Dagur - 04.05.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 04.05.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGTJR LX. ÁRG. AKUREYRI, MEÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1977 19. TOLUBLAÐ Flestir farfuglar komnir Fyrsta krían sást á Leirun- um við Akureyri á föstu- daginn, var þar í hópi hettumáva og fremur þreytuleg. Þá sást sama . dag hópur jaðraka á svip- uðum slóðum. Áður var stelkurinn og lóan komin. Til viðbótar sáust um helgina, bæði á Akureyri og úti í sveitum, grátittling- ur, maríuerla, lóuþræll, sandlóa og hrossagaukur. Óvenjulega mikil mergð þrasta hefur hingað komið að undanförnu. □ 100 þúsund kr. mánaðarlaun í stjórnmálaumræðum frá Alþingi á dögunum sagði Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra m. a. um §|1 kjarasamningana: „ . . . Ég hef áður lýst því yfir að ég er fylgjandi þeirri stefnu sem mörkuð var á síðasta Alþýðusambands- þingi, þ. e. að mánaðarlaun SgK hinna lægst launuðu hækki í 100 þúsund krónuur, mið- ;;>* að við verðlag það, sem gilti sl. haust. Menn geta ekki með góðu móti lifað af lægri launum. Hitt vil ég jafn- framt undirstrika, að ég tel > 'S? ekki unnt að láta tilsvar- andi launahækkun ganga í gegnum allt launakerfið. Þeir sem hafa hærri laun, |> verða að láta sér nægja minna. Það verður sam- kvæmt mínu mati að stefna . að nokkurri launajöfnun. Það er blátt áfram óhjá- kvæmilegt, ef takast á að rétta hlut þeirra, sem neðst- ir eru í launastiganum. . . .“ Áburðarverk- smiðjan í Gufunesi Gufunesi framleiðir ár hvert um 45 þúsund tonn af áburði, en um 20 þús- und tonn eru flutt inn, því að verksmiðjan annar ekki eftirspurn. Áburður hefur verið fluttur í mun stærri stíl frá Gufunesi en áður, miðað |>; við árstíma. Sá áburður |ff hefur einkum farið til Suð- ur- og Suðvesturlands. Veg- ir hafa verið góðir, og enn- fremur hefur ótti við verk- föll ýtt á eftir áburðar- flutningunum. Hins vegar tf hafa aðrir landshlutar þurft að bíða eftir skips- ferðum og er áburðar- flutningur til þeirra ekki meiri en venjulega. Unnið * er í Gufunesi alla daga árs- ins, allan sólarhringinn. — Starfsmenn eru 150. Lands- menn kaupa áburð fyrir þrjá milljarða á ári. □ K > Mikil umbrot Landsig, sprungumyndanir og mikil skjálftavirkni í Bjarn- arflagi, og gufugos norðan við Leirhnjúk, breytingar á botni Mývatns, en Kísiliðjan komin í gang á ný og stöðugt er unnið við Kröflu. í Bjarnarflagi komu jarðsprungur í Bjarnar- flagi og ágerðust þær. Gliðnun- in er talin um tveir metrar á þessu tvæði og stefna sprung- urnar norður-suður og eru margar. Miklar breytingar eru þarna orðnar á landslagi. Landsig er á spildu á milli Grjótagjár og Námafjalls og mældist það á laugardaginn einn metri og sextán sentimetrar, þar sem mest var. Sitt hvoru megin hef- ur orðið landris. Landrisið hér við Reykjahlíð er talið 40 senti- metrar við vatnið, en meiri fylla er í vatninu vestanverðu. Gufuhverir mynduðust í Bjamarflagi og er þar áberandi meiri yfirborðshiti. Greinilegar breytingar hafa orðið á Hver- fjalli, þannig að vesturbrún fjallsins hefur lækkað, enda liggja sprungur gegn um fjall- ið. Margar sprungur mynduðust á athafnasvæði Kísiliðjunnar, og í gegnum skrifstofu-útbyggingu. Verksmiðjan er í lagi og hún hefur tekið til starfa. Tvær þrær verksmiðjunnar eru ónýtar og sú þriðja skemmd. En hráefni var ekki í þeim, sem eyðilögð- ust. Skjálftar eru margir og suma finna menn. Stöðug vinna er við Kröfluvirkjun. Jarðfræðingar hafa