Dagur - 26.05.1977, Blaðsíða 7

Dagur - 26.05.1977, Blaðsíða 7
Kjarnaland, útivistarsvæði bæjarins Kjarakaup! TÖLVUÚR 3 gerðir - Rafhlaðan endist í 2 ár. VerS: Kr. 15.500 og kr. 9.000. Ábyrgð. @) NESTIN TRYGGVABRAUT 14 KRÓKEYRARSTÖÐ — VEGANESTI. Hallgrímur Indriðason skógfræðingur gefur upplýsingar um útivistarsvæðið m S> ■ Þegar litil skógarplanta er gróðursett, eru tré framtíðarinnar höfð í Vinrra Ocr bnr cpm vpI fplr«;f fil. hrpfrðast hðU ekkl Þegar blaðamaður Dags fyrr í vikunni lagði leið sína í Kjamaskóg, var þar margt manna að kaupa tré og runna í uppeldisstöðinni, fólk að vinna við skógræktina og hópur léttklæddra ungra manna hljóp um trimmbrautir útivistar- svæðisins. Kjarnalandið er 100 hektarar að stærð, eign bæjarins síðan 1974, er Skógræktarfélag Akureyrar afhenti bænum landið, en hef- ur sjálft gróðrarstöðina, þar sem tré og runnar eru aldir upp og seldir á Akureyri og í ná- grenni. Þetta land, sem byrjað var að planta í 1952, er að verða mjög fagurt og skjólsælt og fríkkar með ári hverju. Það er sem kjörið útivistarsvæði fyrir bæjarbúa, enda til þess ætlast að svo sé. Aðsókn í þetta land vex ört með ári hverju. En for- stöðumaður útivistarsvæðisins og gróðrarstöðvar er Hallgrím- ur Indriðason skógfræðingur. Lét hann blaðinu í té nokkrar eftirtaldar upplýsingar um stað- inn og starfsemi þá, sem þar fer fram. Tvíþætt starfsemi fer fram í Kjarnaskógi. Þar er gróðrarstöð og þar er annast um skógrækt- ina á hinu mikla útivistarsvæði sem Kjarnaskógur er, ennfrem- ur unnið að margs konar fram- kvæmdum til að auðvelda notk- un svæðisins. Um 20 manns vinnur á þessum stað, um helm- ingur unglingar. Þá annast sami vinnuflokkur gróðursetningu trjáa og runna á ýmsum opnum svæðum bæjarins. Mjög áríðandi er að ljúka gerð þjónustuhúss í Kjamalandi fyrir útivistarsvæðið, en til þess vantar fjármagn, enn sem komið er. Tilgangur þessa úti- vistarsvæðis er sá, að sem allra flestir, bæði ungir og gamlir akureyringar, megi njóta útivist- ar, svo að segja rétt við bæjar- vegginn, í aðlaðandi og skjól- sælu umhverfi. Um ræktunina í gróðrarstöð- inni er það að segja, að hún hefur það hlutverk að fullnægja eftir bestu getu eftirspurn eftir trjáplöntum o. fl. hér á Akur- eyri og í nágrannasveitum. Á síðasta ári voru framleiddar 50 þúsund plöntur til gróðursetn- ingar og tegundafjöldi er 25, bæði trjáa og runna. Nú í sumar verður unnið að því að leggja slitlag á trimm- brautir í Kjamalandi, koma upp umferðamerkingum og lag- færa göngustíga innan Svæðis- ins. í Kjarnaskógi eru hæstu trén orðin 5 metra há. Sjálf er gróðr- arstöðin 30 ára á þessu ári. Dag- ur óskar fólki margra unaðs- stunda í Kjarnaskógi í sumar og mörg næstu sumur, um leið og upplýsingar eru þakkaðar. hjón vegna þeirra kynna, sem slík rit stuðla vissulega að á milli ís- lendinga vestan hafs og hér heima. Er útgáfa þessi í fullu samræmi við þá skoðun mína og störf á undanfömum árum að vinna beri að þvi að sem < flest af slíku tagi vestan um haf _ komi á prent hér heima, svo' okkur verði ljósara en áður, hve stóran skerf Vesturíslendingar hafa lagt til þjóðarsögu okkar og bókmennta.