Dagur - 31.08.1977, Síða 3

Dagur - 31.08.1977, Síða 3
Frá og með 1. september verður verslunin opin mánudaga til fimmtudaga kl. 13-18. Fösfudaga kl. 13-19. - Lokað laugardaga. ISja félag verksmiðjufólks hefur ákveðið að efna til berjaferðar laugardaginn 2. september nk. austur í Aðaldal ef næg þátttaka fæst. Fargjald er kr. 1.500. Lagt verður af stað kl. 9 f. h. frá Varðborg. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Iðju sem fyrst í síma 23621. STJÓRN IÐJU. Nýnemar komi í skólann miðvikudaginn 7. sept- ember kl. 20,00 og staðfesti umsóknir sínar. Aðrir væntanlegir nemendur í 2., 3. og 4. bekk komi til viðtals fimmtudaginn 8. september kl. 20,00. Gert er ráð fyrir að kennsla í 4. bekk (hinum síð- asta í gamla skipulaginu) hefjist 3. október. SKÓLASTJÓRI. Sveinn eða lærlingur óskast. Uppl. gefur Þorsteinn Jónsson verkstjóri, sími 22876. BAUGUR HF. Matvörudeild KEA Frá og með 1. sepfember breytist lokunar- fími söluopa og verður þeim lokað kl. 22. GULLFISKAR og fleiri tegundir. Ný sending. Leikfangamarkaðurinn Hafnarstræti 96, (kjallará). ÚTSALA Nú fer hver að verða síðastur að gera góð kaup á útsölunni. KLEÓPATRA Strandgötu 23, sími 21409. • • Orn Ingi heldur mál- verkasýningu Á laugardag opnar Om Ingi málverkasýningu í Iðnskólan- um og verður sýningin opin frá kl. 17—22 á virkum dögum og frá 15—22 um helgar fram til 11. september. Þetta er þriðja einkasýning Arnar Inga_ en hann hefur að auki tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. 50 myndir eru á sýningunni, unn- ar í akríl, olíukrít, pastelkrít og vatnslit. Myndirnar, sem allar eru til sölu, eru frá þessu ári og hinu síðasta. Sjóstang- veiðimót Sjóstangveiðimót Sjóstangveiði- félags Akureyrar verður haldið laugardaginn 10. sept. 1977. Mótið stendur í einn dag og róið verður frá Dalvík. Mótið verður sett að Hótel KEA kl. 8 e. h. föstudaginn 9. sept. Á laug- ardaginn kl. 6 að morgni verður ekið frá Akureyri til Dalvíkur og róið þaðan kl. 7. Komið verð- ur að landi kl. 3 e. h. Mótinu verður slitið með hófi að Hótel KEA, sem hefst með borðhaldi kl. 7.30 e. h. og síðar afhending verðlauna og dans. Þátttöku ber að tilkynna eigi síðar en laugardaginn 3. sept. til Kristins H. Jóhannssonar, símar 21670 og 21583. Getum bætt við starfsfólki nú þegar á kvöldvakt í prjónasal. Uppl. gefur Aðalsteinn Halldórsson, innanhússími 58. FATAVERKSMIÐJAN HEKLA Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900 Góðir gestir Eins og kunnugt er af fréttum í fjölmiðlum er nú á ferðalagi hér á landi 35 manna söngkór frá háskólanum í Winnipeg. Söngstjóri kórsins er frú Helga Andersen. Undanfarna daga hefir kórinn verið á ferðalagi sunnanlands, m. a. í Keflavík og Vestmannaeyjum og sungið þar og víðar og vakið hvarvetna mikla athygli. Kórinn kemur til Akureyrar á miðvikudagskvöld og mun syngja í Akureyrar- kirkju á fimmtudagskvöldið 1. sept. kl. 9 og er öllum heimill aðgangur ókeypis. Er þess vænst að kórfólk bæjarins og aðrir söngunnendur setji sig ekki úr færi um að hlusta á þetta langt að komna söngfólk. Eftirfarandi verð eru á kjamfóðri hjá Bústólpa h/f Tegund Sekkjað Laust A-blanda 14/98 49.000 A-blanda 4% 49.300 44.800 B-blanda 4% 49.000 44.200 C-blanda 9/98 48.500 Sóló heilfóður 49.300 45.900 Ruge sóló heilfóður 56.100 Gul-komplet 57.000 53.500 Bacona 50.900 45.800 Só-mix gyltufóður 52.000 Rauð steinefnablanda 83.250 Gul steinefnablanda 94.600 Magnesíumblanda 87.700 Með viðskiptum við Bústólpa h/f stuðlið þið að enn lægra verði á þessari mikilvægu rekstrarvöru ykkar. Verslið þar sem saman fer lágt verð, fyrsta flokks vara og góð þjónusta. BÚSTÓLPI FYRIR BÆNDUR Sími (96)22320, Strandgötu 63, Akureyri. Til sölu er jörðin Mýlaugsstaðir, Aðaldalshreppi, Suður- Þingeyjarsýslu. Jörðinni fylgir veiðiréttur í Eyvindarlæk og Mý- laugsstaðavatni. Tilboðum í jörðina skal skila til skrifstofunnar fyrir 15. september nk. Allur réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA GUNNARS SÓLNES SF. Strandgötu 1, Akureyri. — Sími 21820. Starfskraftur óskast allan daginn í tískuverslun. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf óskast sendar fyrir 5. september í pósthólf 713, Akureyri. Sjóstangveiðimót Sjóstangveiðifélags Akureyrar verður haldið laugardaginn 10. sept. Þátttaka tilkynnist fyrir laugardaginn 3. sept til Kristins H. Jóhannssonar, símar 21670 og 21583. INNHEIMTA FASTEIGNAGJALDA Með vísan til laga nr. 49 frá 16. marz 1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks er hér með skorað á alla þá sem skulda fasteignagjöld frá árunum 1976 og 1977 að gera skil á þeim hið fyrsta ella mega þeir búast við að krafizt verði nauðungaruppboðs á eignum þeirra að liðnum 30 dögum frá dagsetningu bréfs sem sent verður til allra sem ofangreind gjöld skulda. Akureyri, 25. ágúst 1977, BÆJARGJALDKERINN Á AKUREYRI. DAGUR•3

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.