Dagur - 26.01.1977, Blaðsíða 5

Dagur - 26.01.1977, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11 66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVlÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Munur á stefnu og störfum Öðru hverju er þeim hnútum kastað að samvinnufélögunum, að þau stundi einokun. En einokun er það skammaryrði, sem líklegt þykir að auðtrúa fólk láti blekkjast af, þótt allir ættu að vita, að það voru sam- vinnufélögin, sem leystu öðru frem- ur og léttu verslunareinokunni af þjóðinni og gera enn. Samvinnurekstur og einkarekstur er á mörgum sviðum ólíkur og þurfa allir að glöggva sig á því. Samvinnu- félög eru öllum opin en einkarekstur ekki, og eru lilutafélög glöggt dæmi um þær takmaikanir, og þarf að jafnaði fjármagn til þess. Þar er það þtu fjármagnið, sem ræður, enda atkvæðamagnið í hlutfalli við fjár- magnið. Því hefur það með réttu verið sagt, að ríkur maður í hluta- félagi liafi margar hendur þegar atkvæði eru greidd. Fólkið í sam- vinnufélögunum hefur jafnan at- kvæðisrétt og hefur hver maður eitt atkvæði, hvað sem efnahag líður. Þannig ræður fjármagnið í einka- fyrirtækjum en fólkið í samvinnu- félögum og er á því glöggur munur. Fólk í samvinnufélögum fær tekju- afgang viðskiptanna, en viðskipta- vinir hlutafélagsins ekkert. Sam- vinnufélög eru ábyrg gagnvart fólk- inu, hvert á sínu svæði, og verða t. d. að sjá því fyrir nauðsynjavörum, hvort sem hagnaðarvon er af þeim viðskiptum eða ekki. Einkafyrir- tækjum er þetta ekki skylt, en þau vilja gjarnan grípa inn í viðskiptin þegar hagnaðarvonin er mest. Samvinnufélögin eru bundin við sinn stað og sitt umhverfi með lög- um. Þau geta ekki selt eignir sínar og flutt til ábatavænlegri staða, eins og einkafyrirtækin gera oft. Fjár- magn það, sem skapast í samvinnu- félögum á hverjum stað, verður því ávallt kynt á þeim stað, sem það skapaðist og er það margri byggð- inni mikill styrkur. Ekki þarf lengur að rekja mismun þennan til að allir megi sjá, að hann er svo mikill, að enginn hugsandi maður gengur hans dulinn. Því má svo við bæta, sem rétt er og hefur áþreifanlega sannast, að samvinnu- félögin eru stofnuð af fólkinu sjálfu og fyrir það. Þeim er líka stjómað af fólkinu og sýnir reynslan, að best fer á því. □ Alþingismennirnir voru í jóla- leyfi til 24. janúar, og ræddi blaðið fyrir skömmu við Stefán Valgeirsson og lagði fyrir hann nokkrar spurningar, sem hann svaraði um hæl. Er það rétt, sem sagt er, að hagur bændastéttariimar hafi þrengst verulega? Landbúnaðarmálin hafa mjög verið á dagskrá á síðustu mán- uðum og hörð gagnrýni komið fram, ekki síst fyrir útflutnings- uppbæturnar. Því miður hefur ekki viðunandi verð fengist er- lendis fyrir sumar landbúnaðar- vörur og liggja til þess margvís- legar orsakir. En landbúnaður- inn hefur það hlutverk að leggja þjóðinni til mikilvægustu fæðutegundirnar, sem hún get- ur ekki verið án. En til þess að geta það, verður ætíð einhver umframfamleiðsla í góðum ár- um, og einingarverðið yrði ef- laust hærra, ef landbúnaðurinn væri skipulagður mjög veru- lega til að ná því marki, að fram leiðslan væri nægileg innan- lands og ekki meira. En utanað- komandi áhrif hafa mikil áhrif á landbúnaðarframleiðsluna, . svo sem-veðurfar og verður ekki við þvi gert. Það myndi heyrast hljóð úr horni ef mjólk vantaði eða smjör, ekki