Dagur - 22.10.1976, Side 4

Dagur - 22.10.1976, Side 4
4 Skiifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Landhelgin íslendingum er það tamara að tala um erfiðleikana, gagnrýna andstæð- ingana og karpa um dægurmál, en að fagna af heilum huga þeim ár- angri, sem öðru hverju næst, alla íslendinga varðar og ætti bæði að vekja þjóðarstolt og þjóðargleði. Stærsti pólitíski sigurinn á síðustu misserum er útfærsla landhelginnar fyrir rúmu ári, síðan baráttan við breta á hafinu, þegar varðskip land- helgisgæslunnar urðu fyrir 48 ásigl- ingum breskra herskipa, dráttarbáta og jafnvel togara. Sú barátta var einstök, vakti heirns athygli og skipaði öllum íslending- um í þá órofa fylkingu, sem erlent ofbeldi eitt fær gert. Þessari tvísýnu baráttu lauk með samningum við herveldið um nokkrar undanþágu- veiðar innan landhelginnar, fullri viðurkenningu á 200 mílna fiskveiði lögsögunni, að samningamir væru endanlegir. Nú, þegar ár er liðið frá útfærslunni, hefur fiskveiðilögsagan ýmist verið viðurkennd af öllum, sem áður veiddu á íslandsmiðum eða virt í verki. Þessi sigur í land- helgismálinu er því eftirminnilegri, að stefna íslendinga í þessu máli er ► nú öðrurn þjóðum fyrirmynd, svo ► sem nær daglegar fregnir herma. Hér má vel minna á orð Einars ► Ágústssonar utanríkisráðherra, sem í tilefni ársafmælis útfærslunnar sagði m. a.: „Ég tel, að þessi útfærsla hafi verið mjög merkur áfangi í sögu landsins og ekki aðeins í sögu ís- lands, heldur sögu þjóðanna, því ég sé ekki betur en að það fordæmi, sem við sköpuðum með einhliða út- færslu í 200 sjómílur, liafi orðið til þess, að langtum fleiri þjóðir hafi farið að okkar dæmi, en annars hefði verið. Ég tel, að nú sé svo komið, þrátt fyrir að Hafréttarráðstefnunni sé ekki lokið, að 200 sjómílna fisk- veiðilögsagan verði ekki aftur tek- in.“ Og Guðmundur Kjemesteð skip- herra, sá er þekktastur varð í svo- kölluðu „þorskastríði“ minntist m.a. ársafmælis útfærslunnar með þess- um orðum: „Þegar ég lít yfir þetta eina ár, sem liðið er frá útfærslunni, er mér efst í huga sú framsýni, sem þeir stjórnmálamenn er að útfærsl- unni stóðu, sýndu. Ég sé þetta ef til vill betur hérna út í Danmörku en heima. fsland er alls staðar talið for- ysturíki í landhelgismálum og jafn- vel Bretar hafa orðið að gera okkar orð að sínum. Stefna okkar var rétt og það eina, sem umheimurinn skildi ekki, var, að við vorum á undan.“ □ afafundur í Norfiurbraut Fyrir skömmu var haldinn á Akureyri hluthafafundur í Norðurbraut h.f., gatnagerðar- tyrirtæki sveitarfélaga í Norð- lendingafjórðungi. Fundinum var m. a. ætlað að ræða fyrirhugaða samvinnu við Olíumöl h.f. í Kópavogi og Austurfell h.f. á Reyðarfirði um sameign á tækjum til varan- legrar gatnagerðar. Óumflýjanlegt er af fjárhags- ástæðum að ganga til samninga við áðurnefnd fyrirtæki. Sam- þykkt var að ganga til samn- inga við Olíumöl h.f. á þeim forsendum að samkomulag náist um mat á eignum félags- ins og til staðar verði fullnægj- andi vélakostur til að anna þeim auknu vekkefnum, sem fylgir aðild landshlutanna. Þar sem