enn fengið tækifæri til að auka við þekkinguuna á þessu óróasvæði. J. 1. Víða mátti sjá miklar sprungur á umbrotasvæðinu. (Ljósm. E. D.). Mývatnssveit 2, maí. Hinn 27. apríl varð stöðugur tirtingur á jarðskjálftamælum kl. 13,17. — Viðeigandi ráðstafnir voru strax gerðar hjá Almannavörnum, ef til meiri tíðinda dragi. Sama dag, eftir kl. 16.00, fóru skjálftar mjög vaxandi og fóru að finn- ast jarðskjálftakippir í Reykja- hlíð, en minna í Kröflu. Litlu síðar bárust fréttir um ösku- litaðan snjó á milli Reykjahlíð- ar og Grímsstaða og enn síðar um daginn var búið að finna gosstöðvar einn kílómetra norð- an við Leirhnjúk. Um miðnætti fundu menn nýjan gíg tveim km norðar, sem gaus ösku og gufu og lítilsháttar hraun hafði einnig úr honum runnið. Þekur það tvo hektara. Hafði það runnið fyrir eða um miðnætti á miðvikudagskvöld. Á föstu- dagsmorgun hættu gígar að gjósa gufunni en skjálftavirkni hélt áfram. Stærstir kippir um eða rúmir 4 á Richter. Strax á miðvikudagskvöldið Dalvflc 2. maí. Nýi togarinn okkar, Björgúlfur, fór út sama dag og hann var afhentur dal- víkingum og kom eftir rúma viku með 130 tonn fiskjar, og reyndust vélar og tæki í lagi. Björgvin landaði hér 165 tonn- um í gær. Grásleppuveiðin er ekki mikil ennþá, en netabátar hafa aflað nokkuð sæmilega. Snjór má heita yfir allt, þótt farið sé að sjást á hnjóta. Á laugardag og sunnudag þingaði Ungmennasamband Eyjafjarð- ar hér á Dalvík. Erfiðlega horf- ir með vinnslu á fiski vegna Tónlist í maí Tónlistarfélag Akureyrar og Passíukórinn efna til tónleika- halds 5.—8. maí n. k., svo sem sagt hefur verið frá áður. — Fyrstu tónleikamir verða í kirkjunni en hinir í íþrótta- skemmunni. Utlit er fyrir mjög mikla aðsókn. Þá er það athygl- isvert að á fjórða tug fyrir- tækja í bænum og einstaklingar hafa þegar styrkt þessa starf- semi fjárhagslega. Margir kaupa nú miða á alla tónleikana í einu lagi, sem er hagkvæmt, og sýnir jafnframt fjölþættan tónlistar- áhuga fólks. yfirvinnubannsins, sem í dag gengur í gildi. V. Ó. Kísiliðjan tekin til starfa á ný. (Ljósm. E. D.). Bann á alla rvinnu Hinn fyrsta maí tilkynnti Bjorn Jónsson forseti ASÍ, að forustumenn verkalýðs- hreyfingarinnar og stjórn heildarsamtakanna hefðu tekið þá ókvörðun að skora á alla launþega innan sam- takanna að leggja niður alla eftir-, nætur- og helgi- dagavinnu frá og með 2. maí. Þessi ákvörðun var tekin til að örva samning- ana, sem nú hafa staðið í tvo mánuði, án mikils ár angurs, þar sem atvinnu- rekendur hafi enn ekki lagt fram neinan jákvæðar til- lögur í kjaradeilunni. □ Allir á kafi í fiski hérna Sauðárkróki 2. maí. Áburðar- flutningar hafa verið miklir. En nokkrar tafir á flutningum að sunnan vegna annríkis flutn- ingaskipa komu í veg fyrir að bændur gætu flutt allan sinn ábuurð heim eins snemma og þeir vildu. Áburðarskip með 1300 tonn sem kom fyrir helg- ina, bætti úr því sem á vantaði með áburðinn. Allt hefur verið á kafi í fiski að heita má, því togararnir hafa aflað vel upp á síðkastið. Einnig hafa netabátar aflað nokkuð og grásleppuvertíðin er hafin fyrir nokkru. Um hverja helgi og oftar ríða hestamenn út og fara oft í flokk- um um bæ og byggðir. Mun aldrei hafa verið eins mikið um útreiðar og nú, né eins mikið um tamningar. Alltaf er eitthvað selt af hrossum. Góðhestar eru seldir á 250—300 þúsund krónur og gæðingar meira. Ótamdir folar hafa verið seldir á 80— 100 þús. krónuur. G. Ó. • ••

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.