15. Eftirlit
þetta er framkvæmt ríkis-
sjóði að kostnaðarlausu.
8. Afnám þess fyrirkomulags að
laun þjóna standi í réttu hlut
falli við áfengissölu þeirra
yrði áreiðanlega til góðs.
Áfengisvarnaráð.
Hr. Erlingur Davíðsson ritstjóri.
Nú í vetur hefur innbrotum á
Akureyri fjölgað mjög til muna.
Svo virðist sem sömu ungling-
arnir brjótist inn helgi eftir
helgi, og virðist lögreglan
standa uppi varnarlaus gagn-
vart þessum ófögnuði. Eftir
þeim upplýsingum sem bréf-
ritari hefur aflað sér, er lög-
gæsla hér á Akureyri algjörlega
í lágmarki. Lögreglumenn allt
of fáir og mun löggæslukostn-
aður á Akureyri vera minni á
hvern íbúa, heldur en nokkurs
staðar annars staðar á landinu.
Að sögn eins lögreglumanns
hér í bæ, eru hinar venjulegar
vaktir lögreglunnar það fáliðað-
ar, að enginn tími er til eftir-
litsferða um bæinn eða til sér-
staks umferðareftirlits. Öll
vaktin fer í útköll vegna
árekstra, ölvunar o. fl. Þá fer
mikill tími í skýrslugerðir
vegna framanritaðs. Ekki eru
lögreglumenn teknir á auka-
vakt nema mjög brýn nauðsyn
krefji, og þá helst á föstudags-
og laugardagskvöldum vegna
ölvunar sem þá er, að sögn lög-
reglumannana. Þá sagði lög-
reglumaður bréfritara að alls
staðar annars staðar á landinu
séu lögreglumenn látnir vinna
aukavinnu í nokkuð miklum
mæli, en aukavinna lögreglu-
manna á Akureyri er nánast
engin. Það er krafa okkar Akur
eyringa sem búum í höfuðstað
Norðurlands að löggæsla á Ak-
ureyri sé ekki höfð í lágmarki
heldur sé lögreglumönnum
fjölgað, og þeir látnir vinna um-
fram vinnuskyldu sína ef þörf
krefur, enda tel ég að lögreglu-
menn hér í bæ séu fullfærir til
að kveða niður ófögnuð sem
þann, er herjar öðru hvoru á
bæjarbúa. Skora ég því á lög-
reglustjóra og yfirlögregluþjón
að spara ekki vinnukraft sinn,
enda eigum við bæjarbúar að
mínu mati færustu lögreglu-
menn landsins, ef þeir bara fá
að glíma að fullum krafti við
þau. vandamál er upp' kunna að
koma.
Akureyri, 5. mars 1976.
Bjeess.
Norðlenska fímariti
Út er komið 12. heftið af Súlum,
hinu norðlenska og vinsæla riti
og er þá sjötti árgangur kom-
inn út. Það er nú Sögufélag
Eyfirðinga, sem á þetta tímarit
og gefur það út undir ritstjórn
þeirra Jóhannesar Óla Sæ-
mundssonar og Valdimars
Guðnasonar.
Eins og í fyrri heftum er
efnið fjölbreytt og læsilegt.
Fyrsta greinin í heftinu er um
lenska stúlku, ævintýri og ævi-
kjör og er frásögnin skráð af
Ara Gíslasyni.
Eiríkur Sigurðsson ritar aðra
grein sína um Héðinsfjörð og
pekkt rit og kærkomið
11111111111111111111111111111
Dr. Richard Beck
.1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
Fyrir stuttu síðan bárust mér í
hendur Tíðindi Prestafélags
liins forna Hólastiftis, nánar til-
tekið, 4. hefti síðastliðins árs.
Útgáfu þessa heftis önnuðust
þeir séra Gísli Kolbeins, séra
Pétur Sigurgeirsson vígslu-
biskup og séra Þórhallur Hösk-
uldsson af hálfu stjórnar Presta
félagsins. Farast þeim þannig
orð í formálanum:
„Þrír fjórðu aldar eru frá því,
að Tíðindi hófu ferð sína á veg-
um Prestafélags Hólastiftis.