síður en ef eitt- hvað þarf að verðbæta útfluttar búvörur. Við getum tekið mjólk urframleiðsluna sem dæmi. Auðveldast og ódýrast er að framleiða hana á sumrin. Verð á henni hlyti að hækka, ef kraf- ist væri jafnrar framleiðslu allt árið. Þá leggur landbúnaðurinn iðnaðinum til mikilvæg hrá- efni? Já, og það svo um munar. Það eru einmitt vörur unnar úr ull og skinnunum, sem skara langt fram úr öðrum iðnvörum til útflutnings. Fram hefur komið, að þrír eða fjórir starfsmenn þéttbýlis- staðanna hafa vinnu við ýmis- konar þjónustustörf og iðnaðar- framleiðslu vegna framleiðslu hvers bónda að jafnaði. Sést á þessu hve hagsmunir fólks í bæ og byggð eru saman tengdir. Sýnilegt er, að iðnað á þessu sviði er enn hægt að stórauka, því enn er nokkuð af þessu á- gæta hráefni flutt út lítt eða ekki unnið, og þarf að verða breyting á því. Neytendur heyrast oft kvarta um hátt verð búvara. Kartöflur hefur þurft að flytja inn í nokkru magni og þær hafa ver- ið dýrari en innlesdar. Ætli það sama kæmi ekki á daginn á fleiri vörutegundum, ef á það reyndi. En þá kemur raunar að þeirri spurningu, sem ég svaraði ekki áðan, um hag bændastéttarinn- ar. Fram hefur komið á fjöl- mennum bændafundum, að hag ur bændanna er mjög versnandi og vaxandi erfiðleikar. Ég hef reynt að kynna mér þetta atriði sem best. Á undanförnum tveim árum og sérstaklega þó á síð- asta ári, hefur hagur bændanna þrengst til muna. Veruleg skuldasöfnun hefur orðið hjá þeim um land allt, þótt það sé migjafnlega mikið. Eflaust er það meira á óþurrkasvæðunum. í sumum héruðum eru kaup- félögin komin í mikla örðug- leika af þessum sökum og er ekki séð hvernig úr því rætist. En ef kaupfélögin geta ekki leyst úr framleiðsluerfiðleikum bændanna, svo sem með því að leggja þeim til rekstrarvörur, er auðvitað vá fyrir dyrum. Ég veit um viss kaupfélög, þar sem skuldaaukning bænda til jafn- aðar hefur orðið um ein milljón á síðasta ári. í þessu sambandi Stefán Valgeirsson, alþingismaður, svarar spurningum blaðsins er hægt að nefna skuggalegar tölur, en kaupfélagsstjórarnir ættu að svara þessu, frekar en ég. Menn velta því fyrir sér, hvernig standi á þessari versn- andi afkomu þrátt fyrir hækk- un afurðaverðsins og neytend- um þyki það hátt, hefur til- kostnaður vegna framleiðslunn- ar hækkað enn meira. Og vaxta okrið í þjóðfélaginu kemur ákaflega hart niður á landbún- aðinum, ekki síst vegna þess, að fjármagnskostnaðurinn í vísi- tölubúinu er vantalinn. Bænd- ur fá seint verð fyrir vörur sín- ar, bíða kannski hálft ár eða meira eftir fullnaðar greiðslu. Á hinum Norðurlöndunum fá bændur afurðir sínar greiddar að fullu eða því sem næst, við móttöku. Á þessu er mikill munur. Verðlagning búvöru er flókið mál, ekki síst í verðbólgu þjóðfélagi, eins og okkar. En ég get ekki stillt mig um að nefna það atriði, að rekstrarlánin til sauðfjárbænda hafa lækkað úr 67% árið 1958 niður í 14— 20%. af afurðaverðinu. Þetta skýrir meðal annárs rekstrar- erfiðleika samvinnufélaganna, því þau verða að skaffa bænd- um allar rekstrarvörur og allt til heimilanna. Og þegar þreng- ir að landbúnaðinum eins og nú, er margur bóndinn búinn að taka út á allt innleggið, þeg- ar búvaran er lögð inn, og í mörgum tilfellum langt fram yfir það. Hver eru stærstu mál þings- ins, sem nú er að hefjast á ný? Efnahagsmálin eru nú og ætíð stærstu