Dagur - 26.05.1977, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akurcyri
Simar: Ritstjórn 11166, Augl. og afgrciðsla 11167
Ritstj. og ábyrgðann.: ERLINGUR DAVÍÐSSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prcntun: Prcntverk Odds Bjömssonar hf.
Samningunum
miðar lítið
ennþá
Verkalýðsfélögin hafa gripið til
skyndiverkfalla, fyrst við Reykjavík-
urhöfn en síðan víðar, einn og einn
dag í senn, til þess að flýta fyrir
samningum, að því er formælendur
þeirra segja, og yfirvinnubannið
stendur enn og hefur svo verið frá
2. maí að telja. Atvinnurekendur
hafa harðlega mótmælt skyndiverk-
föllunum og telja þau tefja fyrir
samningum, auk þess sem þau séu
með öllu ólögleg.
í síðustu viku lagði sáttanefnd
fram umræðugrundvöll til lausnar
kjaradeilunni. Vinnumálasamband
samvinnufélaganna samþykkti að
fallast á miðlunartillögu sáttanefnd-
ar, sem sáttagrundvöll, með nokkr-
um fyrirvörum. En fulltrúi Vinnu-
veitendasambandsins taldi tillögum-
ar ganga lengra til móts við laun-
þega en unnt væri að fallast á og
þjóðarbúið þyldi.
Er ljóst af þessu, að Vinnumála-
sambandið og Vinnuveitendasam-
bandið hafa ekki sömu afstöðu til til-
lagna sáttanefndar, og virðast sam-
vinnumenn fúsari aðilinn til samn-
inga, og er það í beinu framhaldi af
yfirlýsingu stjómar SÍS, sem opin-
berlega hefur lýst stuðningi sínum
við launajöfnunarstefnu ASÍ og að
vemlega þurfi að bæta hag hinna
lægst launuðu.
Til athugunar hafa einnig verið
hin opinbem fyrirheit ríkisstjómar-
innar til lausnar vinnudeilunni, en
þau miða að kaupmáttaraukningu
launa á beinan og óbeinan hátt.
Yfirvinnubannið hefur nú staðið
röskar þrjár vikur á meðan árangurs-
litlir samningar hafa staðið yfir, dag
eftir dag. Kennir hvor öðmm um
seinaganginn.
Nú virðast enn nokkur þáttaskil,
að því leyti að til viðbótar yfirvinnu-
banninu og nokkmm skyndiverkföll-
um, hyggjast verkalýðsfélögin nú
beita sér fyrir alsherjarverkfalli dag
og dag, og verður hið fyrsta á Reykja-
víkursvæðinu 3. júní, en síðan er ætl-
unin að það nái til annarra lands-
hluta, ef samningar hafa þá ekki enn
tekist.
Víst má telja, að það sé almennur
vilji í landinu að rétta hlut þeirra
vemlega, sem nú hafa lægstu launin.
Um það vitna ummæli flestra
ábyrgra manna, bæði aðila vinnu-
markaðarins og utan hans. Þjóðar-
búið þolir það nú vegna góðra við-
skiptakjara og mikillar framleiðslu.
Þess er nú að vænta, að skriður
komist á samningamálin, enda marg-
ir orðnir óþolinmóðir í því efni.
Góðir eyfirðingar.
Þar sem hér er árshátíð fram-
sóknarmanna finnst mér við-
eigandi, að þess sé getið, að það
eru aðeinr nokkrar vikur síðan
Framsóknarflokkurinn varð
sextíu ára gamall.
Stofnaður var hann á Alþingi
sem þingflokkur í desember
1916 af átta mönnum, en einn
til viðbótar gerði bandalag við
flokkinn, og gekk svo í hann
síðar.
Stefnuskrá sú, sem þessir
menn komu sér saman um, er
að mínu viti eitt af merkileg-
ustu, sögulegu skjölum, sem er
að finna í stjórnmálasögu okk-
ar íslendinga.