Fjórða hefti kemur í tilefni
ellefu alda byggðasögunnar."
Á þessum merku tímamótum
í sögu ritsins sýnist mér ærin
ástæða til þess að draga athygli
að því, en auk þess á það
nokkra umsögn skilið vegna
in.nihalds þess.
Þetta er stæi'ðarrit, 176 blað-
síður. Einnig er það vandað og
fallegt að ytri búningi, og um-
gerðin hæfir innihaldinu, sem
ér efnismikið, fjölskrúðugt og
um leið með þjóðlegum blæ.
Þar er „hátt til lofts og vítt til
veggja“, og er mér slíkt andlegt
andrúmsloft vel að skapi.
Mikill og góður fengur er að
inngangsritgerð forseta íslands,
dr. Kristjáns Eldjárns „Helgi-
gripir úr íslenskri frumkristni".
Sama máli gegnir um erindi
biskups íslands, herra Sigur-
björns Einarssonar „Á Hólum“,
er hann flutti á Hólahátíð 29.
júlí 1973. Gagnorð grein séra
Björns Björnssonar, prófasts að
Hólum, er einnig hin athyglis-
verðasta. Gildir það einnig um
hið tímabæra erindi séra Frið-
riks A. Friðrikssonar, heiðurs-
forseta Prestafélags Hólastiftis,
„Allir eiga þeir að vera eitt“
(Þjóðkirkjan og framtíð henn-
ar).
Hugþekkt mjög er hið ágæta
viðtal séra Gísla Kolbeins, „Hús
vitjun var hátíð“, við séra Þor-
stein B. Gíslason, fyrrv. prófast
í Steinnesi. Það ryfjaði upp í
huga mínum Ijúfa minningu um
það, þegar ég lítill drengur
heima á æskuheimili mínu í
Litlu-Breiðuvík í Reyðarfirði,
sat á hné séra Jóhanns L. Svein
bjarnarsonar, er hann var í hús-
vitjun þar. — Markviss og um-
hugsunarverð að sama skapi er
grein séra Gísla „Gamla biblíu-
sögumyndin".
Tímabært og greinagott er
yfirlit séra Birgis Ásgeirssonar
„Þjóðhátíð — Þjóðkirkja“, um
„þátt kirkjunnar í hátíðarhöld-
um tengdum þjóðhátíð í Hóla-
stifti“.
Séra Pétur Sigurgeirsson
leggur drjúgan skerf til ritsins.
Hann ritar hlýyrta grein um
Nýja ísland í tilefni af nýafstað
inni aldarhátíð Vestur-íslend-
inga þar, einnig athyglisverða
„Hugmynd um Hólaskóla“, enn
fremur maklega grein um
bindindisfrömuðinn séra Magn-
ús Jónsson prest í Laufási, sem
íslenskir Góðtemplarar hafa sér
staka ástæðu til að minnast með
þakklátum huga, því að rétti-
lega segir séra Pétur, að hann
hafi verið „fyrirrennari Góð-
templarareglunnar á íslandi“.
Grein séra Péturs um séra Hall
grím Pétursson, „Hann kom að
norðan“, dró sérstaklega að sér
athygli mína. Er mér í því sam-
bandi minnisstæð koma mín í
bænhúsið í Gröf fyrir mörgum
árum, og varð mér þar minning
in um hinn mikla andans skör-
ung rík í huga.
Séra Pétur minnist fallega og
maklega dr. Róberts A. Ottós-
sonar, söngmálastjóra Þjóð-
kirkjunnar, og í sama anda
tveggja kærra vina minna,
þeirra séra Sigurðar Stefáns-
sonar, vígslubiskups, og séra
Páls Þorleifssonar, fyrrv. pró-
fasts. Þakklátur er ég einnig
séra Pétri Þ. Ingjaldssyni fyrir
prýðilega grein hans um enn
annan góðvin minn, Pál V. G.