málin. Þau eru ætíð á dagskrá, eins og eðlilegt er. Þá verður það mjög á dag- skrá, hvernig við getum varið hina nýju og stóru fiskveiði- lögsögu okkar og hagnýtt fiski- miðin á skynsamlegasta hátt. Þetta er auðvitað eitt af stærstu málunum og þeim þýðirigar- mestu. Þá má nefna fjögurra ára vegaáætlun og snertir það okkur norðlendinga mjög mik- ið, hvernig verkefnum verður raðað, og þannig væri lengi hægt að telja. Hvernig er stjórnarsamstarf- ið? Þeir stjórnmálaflokkar, sem nú stjórna landinu, hafa gjör- ólík stefnumál og lífsviðhorf. Það er ekki auðvelt fyrir þessa flokka að vinna saman svo vel sé. En ef út frá því er hugleitt, hve þarna er mikið bil á milli, verð ég að segja, að samstarfið hafi til þessa sæmilega vel tek- ist. Ég held til dæmis, að í fram tíðinni verði 1. desember 1976 talinn mikill merkisdagur í sögu þjóðarinnar vegna land- helgismálsins, en þann dag sigldi breski togaraflotinn af ís- landsmiðum. Ekki verður ann- að séð, en þann dag höfum við unnið fullnaðarsigur í landhelg- ismálinu, verði rétt á málum vinnubrögð vera nefnd á Sikil- ey eða ítalíu? En maður verður þess hvar- vetna var á ferðalögum, hvar sem komið er og rætt við fólk, að í hugum mjög margra, ekki aðeins framsóknarmanna, hefur Ólafur Jóhannesson mest traust allra núlifandi stjórnmála- manna á íslandi. Þess vegna er allt kapp lagt á að sverta hann sem mest. Viltu segja eitthvað um dónis málin? Á allra síðustu tímum hefur mikil afbrotaalda gengið yfir og meðal þeirra afbrot, sem varla þekktust áður. í sambandi við meðferð þeirra mála var rógs- herferð farin á hendur dóms- málaráðherra landsins. Og þótt hún sé auðvitað ekki marktæk, hefur margur maðurinn lagt trúnað á óhróðurinn, f stað þess að kynna sér staðreyndir þeirra mála. í þessu sambandi má . minna á, að ég hygg að enginn Stefan Valgeirsson dómsmálaráðherra, hvorki fyrr alþingismaður. né síðar, hafi sinnt dómsmálun- um meirá og betur en einmitt Torveldar ekki rógurinn um Ólafur Jóhannesson. Ný skipan framsóknarráðherrana stjórnar- dómsmála er nú að komast á samstafið? laggirnar og mun hún flýta og Það væri sama og neita að auðvelda rannsókn mála í fram viðurkenna staðreyndir, að láta tíðinni. Og þetta munu allir sam sem ekkert væri þegar á þetta mála um, sem til þekkja. Sjálf- skuggalega mál er minnst. Þjóð ur beitti Ólafur sér persónulega in veit að viss blöð í landinu fyrir því, í einu hroðalegasta hafa stundað rógsiðju um Fram glæpamáli síðari tíma, að fá sóknarflokkinn og beint spjót- hingað erlendan sakamálasér- um sínum mest að forystu- færðing til aðstoðar við að upp- mönnum hans. Sýnilegt er, að lýsa það mál. Einhvern næsta þarna eru að verki sérhags- dag munu niðurstöður þess munaöflin í Reykjavík og ein- máls upplýstar almenningi, og hver verulegur hluti Alþýðu- verður það þá hæfilegt svar við flokksins, sem fram að þessu í'óginum. Öll önnur hliðstæð hefur fylgt Sjálfstæðisflokknum mál, sem upp hafa komið, eru að málum. Þarna hafa þessir þegar upplýst að fullu. aðilar fengið sameignlegt áhuga mál að berjast fyrir, til þess að Hvað um orkumálin, Stefán? mynda nýja viðreisnarstjórn, Við stöndum frammi fyrir og þetta er allt skipulagt hjá mikilli óvissu í orkumálunum þeim og einskis svifist. Ekki vil hér á Norðurlandi. Allir vissu ég þó fullyrða neitt um, hvort hvernig fór um Laxárvirkjun búið er