Stefnuskráin er aðeins tvær
greinar. Sú fyrri er um nafn
flokksins. Þar segir: Hann tek-
ur sér nafnið Framsóknarflokk-
ur og vill með því tákna sam-
hygð sína við stefnu yngri kyn-
slóðarinnar og sjálfstæðishug-
sjónina.
Þekkja menn, að nokkur
stjórnmálaflokkur hafi á ein-
faldari hátt fundið hugsjónum
sínum nafn, sem felur svo stór-
kostlegt takmark í sér?
Barátta fyrir og þjónusta við
frelsi og sjálfstæði, og að hlúa
á allan hátt að þroska og vel-
gengni þeirra, sem eru að vaxa
upp og eiga að erfa landið?
Síðari greinin er í ellefu staf-
liðum, en þessi grein nær þó
yfir öll svið þeirra framfara,
sem menn þá gátu látið sig
dreyma um að komandi kyn-
slóðir myndu gera að veruleika.
Allar þessar hugsjónir eru nú
orðnar að áþreifanlegri eign í
hvers mannr hendi. Til viðbótar
er svo komið margt, sem vísind-
in hafa fært okkur upp í hend-
ur.
Mig langar til að staldra litla
stund við tímann, þegar þetta
gerðist.
ísland var þá enn hjálenda í
danaveldi, og það réði litlu sem
engu um málefni sín út á við.
Það átti ekki einu sinni fána.
Danski fáninn Dannebrog, en
það nafn danska fánans þýðir
styrkur og var einnig fáni Is-
lands. Þá geysaði mannskæð
heimsstyrjöld. íslendingar voru
um 90 þúsund að tölu. Þjóðin
var að eignast fyrstu farskipin
til millilandasiglinga og fyrstu
togarana. Tún bændanna voru
þýfðir smákragar í kring um
bæina. Búfénaður var mest
fóðraður á næringarlitlu útheyi,
sem reytt var saman út um bit-
hagana og fénaði beitt á jörð-
ina, hvemig sem veður var.
Vegir, sem því nafni geta
nefnst voru fáir og stuttir og
flest straumvötn óbrúuð. Sjúkra
hús voru fá og smá.
Barnaskólahús voru ekki til
nema í þorpum og bæjum og að-
eins einn menntaskóli, háskól-
inn fárra ára og hýrðist í Al-
þingishúsinu í sambýli við Al-
þingi.
Þannig voru í stórum drátt-
um lífsskilyrðin í landinu, að
því viðbættu, að húsakynni
fyrip menn og skepnur þættu
nú algerlega ónothæf. Raforka
og varmaorka frá fossum og
heitum lindum landsins þekkt-
ist ekki.
Ég þarf ekki að nefna hvað
síðar hefur gerst, svo vel sem
allir vita um það. Aðeins vil ég
þó rifja það upp, að tveim árum
eftir stofnun Framsóknarflokks
ins var fsland orðið fullvalda
ríki með eigin þjóðfána og hafði
sem slíkt hllotið viðurkenningu
allra þjóða.
Ég minni einnig á, að allir
geta nú notið æðstu menntunar,
því öll stig menntakerfis eru í
gangi. Fyrstu ár Háskólans út-
skrifuðust á ári einn til tveir
tugir manna með embættispróf.
Nú koma árlega til starfa með
Framsóknarflokkurinn
varð sextugur á þessu ári
Aárshátíð Framsóknarmanna á Hótel KEA á Akureyrl,
flutti Ágúst Þorvaldsson, fyrrv. alþingismaður og bóndi
á Brúnastöðum, ræðu, en hann var heiðursgestur samkom-
unnar. Fer ræðan hér á eftir, lítið eitt stytt.
Frá fulltrúafundi klúbbanna Öruggur akstur, sem haldinn var í Reykjavík í vor.
• •
Klúbbarnir Oruggur akstur
þjóðinni hundruð sérmenntaðs
fólks á hinum mörgu sviðum
atvinnulífs og til embættis-
starfa.
