Dagur - 06.04.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 06.04.1977, Blaðsíða 4
Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentvcrk Odds Bjömssonar h£. Senn kemur vorið Hversu sem viðrar frá degi til dags, vitum við að vorið kemur senn og er okkur kærkomnara en flestum öðr- um þjóðum vegna norðlægrar legu lands okkar og hins skamma sumars. En við erum að því leyti betur settir en íbúar þeirra landa, sem sunnar eru á hnettinum, að langdegi er hér meira og nóttlaus hásumartíð. Hinn langi sólargangur hjálpar gróðrinum til að verða fegurri, efnaríkari og hraustari en þekkist í suðlægari ná- grannalöndum, og njótum við þess ríkulega. Og þess verður vart, jafnvel inni á skrifstofum, að gestir, sem þangað leggja leið sína utan af strönd og dal, hafa fundið vorið nálgast og bera það með sér í hug og hjarta. íslenskt vor og sumar glæðir vonir okkar og lífs- hamingju og lofar okkur miklu. Vor- ið gefur okkur kjark til að stíga á stokk og strengja heit, og langdegið getur hjálpað okkur til að standa við þau. Á hverju vori verður öll náttúra lands okkar ástfangin og full af lífi og unaði. Allar lífverur, sem blund- að hafa undir vetrarfeldi, vakna til lífsins og öll skepna skaparans, hverju nafni sem nefnist, bergir af lífsins brunnum, hver eftir sínum þroska. Bóndinn fylgir hjörð sinni og hjálpar jörðinni til að bera ávöxt, sjómaðurinn leggur net sín og báðir njóta þeir tónlistar farfuglanna, lækjamiðs og bámkvaks, eftir því sem næmleiki þeirra getur notið. Nú þegar er tími til þess kominn fyrir þá, sem þétt búa og lítið land eiga, að huga að fjölæmm garðplöntum, mnnum og trjám. Sumir munu búnir að sá sumarblómafræi í kassa í stofuglugganum, aðrir þurfa að klippa greinar og kvisti og má ekki draga það lengur, og senn em kart- öflur settar til spímnar, en allt starf í húsagarðinum gæti verið fjöldan- um andlegur og líkamlegur heilsu- gjafi, langt umfram það sem algeng- ast er. Og vorið lofar ferðalögum um sveitir þessa lands, sem búa yfir svo óendanlegri og fjölbreyttri fegurð. Vorið býr yfir gagni og gleði öllum þeim, sem vorhuga eiga í sálu sinni og geta tekið á móti dásemdum lífs- ins, sem vorið glæðir. Þótt vetur ríki eflaust enn um stund, geta menn í huga og hjarta gefið sig á vald hinna björtu daga, sem framundan em. □ Takast þarf nánara samstarf milli Alþingis og láglaunafólks Ingvar Gíslason alþingismaður skrifar Eins og kjörum láglaunafólks er háttað, er varla hægt að bú- ast við öðru en að kauphækk- anir eigi sér stað í vor. Hins vegar er óraunsætt að hugsa sér samninga á grundvelli þeirrar kröfugerðar, sem fyrir liggur, án þess að á eftir fylgi miklar verðhækkanir og tvíefld verðbólga. Þetta stafar af því, að engin trygging er fyrir, hversu ört kauphækkanir breið ast út um allt launakerfið, enda munu þær ekki staðnæmast við láglaunafólkið, ef ekkert er að gert, auk þess sem