að prenta og útbíta fé- og þarf ekki að ræða það mál. lagsskírteinum í þessum róg- Nú er allt í óvissu hvernig til klúbbi, en þó þykir mér það tekst með Kröfluvirkjun, hvort líklegt. Þetta rógsmál er einn hún færir okkur orku, hvenær ljósasti blettur stjórnmálanna í og þá hvað mikla. Og enn gefur áratugi hér á landi. Ný við- Byggðalinan okkur ekki umtals reisnarstjórn, samstjórn Sjálf- verða orku. Ef Krafla bregst, stæðisflokks og Alþýðuflokks, sem ég spái engu um, verður að er takmarkið, og þetta hefur leggja höfuðáherslu á að ljúka nýlega verið staðfest af þeim, Byggðalínunni á þessu ári, til sem þessa iðju hafa stundað þess að við stöndum ekki kappsamlegast að undanförnu. frammi fyrir orkuskorti einn Við framsóknarmenn getum veturinn enn. Þetta verk þarf verið ánægðir með, að þau öfl, að sitja fyrir öðrum orkufram- sem standa fyrir þessum árás- kvæmdum á þessu ári. Líklegt um, skuli óttast okkur, og telji, er, að þess verði ekki langt að að það séu fyrst og fremst bíða, hvers árangurs vænta má við, sem stöndum í vegi fyrir við Kröflu, og þá ætti það held- hagsmunum þeirra og frama- ur ekki að vefjast fyrir mönn- vonum. Það hljómar sem lof- um, hvað gera ber, ef Kröflu- söngur í mínum eyrum og er virkjun leysir ekki orkuskort- ómetanleg viðurkenning á inn. En í þessu felast engar stefnu okkar og störfum. Hitt hrakspár. er aftur á móti hryggilegt, að hinir íslensku Glistrupar, skuli En málin innan kjördæmis- ekki reynast menn til að hasla ins? sér völl, nema með rógi og Atvinnuuppbyggingin í kjör- ósannindum. Hvað skyldu slík dæminu verður að halda áfram haldið framvegis, sem ég efast ekki um, ef stjórnarsamstarfið helst áfram. Og ef ekkert óvænt ber til tíðinda, á ég fastlega von á því, að þetta stjórnarsam- starf haldist út kjörtímabilið. og verður alltaf mál málanna, ásámt samgöngumálunum, sem áður vi.r minnst á. Nýir togarar hafa verið að koma og það er verið að auka iðnaðinn á Akureyri. Kannski er stærsta átakið í þeim málum í Norður-Þingeyjarsýslu, þegar litið er til þéttbýlisstaðanna í sýslunni. Stórt frystihús tók til starfa á Þórshöfn og þangað er kominn togari. Þar er til tíu ára gömul síldarverksmiðja, sem brætt getur 300 tonn á sólar- hring. En til þess að búa hana undir starf þarf 60—70 milljónir króna, en með núgildandi verð- lagi myndi þessi verksmiðja kosta 400—450 milljónir, er mér tjáð. Á Raufarhöfn er togari og hefur rekstur hans gengið sæmi lega síðasta ár. Utflutningsverð- mæti frá Raufarhöfn varð á sl. ári yfir 600 milljónir, en íbúa- talan er innan við 500. Raufar- höfn getur áreiðanlega keppt við Faxaflóasvæðið í sambandi við útflutningsverðmæti á íbúa. Nú er þarna allt fullt af loðnu og nóg að gera. Um Kópasker er það að segja, að þar er komin nokkur útgerð og þar er komin upp rækju- verksmiðja. Þar hefur því orðið atvinnubylting og næg atvinna fyrir heimafólk, og þótt fleira væri. Og þar er uppbyggingin eftir jarðskjálftana vel á vegi. Á Húsavík er nú nýr togari, sem væntanlega er kominn yfir byrjunarerfiðleikana og þar er fiskiðjusamlag, eitt hið best rekna á landinu. Til Dalvíkur kemur væntan- lega nýr togari í mars til Út- gerðarfélags Dalvíkinga, sem á einn togara fyrir, og vonir standa til, að Söltunarfélag Dal- víkur fái þangað rækjutogara í apríl. Þá fengu hríseyingar sinn togara 1975 og er þar mikil breyting