Nú eru ekki til aðeins tvö haf
skip til siglinga á milli lnda,
heldur eru þau um 50. Nýtísku
togarar eru um 70 talsins.
Önnur fiskiskip, sem fær eru í
flestan sjó, skipta hundruðum.
Til viðbótar eru varðskip og
rannsóknarskip.
Hafnir eru allt í kring um
landið, stærri og betri flugfloti
en flestar aðrar þjóðir eiga, að
tiltölu við mannfjölda. Sjúkra-
hús, skólar, íþróttavellir og
íþróttahús, sundlaugar, vegir
um landið allt og allar ár brú-
aðar. Og við höfum raforkuna,
sem framleiðir hundruð mega-
watta og hitaveitur, sem ilja
íbúðir meirihluta þjóðarinnar
og gera mögulega ræktun suð-
rænna ávaxta og skrautjurta
Ræktað land hefur tvöfaldast
og bústofn einnig. Til eru 70—
80 þúsund bifreiðar og ekki
verður tölu komið á allskonar
vélar og tæki til hinna ýmsu
starfa.
Þetta hefur þjóðin nú, sem að
vísu er orðin 120 þúsund manns
eða 130 þúsund fleiri en 1916,
eignast, síðan Framsóknarflokk
urinn var stofnaður. Nú dettur
mér auðvitað ekki í hug að
þakka þetta allt Framsóknar-
flokknum. En að öllu þessu hef-
ur hann stutt og átt frumkvæði
að mörgu.
Ef mennirnir, sem sátu 1916
í flokksherbergi Framsóknar-
flokksins við það að koma á
blað í stefnuskrárformi fyrir
nýjan flokk, hugsjónum sínum,
mættu líta yfir landið og sjá
allt, sem orðið hefur hér til síð-
an, þá held ég að þeir hlytu að
hrópa gleðihróp yfir þeim sigri
sem unnist hefur og öll þjóðin
tekið þátt í.
Takmarkið í stefnuskránni er
allt orðið að veruleika og margt
farið langt fram úr því, sem
þeir djörfustu gerðu sér vonir
um. Þrem árum eftir stofnun
Framsóknarflokksins, hélt flokk
urinn fund á Þingvöllum við
Öxará. Þetta var landsfundur,
til þess haldinn að gera flokk-
inn að almennum þjóðmálasam-
tökum, eins og flokkurinn hef-
ur síðan verið og er enn í dag.
Á þeim fundi voru margir
mætir menn, hvaðanæva af öllu
landinu. En elsti maðurinn á
þessum fundi var níræður öld-
ungur héðan úr Eyjafirði, Jón
Davíðsson. Hann hélt þar eina
þá mergjuðustu hvatningar-
ræðu, sem ég veit til að nokkur
maður hafi haldið.
Ræðan hefur varðveist, sem
betur fer og sýnir glöggt hvern-
ig mönnum var innanbrjósts þá,
að minnsta kosti þeim, sem gerð
ust framsóknarmenn.
Lokaorðin í ræðu níræða
öldungsins voru þessi: Ég
heimta sverð og skjöld til að
geta gengið fram í orrustuna og
skipað mér undir merki þeirra
ungu, djarfhuga manna, sem á
þessum fundi hafa gefið mér
eld æskunnar í þriðja sinn.
Mér hefur alltaf fundist
þessi lokaorð níræða öldungsins
lýsa eins og kyndill yfir öllu
þjóðmálastarfi Framsóknar-
flokksins og að þau megi aldrei
gleymast.
Ég held, að af orðum mínum
hér að framan verði það ljóst,
þó stiklað sé á stóru, að íslenska
þjóðin sé rík þjóð á veraldar
vísu, og ég fyrir mitt leyti er
ekki í vafa um, að hér hefur
Agúst Þorvaldsson,
bóndi á Brúnastöðum.
tekist að koma á bestu lífskjör-
um og þeim jöfnustu, sem til
eru í heiminum. Ég er sjálfur
orðinn það gamall, að ég hef
allgóða yfirsýn yfir síðustu 60
ár. Það er ákaflega fátt eftir af
lífsháttum og vinnuaðferðum,
sem daglegt lífs fyrir 1916 krafð
ist.
