Dagur - 19.01.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 19.01.1977, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Keppum aS lífshamingju Á myndarlegri árshátíð framsóknar- manna við Eyjafjörð í síðustu viku flutti Ágúst Þorvaldsson fyrrum alþingismaður eftirtektan'ert erindi um Framsóknarflokkinn í tilefni af sextíu ára afmæli hans. Hann minnti á baráttu hans fyrir framfömm og betra þjóðfélagi og þær breytingar, sem orðið hafa, frá fátækt til ein- hverra bestu lífskjara Evrópu. Á rneðan hinar efnalegu framfarir hafa fært okkur á nýtt stig velmeg- unar, hefur almennur barlómur vax- ið og kvartanir yfir bágum lífskjör- um eru alltaf að aukast. Flestir telja sig alltaf vera að tapa, og á hverju ári er háð stéttastríð til að ná liærri lífs- kjörum. Eftir að vopnin hafa verið slíðruð við samningaborð, fara menn strax að safna að sér rökum, sem rétt- læta nýtt stríð fyrir betri lífskjörum. Starf stjórnmálaflokka þarf að fær- ast yfir á nýtt stig á næstu árum. Menn hafa álitið, að betri lífskjör færðu fólkinu hamingju, en það hef- ur brugðist og nú eru augu manna að opnast fyrir því, að það eru fleiri hliðar mannlífsins en efnahags- og skólamál, sem þarf að líta eftir og stjórna. í þjóðfélaginu gerast nú æ hávarari kröfurnar um, að allt sé leyfilegt, sem mönnum dettur í hug að gera, en slíkar kröfur fela í sér ábyrgðarleysi, og tjáningarfrelsið er notað til niðurrifs á siðgæðismati og fornum dyggðum, sem þjóðin hefur haft í hávegum um aldir og vaxið af. Fjölmiðlar hafa fengið að vega að siðgæðinu átölulaust að kalla og skemmtanalífið er orðið sjúklegt og ruddalegt og látið afskiptalaust þar til ofbeldi er beitt. Allt vinnur þetta gegn lífshamingjunni, enda heyrist það naumast lengur, að fólk syngi við vinnu sína, sem algengt var áður. Virðingarleysi fyrir heimilis- og upp- eldisstörfum húsmæðranna hefur gengið eins og fellibylur yfir þjóðina og þar með er sjálfur hornsteinn þjóðfélagsins í hættu. Stjórnmálaflokkarnir þurfa, og það fljótt, að flytja eitthvað af orku sinni og vitsmunum yfir á ný baráttu svið og ætti Framsóknarflokkurinn að hafa þar forystu. Fyrsta verkefnið ætti að vera það, að veita heimilun- um í landinu, sem mörg eru í upp- lausn, stuðning og vernd, svo þau geti orðið gróðurreitur fjölskyld- unnar. Og það þarf að kenna fólki, með rólegum leiðbeiningum, að nota fjármuni skynsamlega, og að skapa og njóta þeirrar lífshamingju, sem ekki verður keypt. □ .v.v.v.v.v.v.v.v.v.v v.v.v.v.v. KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK skrifar um bækur Tryggvi Emilsson. Fátækt fólk (Æviminningar) Útg. Mál og Menning 1976. Af þeim bókum, sem ég hef les- ið af framleiðslu síðastliðinnar bókavertíðar, líkar mér þessi best. Ég er sannfærður um, að ef svo heldur fram í næstu bindum þessa verks sem horfir með þessu fyrsta bindi þá eign- umst við hér ævisögu á borð við þær allra bestu, t. d. í ver- um eftir Theodór Friðriksson og Minningar Friðriks Guð- mundssonar. Hér er ekki aðeins um nákvæmar persónu-, um- hverfis- og aldarfarslýsingar að ræða, heldur og skáldskap. Þetta helgast af því að bókin er meir en beinagrind ytri atburða eins og flestir minningahöfund- ar láta nægja. Hér er hrein- skilningslega og sannfærandi skýrt hvernig ytri atburðir verka á tilfinninga- og hugsana- líf höfundarins. Hin mikla leynd og dul, sem flestir kjósa að fela innri mann sinn bakvið, er