Dagur - 23.03.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 23.03.1977, Blaðsíða 8
DAGXJR Akureyri, miðvikudaginn 23. mars 1977 RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VELJIÐ RÉTT MERKI Vinnan er okkar menning segir fréttaritarinn á Dalvík Dalvík 21. mars. í gær kom trilluhom að landi með 600 kg af rauðmaga og þykir það gott. Gæti það bent til þess, að brátt komi grásleppan á miðin með sín dýrmætu hrogn, sem söltuð eru í tunnur til útflutnings að hætti frumstæðra þjóða og jafnvel keypt inn í landið aftur í neytendaumbúðum. Heldur hefur dregið úr veið- um netabáta, sem moköfluðu fyrri hluta þessa mánaðar. Og togarinn Björgvin landaði reyt- ingsafla í síðustu viku. Þá var rækjubátur að koma inn með 7,5 tonn. Vinna í frystihúsinu hefur ekki verið stöðug, en þess er þá einnig að geta, að ekki er það að öllu leyti gott, að t. d. hús- mæður vinni dag hvern og auk þess langan vinnudag langtím- um saman við fiskinn, þótt mönnum finnist tekjuþörfin mikil. Um menninguna er það að segja, að það fer ekki mikið fyrir henni þessa dagana, þegar undan eru skilin hin nauðsyn- legu störf við framleiðslu og þjónustu, en þau störf fela auð- vitað í sér meiri og minni menningu, hvernig sem á er litið og víst er, að hin svo- nefnda hversdagsvinna er und- irstaða hennar. Nú stendur það til, að okkur verði afhentur nýi togarinn, Björgvin, um næstu mánaða- mót. Hér gera menn mikið að því að ríða út og viðrar löngum vel til þess, og þá stunda menn skíðin af umtalsverðum áhuga. Bömin, sem heimsóttu Dag. (Ljósm. E. D.) Börnin vinna gegn tóbaki Tólf ára nemendur í Bamaskóla Akureyrar hefur stofnað félag til að sporna á móti reykingum jafnaldranna og yngri barna. Þeir áttu erindi suður Athygli vekur, að lyftinga- menn á Akureyri hafa náð miklum árangri ‘í íþrótt þessari á skömmum tíma. Sunnudaginn 3. mars hófst íslandsmót í tvíþraut í Reykjavík. —• Keppendur voru 22 og þar af voru 5 frá Akureyri en hinir frá Reykjavík. í Dvergvigt sigraði Viðar Örn Eðvarðsson KA. í létt- þungavigt sigraði Kristján Falsson KA og í milli- þungavigt sigraði Hjörtur Gíslason. í milliþungavigt náði Freyr Aðalsteinsson öðru sæti. Þátttöku akureyringanna fimm lauk svo, að þeir hrepptu þrjú gullverðlaun og ein silfurverðlaun. □ Leikskóli í Lundahverfi Á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar eru níu milljónir króna ætlaðar til nýrrar dag- vistunarstofnunar og hefur bæj- arráð samþykkt að fela félags- málastofnun bæjarins að gera fjármagns- og framkvæmda- áætlun í sambandi við bygg- ingu leikskóla í Lundarhverfi. Fyrir liggja staðlaðar teikn- ingar af slíku húsi, sem ætlað er fyrir 80 börn, eða 40 fyrir hádegi og 40 eftir hádegi. Lík- legt er, að framkvæmdir hefjist í sumar því þörfin er mikil í þessu fjölmenna hverfi. □ Komu nokkrir þessara nem- enda á skrifstofur Dags og sögðu fréttir af félagsstofnun- inni og starfinu, ennfremur, að enginn reykti í þeirra bekk. Börnin hafa nú þegar heim- sótt nokkrar verslanir á Akur- eyri og farið þess á leit, að tó- baksauglýsingar væru teknar niður, en í staðinn