Við lifum í nýjum heimi, sem
að nokkru leyti hefur orðið til
fyrir ötult hugsjónastarf, eins
og fram hefur komið í því, og
ég hef sagt, en að nokkru leyti
vegna utanaðkomandi áhrifa,
sem við höfum tekið við, og
kennir þar aftur á móti ýmissa
lífshátta, sem ég tel, að þurfi
endurskoðunar við.
Á meðan hinar efnislegu
framfarir hafa fært okkur á
nýtt stig velmegunárr, hefur
almennur barlómur vaxið og
kvartanir yfir bágum lífskjörum
er alltaf að vaxa. Flestir telja
sig alltaf vera að tapa og á
hverju ári er tekinn upp bar-
dagi og stéttarstríð til að reyna
að ná hærri og hærri lífskjör-
um.
Eftir að öldurnar hafa lægt í
hvert sinn og vopnin hafa verið
slíðruð, fara menn að búa sig
undir næsta stríð og safna að
sér alls konar rökum fyrir því,
að þeir þurfi að ná meiru til
sín svo lífskjörin verði sæmileg.
Þessi lífsmáti leiðir varla til
langrar farsældar. í honum eru
fólgnar eiturdreggjar, sem þarf
að varast. Margs konar óvættir
aðrir liggja í leyni og ógna lífs-
hamingju þjóðarinnar.
Ég er þeirrar skoðunar, að
starf stjórnmálaflokka verði að
færast á næstu árum yfir á ný
svið, sem lítið hefur verið sinnt
í kapphlaupinu við að bæta lífs-
kjörin, sem menn héldu að væri
nægilegt til að gera alla sam-
ingjusama. Nú eru að opnast
augu margra fyrir því, að það
það eru fleiri svið mannlifsins
en efnahags- og skólamál, sem
þarf að líta eftir og stýra með
forystu frá þeim, sem eru falin
völd og áhrif.
í þjóðfélaginu gerast æ há-
værari kröfurnar um að allt sé
leyfilegt, sem mönnum dettur
í hug að gera. Slíkar kröfur fela
í sér hættu á ábyrgðarleysi. —
Prentfreslið er eitt af því, sem
nú er mjög notað til niðurrifs á
siðgæðismati og fornum dyggð-
um, sem þjóðin hefur haft í
hávegum um aldir og aukið
manngildisþroska hennar. Sjón-
varp, útvarp og dagblöð og
hvers konar prentað efni í bók-
um, tímaritum og vikublöðum,
getur haft afdrifarík eftirköst,
bæði til góðs og ills. Lítil eða
engin afskipti eru höfð af vinnu-
brögðum þeirra fjölmiðla eða
útgáfufyrirtækjum blaða og
bóka.
Skemmtanalíf er líka látið af-
skiptalaust að mestu. Aðeins má
lögreglan líta eftir því að forða
mönnum frá líkamsmeiðingum
og öðrum slysum, sem þá tekst
ekki nærri alltaf.
Sukk og svall fær að eiga sér
stað, allt þar til ofbeldi er beitt.
Uppeldi í heimahúsum og í
skólum er einn þáttur og annar
þáttur er skemmtanalífið, sem
líka getur ráðið miklu um fram-
tíð hverrar manneskjú. Svall-
kennt og ruddalegt skemmtana-
líf er líklegt til að spilla mörgu
góðu mannsefni af báðum kynj-
um og lestur sóðalegra skrifa
og sýningar siðspillandi mynda
í sjónvarpi og í kvikmyndahús-
um, er álíka hættulegt ung-
mennum og eitraður matur. Ég
þykist hafa tekið eftir því, að
lífsgleði er ekki í vexti hjá
fólki, þrátt fyrir aukna velmeg-
un, heldur hið gagnstæða. Þegar
ég var á yngri árum, var al-
gengt að fólk söng við störf sín.