látin lönd og leið. Höfundur- inn er í eðli sínú skáld, hugsar, finnur til, skynjar og talar sem slíkur. Og hann er ríkur af orð- um og hugtökum, hefur vald á máli, kann stíl. Bókin er vel skrifuð sem texti, og aðeins ein ; sérviska eða skortur á mál- kennd hrellir menn sem síðar getur. Það er einkennilegt, að þó þetta sé vissulega raunasaga, þá er hún „skemmtilestur“, þ. e. mjög hugtakandi. Og þó á henni sé dökkar skuggahliðar er hún fögur. Ég leyfi mér að kalla það sorgarfegurð. Þetta er samtíðar saga, þó eru atburðir hennar mjög fjarlægir deginum í dag, vegna hinna algjöru breytingar, sem orðið hefur á íslensku þjóð lífi á öld okkar. Það er nauðsyn ungu fólki að lesa hana, þá skilur það betur hugsanagang foreldra sinna og afa og ömmu. Höfundur byrjar að segja frá forfeðrum sínum úti í Pálm- holti á öndverðri síðustu öld, frá ömmu sinni, einhleypri konu hér í bæ, sem lifir á hand- björg sinni og á fjögur börn, sitt með hverjum manni. Og þá segir frá syni hennar, Emil Petersen, föður höfundar, öld- um upp hjá vandalausu en góðu fósturfólki, glæsilegum, skáld- mæltum ágætis manni, sem þó er háður þungum örlögum, ein- hverskonar ævifylgju skálda, að eiga ekki búvit né hegðunar- mynstur hinna venjulegu manna. Síðan bætist móðir höf- undar í hópinn. Þetta var borg- firsk dugnaðar- og bjartsýnis- kona, góð móðir og eiginkona, en þung kjör felldu hana að velli. Hún dó á heimili þeirra hjóna, þegar höfundur var 6 ára, en hann fæddist 1902. Þau bjuggu þá í moldarbæ, Hamra- koti, sem stóð við klappirnar nærri því sem nú er efri hluti Hamarstígs, því Rauðamýri var hluti af túni hans. Með dauða móðurinnar hefst baráttusaga þessa drengs og henni er ekki lokið um 1920, þegar þessari bók lýkur. Fyrstu þrjú árin eft- ir móðurmissinn átti drengur- inn gott. Hann var í fóstri hjá móðurbróður sínum og góðri konu hans, danskri, í Reykja- vík, en annar móðurbróðir hans, ógiftur, kostaði uppihaldið. En sá drukknaði og þá var draum- urinn búinn. Drengurinn var sendur norður hingað til föður síns, er þá bjó við þröng kjör og atvinnuskort þeirra tíma hér á Oddeyrinni. Síðan koma þrjú vond ár í sveit hjá vandalaus- um. Og svo tekur faðir hans þann kost að fara að búa í Bakkaseli, leigði þá jörð með kvöð að undirhalda landpóstinn og hesta hans á ferðum hans. Þau höfðu nóg að borða þetta fyrsta sumar. Lífið var frjálst og fagurt. Ráðskonan var kannski ekki mikil búkona né framúr hófi þrifin og blíðlynd við börn, en þetta var þó góð kona, sem aldrei var drengnum ónotaleg. En þarna í Bakkaseli gerðist fleira. Emil hafði átt dóttur með konu í bænum, um hjónaband gat ekki verið að ræða, en hann tók ungabarnið. Og vegna andúðar ráðskonunn- ar á móðurinni kom umhyggja fyrir barninu á bróðurinn, höf- und bókarinnar. Vetur kom með kulda og mjólkurleysi. Þessi litli kroppur varð veikur. Bráðþroska að andlegu atgerfi, en mótstöðulaus gegn ytri að- búð veslaðist hún upp og dó. Hér tekst höfundi að skapa einn ÆVINTYRIDIÞANGBÆ Guðjón Sveinsson: SAGAN AF FRANS LITLA FISTASTRÁK. Myndskreytt af Áma Ingólfs- syni. Skömmu fyrir jól kom út ævin- týrið: Sagan af Frans litla fiska strák. Þetta er bráðskemmtilegt ævintýri sem gerist á hafsbotni. Koma þar við sögu margar undarlegar fiskategundir sem hafa þó mannleg viðbrögð. Höf- undur mælist til þess í formála að fólk gefi sér tíma til að lesa þetta ævintýri fyrir börn. Enn þrá börn að