Dagur - 26.05.1977, Blaðsíða 2

Dagur - 26.05.1977, Blaðsíða 2
Anna Jónsdóttir, frá Hreiðarsstöðum Aldarminning Árið 1884 hefja búskap á Hreið- arsstöðum í Svarfaðardal hjón- in Jón Baldvin Runólfsson og Elísabet Guðrún Bjarnadóttir. Voru þau bæði gædd dugnaði og miklum mannkostum. Bún- aðist þeim einkar vel og urðu er árin liðu sæmilega efnuð. — Himilishættir voru til fyrir- myndar, rausn og umhirða ágæt. Jón varð vegsmaður Svarfdælinga. Meðal annara starfa sinnti hann oddvitastöðu um mörg ár. Þau eignuðust tvö börn sem upp komust. Björn, greindarmaður, Möðruvelling- ur að mennt, bjó lengi í Svarf- aðardal, síðast í Laugahlíð. — Hann gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum og leysti þau vel af hendi. Snyrtimennska hans var einstök og allur frágangur með fegurðarbragði. Björn dvel- ur nú á Akureyri hjá dóttur sinni, er ekkjumaður, kominn á tíræðisaldur. Hitt barnið var stúlka, sem hlaut nafnið Anna. Varð hún síðar húsfreyja á Hreiðarsstöð- um um langt skeið. Verður hennar nú lítillega minnst. Anna Jónsdóttir var fædd á Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal 12. des. 1876 og var því i des. síðastliðnum öld runnin frá fæðingu hennar. Á þriðja ári fluttist hún með foreldrum sín- um að Ytra-Holti og er sjö ára, þegar hún kemur í Hreiðars- staði, þar sem hún á heima til endadægurs. Anna gekk ekki í neinn skóla, enda algengast um stúlkur á þeim tíma. En for- eldrar hennar tóku heimilis- kennara og naut hún góðrar uppfræðslu. Þá nam hún saumaskap og hannyrðir á Ak- ureyri og einnig hjá Soffíu Baldvinsdóttur á Böggvistöð- um, sem stundað hafði kvenna- skólanám. Auðvitað hafði Anna snemma lært öll venjuleg bú- störf bæði innanbæjar og utan. Varð hún því vel að sér bæði til munns og handar. Og þar sem hún var óvenjufríð og glæsileg stúlka þá var hún tal- in einhver besti kvenkostur sveitarinnar á sinni tíð. Það má því geta sér til, að margur ung- ur piltur hafi litið hýru auga til heimasætunnar á Hreiðarsstöð- um. En hvað um það. Hún valdi sér að lífsförunaut Guðjón Dan- íelsson frá Ujarnargarðshotni (Laugahlið nú). Brúðkaup þeirra var að hausti 1897 og vorið eftir tóku þau við búsforráðum á Hreiðarsstöðum. Brátt kom í ljós að ungu hjónin mundu halda í horfinu um alla búnaðarháttu og rausn. Hús voru byggð og hlöður reistar, tún var stækkað, búfé fjölgað, er gaf goðar afurðir, enda var umhirða prýðileg og heybirgðir nægar, svo að oft var hægt að miðla öðrum, sem í heyþrot komust. Bæði hjónin voru bráð- dugleg og áhugasöm um að bjargast á eigin getu. Sú varð og raunin, að fjárráðin voru tíð- ast rúm. Á Hreiðarsstöðum var alltaf eitthvað af vinnufólki. — Þótti þar góð vist, enda voru sömu hjúin þar svo árum skipti. Vafalaust var Hreiðarsstaða- heimilið í fremstu röð á mörg- um sviðum. Þar var óvenju snotur búmennska, mikil gest- risni og myndarskapur í hví- vetna. Börn þeirra Önnu og Guðjóns urðu átta. Tvö dóu í bernsku, en hin eru hér talin eftir ald- ursröð: 1. Jón Baldvin, fæddur 1897. Hann lauk námi í Gagnfræða- skóla Akureyrar. Síðar tók hann við búi á Hreiðarsstöðum ásamt bróður sínum. Sjó- mennsku stundaði hann á sumr- um en sinnti gegningum heima á vetrum. Nokkrar vertíðir var hann skipstjóri og farnaðist vel. Jón var vaskur maður og kapps- fullur, en hlýr og glaðsinna. — Hann var drenglundaður, hrekk laus og dagfarsprúður. Vinsæld- ir hans voru almennar og því var hann tregaður, er hann lést, 46 ára. Hann kvæntist ekki og átti engan afkomanda. 