Sjálfsagt þætti sönglærðu fólki
sá söngur ekki alltaf eftir rétt-
um nótum, en hann er samt til
gleði. Ég man eftir því, að oft
var sungið í litla lúgarnum í
fiskibátunum þegar ég var til
sjós og margir sungu við stýrið
á siglingu. Margar húsmæður
sungu eða rauluðu við vinnu
sína. Nú heyrir maður aldrei
neitt slíkt. Það er eins og vinnu-
gleðin hafi beðið hnekki. Þó
er kannski alvarlegast hvað
fjölskyldu- og heimilislíf virðist
nú eiga í vök að verjast.
Virðingarleysi fyrir störfum
húsmæðranna hefur gengið
eins og fellibylur yfir land okk-
ar. í starfsheitinu felst ein hin
göfugasta merking, sem í
nokkru starfsheiti getur falist
og mörg voru þau heimilin og
eru vonandi enn, þrátt fyrir
allt, sem eiga góðar og göfugar
húsmæður, sem elska hlutverk
sitt og byggja upp fvrir sig og
fjölskyldu sína heimili, sem eru
eins og óvinnandi borg.
Heimilin eru hornsteinar
þjóðfélagsins. Ef þessir horn-
steinar molna eða bresta, hvað
á þá að koma í staðinn og hver
á að taka að sér uppeldi æsk-
unnar. Hjónaskilnaðarfaraldur
síðustu ára er ískyggilegt fyrir-
bæri, sem ekki spáir góðu.
Kröfur fólksins um stærri og
stærri hús, vaxa og um dýrari
og dýrari húsbúnað. En á sama
tíma fréttist daglega af fólki í
milljónatali, sem býr í hreysum,
sem við hér myndum ekki bjóða
hundum okkar að liggja. Þar
mega mæðurnar búa með börn
sín á moldargólfum, húsgagna-
lausar að öllu leyti, í mesta lagi
pjáturdós fyrir matarílát. Engin
eru þægindin. Þessum konum
myndi þykja gömlu hlóðaeld-
húsin á íslandi stórkostlegar
framfarir. Við sjáum stundum
myndir í sjónvarpinu af þessu
fólki. Það eru í mesta lagi 5—6
tíma flug til að komast í snert-
ingu við þetta vesalings fólk,
sem er hvorki læst né skrifandi
og hefur varla vatn til að þvo
sér, hvað þá önnur þægindi.
Hvernig er hægt að krefjast
sífellt meira og meira af þjóð-
félagi sínu sér til handa, ofan
á þá velferð, sem hér er búið
við, þegar maður veit af fólki,
sem býr við slíka neyð og ég
hef hér drepið á.
Ég er þeirrar skoðunar, að
stjórnmálaflokkarnir á íslandi
þurfi, og það fljótt, að koma sér
saman um leiðir til að flytja eitt-
hvað af orku sinni og vitsmun-
um yfir á nýtt baráttusvið. —
Þarna ætti Framsóknarflokkur-
inn að hafa forystu.
Fyrsta verkefnið væri að
finna heimilunum í landinu ein-
hvers konar stuðning og vernd,
svo þau geti orðið sterkur gróð-
urreitur fyrir fjölskylduna.
Ég held að fyrsta athöfnin í
því starfi yrði sú að kenna fólki,
með rólegum leiðbeiningum, að
nota fjármuni skynsamlega. Oft
verður lítið úr miklum tekjum
vegna þess, að margir halda
að hægt sé að kaupa fyrir pen-
inga það sem veiti sanna ham-
ingju, en vitað er að það er í
mörgum tilvikum ómögulekt. —
Mestu ánægju og varanlegustu,
r
Alyktun um
kjaramál
Bæjarstjórn Húsavíkur lýsir
áhyggjum, að ekki skuli enn
hafa náðst samningar í yfir-
standandi kjaradeilu.