heyra ævintýri eins og áður. Þetta ævintýri Guðjóns sýnir ímyndunarafl hans og er í einu ægifegursta kafla bókarinnar, mikið listaverk. Síðan er flutt að Gili, koti sem bar 30 ær og eina kú (geit- ur og ær voru þó mjólkurgjafar hjá Emil bónda). Og nú á sagan vettvang í Öxnadal. Kotin fram- an við Hóla eru ekki miklar bújarðir enda nú í eyði, en þarna skrimti þó margt fólk. Á hverju lifði það? Það var stöðug barátta upp á líf og dauða, barátta fólks, sem varla hafði fullan þrótt vegna nær- ingarskorts. Vonlaus barátta í illu árferði, veðráttu og versl- unarkjara. En þó lifði höfundur hér ríku lífi á margan hátt. Sam band feðganna var náið. Sam- bandið við náttúruna í blíðu og stríðu algjör samlifun. Höfund- ur var skyggn í fullri merkingu orðs. Skyggn á smágjöra fegurð gróðurs og lifandi hræringa í jörð og á. Hann naut af ríkri innlifan sólskinsstundanna, þjáðist eins og viðkvæmar sálir einar þjást í myrkri og kulda, hungurs og vonleysis. Hann upplifði allt til fulls, atburðir daganna léku á strengi sálar hans eins og fiðlarinn á sína strengi. Og sálarstrengirnir svöruðu, heitir og sárir. Það sem börnum var ætlað fram á okkar daga var ótrúlegt. Það sem fullorðnum var nægt erfiði var sjálfsagt að leggja á börn. Vetrarstörf Tryggva, fjár- leitir og útiverk í óveðrum voru honum algjörlega ofviða sem óþroskuðum og vannærð- um unglingi. En þetta var tíðar- andinn. Páskaferð hans til Ak- ureyrar eftir lífsbjörg, þegar veðrahamurinn var f algleym- ingi, er ekki aðeins afreksverk, heldur í frásögn hans eftirminni leg list. Og það var gott fólk í Öxnadal þá sem nú. Hann átti góðu að mæta hefði hann kjark að leita á náðir manna. En það er sárt að verða gangandi upp- lýsing um aúðnuleysi sitt óg sinna. Hann átti stolt bóndans, sem byggðist þó á röngum forsendum. Minnimáttarkennd- in var ekta. Og tíminn leið. (Framhald á blaðsíðu 2) Seinberg Ingólfsson, járnsmiður FÆBDUR 14. JÚLÍ 1928 - BÁINN 3. JANÚAR 1977 Á heimleið úr jólaleyfi frá Osló þ. 4. jari. bauð flugfreyjan mér íslensk dagblöð að lesa. Ég þáði tvo'eða þrjú og lagði í autt sæt- ið við hliðina og lauk við síð- ustu blaðsíðurnar í bók um tón- listarmenn. í bókarlok eru til- færðar nokkrar setningar Moz- arts um líf og dauða með þess- um niðurlagsorðum: „En eng- inn maður getur breytt sínum mældu örlögum.“ Höfuðstaðarblöðin fluttu mér harmafregn. Steinberg Ingólfs- son, Dalsgerði 3, Akureyri, hafði látist f umferðarslysi skammt frá heimili sínu að morgni 3. janúar. Hér gat ekki verið um annan að ræða en vin minn og samkennara, þótt ald- ursárin samræmdust ekki. Og nú runnu fram myndirnar hver af annarri, endurminningar allt að því fyrir 20 árum. Steinberg kynntist ég fyrst sem nemanda í ketil- og plötu- smíði, en ævarandi vináttu- böndum munum við hafa tengst, er við gengum á 1. maí degi langt upp fyrir bæ og ræddum um lífið og tilveruna. Það var á sunnudegi að lokinni teiknisýningu í skólanum. Um alla okkar samfundi og sam- skipti síðan leikur birta, sam- ræmi, fegurð og friður. Kvöld- stundir með þeim hjónum að Sólvöllum 19 og síðar á nýja heimilinu, sumarferðalög um Norðurland og fundirnir í Guð- spekifélaginu. Allt þetta flaug í gegnum huga minn, meðan ég vildi ekki trúa, að hin sviplegu umskipti ,hqfðu -gerst, Og.