2. Sveinbjörn, sem fæddur er 1899, lengi gegn bóndi á Hreið- arsstöðum. Er nú fluttur til Dal- víkur. Ókvæntur og barnlaus. 3. Elísabet, fædd 1901, dáin 1975. Hún var dugnaðarkona og góðsöm, en heilsuveil frá miðj- um aldri. Ekki giftist hún né átti böm. 4. Daníel fæddur 1905. Kona hans er Lovísa Árnadóttir frá Þverá. Þau byrjuðu búskap á Þverá, en fluttu brátt til Akur- eyrar og hafa dvalist þar síðan. Þau eiga þrjú börn. 5. Laufey, fædd 1913. Hún býr á Dalvík hjá bróður sínum. Hún hefur ekki gifst, en á einn son. 6. Friðrika, fædd 1916. Maður hennar er Friðjón Kristinsson póstmaður á Dalvík. Þau eiga tvö börn. Þá átti Friðrika eina dóttur áður en hún giftist Frið- jóni. Auk sinna eigin barna ólu þau Hreiðarsstaðahjón upp að meira eða minna leyti nokkur börn, til dæmis eitt frá fimm ára aldri. Afkomendur Önnu og Guðjóns munu vera rösk- lega tuttugu. Anna missti mann sinn 1951. Ég þekkti Önnu á Hreiðar- stöðum aðeins af orðspori, þar til ég fluttist að Þverá, sem er næsti bær norðan Hreiðarsstaða. En allar fregnir af henni voru á einn veg, sem vitnuðu um mann kosti og góðvild. Tveim elstu sonum hennar hafði ég kynnst og báðum að góðu. Við Jón vor- um samtímis í Gagnfræðaskóla Akureyrar, en Sveinbjörn var vinnufélagi minn vor eitt. Og þar sem mér hafði geðjast vel að þessum kynnum, þá hugði ég gott til nábýlis við þá, er ráðið var að ég færi að búa á Þverá. Mér þótti þá og líklegt að þannig mætti álykta um annað heimilisfólk á Hreiðarsstöðum. Myndin tekin þegar Anna varð 90 ára. Svo reyndist líka. Naumast er hægt að hugsa sér elskulegri ná- granna. Alltaf var hjálpfýsi og greiðasemi fyrir hendi, sem lát- in var í té með ljúfu geði, svo að það mýkti þá raun, sem því fylgir að þurfa að kvabba um aðstoð og hjálp. En satt að segja var það æði oft, einkum fyrstu árin mín á Þverá, sem ég leitaði liðsinnis hjá þeim á Hreiðars- stöðum, en aldrei var mér neit- að, ef nokkur tök voru að leysa vandræði mín. Og þar voru víst allir á einu máli. Eins og að líkum lætur urðu fljótlega náin kynni milli fólks- ins á þessum tveim bæjum. — Fékk ég þá af eigin raun vitn- eskju um búnað og heimilis- háttu á Hreiðarsstöðum. Bræð- urnir Jón og Sveinbjörn voru þá teknir við búi, en móðir þeirra hafði húsfreyjustörfin áfram og því var sama snið á hlutunum eins og verið hafði á meðan hún bjó. Það sem eink- um vakti athygli mína var, hvernig um hús og heimili var gengið. Á Hreiðarsstöðum var þá stór og sæmilega góður torf- bær. Baðstofan öll þiljuð, fram- hýsi ekki gamalt með gestastofu á aðra hönd við göngin, en geymslurými á hina og loft yfir báðum. Nokkru innar var búr og eldhús sitt hvoru megin við