Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Dagur - 14.04.1977, Blaðsíða 2

Dagur - 14.04.1977, Blaðsíða 2
Um skipan snjóflóða- og hafísrannsókna í tilefni af skýrslum Rann- sóknaráðs ríkisins um skipulag snjóflóða- og hafísrannsókna vill félagið leggja til eftirfar- andi: 1. Komið verði á fót sérstakri rannsóknastofnun sem ann- ist rannsóknir á snjóflóðum, skriðuföllum og berghlaup- um svo og ýmsum áhrifum frosts í jarðvegi svo sem kali, þúfumyndun, rústamyndun og jarðskriði. 2. Þá verði hafísrannsóknir efld- ar og sérstök áhersla lögð á að rannsaka áhrif hafíss á veðurfar og lífsskilyrði hér- lendis. Vísindafélag norð- lendinga vill að athugað verði hvort eðlilegt sé að hafís- rannsóknir tengist fyrr- greindri rannsóknastofnun. 3. Þar sem skriðuföll og snjó- flóð eru tíðust á Vestfjörðum, Miðnorðurlandi og Austfjörð- um er lagt til að stofnunin verði við Eyjafjörð. Greinargerð: Á síðustu árum hafa íslending- ar orðið þess áþreifanlega varir að ýmis náttúruöfl hafa valdið þjóðinni þungum búsifjum, sem hún hefur ekki verið viðbúin að mæta, m. a. vegna þess að skort hefur gagnastöfnun og rann- sóknir á þessum fyrirbærum. Má í þessu sambandi nefna snjó- flóð, hafís, skriðuföll, kal og ýmis skyld fyrirbæri. Rannsóknaráð ríkisins hefur nú sett fram tillögur um skipu- lag snjóflóða- og hafísrann- sókna, og ber að fagna því. í tillögunum er mælt með að stofnaðar verði sérstakar ráð- gjafanefndir með a. m. k. einum fastráðnum sérfræðingi er feng- inn verði staður á Veðurstofu íslands í Reykjavík. Rétt er að benda á að dreifing fyrrgreindra náttúrufyrirbæra á landinu er á þann veg að snjó- flóð, skriðuföll og hafískomur eru tíðastar á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Enn fremur er rétt að benda á að önnur fyrirbæri, er gætu tengst þessum rannsóknum, eru algengust um norðanvert land- ið og má þar nefna berghlaup, jöklarannsóknir, rannsóknir á þúfumyndun, rannsóknir á rústamyndun í mýrum og flóum á hálendinu, rannsóknir á kal- skemmdum og önnur áhrif frosts og klaka í jarðvegi. Sýn- ist því lítil skynsemi að velja rannsóknum stað í Reykjavík, víðs fjarri rannsóknarefninu. Þær stofnanir í Reykjavík, er eitthvað hafa fengist við rannsóknir á þessum fyrirbær- um og nefndar hafa verið sem hugsanlegir rannsóknaraðilar, eru yfirhlaðnar störfum og er hætt við að það geti komið nið- ur á væntanlegum rannsóknar- verkefnum. Þótt mikið hafi verið ritað og rætt um flutning ríkisstofnana frá höfuðstaðnum bólar ekki enn á neinum framkvæmdum í þá átt, og reynsla annarra þjóða bendir líka til þess að mun auð- veldara sé að koma á fót nýjum stofnunum úti á landi en flytja þær sem þegar eru rótgrónar á miðsvæðunum. Hér er því gull- ið tækifæri fyrir stjórnvöld að sýna vilja í verki með því að setja á fót sérstaka ísrannsókna- stofnun, sem valinn yrði staður utan höfuðborgarsvæðisins. Olafur Jónsson, fyrrum ráðu- nautur á Akureyri, vann braut- ryðjendastarf með ritverki sínu Skriðuföll og snjóflóð, sem út kom 1957 og á árinu 1976 kom út annað ritverk eftir hann, Björn jónsson fyrrum bóndi í ölduhrygg fæddur 7. des. 1903 dáinn 8. marz 1977 Skarð er fyrir skildi skjól er fokið í, upp á hugans himin hrannast tregaský: er nú gengin undir ævidagasól blíð og birtufögur Bjöms í Víkurhól. Þar féll grein af góðum gömlum ættarhlyn. Stóð að gegnum guma göfugt bændakyn. Fram í dalnum fagra fæddur hann og var. Tryggðir megintraustar til hans ávallt bar. Þér i blóð var borin bóndans starfa til þráin frá því fyrsta, — féll hún þér í vil. Þar fékk hönd og hyggja hugljúft verkasvið. Hesta, kýr og kindur knýttir tryggðir við. Yndisstundir