á orðin, þótt enn vanti frystihúsið hráefni. En hér má í engu slaka á og þurfa allir að vera samtaka um það, að tryggja atvinnuöryggi fólksins í framtíðinni. Þótt nokk uð hafi miðað í rétta átt, bíða óteljandi verkefni úrlausnar, sérstaklega í sambandi við iðn- aðinn. Svo þarf að einbeita sér meira að því en gert hefur ver- ið, að hjálpa ungu fólki til að eignast þak yfir höfuðið. Það hefur sýnt sig, að það er hægt að lækka byggingarkostnaðinn verulega með samhjálp og sam- vinnu, og á því sviði er bæði nauðsynlegt og áhugavert verk- efni, sem við, samvinnumenn, þurfum að vinna að í meira mæli en hingað til, sagði Stefán Valgeirsson alþingismaður að lokum, og þakkar blaðið svör hans. E. D. -MÍNNING Hjartans amma mín. Nú þegar þú, sem varst og ert mér svo afar kær, ert horfin frá þessu jarðneska lífi, er mér einkar ljúft að skrifa nokkur þakkar-. og kveðjuorð til þín. Minningarnar sækja að hver af annarri og allar eru þær jafn hugljúfar, þar ber engan skugga á. Ég minnist lágvax- innar konu, sem alltaf var svo frá á fæti, hljóðláts fótataks, vinnusamra handa, sem ávallt voru reiðubúnar til hjálpar, ef tök voru á. Ég minnist einnig augna þinna, er þau horfðu á mig, svo hlý, svo trygg. Ég minnist hljóðlátra stunda með þér, bæði sem barn og einnig sem fullorðin kona. Ég minnist þess, er ég sem barn dvaldi hjá þér á sumrin, allra stundanna okkar saman. Manst þú eftir lítilli stúlku, sem alltaf beið á horninu eftir að amma hennar kæmi heim úr vinnunni. Já, ég veit að þú manst það. Og alltaf komst þú með eitthvað til þess að gleðja lítið barnshjarta með. Ég sé okkur fyrir mér ganga saman heim, hönd í hönd, svo glaðar og ánægðar. Eða þá kvöldin, þegar þú komst og straukst svo létt en þó svo blítt yfir vanga minn og bauðst mér góða nótt, þá var gott að vera til. Já, þú varst amma, í orðsins fyllstu merkingu, og eins og þær gerast beztar, og Guð gefi að sem flestir eigi og eignist slíka ömmu, því það er dýr- gripur í lífi hverrar manneskju. Ég gæti talið upp ótal atvik í okkar sambandi, sem er svo gott að minnast, en þau ætla ég að geyma í minningasjóðin- um mínum og hann er stór. Og þó að við höfum alltof sjaldan hitzt síðustu árin, þá hefur hugur minn oft dvalið hjá þér, og ég hef beðtð Guð að styrkja þig í veikindum þínum. Og þó að ég vissi, að þú yrðir sífellt lasnari, þá trúi ég því ekki almennilega enn, að þú sért farin frá okkur. Samt finnst mér einkar táknrænt, að þú skyldir kveðja þetta líf á sjálfa jólanóttina, fæðingarhátíð Frels arans. Það átti vel við þig. Lífið heldur áfram, en gott er að eiga í fórum sínum falinn fjársjóð, fagrar minningar um yndislega ömmu, minningar, sem enginn fær frá manni tekið, þó að veraldargengið sé valt. Elsku amma mín, hafðu mínar hjartan legustu þakkir fyrir alla þina góðsemi í minn garð svo og fjölskyldu mirinar. Brosið þitt bjarta og blíða mun geymast í vitund minni. Hafðu góða heim komu og njóttu sem bezt sam- fundanna við horfna ástvini þína, sem efláust bíða þín, og þeir eru margir, þar af sex börn þín, sem þú máttir sjá af á öll- um aldri, svo og þrjú tengda- börn, sem öll hurfu héðan í blóma lífsins. Hittumst heilar á ný. Og að lokum eins og við enduðum öll okkar bréf. Guð og góðir englar verndi þig og blessi. Þín dótturdóttir, Sóley Benna. Rune Dimberg, yfirlæknir stofn unar, sem í Stokkhólmi veitir