fyrirhugað er að fyrirtæk- ið annist blöndun slitlagsefna fyrir landshlutanna alla, þarf að tryggja að vélakostur hér norðanlands verði nýttur svo sem kostur er á, þá verði um sameiginleg innkaup að ræða með Akureyrarbæ og asfalt- geymir þess verði birgðastöð fyrir Norðurland. Með þessu er hægt að lækka innkaupsverðið verulega. Fundurinn samþykkti að heimila stjórninni að stofna sameignarfélag með Austurfelli h.f. um eign og rekstur tækja til útlagningar á slitlagsefnum og e. t. v. tækja til steinefna- vinnslu. Austurfell h.f. er gatna gerðarfyrirtæki Austfirðinga. Athyglisverðar upplýsingar komu fram m. a. um nýja gerð malbikunarstöðva, sem geta unnið heitt-malbik úr forunnu efni af birgðum sem þola allt að 14 mánaða geymslu. Þessi stöð er mjög auðveld í flutningi og kemst fyrir á einum tengi- vagni. Stöðin afkastar 60 tonn- um á klst. Verði Olíumöl h.f. gert að landsfélagi með þátt- töku gatnagerðarfyrirtækjanna Á síðustu árum hafa mjög færzt í aukana öll samskipti íslendinga við landana í Vestur heimi eins og kunnugt er með hinum margvíslegustu tengsl- um. M. a. vegna hinna vaxandi tengsla, aukinna ferðalaga o. fl. hafa æ fleiri íslendingar gerzt áskrifendur að blaðinu Lög- berg—Heimskringlu, sem út er gefið í Winnipeg, til að fylgjast með málefnum V.-íslendinga um leið og á þann hátt er á raun hæfan hátt stutt að eflingu blaðsins, sem mjög hefur átt í vök að verjast fjárhagslega. Allir þeir sem til þekkja eru einróma þeirrar skoðunar, að blaðið megi ekki hætta að koma út og reyna verði að styðja út- gáfu þess á allan hátt, en auk- inn fjöldi áskrifenda hér og í Vesturheimi er ein bezta leiðin til eflingar útgáfunni. í haust verða nokkur þáttaskil £ sam- bandi við blaðið. Eins og fram hefur komið hefur íslenzk blaða kona verið ráðin til starfa hjá blaðinu og eins hefur orðið að ráði, m. a. í hagræðingarskyni og til að tryggja sem greiðasta sendingu blaðsins til íslenzkra áskrifenda, að flytja afgreiðslu blaðsins, spjaldskrá o. fl. er varðar útsendingu til ísl. áskrif- í landshlutunum mun félagið kaupa þessa stöð. Sú stefna sem þessi mál hafa tekið undanfarið er ekki sú æskilegasta sem eigendur Norð urbrautar hefðu kosið, ef þeir hefðu ráðið þar einhverju um, en hér er um geysimikla fjár- festingu að tefla, t. d. mundu nýjar vélar til malbikunarfram kvæmda kosta í dag einhvers staðar á milli 200 og 300 milljón ir króna. Reikna má með að norðlendingar tryggi sér full afnot og eignaraðild að slíkum tækjum með áðurnefndu sam- starfi við Olíumöl h.f. og Aust- urfell h.f. fyrir innan við 30 milljónir kr. Olíumöl h.f. er stofnað af sveitarfélögunum í Reykjaneskjördæmi og þrem verktakafyrirtækjum en Aust- urfell h.f. er stofnað af sveitar- félögum í Austurlandskjör- dæmi. Félagslegur grunnur þessara fyrirtækja er sá sami og hjá Norðurbraut h.f. fyrirfram með nægilega löng- Mjög er mikilvægt að starf- Undirritaðir s t j ó r n a r menn SUNN og fulltrúar þess í Eyja- firði, lýsa yfir eindreginni and- stöðu við fram komnar hug- myndir um byggingu álbræðslu við Eyjafjörð, og láta í ljós furðu