áttir oft í sveitaró. Gaf af gnægðum sínum gróðurmoldin frjó. Blær er grasið bylgjar, blessuð sólin skín: búandmanni betri birtist ekki sýn. Einn var allra bestur eðliskostur þinn: lundin ljúfa, glaða, létti hláturinn. Ama burtu báru bros þín mild og hlý. Eyddist þögn og þykkja þinni návist í. Þú af þjóð ert kvaddur þökk og virðing með fyrir kynning kæra, klökkvi fer um geð. Um þig aldrei fimist endurminning trygg meðan gróa og glitra grös um Ölduhrygg. Er nú frjáls og ungur andi svifinn þinn móti sól og sumri sæll í himinninn. Þar er gott að gista guðs hjá veldisstól. Aldrei gengur undir eilíf náðarsól. H. Z. Berghlaup, þar sem hann greinir frá rannsóknum sínum og myndar drög að íslenskri ofan- fallafræði. Öll rök virðast hníga í þá átt að skynsamlegt og raun- hæft sé að koma á fót ísrann- sóknarstofnun í Eyjafirði og væri það verðugur minnisvarði um brautryðjendastarf Ólafs Jónssonar í þessum fræðum og gæti eflt þær rannsóknir í nátt- úruvísindum í þessum fræðum og gæti eflt þær rannsóknir í náttúruvísindum sem stundað- ar eru á Norðurlandi og eiga sér orðið langa sögu. Akureyri í mars 1977. F.h. Vísindafélags norðlendinga Tryggvi Gíslason. (F r éttatilkynning) Kvenfélagið Hlíf ályktar eftirfarandi: Fundur haldinn í kvenfélaginu Hlíf laugardaginn 2. apríl 1977, sendir frá sér eftirfarandi álykt- un. Um áratuga skeið hefir fé- lagið unnið að velferð barna, í fyrsta lagi með starfrækslu dag- heimilis fyrir börn í 22 sumur, í öðru lagi vinnur félagið nú að því að búa barnadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri tækjum til velferðar verðandi borgurum þessa héraðs. Þar sem velferð barna hefir um svo langt skeið verið aðal- markmið kvenfélagsins Hlífar, fagnar fundurinn framkominni sókn skólabarna gegn tóbaks- reykingum í landinu og óskar þess að þau beri gæfu til þess með baráttu sinni að vinna stór- sigur í framkvæmd. Megi starf þeirra verða svo árangursríkt að íslendingar geti fagnað árinu 2000 í reyklausu landi. (Fréttatilkynning). Ný sending Steffens buxur og vesti, st. 6—12. Steffens skyrtur, köflóttar, st. 2—8. VERSL. ÁSBYR6I Smáauölvsinéar Skemmtanir wBifreiðir Eldri dansa klúbburinn heldur dansleik miðvikudag- inn 20. apríl (siðasta vetrar- dag). Húsið opnað kl. 21. Miðasala við innganginn. Stjórnin. Bingó að Hótel Varðborg föstudaginn 15. apríl kl. 20,30. Aðalvinningur Norðurlanda- ferð með Samvinnuferðum. Margir fleiri góðir vinningar. Systrafélagið Gyðjan. Frá Sjálfsbjörg. Síðasta spilakvöld vetrarins verður I Alþýðuhúsinu n. k. sunnudag 17. apríl kl. 8,30 sd. Fjölmennið stundvíslega. Nefndin. Þýsk íslenska félagið heldur árshátlð þann 23. apríl 1977 að Hótel KEA og hefst stund- víslega kl. 19,30 með borð- haldi. Þátttöku tilkynnist fyrir 20. 4. I síma 21345 og 21295. Stjórnin. Til sölu bifreiðin A 3675, mjög vel með farin Ford Cortina árg. 1974. Ekin 24.000 km. Uppl. I síma 21298 eftir kl. 20. Volkswagen árg. '64 til sölu. Góð vél, dekk, rafgeymir og fleira. Yfirbygging léleg. Uppl. I síma 19859 eftir kl. 18. Cortina árg. ’68 til sölu. Uppl. I sima 22043. Til sölu Volkswagen 1303 árg. 1973, ekinn 75.000 km. Uppl. I síma 21637 eftir kl. 18. Til sölu Austin Mini árg. 1974. Uppl. I síma 22430. Til sölu Opel Record árg. '71. Ný sprautaður og I toppstandi. Aðeins ekinn 57 þús. km. Uppl. gefur Magnús Sigur- steinsson I síma 62194, Ólafsfirði. iSalai Til sölu er mótor, gírkassi og kúpling úr Opel Record 1964. Uppl. i síma 22686. Til sölu reiðhjól fyrir 8—10 ára og einnig fyrir fullorðinn. Tvær felgur undir Fíat. Upplýsingar I slma 21448 eftir kl. 19. 