Dagur - 31.08.1977, Page 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR 31. AGÚST 1977 37. TÖLUBLAÐ
Slysadagur
Föstudagurinn síðasti var
sannkallaður slysadagur og
voru átta fluttir í sjúkra-
hús á Akureyri eftir um-
ferðarslys þann daginn.
Á sunnudagsmorgunn
varð svo enn einn árekst-
urinn, er tveir bilar rákust
saman á mótum Byggða-
vegar og Þingvallastrætis.
Tveir voru fluttir á sjúkra-
hús, en meiðsli óveruleg.
í gærmorgun var lögregl
unni tilkynnt um innbrot í
Krókeyrarstöðina, en þar
hafði verið farið inn um
nóttina og peningum stohð.
Ekki var vitað í gær hversu
mikið var tekið. Hafi ein-
hver orðið mannaferða var
við Krókeyrarstöðina í
fyrrinótt er hann beðinn að '. .'
snúa sér til lögreglunnar.
í fyrrinótt var bíl stolið
frá Skipagötu 2, drapplitum
Opel með dökkum toppi,
A 1715. Bíllinn fannst í gær
morgun á Hörgárbraut.
Það eru tilmæli lögreglunn E.;:'.;'
ar að þeir sem kynnu að
hafa orðið bílsins varir eftir
kí. 23 á mánudagskvöld
lati vita.
Seðlabankalán
veröi 70°/o af
útflutnings-
verðmæti
Framkvæmdastj órar frysti-
húsa á Norðurlandi vestra
héldu nýlega fund á Sauð-
árkróki og ræddu vanda
sinna frystihúsa. Á fundinn
mættu fulltrúar frystihúsa
frá Skagaströnd, Sauðár-
króki, Hofsósi og Siglufirði.
Á fundinum var eftirfar-
andi samþykkt gerð:
„1. Fundurinn telur, að
útflutningsverð sjávaraf-
urða þurfi að hækka veru-
lega í íslenskum krónum,
þar sem hráefni, vinnu-
laun, vextir og annar kostn-
aður hafa hækkað umfram
greiðsluþol fyrirtækjanna
og er nú til mikilla muna
óhagstæðara hlutfall miðað
við framleiðsluverðmæti,
en var fyrir 1. júlí sl.
2. Með yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar, sem sjávar-
útvegsráðherra gaf út 6.
júlí sl. er gert ráð fyrir, að
núverandi framleiðslulán-
um sé ráðstafað að fullu til
fiskseljanda við hverja
verðsetningu í viðskipta-
banka. Verða því útlánin á
afurðirnar óhjákvæmilega
að hækka sem svarar
greiðslu vinnulauna, vaxta
og annars kostnaðar. Fund-
urinn leggur því til að
Seðlabankalán verði hækk-
uð í a. m. k. 70% af út-
flutningsverðmæti og hlut-
fall viðskiptabanka haldist
óbreytt.
3. Stöðvun fiskvinnslu-
fyrirtækjanna er óumflýj-
anleg, verði fyrrgreind at-
riði ekki tekin til úrlausn-
ar hið bráðasta.“
Ennþá vantar 21 kennara í
störf víða á Norðurlandi
Skortur á kennurum til starfa
við grunnskólana er óvenju
mikill á þessu hausti og horfir
til vandræða í sumum byggðar-
lögum af þeim sökum. Á Norð-
urlandi er ástandið í þessum
efnum þó betra en víða annars
staðar, þegar á heildina er litið,
en samkvæmt upplýsingum
fræðsluskrifstofanna vantar nú
í ágústlok tuttugu og einn kenn
ara til starfa. Á vestanverðu
Norðurlandi er ástandið verra,
þar vantar ellefu kennara í
fimm skóla, þar af vantar skóla-
stóra við skóla í Skagafirði.
Sveinn Kjartansson. fræðslu-
stjóri á Norðurlandi vestra
sagði í samtali við Dag, að aug-
lýstar hefðu verið 48 lausar
kennarastöður í sumar og enn
vantaði ellefu kennara, sem
væri óvenj-u mikið. Sagði hann,
að stöður þessar hefðu verið
margauglýstar án árangurs.
Valgarður Haraldsson
fræðslustjóri á Norðurlandi
eystra sagði í samtali við Dag,
að tíu kenara vantaði og væri
það svipað og síðustu ár um
Grundvöllur
atvinnu-
rekstrar
tekinn til vin
samlegrar
athugunar
„í tilefni af erindi hreppsnefnd-
ar Amarneshrepps varðandi
•hugsanleg kaup á eignum Lands
banka íslands á Hjalteyri lýsir
stjóm KEA því yfir, að hún
telur eðlilegt og æskilegt að
Arnarneshreppur eignist lóðir
og mannvirki á þessum stað, og
mun taka til vinsamlegrar at-
hugunar, í samvinnu við sveitar
félagið, hvort grundvöllur
finnst fyrir einhvern atvinnu-
rekstur á þessum stað, ef af
kaupunum verður.“
Þannig hljóðar samþykkt
stjórnar KEA frá 25. ágúst sl.