sína á þeim undirbúningi, sem nú virðist vera í gangi þar- aðlútandi, án þess að viðkom- andi aðilar hafi fjallað um málið. Frá sjónarhóli umhverfis- verndar er vart hægt að hugsa sér óhentugri stað fyrir slíkt iðjuver. Landslag og veðurfari enda, hingað heim, þannig að hver blaðasending verður stimpluð og afgreidd héðan til innlendra áskrifenda, en fram að þessu hefur þessi afgreiðsla verið í Kanada og af ýmsum gstæðum orðið í nokkrum til- vikum misbrestur k því, að ís- lenzkir áskrifendur blaðsins fengju blaðið nægilega fljótt og reglulega. Er það von útgáfu- stjórnar blaðsins, að þessi nýja tilhögun verði til þess að leysa með öllu þá efiðleika. Áskrift að Lögberg—Heims- kringlu kostar nú kr. 2.500 á ári og er það von aðstandenda blaðsins rér heima og vestan hafs, að sem flestir áhugamenn um málefni íslendinga í Vestur- heimi gerist nú áskrifendur að blaðinu. Nýtt blað eftir sumar- frí er nú um það bil al berast hingað og áskriftabeiðni er hægt að senda í pósthólf 1238, merkt Lögberg—Heimskringla, eða síma til afgreiðslunnar c/o Birna Magnúsdóttir, Dúfnahól- um 4, sími 74153. Æskilegt væri, en ekki skilyrði, að greiðsla fylgi pöntun. Útgáfan býður hugsanleguna áskrifendum ókeypis kynniscintak til athug- unar, ef þess er óskað. (Fréttatilkynning) semi þeirra aðila sem hér hefur verið um rætt, sé skipulögð um fyrirvara. Með því móti eru mestar líkur á, að takist að ná tilætluðum árangri í rekstri þeirra og tryggja sem mesta hagkvæmni og sem lægstan framkvæmdakostnað. Einnig þarf að koma til sameiginleg fjármagnsútvegun til fram- kvæmdanna sjálfra, til að koma í veg fyrir að einstök sveitar- félög hellist úr lestinni vegna fjárhagserfiðleika heima fyrir. Norðurbraut h.f. mun beita sér fyrir lausn þess konar mála. Félagið mun vinna að því, að fé úr hinum svokallaða 25% sjóði verði úthlutað á þann hátt að sem mestu gagni komi og út- hlutun fjár úr sjóðnum verði, sem mest í samræmi við fram- kvæmdaáætlanir sveitarfélag- anna á svæðinu. Þó að þetta takist má að vísu reikna með nokkrum áraskiptum á fram- kvæmdamagni á svæðinu, en með sameign á tækjum með Austurfelli h.f. og aðild að Olíu í Eyjafirði er þannig háttað, að dreifing úrgangsefna frá álveri yrði mjög hæg, og mikil hætta á að efnin safnist fyrir í loftinu. Svipað gildir einnig um meng- unarefni, sem skolað yrði í sjó- inn. Gróðursæld héraðsins og framúrskarandi ræktunarskil- yrði gera tjón af völdum meng- unar tilfinnanlegra í Eyjafirði en víðast annars staðar. í Eyjafirði hefur orðið stöðug og fjölþætt atvinnuþróun, grundvölluð á þeim verðmæt- um, sem landið og sjórinn gefa af sér. Með tilkomu álvers er hætt við að þessi heillavænlega þróun rofnaði en jafnvægisleysi kæmi í staðinn, sem leitt gæti af sér ýmis félagsleg vanda- mál. Með áframhaldandi undir- búningi að stofnun álvers í Eyjafirði eru líkur til að það festist hér í sessi, svo yfirvöld eigi ekki annars úrkosta en samþykkja byggingu þess. Þess vegna er því mótmælt, að fyrir- hugaðar umhverfisrannsóknir vegna álversins verði einskorð- aðar við Eyjafjörð. Akureyri, 12. okt. 1976. Stjórn og varastjórn SUNN: Árni Sigurðsson, Blönduósi. Bjarni E. Guðleifsson, Akureyri. Helga Ólafsdóttir, Höllustöðum. Helgi Hallgrímsson, Víkurbakka. Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn. Jóhannes Sigvaldason, Akureyri. Sigurður Jónsson, Yztafelli. Sigurður Þórisson, Grænavatni. Fulltrúar SUNN í Eyjafirði: Angantýr H. Hjálmarsson, Hrafnagili. Kristján Rögnvaldsson, Akureyri. i Svanhildur Eggertsdóttir, Holtsseli. Boðið upp á áskriftir aí Lögberg-Heimskringlu Samþykktir SUNN um álver við Eyjafj. möl h.f. er þeirri hættu bægt frá að fyrirtækið sitji uppi með verkefnalausan vélakost þau árin, sem minna fé kæmi í hlut norðlendinga. Innan skamms verða aðildar- sveitarfélögunum sendir spurn- ingalistar varðandi slitlagsfram kvæmdir, sem fyrirhugaðar eru 1977. Verður lögð áhersla á, að upplýsingar í því efni verði nákvæmar, bæði um fram- kvæmdamagn og tímasetningu, einnig um fjármagn til fram- kvæmdanna. Veltur mikið á nákvæmni í þessu sambandi, því á þeim upplýsingum sem á þennan hátt fást, verður skipu- lag vinnunnar á næsta sumri byggt, bæði framleiðslu og út- lagningu. (Fréttatilkynning) Stefán Ág. Kristjánss.: FEug fil Eyjafjarðar Um Eyjafjörð ég ætla mér að yrkja þetta Ijóð. Heillandi eru og hjartanleg þín hugljúfu fljóð. Ekki mun ég á það hætta að yrkja um ægisband. Og ekki seiddur um sólarlag sjá mitt helga land. Oft hefi ég óskað mér, — víst enginn gert það enn, — að lýsa þér og þínu yndi, þeirri dýrð er senn mér birtast mun, er líð í lofti ljúft, yfir fjöllin þín. Blikar þarna Blámannahattur, bros hans við mér skín. Fyrst af öllu festi ég sjón ■— er fagra byggð ég nem —, á Laufási, sem lokkar mig, með ljúfum hug þar kem. Helgastur af öllu er þinn alda gamli bær. Þín er minning, þín er saga þjóð minni kær. Vestan fjarðar, mér eru helgir merkir staðir þrír. Mörg þar átti ég æskusporin. Allt, sem draumur hlýr. Glæsibær í dásemd dýrðar, Dagverðareyri næst, að Gásum gerðist merkust saga, glæst. í fræðum stærst. Gáseyrin af öllu ber ofan úr lofti að sjá, hinn gamalgróna sögustað er gaman að líta á. Fyrrum komu þar margir munkar, Möðruvöllum frá. Um lög síns klausturs lítið hirtu, í loftinu það lá. Drukku fast, að sumbli sátu síðan fram á nótt. Er þeir komu aftur heim, ekki höfðu þeir hljótt. Eldar miklir á Möðruvöllum um morguninn brunnu þar. Síðar oft, sem álög virtust, endurtekið svar. Við mér blasir borgin mín, þig blessa ég alla tíð. Að þínum fótiun fóstran björt ég fljúgandi líð. Þó falli ég ekki í faðminn þinn ferðalok við. Að yndi þitt ríki um aldir, ég öðling hæða bið. Vistmenn Sólborgar og Lionsmenn við upphaf ferðar. (Ljósm.: E. D.) Buðu vislmönnum Soiborgar í ferðalag Lionsklúbbur Akuíeyrar hóf vetrarstarfið í síðasta mánuði að vanda. Lionshreyfingin á ís- landi er 25 ára á þessu ári og 20 ár eru liðin síðan Lions- klúbbur Akureyrar var stofn- aður. Er hann einrí- af elstu klúbbum á landinu. Nú starfa við Eyjafjörð 7 Lionsklúbbar. 