Bæjarstjórnin lýsir stuðningi
við boðaða láglaunastefnu ASÍ
og telur kröfurnar um verulega
hækkun á lægstu launum og
verðtryggingu, sanngjarnar og
eðlilegar, enda slái þeir sem
hærri laun hafa verulega af
kröfum sínum.
Bæjarstjómin skorar á sam-
tök launþega, atvinnurekendur
og ríkisstjórn að leggjast á eitt
til að finna lausn á yfirstand-
andi kjaradeilu, á framangreind-
um grundvelli, án frekari tafar
og áður en til allsherjarverk-
falls kemur.
(Fréttatilkynning)
veitir einmitt það, sem fólk ger-
ir sjálft af eigin hugviti og með
eigin höndum.
Barna- og unglingaskólamir
eru auðvitað nauðsynlegar
stofnanir. En helst er ég á því,
að búið sé að taka of mikið frá
foreldrunum og heimilunum
með því að ætla þessum skólum
alla kennsluna. Yrði ekki heim-
ilið og fjölskyldan sterkari ein-
ing, ef börnin þyrftu meira að
sækja til þeirra af fræðslunni,
og yrðu ekki flestir foreldrar
hamingjusamari, ef þau verðu
meiri tíma en nú er, til þess að
fræða bömin sín?
Gæti ekki einnig skeð, að
mörgum afanum og margri
ömmunni liði betur á ævikvöld-
inu, ef þau fengju meira en nú
er að umgangast og fræða börn
og dvelja í návist æskunnar?
Góðir áheyrendur! Ég er auð-
vitað kominn út í þá sálma, sem
ég er lítt eða ekki fær að tala
um. En ég er viss um, að eigi
þjóðinni að líða vel í landinu,
þarf hún að styrkja lífsgrund-
völl sinn með nýjum hugsjón-
um og lífsviðhorfum, sem felst
í fleiru en því að búa í stórum
og dýrum húsum, eiga fín hús-
gögn, eiga dýra bíla eða sækja
dýrar skemmtanir. . . .
í niðurlagi ræðunnar sagði
Ágúst Þorvaldsson:
. . . Þeir sem stofnuðu Fram-
sóknarflokkinn, sögðu, að í
nafni flokksins fælist tákn um
samhyggð við stefnu yngri kyn-
slóðarinnar og sjálfstæðishug-
sjónina. Hvort tveggja þetta
þýðir, að hér eigi að lifa frjálsir
menn er sífellt auðgist að mann-
gildi. Þeir vildu láta fagurt
mannlíf vaxa við lindir mennta,
auðs og lista. En rótin, sem
slíkt mannlíf verður að nærast
af, er trú á guð og föðurlandið,
ræktarsemi við sögulegar og
þjóðlegar erfðir frá fyrri kyn-
slóðum, tryggð og hollusta við
heimili, fjölskyldu, náin bönd
barna og foreldra. Varast ber að
slíta þau bönd, sem tengdu kyn-
slóðirnar saman í námi, starfi,
leik, gleði, baráttu, öld af öld.
Karl og kona, foreldrar og börn,
ungir og gamlir eiga að haldast
sem mest í hendur á vegferð
sinni um ævibrautina.
Sú var hugsjón þeirra, sem
stofnuðu Framsóknarflokkinn
fyrir 60 árum. Takmarkið er hið
sama. Megi sem flestir taka sér
í hendur vopn til baráttu fyrir
því, að hér þróist fagurt mann-
líf.
Nú eru allir farfuglar komnir,
en óðinshaninn kom í síðustu
viku og rak lestina, eins og hann
gerir vanalega. Og varp þeirra
er þegar hafið og er það dreift
um allar jarðir að heita má.
Stórir fuglahópar sjást nú ekki
lengur þar sem hreiðurgerð
stendur yfir og fuglarnir hafa
að mestu valið sér maka, með
öllu tilheyrandi annríki og þar
með helga margir þeirra sér
land umhverfis hreiðrin og verja
það öðrum fuglum eftir megni.
