Dagur - 04.05.1977, Blaðsíða 6

Dagur - 04.05.1977, Blaðsíða 6
Hjónaband. Hinn 7. apríl sl. voru gefin saman í hjóna- band á Mælifelli ungfrú Jóhanna Guðmundsdóttir, Höskuldsstöðum í Blöndu- hlíð og Haukur Stefánsson Björgvinssonar á Ketils- stöðum í Jökulsárhlíð. — Heimili þeirra er í Vester- ás í Svíþjóð. I.O.G.T. st Ísafold-Fjallkon- an, nr. 1. Fundur fimmtu- daginn 5. maí kl. 8.30 e. h. í félagsheimili templara, Varðborg. Funderefni: Vígsla nýliða. Kosning fulkrúa á þingstúkuþing og uumdæmisstúkuþing. Eftir fund myndasýning frá Grikklandsferð. Mætið vel og stundvíslega. — Æt. K. A. félagar! Athugið aug- lýsingu frá knattspyrnu- deild félagsins í blaðinu í dag. ilaðabingó UMSE. Útdregn- ar tölur: G 49 — N 41 — O 70, (ekki 79 eins og birtist í síðasta blaði). — Nýjar tölur I 21 — G 50 — I 26 — N 45 — B 1. Brúðkaup. Laugardaginn 30. maí voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju brúðhjónin Erla Helgadóttir frá Kjarna í Arnarneshreppi og Ragn- ar Þór Elísson sjómaður. Heimili þeirra er í Bald- ursheimi, Glerárhverfi. MLWJk Messað verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 11 f. h. Athugið breyttan messutíma. Sálmar: 450, 363, 162, 351, 479. — B. S. Messað í Lögmannshlíðar- kirkju kl. 2 e. h. Sálmar nr. 14, 58, 378, 374, 675. Stól- vers verður sungið eftir söngstjórann Áskel Jóns- son. Einsöng syngja Helga Alfreðsdóttir og Eiríkur Stefánsson. Messan er flutt í tilefni af almenna bænda- deginum. Bílferð úr Gler- árhverfi fyrir messu. P. S. Kvennadeild Einingar held- ur félagsfund í Þingvalla- stræti 14, sunnudaginn 8. maí kl. 15. — Stjórnin. Lionsklúbburinn Fundur dag 5. 19.15 KEA. Hængur. fimmtu- maí kl. að hótel Akureyringar, nærsveitar- menn! Bestu þakkir fyrir góðan stuðning og fús framlög á fjáröflunardegi okkar, sumardaginn fyrsta. Sérstakar þakkir til barn- anna, eins Soffíu Péturs, Ólafs og Matthildar, sem á eigin vegum héldu hluta- veltu til stuðnings málum félagsins. Við óskum ykk- ur öllum góðs og gleðilegs sumars. — Hlífarkonur. Góðir Akureyringar! Kvennasamband Akureyr- ar þakkar innilega öll framlög í söfnunina fyrir Sólborg. Gleðilegt sumar. F j ár öflunarnefndin. Ffladelfía, Lundargötu 12. — Almenn samkoma hvern sunnudag kl. 8,30 sd. Fagn- aðarerindi flutt í söng og tali. Einsöngur, tvísöngur, samsöngur. Allir hjartan- lega velkomnir. Almennur biblíulestur n. k. fimmtu- dag kl. 8.30. Verið velkom- in. — Fíladelfía. Kristniboðshúsið Zíon. Sam- koma sunnudaginn 8. maí kl. 8.30. Ræðurmaður: Skúli Svavarsson kristni- boði. (Takið eftir, Skúli er senn á förum til Eþíópíu). Allir hjartanlega velkomn- ir. Samkoma votta Jehóva að Þingvallastræti 14, 2. hæð, sunnudaginn 8. maí kl. 16. Fyrirlestur: Guð vill að þú njótir hamingju — þiggur þú boð hans? — Verið vel- komin! Hjálpræðisherinn. Almenn samkoma n. k. sunnudag kl. 5 e. h. Foringjarnir stjórna, hermennirnir að- stoða. — Allir hjartanlega velkomnir, Munið basar- inn á laugardaginn, sjá auglýsingu í blaðinu. — Krakkar! Þið munið sam- komur og fundina ykkar, sunnudagaskólann kl. 13,30 á sunnudögum. Kærleiks- bandið kl. 5 á föstudögum. Ferðafélag Akureyrar. — Gönguferð um Möðrufells- hraun laugardag 7. maí. Brottför kl. 13. Þátttaka tilkynnist í síma 23692, föstudag kl. 19—21. Létt gönguferð fyrir alla fjöl- skylduna. Árroðinn 70 ára Rifkelsstöðum 24. aprfl. f Öng- ulsstaðahreppi er nú aðeins síarfandi Jeitt ungmennafélag, því fyrir tveim árum gengu Ár- roðinn og Ársól í eina sæng. Ársól starfaði sunnantil í hreppnum, stofnuð 1918, en Ár- roðinn starfaði í norðurhluta hreppsins, stofnaður 1907. Með bættum samgöngum og bygg- ingu