8. október er stofndagur Lionshreyfingarinnar, og þann dag fara Lionsmenn um allan heim á stúfana undir merkinu „VIÐ ÞJÓNUM“. Þessi dagur varð tilefni þess að Lionsklúbb- ur Akureyrar og Lionsklúbbur- i»n Huginn bauð vistmö»num á Sólborg í smá skemmtiferð á laugardaginn. Voru 18 vist- menn í ferðinni fram í Eyja- fjörð. Stoppað var við Leynings hóla og farið í leiki, síðan hald- ið að Hrafnagilsskóla, þar sem félagar úr Lionsklúbbnum Vit- aðsgjafa tóku á móti hópnum með góðum veitingum. Lionsklúbburinn Huginn fer næsta laugardag með annan hóp frá Sólborg í svipaða ferð. Sólborg hefur löngurn verið sú stofnun sem Lionsklúbbur Akureyrar hefur styrkt eftir föngum og mun klúbburinn á næstunni beina kröftum sínum til aðstoðar þar. Fjáröflunarleiðir Lionsklúbbs Akureyrar eru bæjarbúum þegar vel kunnar og má t. d. benda á, að hið vinsæla bingó Lionsklúbbs Akureyrar verður að þessu sinni 7. nóvember, að vanda með góðum vinningum og vinsælum skemmtikröftum. Lionsklúbbur Akureyrar treyst ir bæjarbúum nú sem fyrr að styðja klúbbinn og hjálpa um leið— þeim sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu. □ ÁLYKTUN „Almennur fundur um áfengis- mál og áfengisvarnir^ haldinn í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 26. sept. 1976, bendir á eftirfarandi staðreyndir: Áfengismál þjóðarinnar eru 3) komin á það stig, að telja verð- ur meðferð og neyslu áfengis eitt stærsta vandamál þjóðar- innar f dag. Sá hópur einstakl- inga, sem áfengisneysla er að eyðileggja, stækkar með ári hverju. Því auðveldara og víð- ar, sem hægt er að ná í áfengi, 4) því meiri verður neysla þess. Því meiri neysla, því meira áfengisböl. Þessa óheillaþróun verður að reyna að stöðva með auknum og endurbættum áfengisvörn- UM ÁFENGíSMÁL indi þessi stuðla að aukinni áfengisneyslu. Þá telur fund urinn nauðsynlegt, að hið opinbera stórauki stuðning sinn við Öll þau félagasam- tök, sem vinna að' bhffdmdi:“ - „Fundurinn heitir á Alþingi, og alla opinbera aðila, að vinna markvisst að því, að fækka þeim stöður*, sem leyfi hafa til að selja «g veita áfengi. Og auka eftirlit með því, að áfengislögum sé þar framfylgt.“ „Fundurinn beinir þeirri áskorun til menntamálaráð- herra, og annarra forráðá- manna skóla, að þeir hlutist til um að bindindisfræðsla og bindindisboðun, í öllum skólum, sé stóraukin og gerð virk með staðreyndafræðslu og félagsmálastarfsemi." 5) „Fundurinn heitir á öll fé- lagasámtök í Siglufirði, að sækja ekki um vínveitinga- -~ 'Ie57fi" á'”fundum sínum eða árshátíðum, og stuðla á þann veg að minnkandi áfengis- neýslu.“ 6) „Fundurinn skorar á alla ábýrga aðila: heimili, skóla og félagasamtök, að vinna markvisst að ýmsum fyrir- byggjandi aðgerðum gegn sívaxandi áfengisneyslu, einkum meðal ungs fólks.“ Rétt staðfest úr fundargerð. Jóhann Þorvaldsson form. Áfengisvarna- nefndar Siglufjarðar. Innhverf ihuffun Samþykktir fundarins. 1) „Fundurinn beinir því til stjórnvalda: ríkis, kaupstaða og sveitarfélaga, að algjör- lega verði stöðvað að hafa um hönd eða veita áfengi í móttökum eða fundum opin- berra aðila.