þugur inn hvarfláði heirri til mæðgn- anna í Dalsgerði 3 og ég bað guð að blessa þau öll. Steinberg fæddist að Kotá hinn 14. júlí árið 1928. Foreldrar hans voru hjónin Ingólfur Árna orði sagt skemmtilegt. Það er yljað af notalegri kímni sem fáir búa yfir. Hlutur teiknarans er einnig góður. Árni á það ímyndunar- afl sem þarf til þess að festa myndir þessara undarlegu sögu persóna á pappírinn. í bókinni eru 29 myndir þar af 21 heil- síðumynd. Þessar myndir setja svip á bókina. Hér hefur tekist góð samvinna með höfundi og teiknara við að gera góða barna bók. Efni bókarinnar verður ekki rætt í þessum orðum. Lesendur verða að fá að uppgötva það sjálfir við lestur bókarinnar. Eiríkur Sigurðsson. Renedikt F. 7. apríl 1922 D. 30. sept. 1976 Kveðja frá lítilli frænku, Halldóru Steinunni Gestsdóttur 4 ára. Mér kólnar á vöngum, nú kominn er snjór, mín kjör önnur frá því, sem var. Ég spurði eftir honunr, að heiman sem fór, og hugleiði yndislegt svar. Ég sakna þín, frændi, nú sit ég hér ein, ég söknuð minn bera vil liljóð. Nú vaknar sú minning, er vorsólin skein, þín vernd var mér ylrík og góð. Á friðsælum morgni ég lék mér svo létt, þá lýsti hið sólríka vor, þú trúlega fylgdir, er tók ég á sprett og tryggðir mín reikulu spor. Þú mótaðir hug minn sem mest er um vert, nú mætir þér lífssólin hlý. Ég vil ekki gráta, ég veit, hvar þú ert, og vorið, það kemur á ný. J. S. son fi'á Skálpagerði og Ingi- björg Þorláksdóttir frá Kotá. Var Steinbsi'g yngstur fjögurra sona þeirra. Hinir eru Árni, bú- settur hér í bæ, Kristinn í Reykjavík og Hilmar í Kópa- vogi. Með síðari konu sinni, Halldóru Geirfinnsdóttur, eign- aðist Ingólfur Gíslínu Ingi- björgu, sem heima á í Garðabæ og Hauk Heiðar, sem er læknir í sjúkrahúsi í Svíþjóð. Aðeins nokkurra mánaða gamall missti Steinberg móður sína og var þá tekinn í fóstur af hjónunum Steindóri Jóhannessyni járn- smið og Sigurbjörgu Sigur- björnsdóttur. Var hann þá ný- skírður og nafn hans samsett úr nöfnum þeirra. Ungur fór Steinberg að vinna á verkstæði fóstra síns, sem var kunnur iðnaðarmaður, og kom fljótt í ljós, að hann var búinn öllum kostum völundai', greind- ur, útsjónarsamur og allt lék í höndum hans. Hugur Stein- bergs stóð til húsgagnasmíða- náms, en erfitt var að komast að í þeirri grein. Því varð það úr, að hann nam fyrst hjá fóstra sínum járnsmíði og lauk síðan prófi frá Odda. Úr því vann hann að iðngrein sinni, þar til hann fór á vegum Iðnskólans á Akureyri til ítalíu, styrktur af Evrópuráðinu, til þess að kynna sér kennsluhætti í starfsgrein sinni. Þar lauk hann tilskyld- um prófum og hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir smíði og listrænan smekk. Hinn 6. ágúst 1949 kvæntist Steinberg eftirlifandi konu sinni, Vildísi Jónsdóttur. Þau eignuðust eina dóttur, Ingi- björgu Kristínu, sem nú er nem andi í M. A. Vildís var manni sínum samhent að skapa fagurt umhverfi og heimilislíf, og bera húsakynnin vott um fegui'ðar- smekk, vandvirkni og hrein- leika. Hið sama gegnir raunar um vinnustaði Steinbergs, og ekki síst verkstæðið í Glerárgötu 23. Allt þurfti að vera í röð og reglu, hreint og smekklegt. Og á síðastliðnu sumri unnu þeir félagarnir, Gunnlaugur Björns- son og hann, fyrir Iðnskólann og Vélskólann, að því að stór- bæta litla járnsmíðaverkstæðið, svo að unun er að koma þar inn. Steinberg var mjög hagsýnn, bæði hvað snerti vinnu og efni. Átti hann náin og góð sam- skipti við Slippstöðina, þar sem hann raunar variri hluta úr sumrinu um árabil. Má full- yrða, að drýgður h'afi veríð