félagsheimilisins Frey- vangs, sem þessi tvö félög tóku þátt í, var forsenda brotin fyrir meira en einu ungmennafélagi í sveitinni, með sömu stefnu- skrá. Félögin voru skmeinuð undir nafni eldra félagsins, Ár- roðans, sem á þessu ári er 70 ára. Var afmælisins minnst í Freyvangi síðasta vetrardag, klukkan níu að kveldi. Mættu þar 150 manns, eldri og yngri félagar og aðrir hrepp>sbúar, ásamt nokkrum gestum. Veislustjóri var Birgir Þórð- arson, bóndi á Öngulsstöðum. Setti hann samkomuna og bauð gesti velkomna. Þá var neytt ríkulegra veitinga, sem konur önnuðust af sinni alkunnu rausn og myndarskap. Geysis- kvartettinn á Akureyri söng nokkur lög undir stjóm Jakobs Tryggvasonar, við almenna hrifningu samkomugesta og hefðu allir kosið að fá þar meira að heyra. Aðalræðu kvöldsins flutti Páll Helgason frá Þóru- stöðum, gamall félagi. Hann færði félaginu að gjöf frá þeim systkinum mynd af nokkrum félögum í Árroðanum 1909— 1910. Þóroddur Jóhannsson hafði viðræðuþátt við þrjá eldri fé- laga, sem greindu nokkuð frá starfi ungmennafélaganna, hver á sínum tíma. Haukur Stein- dórsson flutti kveðju frá UMSE og áletraðan skjöld. Séra Bjart- mar Kristjánsson flutti félaginu þakkir og árnaðaróskir, og Eme- Innilegstu þakkir til allra þeirra sem heiðruðu mig á sjötugsafmœli minu 15. april sl. með heimsóknum, gjöfum og á annan hátt gjörðu mér daginn ógleym- anlegan. Guð blessi ykkur öll. Lifið heil. í INGÓLFUR JÚLÍUSSON $ frá Torfufelli. Jf lía Baldursdóttir flutti gaman- kvæði eftir Sigmund á Hóli um Árroðann, sem gerður var fyrir löngu. Árroðinn færði Frey- vangi nýjan ræðustól. Mörg heillaskeyti bárust félaginu. — Hljómsveit Birgis Marinóssonar lék fyrir dansi, sem stiginn var lengi nætur. í stjórn Árroðans eru fimm manns, en formaður er Halldór Sigurgeirsson. — Félagsmenn munu vera nokkuð á annað hundrað, en ekki eru þeir allir virkir félagar. Samkoman fór hið besta fram og var Árroðan- um til sóma. J. H. Leikfélag Akureyrar Afbragð annarra kvenna Sýning föstudag. Sýning sunnudag. Mðiasalan opin frá kl. 5* —7 daginn fyrir sýning-* ardag og frá kl. 5—8,30* sýningardaginn. J • Leikfélag Akureyrar * Sími 11073. S FURUVELLIR 5 H AKUREYRI ICELAND f P.O. BOX 209 SlMAR (96)21332 BYGGINGAVERKTAKAR 0G 22333 TÉKKNESKU TJÖLDIN ERU KOMIN Ótrúlega lágt verð HÚSfjÖldín kosta um kr. 20.000,00 minna en önn- ur samsvarandi tjöld á markaðinum. 8 tegundir. - Póstsendum. BRYNJÓLFUR SVEINSSON HF. Íbúðir Erum að hefja byggingu á raðhúsaíbúðum við Steinahlíð 1. íbúðirnar eru á tveimur hæðum, 5 herbergja, 120 ferm. nettó. íbúðirnar seljast fokheldar eða tilbúnar undir tréverk. Upplýsingar eru gefnar eftir kl. 20 í Birkilundi 17, sími 19894 eða í síma 22959. KVISTHAGI SF. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, verður jarðsungin 7. maf kl. 13,30. Þeim sem viidu minnast hennar er bent á Slysavarnarfélag fslands. Guðni Þórðarson, Aðalsteinn Guðnason, Inger Stíholt og bamabörn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför BALDURS HELGASONAR, trésmíðameistara. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Elliheimilisins og Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri góða umönnun. Björg Baldursdóttir, Kári Baldursson, Guðbjörg Björnsdóttir, Hallfríður Helgadóttir og aðrir vandamenn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður minn ar, tengdamóður, systur og ömmu, SÍNU K. INGIMUNDARDÓTTUR. Sóley Hansen, Vignir Kárason, Friða Ingimundardóttir, Ingimundur Ingimundarson, Guðjón Ingimundarson, Sigriður Ingimudardóttir, Argrímur Ingimundarson og dótturbörn. 6 DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.