viðurkenna verður, að atvinnulífið er ekki við því búið án skipulagsað- gerða að tryggja sömu fram- leiðsluafköst á 8 klukkustund- um og 10 stundum. Hætt er því við að fyrst um sinn muni dag- leg eftirvinna haldast jafnvel þótt verkafólki væri tryggt líf- vænlegt dagvinnukaup. Án skipulagsbreytingar myndi því kauphækkun leiða til verulega aukinna útgjalda hjá mörgum atvinnufyrirtækjum. Einnig er óraunsætt að horfa fram hjá efnahagslegum staðreyndum eins og þeirri, að ávállt er um að ræða víxlverkun milli kaup- gjalds og verðlags sem kemur fram í verðbólgu. Því fær eng- inn máttur breytt, hvorki á himni né jörð. Lágt dagvinnukaup. Þótt þannig sé talað, getur engum dulist að kaupgjald fyrir venjulega dagvinnu er mjög lágt miðað við eðlilegar lífskröf- ur. Fæstum er mögulegt að lifa af dagvinnukaupi eða því, sem fæst fyrir 40 stunda vinnuviku. Mánaðarkaupsmenn eru ekki ofhaldnir af sínu. Enginn getur í sjálfu sér láð launamönnum þó að þeir setji fram kröfur um að geta lifað af dagvinnukaupi. En jafnvel réttlætis- og sann- gimismál er hægt að reka of einhliða. Mikil nauðsyn er á því að hefja skipulegar aðgerðir til þess að koma á raunverulegum 8 stunda vinnudegi í íslensku atvinnulífi. Um það þarf að tak- ast samstarf milli launþega og atvinnufyrirtæk j a. Næg atvinna. En þegar rætt er um kjara- mál, þá munu flestir sammála um að besta kjaratryggingin felist í því að næg atvinna sé í boði. Krafan um fulla atvinnu er óumdeilnlegt réttlætismál, og verkalýðshreyfingin á að fylgja því fast eftir að henni sé skil- yrðislaust fullnægt. Síðustu ár hefur verið haldið uppi fullri atvinnu í landinu, og mun sann- ast mála að atvinnutekjur manna hafa, þrátt fyrir allt, verið býsna miklar. Það sýna þær skýrslur, sem fyrir liggja um framtaldar tekjur kvæntra manna á undanförnum árum. — Ráðstöfunarfé flestra heimila hefur verið miklu meira en Ingvar Gíslason, alþingismaður. skráðir kauptaxtar gefa til kynna. Vissulega liggur mikil vinna á bak við þá peningalegu afkomu, sem þarna er um að ræða, og oftast þannig, að bæði hjónin afla teknanna að meira eða minna leyti, en eigi að síð- ur hafa þessar tekjur runnið í sameiginlegan sjóð heimilanna og staðið undir lífskjörum, sem ekki virðast lakari en almennt gerist í þróuðum velferðarþjóð- félögum. í nýútkominni ársskýrslu Amts- bókasafnsins á Akureyri segir frá því, að bókakosturinn sé 24.658 bindi og hafði aukist á annað þúsund á árinu. Þar segir ennfremur, að bókaútlán hafi verið að meðaltali yfir 400 bindi á dag. Þá nutu margir aðilar þess að fá lánaða í safninu „bókakassa“ og njóta bókakassa- lánin aukinna vinsælda. Þá hefur safnið tekið upp þá þjónustu að miðla talbókum til blindra og sjóndapurra. Skráðir gestir í lestrarsal Hver er kaupmátturinn? Nokkur tilhneiging er til þess að gera mikið úr kjararýrnun og minnkandi kaupmætti launa á síðustu misserum. Miðað við þann