Dagur - 14.04.1977, Blaðsíða 7

Dagur - 14.04.1977, Blaðsíða 7
■.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V/.VV.V.V.V.V.V.V.'A KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK J skrifar um bœkur .V.'.V, .V.’.V.V.W.V.W.W.W.V.-.V.V.V.’mW.' AA.-bókin. Útgefandi AA. út- gáfan, Reykjavík. — Sagan af því hvernig þúsundir karla og kvenna hafa læknast af alkóhól- isma. Áfengissýkin hefur fylgt mann- kyni frá ómunatíð. Hún vofir enn yfir okkur eins og svipa skelfingarinnar, þótt læknavís- indin hafi útrýmt eða heft fram- gang tuga annara álíka meina. Væri jafn auðvelt að greina sýkla þá, er valda öðrum þjóð- plágum í líki sjúkdóma, væri löngu búið að finna öruggt ráð gegn þeim. Væru þeir sýklar geymdir í vöruhúsum eins og áfengið, væri búið að brenna þau hús. En hér spilar inn, að þessi sjúkdómsvaldur er versl- unarvara, já, ein helsta gróða- lind þúsunda manna og jafnvel nýtt af ríkissjóðum sem búbót. Þess vegna eru þessi sýklabúr opin og auglýst. Og nægilega margir, alltof margir, bera þang- að fé sitt í skiptum fyrir stund- arfró, logna gleði, ævikvöl og dauða. Furðulegt öfugstreymi. Þessi bók fjallar um nauðvörn þeirra, er orðið hafa fórnar- lömb áfengissýklanna. Þetta er bók um mannlega niðurlæging, sorg og kvöl. AA.-samtökin eru ung að árum. „Neistinn, sem tendraði fyrsta AA-hópinn var sleginn í Akron, Ohio (í Banda- ríkjunum) í júní 1935 og hrökk 75 ára afmæli Jón Baldur Jónsson á Stóru- völlum átti 75 ára afmæli hinn 1. apríl. Hann hefur búið þar allan sinn búskap, en hefur nú minnkað við sig, eins og vera ber. Han ner fróður maður og kann sæg vísna og sagna og vinnur nú meðal annars við bók- band. Verkefnaskortur er eng- inn, enda sá skortur verstur fyr- ir aldrað fólk, sem hefur krafta til að sinna þeim. Baldur er kvæntur Þuríði Pálsdóttur frá Stóruvöllum og er hún dáin fyrir nokkrum árum. Mágkona hans, Dagrún, heldur nú heimili með honum, en hún hefur ætíð átt heima á Stóruvöllum. Einnig er í sama húsi f jölmennt heimili dóttur hans og tengdasonar. Þ.J. af samtali verðbréfasala og læknis í Akron“. Svo segir í formála þessarar bókar, sém nú er komin út á íslensku, en var fyrst prentuð í Bandaríkjunum 1939. Þessir menn voru báðir drykkjusjúklingar. En þeir gerðu sér grein fyrir því og einnig hinu, að slíkir verða að klóra í bakkann sjálfir, eða far- ast. — AA-samtökin byrjuðu smátt. Nú eru í þeim tugþús- undir félagshópa og milljónir fé- laga í yfir 100 löndum. Þessi bók er handbók þeirra og leiða- bók í senn í voðasjóum áfengis- brimsins. Hér segja sjúklingar sögu sína, m. a. um átakanlega ósigra fyrir Bakkusi. Hér segir frá því hvernig frumkvöðlar byggðu vamarvigi sín. Að við- urkenna sig sjúka, að vænta möguleika til viðnáms og gagn- sóknar, að viðurkenna eitthvert afl sér sterkara, einhvem guð eins og hver og einn gat hugsað sér hann, og reyna að leita til hans í bæn og ákalli um