sett upp skilti með varnaðarorðum. — Okkur hefur verið vel og ágæt- lega tekið, sögðu börnin, á öll- um stöðum, nema einum, þar var okkur illa tekið og jafnvel haft í hótunum við okkur. Við ætlum að halda starfinu áfram og gera hvað við getum. Auk þess ætlum við að gefa út blað og safna í það auglýsingum til að bera kostnaðinn, sem verður ekki mikill, því skólinn lætur Slysavarnadeild kvenna á Ak- ureyri hefur staðið fyrir fræðslu- og kynningarkvöldum í meðferð slökkvitækja og nokkrum atriðum í skyndihjálp. Ólafur H. Oddsson. okkur fá aðstöðu og hjá skólan- um fáum við einnig fræðslurit um skaðsemi reykinganna. Og ennfremur ætlum við að fara í yngri bekki og fræða nemend- ur um skaðsemi tóbaksins. Von- andi fá þessi áhugasömu börn góða fyrirgreiðslu hjá almenn- ingi og fyrirtækjum, þegar þau kveðja dyra. □ Marathon Man Borgarbíó er að hefja sýningar á hinni frábæru mynd Maraþon maðurinn. Þetta var jólamynd Háskólabíós. Myndin er alveg ný, aðeins nokkurra mánaða gömul. Aðalhlutverk leika Dus- tin Hoffman og Laurence Oli- vier, sem fékk Oscars-verðlaun- in fyrir leik sinn í þessari mynd. Hafa kynningarkvöld þessi ver- ið í Oddeyrarskóla, Glerárskóla, Lundarskóla og Gagnfræða- skólanum. Víkingur Björnsson frá eld- varnaeftirlitinu kynnti eld- varnatæki og meðferð þeirra, en Ólafur Oddsson læknir kynnti frumatriði í skyndihjálp. Kvikmyndir voru notaðar til skýringa á málum þessum og fyrirspurnum var svarað. Þegar blaðamaður leit inn í Gagnfræðaskólann á miðviku- dagskvöldið stóð kynning yfir og var hún vel sótt af ungu fólki, og má líklegt telja, að sú fræðsla, sem þar var veitt og á sams konar kynningarkvöld- um á öðrum stöðum, hafi björg- unarstarf verið undirbúið, þótt síðar komi í ljós. Framtak slysavamakvenna í þessu efni er því þarft og þakk- arvert. Formaður deildarinnar er Stefanía Ármannsdóttir. □ Skyndihjálp og meðferð slökkvitækja kynnt o • Átta ungmenni. Á stúkufundi fsafoldar 10. mars, í Varðborg, var rætt um bjórmálið. Á þeim fundi stóðu upp átta ungmenni, 14—17 ára, og mæltu af ein- Iægni og þrótti gegn bjóm- um. Margir aðrir tóku til máls, en því er þessa getið, að ánægjulegt er af því að frétta, að ungt fólk hikar ekki við að láta heilbrigðar skoðanir sínar í ljósi, og móti þeim óheillastraumi, sem áfengi veldur. Þetta fólk skilur, og hefur senni- lega af því reynslu, að það er ekki þroskamerki að sitja að drykkju. • Engar fréttir? Margir hafa samband við blaðið um þau mál, sem efst eru í huga og er það vel. Enn fleiri ættu að koma áhuga- málum sínum á framfæri með því að stinga niður penna og senda til birtingar. Meðal þess nýjasta, sem vakið var máls á, voru frétt- irnar. Kona á Eyrinni taldi flestar fréttimar vondar fréttir, og spurði hvort ekki væri hægt að söðla um á því sviði. Þessu er því til að svara, að þetta blað óskar fremur góðra frétta en vondra og um það ber blaðið ljósan votfc En hinu er ekki að leyna, að það þykir frétt- næmara og frásagnarverðara þegar maður kastar steini í rúðu, en ef hann gerir sér það ómak að hjálpa blindum yfir götu. Út af þessiun