hag- ur allra aðila, þar sem Stein- berg beitti ráðdeild sinni. Báðir skólarnir standa í mikilli þakk- arskuld við hann sem braut- ryðjanda í því að koma upp verklegri kennslu fyrir járn- iðnaðarmenn. Iðnskólinn þakkar Steinberg frábær störf og, dygga _þjónustu og samstarfsfólk allt sendir syrgjandi ástvinum hans inni- legar samúðarkveðjur. Jón Sigurgeirsson. ’ Önnur úrslit : Onnur úrslit í leikjum annarar deildar um síðustu helgi urðu þau, að Ármann sigraði Stjörn- una örugglega með 24;paörkum gegn 11 og Leiknir sigraði ÍBK með 25 mörkum gegn 23.' Enn sitja því Keflvíkingar á botnin- um og hafa ekkert stig fengið. Staðan í annarri deild að leikjum helgarinnar loknum er nú þessi: > KA 8 6 1 1 192-173 13 Ármann 6 5 1 0 145-102 11 KR 7 5 1 1 170-134 11 Þór 7 3 1 3 141-132 7 Stjarnan 7 2 1 4 124-134 5 Fylkir 7 2 14 110-1Í7 5 Leiknir 8 2 2 4 160-189 5 ÍBK 9 0 0 9 149-257 0 íslandsmót í blaki Einn leikur fer fram hér norðan lands næsta laugardag 22. þ. m. í 1. deild íslandsmótsins í blaki. Þá keppa Umf. Laugdæla og Ums. Eyjafjarðar. — Leikurinn verður í íþróttaskemmunni á Akureyri og hefst kl. 5 e. h. □ Hreinn Halldórsson vann yfir- burðasigur í kjörinu um íþrótta mann ársins 1976, hlaut 79 stig af 80 mögulegum. Það þarf að leita allt til ársins 1956 til að finna hliðstæðu eða síðan Vil- hjálmur Einarsson, langstökkv- arinn snjalli var kjörinn, en þá var fyrst kosið um íþróttamann ársins á fslandi. Eftirtaldir íþróttamenn fengu atkvæði í ár: 1. Hreinn Halldórsson, frjálsar íþróttir 79 2. Ingunn Einarsdóttir, frjálsar íþróttir 62 3. Guðmundur Sigurðs- son, lyftingar 57 4. Viðar Guðjohnsen, júdó 42 5. Ingi Björn Albertsson, knattspyrna 34 r Iþróttir um Iielgina N. k. laugardag kl. 12.00 leika KA og Þróttur í annarri deild kvenna í handknattleik í íþrótta skemmunni. Strax að þeim leik loknum leika KA og Ármann í karlaflokki. Er óhætt að segja að þetta sé hreinn úrslitaleikur því ef KA tapar leiknum eru sigurvonir þeirra i deildinni mjög litlar. Ef KA hins vegar vinnur standa þeir jafn Ár- manni og KR miðað við stöðuna eins og hún er nú í deildinni. Það er því allt að vinna fyrir KA og er vonandi að þeir verði vel hvattir af áhorfendum eins og venjulega. í Hlíðarfjalli fer um helgina fram Stórhríðarmót og verður keppt í öllum flokkum í svigi og stórsvigi. Þar verða væntanlega allir bestu skíðamenn landsins samankomnir, þ. e. a. s. þeir sem hér á landi eru nú. ll □ Itfií i «I Fl Um síðustu helgi var haldið í Hiíðarfjalli Stórhríðarmót fyrir unglinga og var keppt í svigi. Það var foreldraráð ungling- anna sem stóð fyrir mótinu, og var það í alla staði vel heppnað. Skíðafæri var gott í fjallinu um helgina, og fjöldi fólks notaði sér að renna á skiðum og njóta útivistarinnar. Sérstaklega er gaman að sjá hinn mikla fjölda unglinga sem stundar skíða- íþróttina og er leikni þeirra á skíðum hreint ótrúleg. 7 ára og yngri. Jón H. Harðarson Kristín Hilmarsdóttir Jón Harðarson 56.2 67.2 69,0 8 ára stúlkur. Arna ívarsdóttir 58,8 Hanna Dóra Markúsdóttir 59,5 Gréta Björnsdóttir 62,7 8 ára drengir. Aðalsteinn Árnason 50,6 Hilmar Valsson 51,8 Árni Hauksson 58,5 Úrslit í urðu þessi. Stórhríðarmótinu 9 ára stúlkur. Guðrún J. Magnúsdóttir 68,4 KR vann ÞÚR naumlei 9 ára drengir. Ólafur Hilmarsson 72,1 Guðmundur Sigurjónsson 77,1 Smári Kristinsson 80,3 KR og Þór léku seinni leik sinn í annarri deild í handbolta í íþróttaskemmunni