Valur Arnþórsson kaupfélags
stjóri sagði í samtali við Dag, að
þrennt kæmi til greina, ef hrepp
urinn keypti eignirnar og KEA
hæfi þar einhvern atvinnurekst
ur. í fyrsta lagi lítið verzlunar-
útibú, í öðru lagi saltfiskverkun
og í þriðja lagi léttur iðnaður í
einhverri mynd.
Landsbankinn hefur þegar
fengið nokkur tilboð í eignir
sínar á Hjalteyri en skilafrestur
á tilboðum rennur út á mið-
vikudagskvöld. Þegar Dagur
hafði samband við Ingimar
Brynjólfsson hreppstjóra í Arn
arneshreppi á mánudagskvöld
hafði hreppurinn enn ekki geng
ið frá tilboði sínu.
þetta leyti. Kvaðst hann telja
mjög líklegt að kennarar fengj-
ust í þessar stöður áður en skól-
ar tækju til starfa. 80 lausar
kennarastöður voru auglýstar á
Norðurlandi eystra í sumar.
Akureyrarfyrirtækið Plastein-
angrun hf. sem er að mestu eign
Kaupfélags Eyfirðinga og Iðn-
Valgarður sagði, að 30% kenn
ara á síðasta skólaári hefðu ver-
ið réttindalausir og fjöldi þeirra
hefði aukist ár frá ári. Hann
nefndi þó, að á Akureyri hefðu
fleiri kennarar með réttindi
aðardeildar SÍS, hefur nú hafið
framleiðslu netahringja og troll
kúlna úr plasti. Fyrirtækið hef-
sótt um í haust en oft áður. Á
Norðurlandi eystra vantar flesta
keimara til starfa í Norður-
Þingeyjarsýslu, að sögn Val-
garðs, en ástandið er einnig
slæmt á Ólafsfirði.
ur keypt bæði vélbúnað og
tækniþekkingu frá norska stór-
fyrirtækinu Panco og yfirtekið
framleiðslu þess fyrirtækis á
umræddum vörum.
Jón Sigurðarson fram-
kvæmdastjóri Plasteinangrunar
sagði í samtali við Dag, að
norska fyrirtækið hefði einkum
selt þessar vörur sínar á heima-
markaði og á íslandi, en fram-
leiðsla þessi hefði aðeins verið
lítið brot af veltu þessa stór-
fyrirtækis, eða rétt um 4%.
Jón sagði, að þegar hefði stór
pöntun borist frá Noregi, og
einnig hefðu fyrirtækinu borist
fyrirspurnir frá Hong Kong og
Ástralíu. Sagði Jón, að Plast-
einangrun byggði á sölustarfi
Panco að verulegu leyti, en jafn
framt væri markaða leitað víð-
ar s. s. í Færeyjum og Dan-
mörku.
Samkvæmt samningi fyrir-
tækjanna tveggja mun Panco
hafa eftirlit með framleiðslunni
og aðstoða við lausn þeirra
tæknilegu vandamála, sem við
verður að glíma.
Við þessa nýju framleieðslu
mun starfsmönnum Plastein-
angrunar fjölga um helming, úr
sjö í fjórtán.
Enginn fæst til að sigla
norska teinæringnum
— Það er vilji allra, þótt ekki
hafi orðið úr framkvæmdum
ennþá, að varðveita norska
teinæringinn vel, sagði Krist-
ján Ásgeirsson formaður Sam-
vinnufélags útgerðarmanna og
sjómanna á Húsavík, er Dagur
ræddi við hann um gjöf Norð-
manna í tilefni ellefu alda
byggðar á íslandi, teinæring-
inn, annan af tveimur, sem
Norðmenn gáfu til íslands,
sumarið 1974.
Báturinn hefur í sumar leg-
ið ónotaður uppi á Íandi, en að
sögn Kristjáns hafa engar
skemmdir verið unnar á hon-
um. — Okkur finnst eiginlega
of snemmt að gera bátinn að
safngrip, sagði Kristján, og við
vonuðumst eftir því, að ein-
hverjir hefðu áhuga á að sigla
honum, en sú von hefur alveg
brugðist í sumar. Kristján
kvað þó ekki loku fyrir það
skotið, að báturinn ætti eftir
að sýna sig á höfninni, en
sagði, að ella yrði að byggja
yfir hann skýli og hafa hann
þar allt árið um kring.
Frá því báturinn kom til
Húsavíkur hefur hann verið á
floti yfir sumarið, bundinn í
ankeri úti á höfninni, en í
sumar hefur hann aftur á móti
verið í hirðuleysi uppi á landi.
Reiði og seglbúnaður hefur
þó allur verið í geymslu.
Eigendur bátsins eru Húsa-
víkurbær, Samvinnufélag út-
gerðarmanna og sjómanna, —
og Félag veiðiréttareigenda í
Laxá.
Erlendir ferðamenn sem aðrir er gista Akureyri, sjá mörg myndaefnln í bænnm. Þessi franska
stúlka, sem hér var á ferð fyrir nokkru, lét sig ekki muna um það að príla upp á tuhnur við
höfnina til þeses að ná góðri mynd. (Ljósmynd: Gsal).
Plasteinangrun hf. með nýja framleiöslu:
Vélbúnaður og tækni-
þekking keypt frá Noregi