styrk Að reyna að bragða ekki vín í dag. Einn dag í senn. Það þýddi ekki að taka stökkin stór, menn urðu að feta sig fram. Og þeir gerðu sér ljóst, að það var ekki nóg að hætta sjálfir, þeir urðu að fórna kröftum til að hjálpa öðmm jafn illa stöddum til að hætta. Hér hefur verið unnið ótrúlega mikið starf og sigrar eru furðumargir, þó skipbrot fylgi með. En upphafsmenn hittu á rétta sálfræði, án þess að hún væri viðurkennd vísindi þá. Það er samstarf, trúnaður, opin samgönguleið milli sálna. Nokkrir íslendingar segja sögu baráttu sinnar hér. Vandamálið er enn við lýði. En leiðin til að leysa það er fundin: AA-sam- tökin. Þessi bók ætti að vera til á hverju heimili, einkum þar sem Bakkus knýr dyra. En hann er víða á ferð Drykkjusjúklingur! Ef þú lest þessi orð, þá útvegaðu þér AA-bókina. Lestu hana vel, farðu eftir ráðum hennar út í ystu æsar. Og þú munt læknast. Líf þitt breytir svip. Þjáning þinni, ógæfu fjölskyldu þinnar, niðurlæging þinni og fátækt lýkur. Þú verður frjáls og lífið hlær aftur við þér. Kaupum hreinar léreftstuskur PRENTVERK OÐDS BJÖRNSSONAR HF. TRYGGVABRAUT 18—20. — SÍMI 22500. Til sölu Hef verið beðinn að annast sölu hlutabréfa í Sana hf. að nafnverði kr. 44.028.000,00. Upplýsingar á skrifstofunni, ekki í síma. ÁSMUNDUR S. JÓHANNSSON, hdl., Brekkugötu 1, Akureyri. Foreldrafélag Glerárskóla Stendur fyrir almennum fundi í Glerárskóla föstu daginn 15. apríl kl. 20,30. Sturla Kristjánsson, skólasálfræðingur talar um skóiasálfræði og Valgarður Haraldsson námsstjóri, talar um grunnskólalögin. Vinnuskóli Akureyrar óskar eftir starfsfólki til verkstjórnar frá júní- byrjun. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 20. apríl á skrifstofu Garðræktar Gróðrarstöðinni sími 11047 á þriðjudögum og föstudögum kl. 10—12 f. h. Einnig vantar leiðbeinendur við Skólagarða Ak- ureyrar. Góð auglýsing gefur góðan arð Frá Markaðsversluninni Hrísalundi! TILBOÐ VIKUNNAR: „DELIKATSS” HRÖKKBRAUÐ TilboSs- verS kr. 124 Hámarks- verS 137 „KORNI” FLATBRAUÐ - 129 143 o —1 —1 m m X - 110 122 KRUÐUR oo o 1 109 Matvörudeild Frumkvœdi og forysta ífódurvörumálum. í áratugi hafa kaupfélögin og Sambandið staðið í fararbroddi með nýjungar og framfarir í innflutningi og dreyfingu kjarnfóðurs í landinu. Og enn sem fyrr höfum við stöðugt fyrirliggjandi fjölbreytilegt úrval fóðurs fyrir allan búpening. Samsetning fóðursins byggist á langri reynslu sértræðinga og bænda hér á landi og er að sjálfsögðu framleitt samkvæmt stöðlun Fóðureftirlits ríkisins. STEWART FÓÐURSALT Trygging gegn steinef naskorti. COCURA 4,5 og 6 STEINEFNAVÖGGLAR Lótið ekki COCURAvantaí jötuna. SALTSTEINAR BLÁR ROCKIE - HVÍTUR KHZ - RAUDUR KHZ Fyrir hesta, sau&fé og nautgripi. ASETONA Örugg vörn gegn súrdoðo. Veitum ullar nánari upplýsingar. ^ Innf lutningsdeild Sambandsins og kaupfélögin. DAGUR•7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.