á Akureyri sl. laugardag. Þetta var álitinn mundu verða mjög spennandi leikur, en Þór vann KR mjög óvænt í fyrri leik liðanna. Það er skemmst frá því að segja að leikurinn var alltaf mjög spenn- andi, þrátt fyrir það að KR kæmist einu sinni, síðast í fyrri hálfleik, í fimm marka forskot, en- staðan í hálfleik var 8—12 fyrir KR. í byrjun seinni hálf- leiks náðu Þórsarar að gera þrjú mörk í röð án þess að KR- ingum tækist að skora og breyttu stöðunni í 11—12. Um miðján seinni hálfleik kom dauður Jkþfli' í leik beggja lið- anna en þá var ekki skorað mark í 7 mínútur. Á 24. mín. seinni - hálfleiks fá Þórsarar dæmt víti, sem Þorbjörn skorar örugglega úr og jafnar þá, 15—15. Aðeins mínútu síðar skorar Símon Unndórsson fyr- ir KR og kemur þeim yfir aftur. Þannig hélst staðan það sem eftir yar leiksins og var ekkert mark skorað síðustu mínúturn- ar, og KR sigraði með 16 mörk- : úm' gégn 15. Þarna voru Þórsarar mjög óheppnir að ná a. m. k. ekki öðru stiginu en það hefði verið sanngjarnt eftir gangi leiksins. Bestir í liði KR voru Emil Karlssðri' markmaður og Hilm- ar Björnsson, en hjá Þór Þor- björn og Elías. Seinni hálfleikur var nokkuð - gróft leikinn að beggja hálfu og fengu nokkrir að hvíla sig í tvær mínútur. Flest mörk KR skoraði Hilmar Björnsson 6, Símon Unndórs- son 4 og Þorvarður Guðmunds- son 3. Hjá Þór var Þorbjörn markhæstur að vanda en hann skoraði 7 mörk, Sigtryggur skor aði 3 og Elías 2. Að leiknum loknum léku Þórsstúlkur við Ármann í fyrstu deild kvenna í handbolta, og sigruðu Þórsstúlkurnar örugglega, gerðu 12 mörk gegn 6. 10 ára stúlkur. Anna María Malquist 10 ára drengir. Jón Björnsson Þorvaldur Orlygsson Björn Júlíusson 11—12 ára stúlkur. Hrefna Magnásdóttir Ingibjörg Harðardóttir Ásdís Frímannsdóttir 11—12 ára drengir. Erling Ingvarsson Ingólfur Gíslason Stefán Bjarnhéðinsson ÓTILYFTINGUM 207,0 69.4 70,0 73.4 74,9 79,3 84,8 69.5 69.6 72,1 f.i Ml Síðastl. laugardag var haldið í íþróttavallarhúsinu á Akureyri KA-mót í tvíþraut. Á móti þessu er keppt um veglegan farandgrip sem gefin var af tré- smíðaverkstæðinu PAN, og hlýtur hann stigahæsti keppand inn á mótinu. Kristján Falsson hlaut flest stig, 528, og vann hann nú gripinn í annað sinn. Eitt Akureyrarmet var sett á mótinu og var það í dvergvigt, Viðar Eðvardsson snaraði 55 kílóum sem er nýtt Akureyrar- met. Annars urðu úrslit sem hér segir. (Snörun, jafnhending og sam anlagt) Fluguvigt. Magnús Loftsson 40,0 — 62,5 = 102,5 kg Dvergvigt. Viðar Eðvardsson 55,0 — 67,5 = 122,5 kg Millivigt. Ármann Sigurðsson 65,0 — 70,0 = 135,0 kg Léttþungavigt. Kristján M. Falsson 102,5 — 130,0 = 232,5 kg Milliþungavigt. Jakob Bjarnason 80,0 — ógilt = 80,0 kg Ó. Á. 6.-7. Lilja Guðmundsdóttir, frjálsar íþróttir 28 6.-7. Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrna 28 8. Steinunn Sæmunds- dóttir, skíði 25 9. Sigurður Jónsson, skíði 17 10. Geir Hallsteirisson, handknattleikur 15 Aðrir sem hlutu atkvæði voru: Jón Sigurðsson, körfu- knattleikur (14), Vilmundur Vilhjálmsson, frjálsar íþróttir (10), Björgvin Þorsteinsson, golf (6), Viðar Símonarson, handknattleikur (5), Sigurður Olafsson, sund (4), Ágúst Ás- geirsson, frjálsar íþróttir (3), Skúli Oskarsson, lyftingar (3) og Pálmi Pálmason, handknatt- leikur (2). □ Þcssa mynd tók Friðrik Vestmann af vöskxun mönnum á lyítingamóti KA á dögunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.