18” sjónvarpstæki til sölu. Verð kr. 25.000. Upplýsingar I síma 11450. Til sölu kvlgur komnar að burði á fyrsta kálfi. Einnig góð taða. Sigfús Árellusson, Geldingsá. Til sölu eru fjögur jeppadekk á felgum 15 tommu. Uppl I síma 21445 eftir kl. 17. Húsnæði Ung stúlka óskar eftir lltilli Ibúð eða herbergi með eld- unaraðstöðu. Algjör reglu- semi. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. I síma 23267 I kvöld, miðvikudagskvöld. Nýleg 3ja herbergja íbúð I raðhúsi til leigu strax. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir þriðjudaginn 19. apríl merkt ,,í toppstandi”. Ungt par óskar eftir lltilli (búð. Vinsamlegast hringið I slma 21537 eftir kl. 19. Ungt par úr sveit óskar eftir lltilli Ibúð til leigu. Reglusemi heitið. Uppl. I síma 19946 eftir kl. 18. Nýtt og vandað átthagarit Siglufjarðarbók ’76. Annar árgangur. Utgefandi: Sögufél. Siglfirðinga. Nýlega er komið út 2. árgangur af Siglfirðingabók með ýmsum sögulegum þáttum. Er Sögufélag Siglfirðinga mjög athafnasamt Gjafir og áheit til Geðverndarfélags Ak. 1975: Áheit (Pálína Halldórsdóttir) kr. 10.000. Áheit (Anna Krist- jánsdóttir) 5.000. Gjöf (Hall- grímur Ingvarsson) kr. 7.500. Gjöf (Jórunn Guðmundsdóttir) kr. 1.000. 1976: Gjöf (Anna Kristjánsdóttir) kr. 1.000. Áheit (ónafngreint) kr. 8.000. Áheit (Anna Kristjáns- dóttir kr. 2.000. Gjöf (Pálmi og Hjördís) kr. 2.000. Gjöf til Geð- fræðslu (,,S“) kr. 5.000. Styrkur (,,S“) kr. 10.000. Styrkur (Guð- borg Brynjólfsdóttir) kr. 1.000. Áheit (Sigurlaug J., Reykjavík) kr. 4.000. Félagið þakkar veittan stuðn- ing. (Fréttatilkynning). • Ónáttúra í sauðfénu. í bréfi frá Marteini Sigurðssyni á Hálsi segir m. a.: Á Hóli, nágrannabæ, bar það til í október í haust, að ær bar, og er það ekki einsdæmi, en rétt fyrir jólin báru tvær ær til viðbótar, síðan ein og ein. Hinn 1. mars voru 40 ær bornar á bænum. Bóndanum, Sigurði G. Jónssyni, þykir víst meira en nóg komið, því þetta veldur miklum þrengslum : og óþæg- indum og fóðureyðslan er mjög mikil umfram það, sem venju- legt er. Gaman væri að vita það hjá dýralæknum, hvað þeir segja um þessa ónáttúru, og af hverju fyrirbærið stafar. Það er leitt að geta ekki sent mynd af þessari hjörð, því að bónda hef- ur tekist að halda þessu í ágætu lagi. Geta má þess, að á næsta bæ við Hól, Hnjúki, báru 8 ær á svipuðum tíma, eða í janúar og febrúar. að gefa svona sögurit út árlega, því að mikil vinna liggur þar á bak við. Fjórir þættir eru veigamestir í þessu riti. Þorvaldur ríki á Dalabæ, foreldar hans og af- komendur, eftir Sigurjón Sig- tryggsson. Þetta er fróðleg grein um búskap og sjósókn á Dala- bæjum vestan Siglufjarðar og afkomendur Þorvalds ríka. Þá er í bókinni grein um Siglunes, eftir Þ. Ragnar Jónas- son. Segir þar frá staðháttum, sjósókn, ásamt ábúendatali á Siglunesi. Er því efni gerð góð skil. Þá er þarna skemmtileg og fróðleg grein um Siglufjarðar- skarð, eftir Jónas Ragnarsson, og er hún prýdd myndum eftir Ragnar Pál Einarsson listmál- ara. Er þar lýst slysförum á Skarðinu, vígslum sem þar fóru fram og breytingum vegarins úr þröngum hestagötum í akveg. Þá er grein eftir Þorstein Jó- hannesson, bæjarverkfræðing, um snjóflóð og snjóflóðavarnir í Siglufirði og nákvæmar athug- anir höfundar á því efni. Margt fleira er í ritinu, þó að ekki verði það upptalið hér. Bókin er í bandi, prentuð á góðan pappír með nafnaskrá. Hér hefur verið lagt fram myndarlegt framlag til sögu bæjarins og héraðsins. E. S. 2 * DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 16. tölublað (14.04.1977)
https://timarit.is/issue/206293

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. tölublað (14.04.1977)

Aðgerðir: