Dagur - 31.08.1977, Síða 4

Dagur - 31.08.1977, Síða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm II166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Verðugt svar Blöð sjálfstæðismanna í Reykjavík hafa enn einu sinni hafið árás á sam- vinnufélögin í landinu, sennilega til að breiða yfir alþjóðarathygli á mis- heppnaðri stjóm borgarmála í Reykjavík. Árás þessi hefur meðal annars beinst að samanburði á vöru- verði hjá kaupfélagi í fámennu byggðarlagi og stórmarkaði í höfuð- borginni. En í hinum ýmsu byggðar- lögum hefur fólkið sjálft komið sér upp eigin verslunarþjónustu og at- vinnutækjum á samvinnugmndvelli, því þar hefur einkaframtakið enga gróðavon og því lítinn áhuga. Um leið og íhaldsblöð höfuðborg- arinnar belgja sig út af vandlætingu yfir því, að kona í Búðardal, sem keypti ódýrari vöm á stórmarkaði í Reykjavík en sínu eigin kaupfélagi, má. á það benda, að heildsalafrúr höfuðborgarinnar og aðrar frúr sækja allfast stórmarkaði Lundúna- borgar til innkaupa, koma jafnvel til Akureyrar til að versla og þykir gott. Mikil tíðindi gerast við Eyjafjörð á sama tíma og auðhyggjumenn í Reykjavík syngja texta konunnar frá Búðardal. Á Hjalteyri blasa við aug- um mannlausar íbúðir, vélarlausir verksmiðjukumbaldar, . hrömandi hafnarmannvirki og léleg atvinnu- skilyrði 50 manns, sem þar býr. Þar hætti Kveldúlfur atvinnurekstri sín- um þegar arðvon þraut og Lands- bankinn vill nú selja hinar yfirgefnu eignir. Og nú beinast alhra augu að samvinnusamtökunum við Eyjaf jörð í von um aðstoð þeirra við að byggja á rústum einstaklingsframtaksins á Hjalteyri, bæði Reykjavíkurblöð, ennfremur sveitarstjóm Amarnes- hrepps og lánardrottnar. Þessir aðilar hafa það eflaust í huga, að Kaupfélag Eyfirðinga veiti aðstoð við atvinnu- uppbyggingu í Hrísey, Grímsey, Dal- vík og nú í Ólafsfirði, þar sem leitað var stuðnings við atvinnu, fram- kvæmdir og verslun. Með þessu hafa andstæðingar samvinnufélaganna gefið sjálfum sér verðugasta svarið gegn óhróðri sínum og er það við hæfi. Þeir ófrægja samvinnusamtök- in í öðm orðinu og samtímis benda þeir á úrræði samvinnumanna sem hið eina hjálpræði, þar sem hið frjálsa framtak hefur gengið frá. Framtíðin ein sker úr um framtíð Hjalteyrar, en stjórn og framkvæmda stjóri KEA hafa þegar lýst vilja sín- um, að staðurinn verði endurreistur, en eðlilegast er, að sveitarfélagið, er á sínum tíma seldi land og veitti að- stöðu til atvinnureksturs á Hjalteyri, eignist það á ný og hafi forgöngu um skynsamlega nýtingu þess og að bæta aðstöðu fólksins þar. Brot úr ræðum Sigurðar Kristjánssonar og Gunnars Thoroddsen Leggja ber nýtt mat á mikil - vægi einstakra iðnaðargreina Sigurður Kristjánsson forseti Landssamb. iðnaðarmanna gerði drög að ályktun um iðn- aðarstefnu og iðnþróun sér- staklega að umræðuefni í setn- ingarræðu sinni. Hann sagði: „Á því Iðnþingi, sem nú er að hefja störf, verða að vanda tekin fyrir mörg af brýnustu hagsmnuamálum iðnaðarins, sem ástæða væri til að fjalla um sérstaklega, en til þess gefst ekki tími nú. Ég vil þó taka út úr og gera að umræðu- efni eitt það mál, sem fyrir þinginu liggur, en það eru drög að ályktun um iðnaðar- stefnu og iðnþróun. Ef _til vill væri þó réttara að tala frem- um stefnuna í uppbyggingu atvinnulífsins í heild, því það er skoðun stjórnar Landssam- bands iðnaðarmanna, að ekki verði svo fjallað um þróun iðnaðar og iðnaðarstefnu, að ekki komi þar inn í myndina þróun annarra atvinnuvega. Og í beinu framhaldi, að ekki verði framkvæmd iðnaðar- stefna, sem gerir ráð fyrir að mismuna einstökum iðngrein- um á grundvelli vafasamra skilgreininga á því, hvað sé samkeppnisiðnaður og hvað ekki. Hér má segja að komið sé að kjarna málsins að því er varðar þá tillögu, sem fyrir þessu þingi liggur ,en þar er einmitt lögð áhersla á að leggja beri nýtt mat á mikil- vægi einstakra greina iðnað- ar, þar sem tekið sé mið af allri atvinnustarfsemi í land- inu.“ Síðan ræddi Sigurður um inngönguna í EFTA og samn- ingana við EBE og taldi að með þeim samningum hefði í raun verið viðurkennt, að iðn- aður ætti miklu hlutverki að gegna á íslandi um ókomna tíð. Síðan sagði hann: „Ég hef sagt það áður, og mun endurtaka það hér og svo oft sem mér þykir þurfa, að ég tel ógerlegt að byggja upp ís- lenskan iðnað á grundvelli mismununar í aðstöðumálum á þann hátt að draga línu milli þeirra iðngreina, sem lenda í beinni samkeppni við EFTA vörur og hinna sem þar standa fyrir után. Hvort tveggja er, að þarna er óhægt að greina í milli, þar sem iðn- greinarnar eru ekki afmark- aðar og sjálfstæðar heildir, heldur eru hver annari háðar um viðskipti og þjónustu, en að auki getur það varla hafa verið ætlunin, að inngangan í EFTA og samningar við EBE yrðu þeim greinum einum til gagns, sem þá lentu í beinni samkeppni á erlendum mörk- uðum og hér heima. Þvert á móti vona ég að sá skilningur minn sé réttur, að með samn- ingum hafi verið stigið skref til eflingar alls iðnaðar á ís- landi, en ekki lítils hluta hans.“ Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra gerði fyrst að um- talsefni í ræð sinuni fyrirhug- aðar breytingar á iðnlöggjöf- inni og taldi þær helstu þessar: 1. Tekið er upp sameiginlegt heiti, iðnaður, sem tekur bæði til handiðnaðar og verksmiðjuiðnaðar. 2. Nokkuð eru rýmkaðar heimildir meistara til að ráða óiðnlært fólk til iðn- aðarstarfa og sama gildir um heimild starfsmanna og stofnana og fyrirtækja til að annast minniháttar viðhald á eignum þessara aðila. Eru breytingar þessar í samræmi við þær venjur er tíðkast í þessum efnum í dag. 3. Þá eru skýrari ákvæði um skilyrði er uppfylla þarf til þess að leysa meistarabréf, og m. a. gert ráð fyrir að ljúka þurfi meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla. Á meðan meistaraskóli er ekki í iðninni, á að vera unnt að leysa meistarabréf, hafa við komandi unnið undir stjórn meistara í iðngreininni eða nátengdri iðngrein, að loknu sveinsprófi, eigi skemur en tvö ár. Ráðherra ræddi nokkuð um málefni skipaiðnaðarins og nefndi m. a., að iðnaðarráðu- neytið hefði beitt sér fyrir því, að verkefnum í skipaiðnaði væri að mestu beint til inn- lendra stöðva. Hann sagði: „Nýjar reglur hafa nú verið settar um lán Fiskveiðisjóðs til skipakaupa og viðgerða. Til nýsmíði fiskiskipa hjá inn- lendri skipasmíðastöð lánar Fiskveiðasjóður 75% af and- virði og Byggðasjóður 10%. En lánsheimildir hafa verið þrengdar mjög til skipakaupa erlendis. Lán vegna viðgerða eða breytinga verða þannig, að Fiskveiðasjóður lánar 75% vegna viðgerða og breytinga innanlands, en 67% ef verkið er framkvæmt erlendis. Byggðasjóður hættir að veita 10% lán vegna viðgerða og breytinga erlendis, en veitir 10%, ef verk er unnið innan- lands. Með þessum reglum hefur loks fengist lagfæring á lána- málum skipaiðnaðarins, en áður hefur skipan þessara mála verið innlendum stöðv- um mjög í óhag.“ Erlingur Daviðsson segir frá Ef minnið er ekki því meira tekið að bila, voru húnvetnsku dalirnir taldir þannig upp í landafræðinni: Víðidalur, Vatns dalur, Svínadalur, Svartárdalur og Blöndudalur, og þetta varð maður að þylja á sama hátt og Austfirðina, frammi fyrir ströng um kennara og án þess að hiksta eða stama. Vatnsdalurinn var heimsótt- ur fyrir skömmu. Að venju var hann grasi vafinn og mikill annatími bænda við heyskap- inn í dálítið mislyndri heyskap- artíð. Ekki er það ætlunin að gera upp á milli dalanna mörgu vestur þar, en frá því ég fyrst man eftir, hefur einhver ljómi yfir Vatnsdalnum verið í huga mínum og þangað voru farnar margar skemmtiferðir á þeim tíma, sem menn kusu að sjá landið sitt í stað þess að dvelja á suðrænum baðströndum. En hvað sem því líður, varð Vatns- dalur fyrir valinu og má svo sem segja frá því í leiðinni, að það var Vatnsdalsá, sem í þetta sinn réði för, því þar fékk sá sem þetta ritar veiðileyfi einn dag, á þriðja svæði, sem er silungasvæði. Auðvitað var góðvinur minn, Guðmundur í Ási, með í ráðum og annaðist hann ekki aðeins útvegun veiðileyfis, heldur einnig gistingu, því árla átti að rísa úr rekkju og þess vegna of langt að fara samdægurs frá Akureyri, og missa þá kannski morgunveiðina. Og Guðmundur í Ási vísaði mér strax á gist- ingu í Kvennaskólanum á Blönduósi, sagði að þar myndi vel um mig fara og veiðifélaga minn, hjá henni Sigurlaugu hótelstýru. Reyndust það orð að sönnu. Áður en gengið var til náða í þeim gömlu og góðu húsa- kynnum kvöldið fyrir veiðidag, var ekin Neðribyggð, leiðin út Skagann, og ókunnar slóðir kannaðar, allt að Ytri-Laxá, og þangað sem veiðimaður stóð fyrir dyrum úti í skála veiði- manna og tíundaði talda laxa í tærri ánni og voru þeir þá enn óveiddir. Skálinn stendur í landi Sölvabakka og áður en þangað var komið, var ekið í gegn um mikið kríuvarp. Tugir eða hundruð nýfleygra og ófleygra kríuunga voru á veg- inum og annað foreldranna, lík- lega móðirin, hjá hverjum og einum en hitt foreldrið, líklega faðirinn, kom utan frá sjónum með síli í nefi handa fjölskyld- unni. Þannig er lífið, og ekki aðeins á Skaga. Engir hrafnar, svo sem mikið er þó af hvarvetna við sjóinn, voru sjáanlegir, enda hefur svo mikil kríubyggð mörgum og ódeigum hersveitum á að skipa til varnar slíkum vargi. En á einum stað sást fremur sjaldgæfur fugl, er sat á girð- ingarstaur við veginn. Var það uglutegund ein, nokkuð stór- vaxin, móleit á lit, með kringlótt andlit og hvasst nef. Ekki veit ég hvort hún leggur sér kríu- unga til munns, en víst er, að hún stundar veiðar sínar á nótt unni og flýgur svo hljóðlaust á sterkum vængjum sínum, að furðulegt er. Vera má, að þessi ugla hafi verið að hugsa um hið sama og kríupabbarnir, að eitt- hvað þyrfti nú til bús að leggja, þótt uglan sæki ekki föng í sjó- inn en leiti þeirra á landi og helst eftir að skyggja tekur. Örskammt frá bænum Sölva- bakka er sem sjálfgerður flug- völlur, svo víðáttumikill, að að sama væri úr hvaða átt vind urinn blési. En fleiri hugrenn- ingar gera vart við sig þegar ekið er yfir víðáttumikla og gróðurlitla mela í byggð. Hvem ig var þar umhorfs fyrir nokkr- um áratugum eða einni öld, og hvemig er hægast að græða melana upp til nytja og fegurð- ar? Grasfræ og áburður geta í sameiningu gert kraftaverk. Alaskalúpínan getur það einnig, á dálítið lengri tíma. Og svo var þá haldið í nætyr- stað og það leyndi sér ekki, að einhvers staðar í húsinu var verið að baka flatbrauð. Það kom í ljós morguninn eftir, að svo hafði verið gert. En það er af flatbrauði þessu að segja, að kökurnar voru dvergvaxnar, svo sem þær hefðu verið mót- aðar með kaffibolla, Það er heiðarlegu flatbrauði vanvirða, því þær kökur eiga, samkvæmt venjunni, að vera nokkuð stór- ar og siðan sundur skornar að hefðbundnum hætti í hjartalaga fjórðu- eða áttunduparta. En þetta var nú það eina, sem að var fundið á þeim ágæta stað. Á Blönduósi, höfuðstað í Húnaþingi, er verið að grafa sundur göturnar og búa allt undir hitaveitu. Ekki verða Akureyringar neitt undrandi á þeim framkvæmdum, með til- heyrandi graftólum, moldar- bingjum og hávaða seint og snemma. Blönduósbúar hafa gnægð vatns frá Reykjum við Reykjabraut. Þar er nú munur á og þarf ekki einu sinni að dæla vatninu. í gegn um Blönduós rennur til korglita Blanda. í þessari á eru tveir veiðistaðir rétt við kauptúnið og þar veiðist vel. I samtali við ungan og sprækan Húnvetning, sem var að koma af veiðum frá ánni, lét hann vel yfir og taldi ekki mikla áhættu að kaupa veiðileyfi fyrir daginn á 20 þúsund krónur. — En laxinn, sem veiðist við Blöndu- ós, er á leiðinni á hrygningar- stöðvamar, Svartá í Svartárdal, og verður að gjalda drjúgan toll áður en þangað kemur. Næsta morgun var ekið fram í Vatnsdal og heim í Eyjólfs- staði eftir formlegri tilskipan Guðmundar í Ási, sem sagði Ingvar bónda Steingr'msson myndu leiðbeipa mér að ánni. Ingvar bónda og Ingibjörgu Björnsdóttur konu hans hittum við félagar í fjósinu, þar sem þau voru að rpjöltum. Það eru hressileg hjón og erindin greidd ust vel. Ég öfundaði bónda af jörpu og einkar failega liðuðu kjálkaskeggi sínu. Vatnsdalsáin er fremur lygn, tær og bakkarnir með kafgrasi alveg fram að ánni. Þar voru bílaslóðir, en samt skammaðist ég mín fvrir það, að troða grasið meira niður, þótt fyrri bílaslóð- ir væru þræddar. Þeir eru víst ekki mjög strásárir þar í sveit- inni. bændurnir, að láta þetta gott heita og segja manni bara að gjöra svo vel að aka eftir þessu afburða góða slægjulandi. Bleikja og urriði úr sjó og svo laxinn, sem við áttum þó ekki von á, voru veiðidýr dags- ins og áin galt sinn skatt og veiðimenn glöddust. Ingvar á Eyjólfsstöðum sagði okkur, er hann heimsótti ökkur við ána seinni hluta dags, að nokkuð oft kæmi fyrir, að ókunnugt ferðafólk villtist fram Vatnsdal, á leið sinni til Reykja víkur, vegna þess að vegir væru ekki nægilega vel merktir á þessum slóðum. Til dæmis um það hefðu tvær erlendar konur eitt sinn lent í þessari villu, en þær héldu óhikað áfram á litl- um leigubíl fram Vatnsdal og upp á Grímstunguheiði. En þar eru raunar vegir, ætlaðir jepp- um eða fjallabílum, eða trippa- götur, eins og hestamenn myndu orða það. Ferð sú end- aði með því, að konumar festu bílinn og áttu þá sex klukku- stunda göngu fyrir höndum, sömu leið til baka, niður í Vatns dal. f för með bónda niður að ánni var heimilisrakkinn, dökkgrár að lit og lét lítið yfir sér. Þegar bóndi var spurður_ hvort hann væri góður fjárhundur, kvað hann ekki upp neinn dóm um það, en sagðist hins vegar hafa misst fjárhund sinn af skosku kyni, svo mikinn fjárhund og góðan, að heldur hefði hann viljað missa eina kú sína í fjósi en hundinn. Voru það fáorð en góð eftirmæli. Það bar og við á ferð okkar að loknum góðum veiðidegi í ánni, að við tókum upp í bíl okk- ar unga og myndarlega stúlku, sem gangandi var á leið í Gríms tungu. Þessi unga kona hefur undanfarið dvalið hjá hinum kunna bónda Lárusi í Gríms- tungu, sem margir kannast við og verið honum, nú gömlum manni og sjóndöprum, mikil stoð og stytta. Vinsamleg orð féllu í hennar garð hjá tveim bændum þar í dalnum. En kona þessi er írsk og nam fyrr við Háskóla íslands. Má segja eins og oftar, að víða liggja leiðir fólks. Vatnsdalur er 25 kílómetra langur, talinn frá Vatnsdalshól- um að Forsæludal og allur fram dalurinn er landnám Ingimund- ar gamla, og menn hans skipuðu sér um dalinn. f Vatnsdælu segir frá því er Ingimundur kom í Vatnsdal, að hann hafi þá kannast við landslagið, sam- kvæmt frásögn Finna, sem sáu jafnlangt nefi sínu. Og við Vatnsdalsá ðl Vigdís, kona Ingi mundar_ meybarn, sem nefnt var Þórdís. Þar er síðan Þór- dísarholt og Þórdísarlækur sunnan undir Vatnsdalshólum. Og sunnan undir Vatnsdalshól- um, sem sagðir voru óteljandi eins og eyjarnar á Breiðafirði, er nú risin upp bygging ein, sem á sumrin er bústaður veiði manna enskra, sem hafa Vatns- dalsá á leigu, en á vetrum er félagsheimili sveitarinnar. Virð- ist þetta fara vel saman þar í sveit, og sjógenginn fiskur á vatnasvæði Vatnsdalsár hefur dregið drjúgar tekjur inn í sveitina. Vatnsdalur er talinn góður undir bú og þar hafa margir efnaðir bændur búið og héraðs- höfðingjar. í dalnum eru 25 bændur eða þar um bil og hafa fram til þessa lifað af hefð- bundnum búgreinum. En þegar tankvæðing var innleidd að nýj um sið, hættu allmargir bændur við mjólkurframleiðsluna og sneru sér þess í stað enn meira að sauðfjárræktinni, þannig, að aðeins 8 bændur framleiða þar nú mjólk. Auk sauðfjár og naut gripa eiga bændur allmargt hrossa, sem þar eru fóðurlétt. Um miðsumar er dásamlegt að ferðast um sveitir þessa lands, og þótt hér sé minnst á Vatnsdalinn, af því hann er efst í huga í ferðalok, á sérhver sveit sína fegurð og sín sérein- kenni. Mannlífið mótast hvar- vetna af hinum miklu önnum bjargræðistímans og þarf meira til en að skygnast út um bíl- rúður eða renna fyrir laxfiska, til þess að kynnast lífi þess og högum að öðru leyti. E. D. KA fékk skell 1 upphafi skal á það bent, að þetta er annar leikur KA hér heima, sem ekki hefst á aug- lýstum tíma. Báðum leikjun- um var seinkað um eina og hálfa klst. Þetta má ekki koma fyrir oftar, því þá er hætt við að fólk hætti að koma. Hauk- arnir komu seint, en þeir komu þess ákveðnari. Eftir hornspyrnu á fyrstu mínútu skalla Haukar að marki, Þormóður bjargar að því er virðist á línu, en dóm- arinn, sem var vel staðsettur, flautar. Þormóður hafði náð til boltans innan línu. Sannar- lega óskabyrjun fyrir Hauka. Haukar sóttu stíft eftir hina góðu byrjun og nokkuð var lið ið á leik fyrri hálfleiks þegar KA menn fóru að ná upp sókn um. Alla baráttu vantaði í leik KA og leit ekki út fyrir að þeir hefðu áhuga á að vinna þennan mikilvæga leik og þar með halda forystu í deildinni. Þannig unnu Haukar flest ná- vígi og það, að KA menn dekk uðu Haukana sást ekki. Ár- mann sem verið hefur jafn- bezti maður KA liðsins í sum- ar komst tvisvar inn fyrir vörn Haukanna í leik þessum, en markmaður þeirra bjargaði vel í bæði skiptin. Á tuttug- ustu mínútu skallaði Eyjólfur að marki eftir hornspyrnu, en rétt framhjá. Þormóður átti skot af löngu færi og Sigbjöm skaut á markið úr auka- spyrnu, en markmaður Hauk- anna varði vel. Á tuttugustu og níundu mínútu urðu mis- tök í vörn KA. Markmaður henti boltanum til varnar- manns, sem spyrnti boltanum til annars varnarmanns. Þetta spil við eigið mark kostaði nokkuð mikið. Hinir báráttu- glöðu Haukar náðu boltanum af þeim og skoruðu fallegt mark. Þannig lauk fyrri hálf- leik, Haukar tvö, KA ekkert. Eins og oft í sumar komu KA menn tvíefldir til leiks að hléi loknu. Sagt er að þeirra ágæti þjálfari Jóhannes Atla- son lesi þeim pistilinn í hléi og stappi í þá stálinu. Varla var síðari hálfleikur hafinn þegar Sigbjöm tók góðan sprett, lék laglega á tvo varn- armenn Haukanna og þrumu- skot hans hafnaði í netinu án þess að markmaður ætti mögu leika á að ná honum. Eftir markið sóttu KA menn stíft. Áttu þeir meðal annars skot í þverslá og nokkrum sinnum bjargaði markmaður Hauk- anna vel. Þessi vígamóður rann þó alltof fljótt af KA mönnum. Þeir gáfu alltof fljótt eftir og Haukarnir fóm að ná meiri tökum á leiknum. Þetta var alltof mikilvægur leikur fyrir KA til þess að gefa eftir, en ef til vill hafa þeir átt von á einum heppnissigrinum enn. Haukarnir sem áttu tvo beztu menn vallarins, þá Guðjón Sveinsson nr. 9 og Ólaf Jó- hannesson nr. 4, sóttu oft lag- lega og spiluðu gegnum göt- ótta vöm KA. Á tuttugustu og áttundu mínútu síðari hálf- leiks var sem vörn KA væri frosin og því auðvelt fyrir Haukana sem skora mark. Á fertugustu og þriðju mínútu var einum Haukanna brugðið inn í vítateigi KA. Úr víta- spyrnunni skoruðu Haukarn- ir sitt fjórða mark. Á loka- mínútu leiksins skoruðu Hauk arnir sjálfsmark og lauk leikn um því með sigri Hauka 4—2. KA er nú í öðru sæti annar- ar deildar og hafa mikla mögu leika á 1. deildar sæti, en þá verða þeir líka að gera betur en í þessum leik. stp Glæsilegt afrek Á Meistaramóti Íslands setti hin 15 ára gamla Sigríður Kjartansdóttir íslandsmet í 200 og 400 m hlaupi, bæði í meyjaflokki og næsta flokki fyrir ofan, telpnaflokki, þegar hún hljóp 200 m á 25,7 sek. og 400 m á 58,7 sek. Nokkrum dögum síðar á Reykjavíkurleikunum var Sig Þórsarar sæti í 3. Um síðustu helgi var leikið til úrslita í íslandsmótinu í knatt spymu í 3. flokki og var leikið í tveimur riðlum. í öðrum voru lið Austra frá Eskifirði, Vals og Þórs, — en í hinum lið Víðis frá Garði, FH og Vík- ings. Þegar leikjum innbyrðis í riðlunum var lokið voru Þór og Valur efst í sínum riðli, en lið FH og Víkings í hinum — og þurfti því aukaleiki um efsta sætið í hvorum riðli. Þeim leikjum lauk þannig, að Þór vann Val 2:0 og Víkingur vann FH 1:0. Úrslitaleikurinn ríður enn á ferðinni og bætti þá aftur metið í 400 m hlaupi og hljóp þá á 58,3 sek., en það er íslandsmet í eyja-, stúlkna- og telpnaflokki. Þessi afrek Sigríðar eru glæsileg, en þeirra hefur hvergi verið getið í ríkisfjöl- miðlum eða sunnanblöðum. r • • \ i ooru flokki var svo leikinn á mánudags- kvöld og bar Víkingsliðið sig- urorð af Þórsurum, sigraði 1:0. Þetta var eina markið, sem Þórsarar fengu á sig í þessari úrslitakeppni, og árangur þeirra í keppninni verður að teljast mjög góður. Þórsarar eiga einnig að leika til úrslita í 2. flokki íslands- mótsins í knattspyrnu, en þau úrslit fara fram í Reykjavík um næstu helgi. Auk Þórsara leika í úrslitum lið frá ÍBK og UBK. stp Tobbi" i landsliðið tt r Akurnesingar meistarar '77 en KR og Þór féllu íslandsmótinu í knattspyrnu, fyrstu deild, er lokið. íslands- meistarar 1977 urðu Akumes- ingar. Hlutu þeir 28 stigí einu stigi meira en Valur, sem hlaut 27 stig. Síðasti leikur mótsins var á milli Reykja- víkurliðanna Vals og Víkings og lauk honum með jafntefli 3—3. Ef Valur hefði unnið þann leik hefði þurft aukaleik milli þeirra og Skagamanna. Markakóngur 1977 er hinn efnilegi Skagamaður Pétur Fétursson og skoraði hann alls 16 mörk. KR og Þór féllu niður í aðra deild. KR hefur oftast ís- lenskra liða orðið Islands- nieistari og aldrei áður fallið í aðra deild. Eflaust munu bæði þessi lið koma í fyrstu deild að sumri liðnu. stp Þorbjörn Jensson handknatt- leiksmaður sem undanfarin ár hefur leikið með Þór, flutti í sumar til Reykjavíkur og gekk þá í sitt gamla félag Val. Hann keppti með Val í íslandsmót- inu utanhúss í handknattleik og hefur þar staðið sig vel, því hann hefur nú verið valinn í landsliðshópinn í handknatt- leik( sem keppa á í Danmörku í vetur í heimsmeistarakeppn- inni. Þorbjörn er Akureyringum að góðu kunnur fyrir getu sína í handknattleik, og þá hefur hann einnig undanfarin ár æft og leikið knattspyrnu með Þór. Er þetta ánægjulegur áfangi fyrir Þorbjörn og óskar blaðið honum alls góðs í keppn unj sínum með landsliðinu og Val. Þó verður það að teljast merkilegt að góðir leikmenn þurfi að vera í liðum á Reykja víkursvæðinu til að eiga mögu leika á leika með íslensku landsliði. Þess er skemmst að minnast að meðan Hörður Hilmarsson lék með Val fyrir tveimur árum var hann fasta- maður í landsliðinu í knatt- spyrnu. Síðan flutti hann til Akureyrar og lék með KA og þá hafði hann enga möguleika á landsliðssæti. Síðan fór hann aftur* til Reykjavíkur og þá var hann strax boðaður á æfingar hjá landsliðinu, og hefur verið fastamaður þess síðan. 4 : DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.