Dagur


Dagur - 22.10.1976, Qupperneq 8

Dagur - 22.10.1976, Qupperneq 8
BATAVELAR 6—45 hestafla VÉLAR OG SKIP H.F." Pósthólf 1006 Sími 27544 - Reykjavik Akureyri, föstudagur 22. október 1976 NÝJAR VÖRUR f v GULLSMIÐIR ; í MIKLU f \ SIGTRYGGÚR ÚRVALI J & PÉTUR 1 AKUREYRI Hvað gerist næst í nniíer ðarmálunnm ? Nú er sá árstími framundan og þegar hafinn, sem mörg undanfarin ár hefur reynst mikill slysatími í umferðinni, meðal annars vegna myrkurs, hálku og snjóa. Ennfremur vegna aukinnar umferðar í þéttbýli í sambandi við skóla- göngu. Á síðasta ári var fjárhagslegt tjón umferðarslysa tal- ið á þriðja milljarð króna hér á landi, en dauðaslys, lömun og lemstranir verða ekki metnar til fjár. Hér á Akureyri eru umferðarslys nokkuð tíð, að því er virðist. Samanburður unrferðarslysa frá ári til árs eða við aðra þéttbýlisstaði kann að vera fróðlegur, en mergurinn málsins er þó sá, að hvert og eitt umferðaróhapp er of mikið, hvort sem menn reyna að friða samvisku sína með samanburðartölum, eða því, að það gæti verið verra. Á sama stað í bænum hefur dauðaslys og lömunarslys orðið með örstuttu millibili, þ. e. á mótum Glerárgötu og Þórunn- arstrætis. Nokkrir aðrir staðir eru sérstakir slysastaðir í um- ferð, samkvæmt því sem reynsl- an sýnir. Umferðarljósin, sem sett hafa verið upp, hafa gefið góða raun, eða eins góða og þeir bjartsýnustu vonuðu í upphafi. En aukin bílaeign og vaxandi umferð kallar á fleiri umferðar- ljós, svo sem á fyrrnefndum slysastað og á mótum Glerár- götu og Tryggvabrautar. Um- ferðarnefnd bæjarins mælir með þessari nauðsynlegu fram- kvæmd og málið er nú í hönd- um bæjarstjórnar. Umferðar- ljós eru dýr, en nauðsynleg og ekki eftir neinu að bíða að hraða kaupum á þeim og upp- setningu eins fljótt og kostur er. Tillöguuppdráttur liggur fyrir. Bæjarfógeti er formaður umferðarnefndar. Lögreglan er málinu mjög hlynnt. Vonandi tekur bæjarstjórn einhuga af- stöðu og jákvæða í máli þessu. Þótt hér sé lagt til, að um- ferðarljós séu nauðsynleg, leysa þau að sjálfsögðu ekki allan vanda. Allur almenningur, gangandi og akandi, ungir og gamlir, þurfa að tileinka sér menningarlega umferð, en nokkuð skortir á, að svo sé. í því sambandi er minnt á hraða- akstur í bænum, jafnvel kapp- akstur. Sektir við umferðarlaga brotum eru nú mjög þyngdar, og hér hefur lögreglan öðru hverju fylgst með hraða bif- reiða í umfei'ð og tekið öku- fanta. En betur má í þessu efni við radarmælingarnar, því enn er ekki fullur skilningur á því, eða- ekki nægilega almennur, að götur bæjarins eru ekki leik vangur ökuglaðra unglinga, og öllum ber að fylgja settum reglum í umferð. Hið sama gildir einnig um gangandi veg- farendur, sem oft gerast brot- legir og ógna umferðarörygg- inu. Fyrir nokkru var á það bent af einhverjum, að lítt stoðaði það barnið, að læra skólabæk- urnar sínar, ef það síðan æddi út í umferðina án þess að kunna þar fótum sínum forráð. Umferðarfræðsla í skólum ætti að vera jafn sjálfsögð og það að sækja skóla. Eftirtektarvert var það, þegar öll yngri skóla- börn bæjarins nutu í Oddeyrar skóla sérstakrar umferðar- fræðslu í formi brúðuleikhúss, sem vakti óskipta athygli og jók skilning barnanna á um- fei'ðarmálum. Það er einnig þakkai-vert, að lögreglumenn hafa heimsótt barnaskólana til að örva og auka fræðslu á þessu sviði. Þá má ætla, að sérstök um- ferðarvika á Akureyri hefði veruleg áhrif til aukinnar um- ferðarmenningar. En til þess þarf mjög aukinn mannafla og strangt eftirlit, þar sem fræðslu, áminningum og auknum lög- regluaðgerðum yrði beitt jöfn- um höndum svo eftir yrði