Dagur - 09.06.1977, Blaðsíða 2

Dagur - 09.06.1977, Blaðsíða 2
Afmæliskveðja til Richards Beck prófessors Létt er ellin ungri sál, ennþá logar hugans bál. Langur dagur birtu ber, blessað verði kvöldið þér. Þessi vísa er úr kveðju Richards Beck til móður sinnar áttræðr- ar. Hún á einnig vel við hann sem er áttræður 9. júní. Þessi grein verður aðeins afmælis- kveðja en engin ritgerð um þennan ágæta, mikilvirka son íslensku þjóðarinnar. Aðra lengri grein um R. B. hef ég ritað sem birtast mun annars staðar síðar. Richard Beck er austfirðing- ur að ætt. Hann er fæddur að Svínaskálastekk við Reyðar- fjörð 9. júní 1897. Foreldrar hans voru hjónin Hans Kjartan Beck og Þórunn Vigfúsína Vig- fúsdóttir. Þriggja ára flutti hann með foreldrum sínum að Litlu-Breiðuvík og ólst hann þar upp . Þegar hann var tíu ára missti hann föður sinn en braust þó til mennta. Vann hann fyrir sér við sjómennsku á skólaárun- um. Richard tók gagnfræðapróf á Akureyri, utanskóla, og stúd- entspróf í Reykjavík tveim ár- um síðar. Sat hann aðeins í 4. bekk menntaskólans, en las 5. og 6. bekk utanskóla á einu ári. Slíkur afreksmaður var hann við námið. Þannig hefur hann einnig verið við öll sín störf. Eftir stúdentsprófið kenndi hann einn vetur á Eskifriði en fór svo til Vesturheims. Lauk hann > þar háskófenámi og skömmu síðar doktorsprófi í bókmenntum. Þá gerðist hann háskólakennari í íslensku og norrænum málum. Richard Beck hefur verið einn af bestu útvörðum íslenskr- ar menningar í Vesturheimi. — Hann hefur kynnt íslenska menningu og bókmenntir í enskumælandi heimi og stutt þjóðarbrotið íslenska til að halda við tungu sinni. Richard Beck hefur verið hvorttveggja í senn Ijóðskáld og afkastamik- ill rithöfundur og vísindamað- ur í bókmenntum. Stærsta verk hans til að kynna íslenskar bók- menntir er hin stóra bókmennta- saga hans á ensku um íslensk Ijóðskáld sem út kom 1950. Richard Beck hefur gefið út þrjár ljóðabækur: Ljóðmál 1929, Við ljóðalindir 1959 og Undir hauststimdum himni 1973. — Hann er gæddur næmri, ljóð- rænni skáldgáfu. Kvæði hans eru ort á fögru máli og vandað til rímsins. Mörg eru þau kveðj- ur til ættlandsins og önnur hugðarefni skáldsins. f kvæðinu „Hugsað heim 17. júní“ segir hann: Hugurinn flýgur heim í dag, heim til blárra fjalla. Vorblítt syngja lækir lag, land og sær með æskubrag. Móðurraddir mildar soninn kalla. Ævistarf sitt vann Richard Beck að mestu við ríkisháskól- ann í Grand Forks í Norður- Dakóta. Þar var hann prófessor í málum og bókmenntum í 38 ár til sjötugsaldurs. Þaðan sendi hann bókmenntarit sín til ætt- landsins. Hér verða aðeins nefndar tvær stærstu bækurn- ar: Ættland og erfðir kom út 1950 á Akureyri. Þetta var stór bók 270 blaðsíður í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn var um þjóðrækn- is« og menningarmál en síðari hlutinn um íslensk ljóðskáld. 