“ 2) „Fundurinn skorar á Al- þingi og ríkisstjórn, að stöðva öll verð og tollfríð- indi á ófengi og tóbaki. Fríð- Eðnaðarbankinn vill byggja ISnaðarbanki íslands keypti í sumar lóðina Geislagötu 10 á Akureyri, ásamt gömlu húsi, sem þar stendur. Bankinn hefur nú sótt um það til Akureyrar- bæjar, að honum verði veitt leyfi til að byggja bankahús á þessari lóð. Þar sem skipulag miðbæjarins er enn í deiglunni, var erindinu vísað til skipu- lagsnefndar. □ íslenska íhugunarfélagið fyrir- hugar að halda nokkur nám- skeið á Akureyri í vetur, Félag ið hefur það markmið að út- breiða tækni Mahaliski Mahesh Yogi, sem nefnd hefur verið innhverf íhugun á íslensku, en nefnist víðast annars staðar. The Transcendental Meditation technique. Um 600 íslendingar hafa nú lært að iðka innhverfa íhugun. Námskeiðin á Akureyri verða þau fyrstu, sem haldin eru utan stór-Reykjavíkur svaEÍisins. íhugunarfélagið hefur á sín- um vegum kennara, sem þjálf- aður hefur verið af Maharishi tál aíi kenna innhverfa íhugun. Ke*«iari þessi, Rainer Santuar, talar ágæta íslensku og fer kenuaslan öll fram á íslensku. I»*hverfa íhugun geta allir iSkað, og er hún stunduð í 15— 2* mínútur kvölds og morgna. Þetta er andleg tækni, sem leyfir meðvitaða hluta hugans að skynja fínni stig hugsana. Við þetta fær hugurinn djúpa hvíld og líkaminn fær samsvar- andi hvíld. Þessi hvíld leiðir svo til þess að þróttur íhugandans og athafnageta eykst. Áhugi fólks á þessari tækni hefur stór aukist síðustu árin, einkum síðan vísindamenn hófu að mæla áhrif tækninnar bæði á líkamsstarfsemina meðan á íhuguninni stendur og á daglegt líf íhugandans. Meðal annars hefur komið í ljós, að meðan á íhuguninni stendur fara saman hvíld, sem er dýpri en hvíld djúpsvefns, og árvekni hugans. í dag stunda um 1,5 milljón manna þessa tækni, og vísinda- legar rannsóknir eru orðnar um 400. Niðurstöður margra þeirra hafa birst í þekktum fagritum. Næsti kynningarfyrirlestur verður haldinn að Möðruvöll- um, í húsakynnum M. A., mið- vikudaginn 27. október kl. 20.00. Þar verðpr fjallað nánar um áhrif tækninnar og vísinda- rannsóknirnar. Allir velkomnir. ( Fréttatilkynning ) mraiím Héraðsmót U.M«S.E. j í frjálsum íþróttum Héraðsmót UMSE í frjálsum íþróttum fór fram 26., 28. og 29. ágúst sl. Heppt var í nokkrum greinum á Akureyrarvelli, en aðalhlutinn fór fram á Árskógs- velli. Tvo fyrri keppnisdagana var veður mjög gott til keppni, en síðasta mótsdaginn var hvasst og fremur kalt. Keppt var í 26 greinum og sendu 9 félög þátttakendur á mótið. Urslit í einstökum greinum: Kvennagreinar. 100 m hlaup. sek. Hólmfríður Erlingsd., Skr. 13,3 Guðrún E. Höskuldsd., R. 13,4 Freygerður Snorrad., R. 14,3 200 m hlaup. sek. Hólmfríður Erlingsd., Skr. 27,5 Guðrún E. Höskuldsd., R. 28,5 Svanhildur Karlsd., Sv. 29,4 400 m hlaup. sek. Hólmfríður Erlingsd., Skr. 65,2 Guðrún E. Höskuldsd., R. 65,4 Sigurbjörg Karlsd., Sv. 65,5 100 m grindahlaup. sek. Hólmfríður Erlingsd., Skr. 18,0 Guðrún E. Höskuldsd., R. 18,2 Svanhildur Karlsd., Sv. 19,2 4x100 m boðhlaup. sek. A-sveit Reynis 57,3 A-sveit Svarfdæla 59,0 Sveit Umf. Skriðuhr. 