mælikvarða, sem notaður er, þ. e. að kaupmáttur 1971 er ákveðinn 100 stig, þá var kaup- máttur 1975 að meðaltali 114 stig, 1976 113 stig og var um 115,9 stig 1. mars sl. Árin 1972 og 1973 var kaupmátturinn 117 stig fyrra árið og 119 stig hið síðara. Á árinu 1974 var kaupmáttur 133 stig. Sú tala er þó algerlega óhæf til viðmiðunar, enda var kaupmáttur þá aukinn til stutts tíma með óeðlilegri samnings- gerð. Hið sanna er að kaup- máttur launa síðustu 2 ár hef- Skorað á Fimmtudaginn 3. mars sl. var haldinn fundur með foreldrum þeirra 8 ára barna, sem eiga skólasókn í Lundarskóla. Skóla- stjórinn, Hörður Ólafsson, gerði stuttlega grein fyrir starfi skól- ans og leiddi síðan ásamt nokkr- um samkennurum sínum um- ræður um samskipti skóla og heimila, heilsugæslu í skólanum o. fl. Vegna fjölmennis, en alls mættu um 50 manns á fundin- um, var gestum skipt í umræðu- hópa, alls 8 og skilaði hver hóp- ur niðurstöðum í lok fundarins. Ein tillaga var nokkuð rædd og ákveðið að beina svohljóðandi áskorun til bæjaryfirvalda: „Fundur foreldra og forráða- manna 8 ára barna, sem nema í Lundarskóla, skorar á bæjar- voru 8.580 á síðasta ári. Filmu- safn Amtsbókasafnsins er mikið notað af fræðimönnum. Þá er þess getið í skýrslunni, ásamt margs konar öðrum fróðleik, að Thersia Guðmundsson, fyrrv. veðurstofustjóri og börn henn- ar tvö, Hákon Barðason og Hildur Barðadóttir, hafi gefið safninu veglega bókagjöf úr bókasafni Barða Guðmundsson- ar, fyrrverandi þjóðskjalavarð- ar og voru allflestar úr búi föður hans, Guðmundar Guð- mundssonar hreppstjóra á Þúfnavöllum. □ Frá Amtsbókasafninu á Akureyri • Sfldarverksmiðjan á Hjalteyri. Eins og margir vita, sem muna síldarárin, þá hefir ýms- um sjávarþorpum, sem byggðu afkomu sína að öllu eða mestu leyti á síldarverkun, farið mjög aftur síðan síldin hvarf. Á ein- staka stað gekk þetta svo langt, að heil þorp stóðu sem næst mannlaus og í niðumíðslu að fáum árum liðnum. Nægir að minna á Eyri við Ingólfsfjörð og Djúpuvík við Reykjarfjörð vestra. Á Siglufirði og Raufar- höfn var ástandið lengi slæmt, en batnaði stórum við auknar loðnuveiðar. Nú vill svo til, að hér við Eyjafjörð er ein stærsta síldar- verksmiðja sem til á íslandi. Þetta er verksmiðjan á Hjalt- eyri, sem Hf. Kveldúlfur lét reisa árið 1937, og þótti þá eitt mesta mannvirki hér á landi. Þessi verksmiðja starfaði síðan til ársins 1966 að síldveiðar hættu að mestu. Síðan hefir verksmiðjan skipt um eigendur, því Landsbanki íslands tók all- ar eignir Hf. Kveldúlfs upp í skuldir félagsins við bankann. Mjög er nú rætt um leiðir til að auka loðnuvinnslu. Mér virð- ist í fljótu bragði, að auðvelt myndi öflugum félögum eins og SÍS að koma rekstri Hjalteyrar- verksmiðjunnar aftur af stað. Ekki skiptir miklu máli hvort reksturinn yrði i höndum ríkis, bæjar og samvinnuhreyfingar- innar, við höfum ekki efni á að láta þetta vandaða húsnæði