1 átthagana andinn leitar var Dr. Richard Beck. afmælisrit sem kom út 1957 á sextugsafmæli R. B. Sú bók kom einnig út á Akureyri. — Þetta er stór bók 278 bls. og fjallar um íslenskrar bókmennt- ir. Þá var Richard Beck ritstjóri að Almanaki Ólafs S. Þorgeirs- sonar 1941—1954 og ritaði um margskonar efni. Yfir öllum ritverkum Rich- ards hvílir blær skilnings og góðvildar til höfunda þeirra sem hann fjallar um hverju sinni. Hann bendir á allt sem vel er gert, en hitt sem lakara er lætur hann liggja milli hluta. Hann veit að allt sem lífsgildi hefur er þess vert að ræða um það. Hitt sem mistekist hefur deyr af sjálfu sér. Einn af vin- um Richards segir að í orða- forða hans vanti öll lastyrði. Er það vel að orði komist. Margar pílagrímsfetðir hef- ur Richard Beck komið hingað heim til ættlandsins og flutt ræður í mörgum félögum. — Hann er kunnur ræðuskör- ungur. Tveimur félagasamtök- um er hann einkum tengdur: Þjóðræknisfélögunum og Góð- templarareglunni. Hann er heiðursfélagi Þjóðræknisfélags- ins á Akureyri og Stórstúku ís- lands af I. O. G. T. Margskonar heiður hefur honum fallið í skaut. Hér verður það ekki tí- undað, en hann er meðal ann- ars heiðursdoktor við Háskóla íslands. Þá var Richard Beck ræðis- maður íslands í Norður-Dakóta og ágætur fulltrúi íslands vest- an hafs um áratugi. Richard Beck er þríkvæntur. Nú er hann búsettur með Mar- gréti, konu sinni, vestur á Vict- oriueyju í Kanada. Þaðan lítur hann yfir farinn veg á áttræðis- afmælinu. Dagsverk hans er mikið. Hann hefur verið vík- ingur til starfa og aldrei af sér dregið. Við vinir hans hér heima hugsum hlýtt til hans á af- Kjarasamningar hafa staðið yf- ir undanfarnar vikur og ekki sýnilegt að þeim ljúki að sinni. Kröfur Alþýðusambands ís- lands frá því í haust og síðar áréttaðar, miða að launajöfn- uði og verulegri kauphækkun. Atvinnurekendur báru fram til- boð í launamálum, seint og um síðir, sem var hafnað og síðan annað, sem gekk skemmra til mælisdaginn og sendum honum bestu árnaðaróskir yfir hafið. Ég ætla að taka mér það bessa- leyfi að flytja honum innilegar kveðjur frá Góðtemplararegl- unni á Akureyri. Að lokum vil ég óska Rich- arði þess að bjartsýni hans og glaðlyndi megi fylgja honum þó að árum fjölgi. Að síðustu óska ég þeim hjón- um þess að þau megi sem lengst njóta lífsins. Ég kveð þau með virðingu og þökk. Lifið heil. Eiríkur Sigurðsson. móts við kröfur launþega en hið fyrra. Sáttasemjari og sátta- nefnd lögðu fram grundvöll að samningaumræðum og ríkis- stjórnin hefur lofað lagfæring- um í skattamálum og Öðrum at- riðum til að auka kaupmátt launa. Verkalýðshreyfingin greip til Framhald á blaðsíðu 7. HÖFUM TIL SÖLU 2ja herbergja Ibúðir við: Skarðshlíð og Víðilund: . 3ja herbergja (búðir við: Skarðshlið, Þórunnarstræti og Brekkugötu. 4ra herbergja íbúðir við: Skarðshllð, Löngumýri, Hafnarstræti, Hólabraut. 3ja herbergja raðhús við Einilund og Seljahlíð. Einbýlishús við: Hafnarstræti, Grænumýri, Brekkugötu, Þverholt, Oddeyrargötu, Stóragerði, Aðalstræti og I Glerárhverfi. Einbýlishús á Neskaupsstað. Fasteignasalan Strandgötu 1, (Landsbankahúsinu) simi 21820. Lögmenn: Gunnar Sólnes hrl. Jón Kr. Sólnes hdl. TIL SÖLU Einbýlishús við Háagerði I Húsavlk. Skipti á einbýlis- húsi á Syðri-brekkunni möguleg. Einbýlishús við Stafholt og Stóragerði. Þriggja herb. Ibúð m. bflskúr við Vanabyggð. Þriggja herb. Ibúðir við Ása- byggð, Eiðsvallagötu, Ránar- götu, Skarðshllð og víðar. Hæð m. risi I tvíbýlishúsi við Löngumýri. 4ra herb. íbúðarhæð við Löngumýri. 