Gagnstætt því eru þó t. d. bæði
æðarvarp og kríuvarp og varp
bjargfugla.
Fuglar hér á landi, og þó
einkum farfuglarnir hafa auðg-
að sögur, söng og ljóð þjóðar-
innar, fyllt þær vængjataki, og
sjálft er fuglaríkið dýrðlegur
heimur til skoðunar, eða til þess
eins að njóta.
En sá fuglinn, sem lengsta
leið á að baki og er hingað kom-
Klúbbarnir Öruggur akstur eru
33 að tölu og mynda landssam-
band. Síðustu daga aprílmán-
aðar var fulltrúafundur sam-
takanna haldinn í Reykjavík og
hófst með ávarpi Ólafs Jóhann-
essonar, dómsmálaráðherra.
Fulltrúar nálega allra klúbb-
anna fluttu skýrslur um starf-
semi þeirra, hver á sínu félags-
svæði. Veittur var „Silfurbíll“
Samvinnutrygginga og hann
hlaut Óskar Ólason, yfirlög-
regluþjónn umferðarmála í
Reykjavík.
Stefán Jasonarson, bóndi og
Undanfarið hafa Dvalarheimil-
inu „Hlíð” borist eftirfarandi
gjafir:
Sigríður Björgvinsdóttir færði
heimilinu bókagjöf, 43 bindi frá
db. Hrefnu Jónsdóttur, er var
vistkona á heimilinu. Miðdeild
dagheimilisins í Pálmholti heim-
sótti heimilið og gaf mynd, sem
börnin höfðu teiknað. Júlíus
Davíðsson, vistmaður, gaf kr.
200.000. Þá hefur Jón Kristjáns-
son, vistmaður, gefið vinnu sína
við viðgerðir og band á bókum
úr bókasafni heimilisins.
Ónafngreindur vistmaður gaf
peninga á bankabók, alls kr.
inn til að verpa og ala upp
nýja kynslóð, er krían, og jafn-
framt er hún mestur farfugl
allra fugla. Hún flýgur síð-
sumars, eða á haustin, til Ástra-
líu og á Suðurskautsslóðir. —
Vegalengdin fram og til baka
er talin um 36 þúsund kílómetr-
ar og hana flýgur hún á hverju
ári, þessi fislétti og skapríki
fugl.
Ástaleikir kríunnar eru mjög
sérkennilegir og nefndur fiska-
leikur eða fiskiflug. Karlfugl og
kvenfugl, sem eru í ástarhug-
leiðingum, hefja stundum leik-
inn á þann veg, að hún velur
ur sér einhverja þúfuna og sit-
ur þar hin rólegasta, þótt hún
annars gefi sér lítinn hvíldar-
tíma, en karlfuglinn fer til
sjávar og reynir að finna síli
og getur það tekið tímann sinn.
En þegar það loksins er fundið
og fangað, flýgur hann með það
í nefinu til hennar, sem á þúf-
unni bíður, og gefur henni það.
En stundum verður leikurinn
hreppstjóri í Vorsabæ, sem
verið hefur formaður landssam-
takanna frá upphafi, baðst und-
an endurkosningu, en hina nýju
stjórn skipa: Hörður Valdimars-
son, Friðjón Guðröðarson,
Kristmundur J. Sigurðsson,
Ingjaldur ísaksson og Sigurður
Ágústsson.
Samvinnutryggingar greiða
allan kostnað við starfsemi
klúbbanna „Öruggur akstur“.
Klúbbarnir vilja vekja sér-
staka athygli á því, að hádegis-
umferðin hefur reynst hættu-
222.519, sem hann óskar að var-
ið verði til endurbóta á hit-
unarkerfi heimilisins.
Páll Magnússon, vistmaður,
gaf kr .150.000 til minningar um
konu sína, Helgu Jónsdóttur, er
lést 1969. Kristrún Konráðsdótt-
ir, Glerárgötu 8, gaf kr. 25.000.