standa autt árum saman. Afköst verksmiðjunnar voru talin 10 þús. mál, sem er 1350 tonn á sólarhring. Að vísu þarf að kaupa flest allar vélar til vinnslu aftur af stað, því mikið hefir verið selt af vélakostin- um. Það væri veglegur áfangi byggðastefnunnar að koma til móts við óskir þeirra, sem hamla vilja gegn sóun verð- mæta í hvaða mynd sem er. Framfaramað ur. ur verið nokkuð jafn og er miklu hærri en var á áratugn- inn 1960—1970 og verulega hærri en árið 1971. Hann er að vísu lægri en árin 1972 og 1973, en varla verður sagt að þar muni afar miklu. Hafa verður í huga að árin 1972 og 1973 voru mikil uppgangsár, einkum ef miðað er við viðskiptakjör, en árin, sem á eftir komu, voru ákaflega erfið í því tilliti. Mín skoðun er sú að beita verði öllum tiltækum ráðum til þess að bæta kjör láglaunafólks. Vonandi er að hinar hefð- bundnu aðferðir dugi til þess, en þó er ástæða til að draga það í efa. Ég álít að nánara og beinna samstarf þurfi að takast milli Alþingis og láglaunafólks- ins um sanngjarnar lausnir á vandamálum þess. Kemur þá til greina að setja kaupbindingu á hina hærri launaflokka. En trygging fullrar atvinnu er þó stærsta kjaramálið, þegar öllu er á botninn hvolft. yfirvöld yfirvöld að koma hið fyrsta upp gangbrautarvörslu við Þing- vallastræti hjá eða ofan Spenni- stöðvar á mestu umferðartím- um, s. s. er börn fara í skóla árla morguns, um hádegi, þ. e. beggja vegna matarhlés og endranær, er veður eða aðrar ástæður gefa tilefni tiL“ Greinargerð: Þeir sem við Þingvallastræti búa hafá á fáum árum orðið vitni að gflurlegri umferðaraukningu um Þing- vallastrætið, bæði hefur bif- reiðafjöldi aukist, stórar vöru- bifreiðar hafa orðið æ meir áber- andi og ökuhraði virðist meiri en fyrr. Á þeim tímum dagsins, er umferðarþungi er hvað mest- ur, veitist fullorðnu fólki full- erfitt að komast áfallalaust yfir götuna. Að vísu skal það tekið fram, að gangbrautir hafa verið merkatar á tveim stöðum ofan Spennistöðvar, en bæði öku- menn og gangandi vegfarendur virðast bera takmarkað traust til þeirra. Minna má á, að a. m. k. þrjú umferðarslys hafa orðið á Þingvallastræti ofan Mýrarvegar nú í vetur, þar af eitt dauðaslys. Þau börn, sem búa norðan Þingvallastrætis og eiga skóla- sókn í Lundarskóla þurfa a.m.k. tvisvar á dag og reyndar flesta daga oftar leið yfir götuna, hvernig svo sem veðri, færð og skyggni er háttað. Allir vita, að mat barna á fjarlægð, hraða og tíma er annað en fulldrðinna, auk þess sem athygli þeirra er oftast dreifðari og kvikulli. Þess vegna — og eingöngu til að tryggja öryggi bamanna — skorum við á bæjaryfirvöld að koma upp vörslu við áðumefnda götu á þeim tímum dagsins, þegar mest umferð bama er yfir hana. Fordæmi um slíka þjón- ustu eru mörg, bæði frá ná- grannalöndum og „að sunnan“ svo sem meðfylgjandi mynd frá Hafnarfirði sýnir. Það er álit okkar, að því fé sem til slíkrar