göngin. Þau voru óþiljuð og steypt var í gólfið. Þarna í bæn- um var hver þilja hvítþvegin og hver krókur og kimi þrifinn og sópaður, svo að ekki sást fis. Og þetta var engin hátíðarfegr- un heldur hversdagsleg venja. Ég efast um, að nokkurt svarf- dælskt heimili hafi staðið Hreiðarstaðaheimilinu framar að snyrtimennsku og þrifnaði. Og engin breyting varð á, þó að dætur Önnu tækju við ráðum. Uppeldið og eðlisþættir sáu um það. Anna á Hreiðarsstöðum var ekki gustmikil kona, fór ekki flumósa né var hávaðasöm. — Samt vakti hún eftirtekt, þó að í margmenni væri. Því olli fríð- leikur hennar, bjart yfirbragð og hreinn svipur, ásamt prúð- mennsku í framkomu, látleysi og glaðlegu viðmóti. Hún var vel greind og myndaði sér ákveðnar skoðanir á málum. — Hún átti mikla skapfestu og æðraðist ekki, þó að hrollkaldir næðingar lífsins blésu í fangið. Aðalsteinn Bemharðsson: „íþróttamaður UMSE 1976“. Starfsemi U.M.S.E. er mjög Sagt var frá ársþingi Ungmenna- sambands Eyjafjarðar í síðasta blaði. Til viðbótar fer hér hluti fréttakynningar frá samtökun- um. Þingið markaði og afgreiddi starfsáætlun fyrir yfirstand- andi ár. Samkvæmt henni mun starfið verða með líku sniði og að undanförnu. En sérstök áhersla var lögð á öflugt ungl- ingastarf og útvegun leiðbein- enda í íþróttum, en mikill skort- ur virðist vera á þeim. Ákveðið var að vinna að sem bestri þátt- töku í næsta landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Selfossi í júlí á næsta ári. Þingið harmaði að ekki skyldi reynast unnt að halda landsmótið á Dalvík eins og til stóð og skoraði á forráða- menn Dalvíkurbæjar að láta þegar hefja framkvæmdir við fyrirhugað íþróttasvæði á Dal- vík, svo tryggt sé að Landsmót UMFÍ 1981 geti farið þar fram. Þingið gagnrýndi harðlega tregðu stjórnvalda með veitingu fjármagns til byggingu íþrótta- mannvirkja á sambandssvæð- inu og skoraði á þingmenn kjör- dæmisins að beita áhrifum sín- um til úrbóta á því sviði. Á þinginu kom fram mikil óánægja með það misræmi, sem á sér stað milli lögsagnarum- dæma, varðandi þátttöku ríkis- ins í kostnaði við löggæslu á samkomum. Bitnar þetta mis- ræmi mjög á samkomuhaldi í Eyjafjarðarsýslu. Krafðist þing- ið úrbóta í þessu máli nú þegar. Ársþingið skoraði á UMFÍ og ungmennafélögin almennt, að gera þetta ár, sem er sjötugasta afmælisár UMFÍ, að sérstöku baráttuári gegn áfengisbölinu og hvatti til bindindisfræðslu í skólum. Þá skoraði þingið á sambandsfélögin að vinna sem ötulast að gróðursetningu og landgræðslu. Gestir þingsins voru Haf- steinn Þorvaldsson formaður UMFÍ, Sigurður Geirdal fram- kvæmdastjóri UMFÍ, Sveinn Björnsson varaforseti ÍSÍ, Valdi- mar Bragason bæjarstjóri og Páll Garðarsson fv. stjórnar- maður UMSE. Formaður UMFÍ sæmdi þá Pál Garðarsson og Birgi Þórðarson starfsmerki UMFÍ, en þeir hafa báðir unnið mikið og gott starf í þágu sinna félaga og UMSE. í Dalvíkurskóla naut UMSE ágætrar aðstöðu, og Ungmanna- félag Svarfdæla og Skíðafélag Dalvíkur veittu góða aðstoð við þinghaldið. í þinglok buðu fé- lögin til ágætrar veislu og einnig nutu fulltrúar