Kolka, lækni. Einnig ritar séra
Pótur, Þ, In^jalclsson blýlega og )
verðuga4 < rrvinrkiragargí<éin um
séra Sigurð Norland.
Endurprentuð er hér mjög að
verðleikum fundargerð stofn-
fundar Prestafélags Hólastiftis,
er haldinn var á Sauðárkróki
8.—9. júní 1898.
Séra Árni Sigurðsson ritar
tímabæra grein um Hólafélagið
í tilefni af 10 ára afmæli þess.
Fer sannarlega vel á því að
minna með þeim hætti á þann
þarfa félagsskap.
Auk hins framantalda eru í
ritinu fjöldi annarra athyglis-
verðra frásagna, er bregða birtu
á fjölþætta starfsemi presta og
blómlegu kirkjulifi.
Af ljóðum í ritinu, sem eru
eins og vænta má trúarlegs
eðlis, er sérstök ástæða til að
draga athygli að hinu fagra og
trúarheita „Vígsluljóði“ eftir
Kristján frá Djúpalæk. Fylgir
ljóðinu lag samið af sverri Páls-
syni skólastjóra.
í ritinu er fjöldi mynda, sem
gefur lesmálinu lífrænni svip
og aukið gildi. □
Hvanndali, mjög fróðlega grein
um eydda byggð og kvæði er
þar um Héðinsfjörð eftir Jón
Magnússon, Minna-Holti í Fljót
um.
Frelsiskvæði birtist í þessu
hefti Súlna, eftir Tómas Símons
son biskup, sem uppi var á 15.
öld en kvæðið þýddi Kristján
Eldjárn núverandi forseti, og
fylgir bréf frá honum til ritsins.
Eiður Guðmundsson á Þúfna-
völlum skrifar um föður sinn,
Guðmund á Þúfnavöllum, langa
grein, vel ritaða og skemmti-
lega. Er þar auk mannlýsinga
ýmislegur sögulegur fróðleikur
frá fyrri tíð.
Valhildur Margrét Jónasdótt-
ir á í heftinu greinina um Voga-
Jón frá Vogum 4'ið Mývatn,
sem er saga af baráttu íslend-
ings fyrir sjálfstæði sínu og
menntun. Er ritgerðin byggð á
dagbókum Voga-Jóns og mörg-
um öðrum heimildum.
Bragaginnir Kímnisskáldsins
yMft >• eftir
* Marlin J. M'. Ma'gnus'sðn,' og er
hún um Káinn, eða Kristján
Níels Júlíus Jónsson, eins og
hann hét fullu nafni.
Kristján Halldórsson ritar
greinina Á búnaðarnámskeiði
1913, Hjörtur L. Jónsson skrif-
ar þáttinn Sagnaþætti og kviðl-
inga, Jóhannes Oli Sæmunds-
son um huldukonuna í Ljúflings
hól og Höskuldur Baldvinsson
ritar einskonar framhald af
ferðasögu. □
Þjónustumiðstöðin á Dalvík í smíðum.
Á Dalvík er þjónustumiðstöð í
smíðum, sem bæjarstjórnin
beitti sér fyrir þar í bæ, og er
verið að steypa húsið upp.
Þarna verður sparisjóður, bæj-
arskrifstofa, rafveita, hitaveita,
hafnarskrifstofa, embættisþj ón-
usta bæjarfógeta, Útgerðarfélag
Dalvíkur, sjúkrasamlag, verka-
lýðsfélag o. fl.
Gert er ráð fyrir, að þessir
aðilar sameinist um vissa þjón-
ustuþætti, svo sem símavörslu
og ýmsan skrifstofukostnað og
gert er ráð fyrir, að skapa í
þessari þjónustustofnun skil-
yrði fyrir tímabundna þjónustu,
sem annars þarf að sækja að,
með miklum kostnaði.
Stofnlánasjóðir hafa ekki
fengist til að lána stofnuninni.