þjónustu yrði varið, væri ekki á glæ kastað. Á Góuþræl 1977. Ritað skv. beiðni fundargesta. Bernharð Haraldsson, Víðilundi 18. Gísli Júlíusson, Akurgerði 5D. 4•DAGUR - Vegaframkvæmdir ... Framhald af blaðsíðu 8. fram með þeim hætti, að tekið var tillit til lengdar þjóðbrauta, ástands þeirra og umferðar- þunga eftir ákveðinni formúlu. Af þeim 400 milljónum, sem áætlaðar eru í þjóðbrautir, koma 17% í Norðurland eystra, en í sumum kjördæmunmn var fært fé af stofnbrautum yfir á þjóðbrautir, að ósk viðkomandi þingmanna. Nýbygging vega á Norðurlandi eystra, samkv. vegaáætlun 1977— 1980, talið í milljónum króna. Þjóðbrautir: 1977 1978 1979 1977 1978 1979 Fjárv. Fjárv. Fjárv. Fjárv. Fjárv. Fjárv. Greniv.vegur 21,5 Mýv.sv.v. 13,4 Svarfd.vegur 7,5 13,0 Baldurs- Bakkavegur 4,6 6,0 heimsvegur 2,7 Hörgárd.v. 1,1 Útkinnarv. 4,0 Dagv.eyrarv. 6,0 Sandsvegur 6,0 2,5 Norðurlandsv. Staðarbraut 14,5 — Finnast.v. 1,0 Laxárd.vegur 4,5 Kristnesv. 6,4 Hólsfjallav. 15,4 Hólavegur 3,0 Gilsbakkav. 8,7 Eyjafj.braut Austursandsv. 5,0 eystri 11,7 13,2 Laxárd.vegur 7,4 Vaðlah.vegur 2 Langanesv. 8,0 Fnjóskad.- vegur eystri 5 Brýr: Vaglask.vegur 7,0 1977 1978 1979 Fremstafells- Fjárv. Fjárv. Fjárv. vegur 2 Mjóadalsá 34 Lundarbr,- Bakkaá 1 vegur 0,5 Grjótá á Öxnd.h. 21 Bárðardalsv. Búðarárgil 49 eystri 3,0 Svarfaðardalsá 27 Stafnsvegur 2,0 Eyvindarlækur 13 Stofnbrautir: 1977 1978 Fjárv. Fjárv. Lánsh. Fjárv. Lánsh. 1979 Um Öxnadalsheiði 25 10 30 10 10 Norðan Akureyrar .... 40 12 40 15 50 Víkurskarð 50 30 46 25 55 Ljósavatnsskarð 6 4 4 20 Um Svalbarðsströnd .... 20 6 5 Kross — Fosshóll 10 Brún — Máskot 8 2 2 Vestan Helluvaðs 4 6 6 Vindbelgur — Nesl.vík 8 2 2 Námaskarð 21 Ólafurfjörður — Ólafsfj.v. 10 4 4 Hörgárd.v. — Norðurl.v. 20 10 10 Þorvaldsdalsá 40 Hámundarstaðir — Dalv. 15 10 20 Múlavegur, vegsvalir . . 10 Kaldakinn 12 21 10 10 Tjörnes 5 20 Lón — Víkingavatn .... 20 5 30 Sunnan Brunnár 20 Við Kópasker 15 Melrakkaslétta 18 5 25 5 30 S.-Áland — Hafralónsá . . 12 10 Þistilfjörður . 10 | Kveðja við útför | Sigþórs i Valdemars- & |sonar 1 frá bróður hans | Öðni f I I I 1 I I I § Hvað get ég nema beygt mín kné í bæn, því bróðir minn og vinur, hann er dáinn? Þó ljós að baki skuggans skynjum við, eins skelfir okkur gesturinn með ljáinn. Ég hefi séð í sorgarinnar hyl og sopið ramman drykk af bikar jarðar. Og kafað tregans kalda, myrka djúp. En kannski var ég aldrei lostinn harðar. Þó var ég aldrei vinalaus og einn, mig vöfðu ástrík hjörtu kærleik sínum. En þó var enginn eins og bróðir minn. Hans ævitryggð skal ljós á vegi mínum. y * <■ ? t | 1 f | f | f | f é f- f | f f f I f f f t <3 5 I Ég bið, er sál hans siglir þar í höfn, er sólardísir gullnum voðum tjalda: — Guð, réttu bróður mínum hjálpar hönd, því lionum á ég stærstu skuld að gjalda. f t f t Hjallabrautarmótið 1977 fór fram um helgina Um siöustu helgi var haldið a vegum foreldraráðs