Elín Friðriksdóttir, vistkona,
gaf kr. 10.000 og einnig tvo arm.
stóla. Árni Jakob Stefánsson
gaf kr. 10.000.
Á jólum gaf Kvenfélagið
Framtiðin 20 stk. spil og 6 mann-
töfl. O. C. Thorarensen gaf 6
kassa af ávöxtum á jólum. Frá
Fegrunarfélagi Akureyrar kom
meira spennandi. Þá fer karl-
fuglinn til fanga og er hann
hefur veitt síli í nef sér eða
ánamaðk, býður hann kven-
fuglinum í háloftaleik. Ef hún
þiggur það, fljúga þau bæði
mjög hátt og svífa þar um, enda
létt um flugið, og hún reynir að
ná sílinu af honum. Þetta er
trúlofunarathöfn og eftir það
fer hreiðurgerð í hönd og síðar
amstur og aðdrættir til bús og
barna, þegar eggjum hefur ver-
ið ungað út.
Kríurnar verja hi-eiður sín
og unga af mikilli röggsemi fyrir
vargfugli og öðrum þeim skepn-
um, sem þær telja að hætta
stafi af, þar með mannskepn-
unni.
Stundvisi kríunnar er við
brugðið. Þótt hún hafi komið
langan veg, eða alla leið frá
Suðurskautslöndum, — kemur
hún að jafnaði um miðjan maí
hingáð til lands, og sagt er að
þar skeiki naumast um dag.
legust, en þó jafnan óþörfust.
Benda klúbbarnir á, að stór-
bæta þurfi aðstöðu á vinnustöð-
um til að matast og fjölga þurfi
mötuneytum.
Þá snúa klúbbarnir sér til
prestastéttarinnar og heita á
hana til áhrifa í þá átt að auka
umferðarmenninguna innan
safnaða sinna. Klúbbarnir
benda á nokkur atriði, er vel
hafi gefist í öðrum löndum,
varðandi umferðamál og skor-
ar á stjórnvöld að endurskoða
ökukennsluna í landinu. □
jólatré, sem sett var upp úti,
nærri aðalinngangi. Lionsklúbb-
urinn Huginn 6 sögubækur á
jólum og sá einnig um ljósa-
skreytingar utanhúss að vanda.
Jón Stefánsson og Ragnheið-
ur Jónsdóttir, fyrrum til heim-
ilis að Norðurgötu 15, hér í bæ,
nú á Dvalarheimili aldraðra,
Hraunbúðum, Vestmannaeyj-
um, gáfu kr. 200.000 til minn-
ingar um foreldra þeirra
beggja.
Páll Friðfinnsson gaf kr.
25.000 lil minningar um föður
sinn, Friðfinn Sigtryggsson, er
var vistmaður á heimilinu. Þá
bárust heimilinu kr. 5.000 frá
tveim ónefndum til minningar
um Guðrúnu Jóhannesdóttur,
Miklubraut 66, Reykjavík.
Stjórn heimilisins þakkar af
alhug öllum þessum gefendum.
(F r éttatilky nning).
Vinabæjamót
verður í Álasundi
í ágúst
Annað hvert ár hafa ungmenni
fró vinabæjum Akureyrar á
Norðurlöndum reynt með sér í
íþróttum.
í sumar verður vinabæjamót.
ið haldið í Álasundi í Noregi í
ágústmánuði. Þegar er búið að
velja knattspyrnulið og æfing-
ar hafnar.
Fyrir dyrum stendur að velja
drengi og stúlkur til keppni í
frjálsum íþróttum.
Þeir unglingar sem hefðu
áhuga á þessu, eru beðnir að
mæta til skráningar vegna fyrir-
hugaðra æfinga á íþróttavell-
inum kl. 6, þriðjudaginn 31. maí.
Þátttökurétt hafa unglingar
fæddir 1963, 1964 og 1965.
(Frá frjálsíþróttaráði Akur-
| eyrar).
Gjafir til Dvalarheimilisins „Hlíð" Akureyri
4 • DAGUR
DAGUR•5