tekið. Trúnaðarmaður í Iiverri Stjórn Sambands dýraverndun- arfélaga íslands hefur ritað öll- um oddvitum landsins bréf þar sem farið er þess á leit við þá að þeir tilnefni trúnaðannenn fyrir Samband dýraverndunar- félaga íslands. Eins og flestum er væntan- lega kunnugt er Samband dýra- verndunarfélaga íslands ein- ungis skipað áhugamönnum, sem allir eru fullhlaðnir starfs- skyldum brauðstritsins og geta því einungis sinnt dýravernd- unarmálum í sínum frítíma. Þetta kemúr sér oft mjög illa þegar leitað er til stjórnarinnar sveit frá hinum ýmsu landshlutum vegna ýmis konar mála er upp koma um meðferð dýra. Því ákvað stjórn S.D.Í. að koma upp kerfi trúnaðarmanna um land allt. Svipað trúnaðar- mannakerfi og her er áætlað að koma á, er t. d. rekið af Dýra- verndunarsambandi Danmerk- ur með mjög góðum árangri. Er það von stjórnar S.D.f. að oddvitar landsins bregði skjótt við og tilnefni trúnaðarmenn í sínum hreppi og láti stjórnina vita sem allra fyrst. (Fréttatilkymaaing) Má eflaust fá blöð bæjarins og aðra fjölmiðla til liðs við það máleini, hversu sem kostnaðar- hliðin verður leyst við fram- kvæmdina. Við skulum hvorki vanmeta né ofmeta ráðstafanir hins opin bera í umferðarmálum. Um- ferðarráð og yfirstjórn mennta- mála sýna ógæta viðleytni, m. a. með aðstoð fjölmiðla. Samt sem áður verður árangur því aðeins góður, að á hverjum stað sé þannig að málum staðið í fræðslu og eftirliti, í umferð- inni sjálíri, að hún beri meiri svip af tillitssemi og virðingu manna fyrir lífi og eignum annarra en nú er. Við eigum ekki að sætta okkur við slysin á þeirri forsendu, að þau hljóti ætíð að verða svo og svo mikil. Við eigum ekki að sætta okkur við neitt minna en menningar- lega og slysalausa umferð, og stefna að því með öllum til- tækum ráðum. □ Eimskipafélag fslands hefur rekið 70 farmenn úr vinnu vegna þátttöku þeirra í smygli, frá 1974 til þessa dags. En sú regla hefur gilt hjá félaginu á undanförnum árum, að ef far- maður, sem starfar á vegum félagsins, brýtur tollalögin, varði það atvinnumissi. Sagt er frá því nú, að fyrr- verandi og núverandi skip- verjar á Dettifossi, 9 að tölu, hafi verið settir í gæsluvarð- hald vegna gruns um þátttöku í ólöglegum innflutningi lita- sjónvarpstækja. □ Gísli Konráðsson sextugur Gísli Koni'áðsson framkvæmda- stjóri Utgerðarfélags Akureyr- inga h.f. varð sextugur 19. októ- ber. Til mikilla trúnaðarstai'fa hefur hann verið kjörinn á Akureyri og því trausti hefur hann ekki brugðist. Dagur sendir afmælisbarninu hinar bestu afraælisóskir og þakkir. □ SMATT & STORT ICELAND RIVIEW Nýtt hefti þessa ágæta tímarits er komið út á ensku og er að vánda hið besta kynningarrit um ísland og málefni þess. I viðtali við ritið segir Sveinn Hallgrímsson ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands: „Ef all- ur heyskapur færi fram á rækt uðu landi — og ef sauðfénu væri beitt á ræktað land ein- göngu á sumrin, er áætlað að við gætum fóðrað 8—10 milljón ir sauðfjár yfir veturinn.“ Það mun þykja nokkur tíðindi, að unnt sé að tífalda sauðfjár- eignina. ULLARVÖRURNAR Þá er í ritinu rætt við ýmsa aðila um ullariðnaðinn í land- inu og gerð er grein fyrir þróun hans og útflutningi ullarvarn- ings og myndir eru birtar af ýmsum þeim eftirsóttu vörum, sem út eru fluttar úr ull. Þá er minnst tengsla okkar við Banda ríkin í tilefni 200 ára afmælis þeirra, fund Vínlands og til- rauna íslendinga til að nema land í nýja heiminum. Þar er og grein um landhelgina o. fl. FRELSI TIL AÐ GAGNRÝNA Flestum hættir til þess að mikla fyrir sér erfiðleikana og gagn- sýna það, sem