Skíðaráðs Akureyrar svokallað Hjalla- brautarmót 1977, og var það keppni í svigi í öllum flokkum 12 ára og yngri. Var þetta jafn- framt síðasta mótið í svokall- aðri bikarkeppni þessara flokka. Á laugardag var veður og færi gott til keppni en verra á sunnudag en batnaði þegar á daginn leið. Úrslit í mótinu urðu þessi: 7 ára og yngri: sek. Jón H. Harðarson 58,8 Jón Ingvi Árnason 67,6 Jón Harðarson 68,5 8 ára stúlkur: sek. Gréta Björnsdóttir 62,1 Hanna Dóra Markúsdóttir 63,0 Erla Björnsdóttir 67,1 8 ára drengir: sek. Aðalsteinn Árnason 58,5 Hilmir Valsson 58,9 Gunnar Reynisson 61,3 9 ára stúlkur: sek. Guðrún J. Magnúsdóttir 80,0 Katrín Pétursdóttir 97,4 9 ára drengir: sek. Ólafur Hilmarsson 72,0 Smári Kristinsson 77,7 Valur Gautason 79,8 Bikarkeppni Nú er lokið á vegum foreldra- ráðs Skíðaráðs Akureyrar Bikarkeppni barna yngri en 12 ára. Keppt var á fimm skíðamótum í vetur og ræður samanlagður árangur þriggja bestu mótanna úrslitum. Bik- arar og verðlaunagripir voru allir gefnir af Kiwanisklúbbn- um Kaldbak, Akureyri. í bik- arkeppninni voru alls 105 þátttakendur. Formaður for- eldraráðs er Gísli Kristinn Lórensson og aðrir í ráðinu eru Kristinn Steinsson, Björg Þórðardóttir, Pétur Pálmason, Rafn Sveinsson, Kristín Jóns- dóttir, Björn Arason og Hörð- ur Sverrisson. Þjálfarar voru þeir Svanberg Þórðarson og Viðar Garðarsson. Úrslit í bikarkeppninni eru þessi: 7 ára og yngri: stig Jón H. Harðarson 0 Jón Harðarson 146,15 Kristín Hilmarsdóttir 215,46 8 ára stúlkur: stig Gréta Björnsdóttir 0 Arna ívarsdóttir 53,21 Erla Björnsdóttir 83,66 10 ara stulkur: sek. Signe Viðarsdóttir 76,3 Andrea Björnsdóttir 87,2 Anna M. Malmquist 141,6 10 ára drengir: sek. Þorvaldur Orlygsson 74,1 Jón Björnsson 80,4 Tryggvi Haraldsson 81,8 11—12 ára stúlkur: Hrefna Magnúsdóttir 65,9 Lena Hallgrímsdóttir 65,9 Ásdís Frímannsdóttir 70,1 11—12 ára drengir: sek. Erling Ingvarsson 58,1 Davíð Björnsson 58,5 Stefán Bjarnhéðinsson 58,7 Þór í 1. deild Sl. sunnudag lék meistara- flokkur Þórs í körfuknattleik sinn síðasta leik í annari deild í ár. Úrslit í leiknum skiptu Þór ekki máli, þar eð þeir höfðu þegar sigrað deildina og færast því upp í fyrstu deild unglinga 8 ára drengir: stig Aðalsteinn Árnason 0 Hilmir Valsson 1,91 Gunnar Reynisson 105,25 8 ára stúlkur: stig Guðrún J. Magnúsdóttir 0 Katrín Pétursdóttir 104,13 9 ára drengir: stig Ólafur Hilmarsson 0 Guðm. Sigurjónsson 50,88 Smári Kristinsson 85,50 10 ára stúlkur: 0 Signe Viðarsdóttir 0 Anna M. Malmquist 30,60 10 ára drengir: stig Þorvaldur Örlygsson 4,56 Björn Júlíusson 13,93 Jón Björnsson 20,92 11—12 ára stúlkur: stig Hrefna Magnúsdóttir 0 Lena Hallgrímsdóttir 8,0 Ingibjörg Harðardóttir 86,96 11—12 ára drengir: stig Erling Ingvason 0 Ingólfur H. Gíslason 23,77 Stefán Bjarnhéðinsson 40,14 Námskeið fyrir knattsp.dómara Bráðlega er fyrirhugað nám- skeið fyrir knattspyrnudóm- ara