“ Minningarritið er 130 bls. og í því eru nokkrar myndir, m. a. af Helga og fjölskyldu hans. Rit um mývetnsk í fyrstu hugðist Árni ljósrita minningarritið, en féll síðar frá því, og er það nú komið á prent hér á íslandi, með nokkrum við- auka. Má þar nefna endurminn- ingar Sigurbjargar Stefánsson, dóttur Helga og Þuríðar, um foreldra sína, en Sigurbjörg er búsett á Gimli í Manitoba. Þá er í minningarritinu erfiljóð og æviminning Þuríðar Jónsdóttur eftir Sigurð Júl. Jóhannesson lækni i Winnipeg. í minningar- ritinu er ennfremur þáttur úr bókinni „Að heiman og heim“, eftir Friðgeir H. Berg, rithöfund á Akureyri, greinin af Blöðum Stephans G. Stephanssonar með inngangi Haralds Bessasonar, prófessors í Winnipeg, Minning- ar um Helga Stefánsson úr rit- inu Skuggsjá í Wynyard og að lokum æviskrá fjölskyldunnar sem birtist í Vesturíslenskum æviskrám, II. bindi. „Það var af ýmsum ástæðum, að ég réðist í að gefa minningar- ritið út,“ segir Árni í inngangs- orðunum. „í fyrsta lagi vegna þess framlag til íslenskra bók- mennta og mannfræða sem ég tel ritið vera og í öðru lagi Hallgrímur Indriðason skógfræðingur er hér að skoða plöntur í gróðrarstöðinni. (Ljósm. E. D.). Frá lögreglunni Á föstudaginn var umferðaslys á gatnamótum við Höephners- bryggju. Urðu þar meiðsli á þrem mönnum og annar bíllinn eyðilagðist og hinn skemmdist mikið. Tveir menn hafa verið sviptir ökuleyfi í þrjá mánuði vegna gálauslegs aksurs. Bilaskoðun stendur yfir og f?E senn að ljúka, veruleg van- höld eru á því, að eigendur öku- tækja komi með þau til skoð- unar og eru menn hvattir til að láta það ekki dragast lengur, þar sem nú verður farið að beita aðgerðum af því tilefni. Þá er þess að geta, að fyrir nokkru áttu menn að hafa skipt um dekk, ef þeir hafa notað nagla- dekk í vetur. Ef svo ólíklega vildi til, að enn væru einhverjir bílar á nagladekkjum, ættu menn að skipta hið bráðasta. Smáhnupl hefur verið framið, en flest af því tagi hefur fljót- lega verið upplýst. Að öðru leyti hefur verið fremur rólegt hjá lögreglunni. Það er myndarlegt framtak hjá Árna Bjarnarsyni bókaútgef- anda á Akureyri að gefa út minningarrit um merk hjón úr Mývatnssveit, sem flutti vestur um haf og bjuggu í Vatna- byggðum, en það voru þau Helgi Stefánsson frá Arnarvatni og Þuríður Jónsdóttir frá Gaut- löndum. Helgi var hálfbróðir Þorgils gjallanda, fluttist vest- ur 1890, þá hálfþrítugur, tók mikinn þátt í félags- og fram- faramálum og lést aðeins fimm- tugur að aldri. Þetta minningar- rit er byggt á litlu kveri, sem félagar Helga í bindindishreyf- ingunni í Wynyard bjuggu til prentunar og var gefið út 1920. í ritinu voru fjórar minning- argreinar og þrjú erfiljóð eftir vini Helga og nágranna, og nágranna, og einnig nokkrar greinar, sem Helgi hafði sjálfur skrifað um ýmis hugðarefni sín, bindindismál, þjóðrækismál, fé- lagsmál og fréttabréf, allt ágæt- lega vel ritað, þrungið af hug- sjónum og góðvild til samferða- mannanna. FULLUNNIÐ GLUGGAEFNI unnið úr fyrsta flokks þurrkaðri furu MJÖG HAGSTÆTT VERD Kr. 754.00 pr. Im með söluskalti. Einnig gluggalistar úr sama efni á kr. 80,00 pr. Im með söluskatti. TÖKUM AÐ I OKKUR GLUGGASMÍÐI ASALGEIR&VIDARr BYGGINGAVERKTAKAR FURUVELLIR 5 AKUREYRI ICELAND P. O. BOX 209 SfMAR (96)21332 OG 22333 Nýkomið Terylene kápur. Sumarkjólar. Jakkar. Blússur stærðir 38—50. Tækifærismussur og buxur og margt fleira. MARKAÐURINN DAGUR•7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.