Dagur - 27.04.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL1977 18. TÖLUBLAÐ
Góður afli hjá
trillukörlum
Hjá Fiskmóttöku KEA á
Akureyri hefur verið unn-
ið dag og nótt að heita má
að undanförnu. Þar leggja
trillukarlarnir upp fisk
sinn. Aflinn hefur verið
góður um mánaðartíma.
Átta trillukarlar leggja
þama upp og hefur aflinn
verið hátt í tonn hjá hverj-
um og upp í hálft annað
tonn hjá netabátunum, en
tveir eru með net og hinir
með línu. Fiskurinn er
mjög vænn. Meðalverð
mun vera um 70 krónur
kílóið af þessum góða fiski.
Stutt er að sækja og gefur
þetta því nokkuð í aðra
hönd á meðan svona vel
aflast. □
Sumardagurinn
fyrsti
Skátar, hestamenn og ■
lúðrasveit skemmtu akur-
eyringum á sumardaginn
fyrsta og um kvöldið var
sýnd innlend kvikmynd,
Morðsaga.
Þann dag létu fyrstu
stelkarnir sjá sig á Leirun-
um, þrjátíu að tölu, og með
þeim var sendlingur. Grá-
gæsir sáust á oddaflugi. —
Lóan kom á öðrum sumar- |
degi.
Margir smábátar sáust á
sjó á innanverðum Eyja-
firði og komu með mikið af
fallegum þorski að landi
um kvöldið.
Víða á Norðausturlandi
er snjór með mesta móti
um þessi sumarmál og sér
hvergi á dökkan díl. □
Skógar landsins
125 þúsund
hektarar
Skóglendi landsins er, sam-
kvæmt nýjustu rannsókn-
um, 125 þúsund hektarar.
Rúmlega 30% þessa skóg-
lendis er í framför og eru
það ískyggilegar horfur. —
Liðlega 26% skóglendis er
í afturför og 42% er staðn-
að. í nýútkominni skýrslu
um þetta mál segir meðal
annars, að allt of víða séu
skógarskemmdir hroðaleg-
ar. En ekki mega þessar
fregnir draga kjark úr
skógræktarmönnum, því
víða dafnar skógurinn vel
og er bæði til yndis og
gagns.
Stór ísjaki
Við Suðurskautslandið hef-
ur losnað ísjaki, sem á fáa
sína líka og er hann á reki.
Hann er sagður rúmlega
300 metra þykkur, 172 kíló-
metrar á lengd og nær 42
km á breidd. □
Reksturinn gengur miög vel
A ðalfundur Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri var haldinn
23. apríl sl. Rekstur stöðvarinnar gekk vel á síðasta ári
og var hluthöfum greiddur 10% arður, sem einnig var gert
á fyrra ári.
Þáttur viðgerða í heildarstarf-
seminni var 57% og hefur ekki
áður verið eins mikill. 122 skip
voru tekin í slipp á árinu, og
var dráttarbrautin svo til full-
nýtt. í skipaviðgerðum fara nú
fram ýmsar stærri viðgerðir en
áður og stórar breytingar. Af
stærri viðgerðum má nefna
lengingu skipa, yfirbyggingar,
uppsetning einangrunar og
kælikerfis og flokkunarviðgerð-
ir.
Nýsmíðar voru t.d. skuttog-
arinn Guðmundur Jónsson GK
475, sem mikla athygli vakti. Þá
var unnið að smíði Björgúlfs á
Dalvík, sem nú er kominn á
veiðar, en smíði hans tók lengri
tíma en ætlað var, svo og ný-
smíðar fyrir Þórð Óskarsson
hf. á Akranesi. Þá var gerður
samningur við Magnús Gamal-
íelsson útgerðarmann í Ólafs-
firði um smíði togara.
Þá tók slippurinn að sér all-
mikil verkefni við Kröflu.
Togarinn Björgúlfur á leið til heimahafnar, Dalvík.
(Ljósm. E. D.),
Tónlistardagar verða í maí
Tónlistarfélag Akureyrar gengst fyrir tónlistarhátíð í sam-
vinnu við Passíukórinn, dagana 5.-8. maí. Hátíð þessi
ber yfirskriftina „Tónlistardagar í maí 1977“. Um þrjá tón-
leika er hér að ræða.
Fyrstu tónleikarnir verða í Ak-
ureyrarkirkju 5. maí og hefjast
klukkan 8.30 e. h. Þar syngja
Sieglinde Kahman, Rut Magn-
ússon, Sigurður Björnsson og
Halldór Vilhelmsson Ástar-
söngvavalsana við undirleik
Ólafs Vignis Albertssonar og
Guðrúnar Kristinsdóttur og
fleiri söngvar eru þar á dag-
skránni.
Hinn 6. maí leikur Sinfóníu-
hljómsveit íslands í íþrótta-
skemmuunni undir stjórn Hu-
berts Soudant, en einleikari er
sellóleikarinn Erling Blöndal
Bengtson. Fluttur verður hinn
frægi Sellokonsert í H-moll eftir
Dvorak, og einnig verður 2.
sinfónía Brahms flutt.