um- ræðum kom fram tillaga um nafngift á nýjum þætti, þar sem fegurð mannlífs réði ríkjum og ætti þátturinn að heita: Engar fréttir, og myndi sá þáttur vinsælastur í heimi. • Onnur kona á erindi. Kona, brekkubúi, segist vera feitlagin og berjast við kílóin sín. Hún álítur, að svo sé um margar fleiri og þær ættu að mynda félagsskap um þetta sameiginlega á- hugamál, að halda aukakíló- unum niðri en heilsunni C7 uppi. Telur hún, að félags- skapur um þetta mál styrki einstaklingana í viðleitn- inni og því sé hann nauð- synlegur. Vill hún snúa máli sínu til þeirra kvenna, sem taka vildu forystu í málinu, því þá myndu margar tilbún- ar að fylkja liði. I þessu sam- bandi má minna á framtak kvenna á Þórshöfn, sem komu sér upp heilsuræktar- húsi og nota það mjög mikið og með góðum árangri, að þyí er þær sjálfar segja og fleiri bera vitni um. Já, þess- ari hugmynd er hér með komið á framfæri til umhugs- unar. • Afnemum ljótan sið. En ekki látum við konumar einráðar í þessúm þætti. — Maður einn hringdi til blaðs- ins og sagði það hina mestu háðung, að það væri naum- ast hægt lengur að bjóða kunningjafólki í kvöldkaffi án þess að hafa vín á borð- um, því til þess væri ætlast. Gæti það allt endað með ósköpum og gerði það stund- um. Og þar væru konumar síst betri. Sagðist hann vilja beina því til almennings, að afnema slíkar siðvenjur hið bráðasta, og yrði þá komið í veg fyrir mörg slysin, af ýmsu tagi, sem þættu bæði furðuleg og ótrúleg, ef dreg- in væm fram í dagsins Ijós. Þessari ábendingu manns- ins er hér með komið til skila. • Byggt á staurum. I tíu þúsund manna bæ ein- um í Jakútíu, sem enn hefur ekkert nafn hlotið, fer frost- ið aldrei úr jörðu. Öll húsin eru byggð á staurum, eins og á öðram þeim stöðum, þar sem er stöðugur og ei- lifur ís. Hús, sem byggð væru á venjulegum granni, myndu eyðileggjast vegna þess, að húshitinn myndi smám saman bræða íshell- una ofanverða. En jörð í ei- lífum ísböndum, er traust eins og granít. í Jakútíu er fræg demantanáma. Sæluvikan hafin Sauðárkróki 22. mars. Sæluvika skagfirðinga hófst á sunnudag- inn og hefur verið vel sótt. Leik- félag Sauðárkróks frumsýndi . gamanleikinn „Er á meðan er“ og leikstýrir Ragnhildur Stein- grímsdóttir honum. Leikendur eru 19. Leiknum var framúr- skarandi vel tekið, en mesta at- hygli vakti leikur þeirra Elsu Jónsdóttur og Hafsteins Hann- essonar, enda bæði sviðsvön. Á sunnudaginn var opnuð málverkasýning í Safnahúsinu og voru sýnd verk þriggja lista- manna, þeirra Valtýs Péturs- sonar, Einars Hákonarsonar og Þórðar Hall. Sýningin verður opin fram til 27. mars. Mánudagurinn var að vanda helgaður börnum og unglingum á Sæluvikunni og voru sam- komur fyrir þá aldursflokka vel sóttar. En um kvöldið var sam- koma í kirkjunni, kirkjukvöld og var þar mikil aðsókn. — Kirkjukórinn, undir stjórn Jóns Björnssonar, söng mjög vel og sérstaka hrifningu vakti söng- urinn með flutningi nýs lags söngstjórans við hátíðaljóð Dav- íðs Stefánssonar, Þú mikli ei- lífi andi. Einsöng söng Þórunn Ólafsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.