ungum áfengisneytendum og eiturlyfjasjúklingum viðtöku, segir m. a.: „Fyrir fimmtán til tuttugu ár- um voru drukknir unglingar harla sjaldgæf sjón í Stokk- hólmi. Nú ber það við, að skól- um verði að loka vegna þess, að fjöldi unglinga er ekki allsgáð- ur. Móttökustöð unglinga, sem orðnir eru drykkjuskap eða eiturlyfjum að bráð hefur ekki undan að taka við þessu fólki, þar á meðal börnum, og eru tuttugu aðrar heilsugæzlustöðv ar, sem annast slíka móttöku í Stokkhólmi, og með börn og unglinga, sem finnast meðvit- undarlaus eða viti sínu fjær er farið í sjúkrahús, enda þarf oft bráðra viðbragða til þess að koma f veg fyrir, að þau bíði bana. Miðlungi sterk öl, sem menn héldu einu sinni, að yrði til bóta, á mikla sök á því, hvernig komið er, og verður framleiðsla þess og sala bönnuð 1. júlí í sumar, þar sem nú er ljóst, að það hefur reynzt hinn mesti skaðvaldur, einmitt börnum. Börn, sem byrja snemma að neyta áfengis, eiga miklu meira á hættu en aðrir, sem ekki byrja áfengisneyzlu fyrr en síðar á ævinni. Þar er ekki á það eitt hætt, að þeir verða miklu fleiri áfengissjúklingar, auk mikillar hættu á heilaskemmdum, held- ur en áfengisneyzla barna og unglinga einnig fordyri hvers konar afbrota og glæpa.“ □ Z7 Z7 lamuikim STÓRHRÍÐARMÓT Um síðustu helgi var haldið í Hlíðarfjalli við Akureyri svo- kallað Stórhríðarmót og var keppt í svigi. Færið var frekar þungt og grófust braut.irnar nokkuð. Frostlaust veður var og nokkur ofanhríð. Urslit í mótinu urðu þessi: Fl. 13-—14 ára pilta. Sek. Ólafur Harðarson 108,32 Stefán Stefánsson 115,52 Björn Sveinsson 116,60 Fl. 13—15 ára stúlkna. Sek. Sólveig Skjaldardóttir 119,46 Ásta Ásmundsdóttir 125,55 Sigrún Sigmundsdóttir 126,50 Fl. 15—16 ára pilta. Sek. Finnbogi Baldursson 106,53 Ólafur Grétarsson 107,64 Kvennaflokkur. Sek. Sigurlaug Vilhelmsdóttir 116,81 Halla Gunnarsdóttir 118,44 Karlaflokkur. Sek. Haukur Jóhannson 94,09 Jónas Sigurbjörnsson 102,54 Ingþór Sveinsson, ÚÍA 103,85 Um næstu helgi fer fram svo- kallað Hermannsmót og er það punktamót og jafnframt opið fyrir keppendur hvaðan sem er af landinu. Á laugardag verður keppt í stórsvigi karla og kvenna, og á sunnudag í svigi. KA og Ármann gera jafntefii Einn stærsti leikur annarar deildar í handknattleik var leik inn í íþróttaskemmunni á Akur eyri sl. laugardag, og léku þar Ármann úr Reykjavík og KA. Mikill fjöldi áhorfenda var mættur í skemmunni og voru heimamenn hvattir ákaft. Bæði liðin stilltu upp sínu sterkasta liði, og var frekar lítið um inná- skiptingar í leiknum. Fyrsta mark leiksins skoraði Þráinn Ásmundsson fyrir Ár- mann og Sigurður jafnaði skömmu síðar fyrir KA. Friðrik Jóhannsson kom Ármanni aftur yfir, en Ármann Sverrisson jafn aði fyrir KA með laglegu marki. Sigurður kom síðan KA-mönn- um yfir með því að gera tvö í röð og næstu mínútur skiptust liðin á að skora en KA hafði ávallt eins til tveggja marka forskot. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks jafna Ármenningar og komast yfir og í hálfleik var staðan 9 gegn 8 fyrir Ármann. Jóhann Einarsson gerði fyrsta mark seinni hálfleiks og jafnaði fyrir KA. Tvö næstu mörk gera Ármenningar, en síðan skorar Ármann Sverrisson stórglæsi- legt mark eftir frábæra sam- vinnu við Hörð Hilmarsson og var sú leikflétta ljósasti punkt- ur leiksins. Leiknum lauk síðan með jafn tefli, 18 mörkum gegn 18, og voru það nokkuð sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. í seinni hálfleik reyndu Ár- menningar að taka Hörð úr um- ferð en þá tóku aðrir við að halda sóknarleik KA í skefjum og eftir nokkuð þóf losnaði Hörður úr gæslunni. Þáttur markmanna í leiknum var mikill. Gauti í marki KA stóð þar allan leikinn og varði yfirleitt mjög vel. Sama er að segja um markmenn Ármanns, þá Egil Steinþórsson og Ragnar Gunnarsson. Þeir vörðu mjög vel og Ragnar m. a. eitt víti. Dómarar í leiknum voru þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson og dæmdu þeir yfir- leitt mjög vel. Mörk KA skoruðu Sigurður 7 (3 úr víti), Ármann og Þor* leifur 4, Jóhann 2 og Albert 1. Flest mörk Ármanns skoraði Friðrik Jóhannsson 5, og Pétur Ingólfsson og Hörður Karðar- son 3 hvor. Önnur úrslit Frá Skákfélagi Akureyrar Skákþing Akureyrar hófst 19. janúar og er þriðja umferð tefld í kvöld, miðvikudag, í Félags- borg, starfsmannasal SÍS á Gefjun. Keppendur eru alls 36 og tefla 12 í efri flokki, 12 í neðri flokki og 12 í unglinga- keppti við Taflfélag Hreyfils og Skáksamband Suðurlands í 1. deild í skák. Leikar fóru svo að skákfélagið gerði jafntefli við báða andstæðinga sína, hlaut 4 vinninga gegn 4 vinningum. 12. janúar var haldið 15 mín. Þróttur frá Reykjavík og KA léku í annarri deild kvenna í handknattleik sl. laugardag. Þróttarstúlkurnar sigruðu ör- ugglega í leiknum, skoruðu 15 mörk á móti 6 hjá KAstúlkun- um. Umf. Laugdæla og UMSE léku einn leik í fyrstu deild í blaki sl. laugardag og sigruðu laugvetningar í þremur hrinum og UMSE í einni. Þá léku Laugdælir tvo leiki um helgina við Þór í körfu- knattleik. Á laugardag léku þeir í annarri deild og sigruðu þá Þór með 59 stigum gegn 50, og á sunnudag léku sömu aðil- ar í Bikarkeppni KKÍ og sigraði Þór þá einnig. með 75 stigum gegn 65. Þórsarar eru efstir í annarri deildinni, hafa leikið fimm leiki og unnið þá alla. Þá komast- þeir einnig áfram í Bikarkeppninni og leika næst við Val sem eins og kunnugt er leikur í fyrstu deild. Staðan í II. deild Þessi húsvísku börn héldu fyrir skömmu hlutavcltu. Ágóðann, kr. 17.000, settu þau inn á bankabók Sólborgar, sem er dvalarheimili á Akureyri fyrir þroskaheft fólk. Fénu verður varið til að gleðja á jólum þau börn þar, sem minnst mega sín og fáa eiga að. Þorm. J. flokki. Meðal keppenda í efri skákmót í , Félagsborg. Kepp- Staðan í annarri deild í hand- flokki má nefna Halldór Jóns- endur voru 33 og tefldu þeir knattleik eftir leik KA og Ár- son, margfaldan Akureyrar- 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. manns er nú þessi: meistara, og Gylfa Þórhallsson, Röð efstu manna varð þessi: sigurvegara í nokkrum mótum KA 9 6 2 1 210-191 14 hér hin síðari ár. í neðri flokki 1. Jón Björgvinsson 5 v. Ármann 7 5 2 0 163-120 12 tefla meðal annarra Jón Ingi- 2. Haki Jóhannesson 51/2 — KR 7 5 11 170-134 11 marsson, gamalfrægur skákmað 3. Ólafur Steinarsson 5% — Þór 7 3 13 141-132 7 ur og Akureyrarmeistari, og 4. Stefán Ragnarsson 5V2- Leiknir 8 2 2 4 160-189 6 Friðgeir Sigurbjörnsson, átt- 5. Guðm. Svavarsson 5 — Stjarnan 7 2 14 114-134 5 ræður unglingur. Skákstjóri var Albert Sigurðs Fylkir 7 2 14 110-117 5 Helgina 15.—16. jan. fór Skák son. ÍBK 9 0 0 9 149-257 0 félag Akureyrar suður og Skákfréttaritari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.