Síðasta daginn, sunnudaginn
8. maí, verður óratorían Messías
eftir Hándel flutt í íþrótta-
skemmunni af Passíukórnum á
Akureyri, undir stjórn Roars
Kvam. Með Passíukórnum leik-
ur 25 manna kammersveit úr
Sinfóníuhljómsveitinni og eru
í þeirri sveit einleikaraarnir
Helga Ingólfsdóttir, Nina G.
Flyer, Lárus Sveinsson. Ein-
söngvarar eru: Halldór Vil-
helmsson, Michael J. Clarke,
Rut Magnússon, Sigrún Gests-
Passíukórinn á æfingu.
Roar Kvam,
stjórnandi Passíukórsins
á Akureyri.
dóttir og Sigurður Björnsson.
Hér er um að ræða stærsta tón-
verk ,sem flutt hefur verið á
Akureyri, og er fyrsta heildar-
uppfærslan á Messíasi utan
Reykjavíkur.
Tónlistarfélagið og Passíukór-
inn vilja með þessari hátíð gefa
akureyringum og öðrum norð-
lendingum tækifæri til að njóta
tónlistarflutnings, sem jafna má
við það besta, sem upp á er
boðið hérlendis. Hér er í mikið
ráðist, en væntanlega verður
það ljóst af mikilli aðsókn, að
þessi stórhugur verði sjálfum
sér og almenningi til sóma.
Áskriftarmiðar að þessum
þrem tónleikum spara nokkra
fjárhæð. Forsala aðgöngumiða
fer fram í Bókabúðinni Huld og
í Bókaverslun Jónasar Jóhanns-
sonar. Einnig verður forsala á
Húsavík, Dalvík, Ólafsfirði og
á Sauðárkróki.
Um 240 manns vinna hjá
Slippstöðinni á Akureyri og
stöðin talin best útbúna skipa-
smíðastöð landsins.
Rekstrarafkoman varð góð á
árinu og má segja að brútttó-
hagnaður hafi numið 138 millj-
ónum. Þar af er hagnaður tal-
inn 7,8 milljónir, arður 8,3 millj.,
afskriftir 23,4 milljónir og lækk-
un álagningar á nýsmíði 99,3
milljónir króna.
Stjórn Slippstöðvarinnar hf.
skipa: Stefán Reykjalín, stjórn-
arformaður, Helgi M. Bergs,
varaformaður (í stað Bjarna
Einarssonar), Inglfur Árnason,
ritari og meðstjórnendur eru
Bjarni Jóhannesson, Gunnlaug-
ur Claessen, Lárus Jónsson og
Tómas Steingrímsson. Fram-
kvæmdastjóri er Gunnar Ragn-
ars.
Valur Amþórsson stjómaði
aðalfundinum og Ingólfur Sverr-
isson var fundarritari. □
Vanfóðrun er
sjaldgæf
Forðagæslumenn eru í öllum
sveitarfélögum. Því miður er
það of algengt að búfjáreigend-
ur setja illa á og hugsa'ekki
nægilega vel um bú sitt, hvað
hirðingu snertir.
Þegar svo ber við, kemur til
kasta ráðunauta, en síðan
sveitastjórna ef vemlegar að-
gerðir reynast nauðsynlegar.
Hér í Eyjafjarðarsýslu og á
Akureyri hafa ráðunautar á
nokkrum stöðum verið kallaðir
á vettvang, en þó sjaldnar en
oftast áður, og forðagæslumenn
fylgjast með fóðrun og hirð-
ingu hjá nokkrum. Er þar um
að ræða bæði sauðfjár- og
hrossaeigendur. Vanfóðrun og
vanhirðing eru sjaldgæfar und-
antekningar, og sem betur fer
enn sjaldgæfari nú en á fyrir-
farandi árum. □
Togararnir
afla ágætlega
Kaldbakur landaði 160 tonnum
20. apríl. Aflaverðmæti 10,0
millj. kr. Harðbakur landaði 22.
apríl 292 tonnum. Aflaverðmæti
20,1 millj. kr. Sléttbakur var að
landa 150—160 tonnum á mánu-
daginn. Svalbakur landaði 116
tonnum 18. apríl. Aflaverðmæti
7,9 millj. kr. Sólbakur landaði
167 tonnum 13. apríl. Aflaverð-
mæti 11,8 millj. kr. □
Minningarmót um
Halldór Helgason
Á laugardaginn kl. 13.30 hefst
minningamót í bridge um Hall-
dór Helgason. Mótið vérður í
Gefjunarsalnum. — Keppninni,
sem verður í nýju sveitakeppnis
formi, stjórnar Guðmundur Kr.
Sigurðsson frá Reykjavík. —
Verðlaun eru gefin af Lands-
bankum á Akureyri.