gert er. Gagn- rýni er nauðsynleg, þótt stund- um megi deila um réttmæti hennar og á hvern hátt henni er beitt, og það ættu menn ávallt að hafa í huga, hve mikils er um það vert, að hafa mál- frelsi, ritfrelsi og trúfrelsi sem margar þjóðir hafa ekki. Því miður er þetta frelsi ekki virt svo sem vert er, og stundum er gagnrýni á þann veg, að hún tefur framgang góðra mála, af því hún er neikvæð. GÓÐAR FRÉTTIR, ENGAR FRÉTTIR Mikið af fréttum þeim, sem menn lesa i blöðum eða hlusta á í útvarpi, eru vondar fréttir og óhugnanlegar, og til þeirra seilst út um heim. Af þeim mætti ætla veröldina verri en hún er, einnig okkar litla þjóð- félag. Of oft miðast sjónarmið fréttamanna við það vafasama orðtæki, að góðar fréttir séu engar fréttir. Góðu fréttimar hverfa því í kapphlaupinu mikla um fréttaflutning, og afsökunin er sú, að almenning- ur sé fúsari að lesa fregnir af lögbroti en góðverki, og því sé fréttaöflunin í samræmi við það. SKRUMSKÆLIN GIN Þrátt fyrir þetta er það stað- reynd, að fjölmargir lesendur blaða kvarta undan liinni miklu skrumskælingu þjóðfélagsins af of einliæfum flutningi vondra frétta, og er skemmst að minn- ast viðtals eins lesandans um þetta efni og gagnrýni hans á það, að of lítið sé birt af góðum fréttum, eins og hann orðaði það. Sem svar við þessu er það, að þetta blað er að mestu sama sinnis og lesandinn, og ekki stendur á því að birta góðu fréttirnar, þá er þær berast. LIFA HAMINGJUSÖMU LÍFI Ungur maður, sem blaðið ræddi nýlega við um hugsanlega ál- bræðslu, sagðist vera á móti henni og rökstuddi mál sitt þannig: Akureyringar lifa yfirleitt heilbrigðu, rólegu og hamingju sömu lífi, búa við sæmilegan og nokkuð jafnan efnahag og góð lífskjör þegar á heildina er litið. Ég ber kvíðboga fyrir því að þetta raskist við tilkomu stóriðju. Hvað sem álveri líður, eru þessi orð fullrar athygli verð. Við metum það e. t. v. minna en vera ætti, hve liamingju-, sömu lífi flestir bæjarbúar geta lifað, og lifa um þessar mundir, þótt undantekningar séu auð- vitað margar. Og við ættum sennilega að endurskoða margt í framhaldi af orðum hins unga manns, sem metur hið ham- ingjusama líf öðru meira, svo sem vera ber. En hamingjan er eins og sumt annað af hinu æðsta og besta, að hún verður ekki til fjár metin cða á hana lögð sú mælistika, sem lögð er á margskonar lífsins gæði, þau sem sjáanleg eru og áþreifan- leg. Og þó erum við öll að leita hennar frá vöggu til grafar. Rj úpnasky tturnar æða liér yfir allt Gunnarsstöðum, 20. október. Rjúpnaskyttur æða um allt. Þar er misjafn sauður í mörgu fé. Þeir, sem lagt hafa heiða- vegi segja, að umferð á þeim sé nú veruleg og vegirnir mjög skemmdir þar sem þeir eru ófrosnir og blautir. En rjúpna- skvtturnar, sem þarna eru á ferðinni, spara þá ekki og er þetta ekki vel séð af þeim, sem vegina hafa lagt án opinbers stuðnings. Ekki held ég að veið- in sé mikil, en eítthvað fá skytturnar. Nú er dimm þoka, skyggni ekki nema 150 metrar. Menn hafa til þessa verið bundnir nokkuð af slátrun og fjárgæslu. En jafnframt er sá tími, sem húsdýraáburður er borinn á tún, og svo eru víða einhverjar framkvæmdir, sem menn vinna ötullega að áður en vetur sest að. Allir hafa nóg að gera og meira en það. Á Þórshöfn breyttist allt við komu togarans í sumar, bæði bæjarbragur og viðhorf til margra hluta. Þar hefur atvinna síðan verið mikil og oft þurft að fá fólk að f vinnu, síðast nú, sama daginn og átti að setja skólann, en var frestað og unglingarnir teknir í löndun ®g gerðist þetta í fyrradag. Ó. H.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.