4ra herbergja Ibúðir við Skarðshlíð. Skrifstofu og geymsluhúsnæði við Hafnarstræti. Hentugt sem iðnaðar- eða iðjuhúsnæði. Teikningar fyrirliggjandi. Tilboð óskast. ÁSMUNDUR S. JÓHANNSSON, hdl., Brekkugötu 1, Akureyri. Sími 21721. Smáauqlvsinöar 'Sala Kerruvagn til sölu. Uppl. I slma 21376. Túnþökur til sölu. Sker þökur á túnum. Keyri heim ef óskað er. Uppl. I sima 23947 og 19927. Notað borðstofusett, skenkur borð og sex stólar til sölu. Sími 21258. Til sölu Honda 250. Uppl. I slma 63106 milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Hestur til sölu. 5—6 vetra, taminn. Þorlákur Aðalsteinsson, Baldursheimi. Til sölu sófasett og hljóm- tæki. Uppl. I síma 21764. Til sölu nýlegur trillubátur 3,6 tonn. Uppl. gefur Jón Eirlksson, Bakkafirði. Til sölu 2 skrifborð með hillum (táningasett). Uppl. I slma 23625. Til sölu vefstóll (br. 1,10 m) kr. 75.000. Rúmgóður skenk- ur kr. 20.000. Þrískiptur fata- skápur kr. 20.000. Þrísettur sófi kr. 10.000. Sími 11245. Til sölu fjölærar garðjurtir og sumarblóm. Ágústa Jónsdóttir, Litla- Árskógssandi, slmi 63140. Til sölu Farfisa Transivox orgel-harmonikka, kr. 300.000. Tónabúðin. Atvinna jnnjslegtiHúsnædi Afgreiðslustúlka óskast. Umsóknir sendist I pósthólf 133 Akureyri. Framtíðaratvinna! Afgreiðslumaður óskast I byggingarvöruverslunina íbúðin hf. Uppl. ekki gefnar I slma. Ibúðin hf. Tryggvabraut 22. Eldri dansa klúbburinn! Dansleikur I Alþýðuhúsinu laugardaginn 11. júnl. Húsið opnað kl. 21. Miðasala við innganginn. Nefndin. Sala Til sölu er vel með farinn Skoda 1000 MB árg. 1967 ekinn 46 þús. km. Uppl. I síma 23197. Peugeot 504 árg. 1973 til sölu. Skipti á ódýrari bíl möguleg. Ævar Karl Ólafsson, slmi 21057. Bifreið til sölu. Plymouth Duster árg. 1974 ekinn 33.000 km. slma 23635. Uppl. Til sölu er Skoda 110 árg. '74 vel með farinn. Ekinn 36 þús. km. Uppl. í slma 23322. Til sölu Scaut árg. 1974 8 cyl. sjálfskiptur. Ekinn 23 þús. km. Skipti koma til greina á nýlegum stadion. Jóhannes Jóhannesson, Héðinshöfða, Tjörnesi. Barnagæsla 11—13 ára barnfóstra óskast strax, fimm daga I viku kl.. 5—7 og tvö kvöld I viku kl. 5—10. Uppl. I slma 21329 kh 9—12 og eftir kl. 22. Barngóð 13 ára barnfóstra oskast til að gæta 3ja ára drengs I sumar. Uppl. I síma 19825. Barnfóstra óskast til að gæta tveggja barna þriggja og fjögurra ára hluta úr degi. Uppi. I Hafnarstræti 23, efstu hæð. Óskum að taka á leigu 3ja— 4ra herb. íbúð. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Uppl. I sima 11308. 2ja herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. I slma 11231 og 63117. Ungt par óskar eftir her- bergi með aðgang að eldhúsi eða lítilli íbúð til leigu. Uppl. á kvöldin I slma 23894. Óska eftir herbergi til leigu sem fyrst. Uppl. I slma 21952. Herbergi eða Iftil (búð óskast til leigu strax. Vinsamlegast hringið I slma 21653 eftir kl. 7 að kvöldi. Raðhús til leigu. Þeir sem áhuga hafa sendi tilboð á afgr. blaðsins fyrir 16. júní merkt: ..Góð umgengni." Herbergi óskast sem næst miðbænum. Uppl. gefur Stefán I síma 23812 eða 21717. íbúð óskast til leigu sem fyrst. Uppl. I síma 23281. Til sölu 3ja herb. Ibúð við Brekkugötu. Uppl, I slma 22057 eftir kl. 20 næstu kvöld. Ungt par óskar eftir 2ja til 3ja herb. fbúð á leigu sem allra fyrst. Uppl. I síma 22948 eftir kl. 5 á daginn. Skipti! 2—3ja herbergja Ibúð á Ak- ureyri óskast I skiptum fyrir 3ja herbergja Ibúð á góðum stað I Reykjavík. Tilboð sendist á afgreiðslu Dags merkt „Ibúðaskipti". Kjarasamningar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.