kvöld- verðarboðs Dalvíkurbæjar. í sambandi við þingið efndi UMSE til kvöldvöku, þar sem fram fóru ýmis konar skemmti- atriði. Á kvöldvökunni var Heimili sínu stjórnaði Anna með festu, lipurð og háttvisi. Hún lét sér annt um hjú sín, var þeim notaleg og tillitssöm. Stúlkunum sínum leiðbeindi hún hógværlega og kenndi þeim vel til verka, enda var hún sjálf hagvirk og smekkvís. Sumum veitti hún tilsögn í saumum, svo að þær urðu sæmilega að sér á því sviði. Yfirráð Onnu voru á þá lund, að vinnukonur hennar virtu hana og báru til hennar hlýjan hug. Og nokkrar urðu vinkonur hennar ævilangt. Anna leitaði sér lítt verkefna utan heimilis. Þó starfaði hún í kvenfélagi sveitarinnar um ára- tugi og reyndist hdllur og góð- ur félagi. Hún unni heimabóli sínu fölskvalaust og setti metn- að sinn í að skapa þar fyrir- myndar stað og kærleiksríkt at- hvarf fyrir fjölskyldu sína. Og það tókst henni með sóma. Hún var ágæt eiginkona og ástrík móðir, sem ól börn sín upp til góðra siða og mannkosta, enda hafa þau borið því glöggt vitni. Anna var mjög gestrisin og einkar veitul. Margir áttu erindi í Hreiðarsstaði og var því oft um mikla gestanauð að ræða. En öllum var tekið með stakri alúð, hvort sem kom hefðar- fólk eða smælingjar. Það er skoðun mín, að Anna hafi átt auðuga samúðarkennd og verið næm á viðbrögð og gjörðir manna. Hún gat því sett sig í spor þeirra, sem börðust við fátækt og ill örlög og mun oftlega hafa innt hjálp af hendi. En ekki var því hampað, heldur í leynum gert. Vera má að einhverjar veilur hafi verið í fari Önnu á Hreið- arsstöðum. En ég varð þeirra ekki var þau fjörutíu ár, sem við vorum nágrannar. Og ljóst var, að hún naut vinsælda og virðingar almennings og naum- ast hlotnast sú gæfa án allra verðleika. Anna lifði meir en níutíu ár og hélt reisn og andlegu heil- brigði fram á síðustu ár. Hún hafði alla tíð verið hraust og heilsugóð. Hún dó 19. apríl 1970. Hún hafði lifað tvennar tíðir og var reynslunni ríkari. Hún tók á móti blíðu og stríðu, hamingju og vonbrigðum á þann veg, að manngildi hennar jókst. Um hana má segja að hún kunni list- ina að lifa. Anna á Hreiðarsstöðum beitti samkennd, velvild og dreng- lyndi í viðskiptum við samferða- mennina og því: leikur ljúfur hugblær og þökk um minningu hennar. Helgi Símonarson. víðtæk kunngjört, að Aðalsteinn Bern- harðsson úr Umf. Framtíð hefði verið kjörinn „íþrótta- maður UMSE 1976“ og við það tækifæri var honum afhentur bikar til eignar frá samband- inu. Aðalsteinn hefur verið í fremstu röð íþróttamanna UMSE um skeið og á síðasta ári komst hann í fremstu röð frjáls- íþróttamanna landsins. Á kvöld- vökunni var Umf. Reyni afhent- ur Sjóvábikarinn, en félagið hlaut flest stig úr mótum UMSE á sl. ári. Var þetta annað árið í röð sem Reynir hlýtur bikar- inn. Þá var Umf. Skríðuhrepps afhentur Félagsmálabikar UMSE fyrir gott félagsstarf á liðnu ári. Birgir Þórðarson og Halldór Sigurðsson báðust undan end- urkjöri í stjórn sambandsins og var þeim þakkað gott starf í þágu þess. 2 *DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.