59,8 Langstökk. m (Of mikill meðv.) Hólmfríður Erlingsd., Skr. 5,04 Svanhildur Karlsd., Sv. 4,69 Guðrún E. Höskuldsd., R. 4,66 Hástökk. m Sigurbjörg Karlsd., Sv. 1,40 Steinunn Benediktsd., Æ. 1,35 Hulda Hafsteinsd., R. 1,30 Kúluvarp. m Sigurlína Hreiðarsd., Ár. 10,73 Margrét Sigurðard., R. 9,19 Katrín Ragnarsd., Ár. 8,33 Kringlukast. m Sigurlína Hreiðarsd., Ár. 28,52 Margrét Sigurðard., R. 23,81 Katrín Ragnarsd., Ár. 22,54 Spjótkast. m Dóraþea Reimarsd., Sv. 29,49 Margrét Sigurðard., R. 27,53 Elva Jóhannsd., N. 25,00 Karlagreinar. 100 m hlaup. sek. Aðalsteinn Bernharðss., Fr. 11,7 Gísli Pálsson, Skr., 12,0 Hannes Reynisson, M. 12,4 200 m hlaup. sek. Aðalsteinn Bernharðss., Fr. 23,7 Gísli Pálsson, Skr. 24,8 Albert Gunnlaugsson, R. 25,0 400 m hlaup. sek. Aðalsteinn Bernharðss., Fr. 52,0 Albert Gunnlaugsson, R. 58,1 Ragnar Jóhannesson, R. 58,7 800 m hlaup. mín. Aðalst. Bernharðsson, Fr. 2.08,6 Benedikt Björgv.son, Dbr. 2.11,5 Vignir Hjaltason, R. 2.12,3 1500 m hlaup. mín. Benedikt Björgv.son, Dbr. 4.39,9 Vignir Hjaltason, R. 4.40,1 Stefán Ægisson, Sv. 4.51,5 3000 m hlaup. mín. Benedikt Björgv.s., Dbr. 10.32,7 Þórir Snorrason, Dbr. 10.34,6 Vignir Hjaltason, R. 10.51,0 5000 m hlaup. mín. Benedikt Björgv.s., Dbr. 17.43,2 110 m grindalilaup. sek. Aðalsteinn Bernharðss., Fr. 16,9 Gísli Pálsson, Skr. 19,0 Þóroddur Jóhannsson, M. 21,6 4x100 m boðhlaup. sek. A-sveit Reynis 49,3 Sveit Möðruvallasóknar 51,9 B-sveit Reynis 54,6 Langstökk. m Aðalsteinn Bernharðss., Fr. 6,55 Hannes Reynisson, M. 6,33 Gísli Pálsson, Skr. 6,07 Hástökk. m Aðalsteinn Bernharðss., Fr. 1,60 Haukur Snorrason, R. 1,55 Marinó Þoi'steinsson, R. 1,55 Þrístökk. m (Of mikill meðv.) Aðalsteinn Bernh.son, Fr. 13,61 Hannes Reynisson, M. 12,99 Gísli Pálsson, Skr. 12,82 Stangarstökk. m Valdimar Bragason, Sv. 2,70 Sigurgeir Jónsson, Sv. 2,60 Halldór Sigurðsson, Skr. 2,60 Kúluvarp. m Þóroddur Jóhannsson, M. 12,67 Valdimar Kjartansson, R. 10,91 Matthías Ásgeirsson, Sv. 10,62 Kringlukast. m Matthías Ásgeirsson, Sv. 33,97 Þóroddur Jóhannsson, M. 33,64 Gylfi Baldvinsson, R. 30,15 Spjótkast. m Jóhannes Áslaugsson, N. 45,80 Matthías Ásgeirsson, Sv. 42,47 Marinó Þorsteinsson, R. 37,48 Heildarstig félaganna: Umf. Reynir (R.) 78Mt Umf. Svarfdæla (Sv.) 50% Umf. Skriðuhrepps (Skr.) 45 Umf. Framtíð (Fr.) 43 Umf. Dagsbrún (Dbr.) 23 Umf. Möðruv.sóknar (M.) 23 Umf. Árroðinn (Ár.) 15 Umf. Narfi (N.) 7 Umf. Æskan (Æ.) 3% Umf. Reynir vann nú annað árið í röð Héraðsmótsstyttuna, sem keppt er um árlega. Besta afrek í kvennagreinum vann Sigurlína Hreiðarsdóttir um Umf. Árroðanum, kastaði kúlu 10,73 m, en í karlagreinum Aðal steinn Bernharðsson úr Umf. Framtíð, stökk 6,55 m í lang- stökki. Aðalsteinn varð einnig stigahæsti einstaklingur á mót- inu, hlaut alls 41 stig, en í kvennagreinum varð Hólmfríð- ur Erlingsdóttir úr Umf. Skriðu hrepps stigahæst, fékk alls 26,3 stig. Sérverðlaun fyrir óvænt- asta afrek mótsins hlaut Hannes Reynisson úr Umf. Möðruvalla- sóknar. Hannes hefur lítið keppt á undanförnum árum, en náði nú allgóðum árangri, stökk m. a. 6,33 m í langstökki. Q

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.