hér á Akureyri á vegum KR.A. Þeir sem ljúka prófi á námskeiðinu öðlast dómara- réttindi sem héraðsdómarar. Mikill skortur er á knatt- spyrnudómurum hér á Akur- eyri og í nágrenninu, og eru því velunnarar knattspyrnu- mála hvattir til að sækja slíkt námskeið og gefa síðan kost á sér til dómarastarfa. Þeir sem hafa hug á að sækja nám- skeiðið, tilkynni þátttöku sína til formanna knattspyrnu- deilda félaganna eða til Ólafs Ásgeirssonar, sími 21606, eða Guðmundar Sigurbjörnssonar, síma 22346. í körfubolta næsta keppnistímabil. Síðasta leikinn léku Þórsarar við Hauka úr Hafnarfirði og töp- uðu honum, en það var fyrsti tapleikurinn í deildinni í vet- ur. Fyrir nokkrum árum léku Þórsarar í fyrstu deild í körfu- knattleik og áttu þá mjög sterkt lið, sérstaklega þau ár sem Einar Bollason var þjálf- ari og leikmaður liðsins. Vitað er að róðurinn verður erfiður fyrir Þór næsta vetur, en hann mun eflaust gera sitt besta. — Þjálfari og aðalleikmaður Þórs nú í vetur hefur verið Stefán Hallgrímsson, en for- maður körfuknattleiksdeildar er Guðmundur Hagalín. — Blaðið óskar Þórsurum inni- lega til hamingju með sigur- inn. Skíðalands- mótið á Siglufirði Nú um páskana fer fram á Siglufirði Skíðalandsmótið svo kallaða. Keppendur á mótinu verða á annað hundrað alls- staðar af að landinu. Allir bestu skiðamenn landsins leiða þar saman hesta sína í öllum greinum skíðaíþrótta. K.A. sigraði í síðustu viku léku meistara- flokkar Þórs og KA í hand- knattleik leik í Akureyrar- móti. Búið var að leika þenn- an leik áður, en þá varð jafn- tefli. Að þessu sinni sigraði KA með 25 mörkum gegn 20 og er því Akureyrarmeistari í handknattleik í ár. Miklar framfarir hjá sundfólkinu okkar Miklar framfarir urðu hjá sundfólki Akureyringa sl. ár. Stór hópur barna, unglinga og fullorðinna æfir sundíþrótt- ina undir skipulegri þjálfun Jóhanns G. Möllers. Árangur- inn hefur heldur ekki látið á sér standa. Á síðasta ári voru alls sett 46 Akureyrarmet. — Flest metanna setti Sólveig Sverrisdóttir, eða 15 alls, en hún var einnig í stúlknasveit Óðins sem bætti metið í 4x100 m skriðsundi og 4x100 m fjór- sundi. Aðrir sem bættu Akur- eyrarmet á síðasta ári voru Þórey Tómasdóttir, Marinó Steinarsson, Ingimar Guð- mundsson, Eygló Birgisdóttir, Anna Björnsdóttir, Geir Bald- ursson og Ólöf Jónsdóttir. — Helgina 19. og 20. mars dvöld- ust Óðinsmenn í æfingabúð- um á Laugalandi á Þelamörk og var þá æft og keppt alla helgina. Á þeim mótum voru einnig sett sex Akureyrarmet, og ber þar hæst met Sólveigar Sverrisdóttur í 100 metra flug- sundi 1:15.9 en það er næst besti árangur sem náðst hefur í þessari grein. Þá var Geir Baldursson fyrstur Akureyr- inga til að keppa og synda 1500 metra skriðsund, en það er mjög erfið keppnisgrein, og ekki á færi nema vel þjálfaðra pilta. Formaður Óðins er Gestur Jónsson. DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.