Dagur - 05.10.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 05.10.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, miðvikudagur 5. október 1977 Fjögur til sex skip bíða jafnan viðgerðar í Slippstöðinni. (Ljósm. E. D.). Tveir skuttogarar eru í smíðum hjá Slippstöðinni Þeir sem leið eiga hjá Slipp- stöðinnLhf. á Akureyri á þess- um haustdögum sjá 4—6 fiski- skíp, ýmist í slipp eða við við- legukantinn og bíða viðgerða og „skveringa". Þetta eru einkum togskip úr öllum landsfjórðung- um. Ásamt viðgerðunum hefur Slippstöðin nú tvo skuttogara í smíðum og er smíði annars langt komið. Sá togari, sem er 491 tonn, fer til Akraness, og verið er að leggja síðustu hönd á hann, en hinn er smíðaður fyr- ir Magnús Gamalíelsson, út- gerðarmann í Ólafsfirði og er unnið að ýmsum hlutum þess skips. í Slippstöðinni á Akureyri vinna nú 260—270 manns og verkefnaskortur ekki sjáanleg- ur í næstu framtíð. Nú kembir hann gráu Hóli við Raufarhöfn 3. október. Svalt hefur verið í nokkra daga og stundum rigning. En septembeimánuður var einkar blíður. Nú kembir fjallgarður- inn okkar gráu, en frost er ekki á láglendi. í Ormarsá var miklum mun betri veiði í sumar en áður, eða um 270 laxar sem hafa verið veiddir í ánni og þó líklega ljúf- lega sú tala. f fyrra var veiðin 147 laxar. Þessi góði fjörkippur er alveg eflaust að þakka rækt- uninni, því seiðum hefur verið sleppt í ána undanfarin ár. — Ennfremur hefur nú í fyrsta sinn séðst lax langt fram á Oxar- fjarðarheiði, en þar var seiðum einnig sleppt. Þá er mjög væn bleikja í ánni, allt upp í tíu punda fiskar og er talið óvenju- legt. Deildará var einnig gjöful. Um veiðimagn veit ég ekki, en hitt er ljóst, að þegar menn veiða 5—10 laxa á dag og allt upp í 14, svo sem í þessari á í sumar, er um verulegt magn af laxi í ánni að ræða. Fyrstu göngumar tókust eink- ar vel í ágætu veðri. í fyrra- dag gengum við aðrar göngur. og var þá rigning allan daginn Slátrun stendur yfir. Um væn- leika veit ég ekki, en erfitt mun að ná metþunganum frá í fyrra og getur fyrr verið gott. Á Raufarhöfn standa ýmsar framkvæmdir yfir og er næg atvinna. Þar er verið að byggja sundlaug, unnið að hafnargerð og smábátahöfn, svo eitthvað sé nefnt. Rauðinúpur hefur aflað ágætlega þetta ár og er mikil vinna við fiskinn. Þ. S. Sagnfræðibók frá B. S. E. Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar hefur nýlega gefið út sagnfræðibók Heimis Þorleifs- sonar, Frá einveldi til lýðveldis, í þriðju útgáfu. Þessi bók er eins og kunnugt er íslandssaga frá 1830 og er í senn ætluð sem kennslubók í menntaskólum, til almenns lestrar og uppflettirit. Þessi nýja útgáfa er mjög aukin frá fyrri útgáfum. Hefur síðasti kaflinn, sem nefnist Ár- in eftir stríð, tekið miklum stakkaskiptum og lengst a. m. k. fimm sinnum. Þessi kafli rekur sögu eftirstríðsáranna allt til þessa dags, lýsir stjómmála- flokkum og ríkisstjómum og því sem þær hafa látið af sér leiða. Gerð er grein fyrir fjár- og at- vinnumálum, varnamiálum og deilum um þau, þorskastríðum o. s. frv. Alls eru í bókinni 245 myndir og af þeim eru 78 myndir í síð- asta kaflanum einum, sem er rúmar 80 bls. að stærð. Vekur athygli, að hér er ekki einungis um sögulegar ljósmyndir af mönnum, mannvirkjum og at- burðum að ræða, heldur einnig skopmyndir úr Speglinum og dagblöðunum. Lítil laun hjá leikurum Svo bágborinn er fjárhagur Leikfélags Akureyrar, að fastráðnir leikarar og leik- bússtjóri fengu aðeins minni hluta mánaðarlauna sinna við síðustu útborgun, eða 50 þúsund hver, en mánaðar- laun hinna fastráðnu fimm leikara er 13. launaflokkur, eða rúmlega 135 þúsund krónur síðustu mánuðina og vinnuskylda mikil, að auka- vinna er nær útilokuð. Ríki og bær eru væntanlega svo Hflögufærar stofnanir, að þetta eina atvinnuleikhús ut- an höfuðborgarinnar þurfi ekki að hætta störfum. • Litasjónvarpið undirbúið Undanfarið hafa sjónvarps- menn kynnt sér litasjónvarp og vinnubrögð við upptöku og útsendingu sjónvarpsefn is. Kennarar eru norskir kunnáttumenn. Er kennslan bæði bókleg og verkleg og gefst sjónvarpsmönnum nokkur tími til æfinga áður en sjónvarpsútsendingar í litum hefjast fyrir alvösru. Litkerfið, sem notað verður, er vestur-þýskt og talið fullkomið. Ennþá eru það einkum fréttamennirnir, sem eru í litum. Landsmót hestamanna Næsta Lahdsmót hesta- manna verður í Skógarhól- um í Þingvallasveit á næsta sumri, 13.—16. júlí. Hið síð- asta var haldið á Vindheima- melum 1974. Nú þegar er mótið undirbúið og er áber- andi áhugi margra á Norð- urlöndum, að koma til þessa móts, samkvæmt upplýsing- um frá ferðaskrifstofum. Keppni íslenskra hesta í Dan mörku í sumar, mun hafa aukið áhugann á þessum hestastofni og að kynnast landsmótum hestamanna í heimalandinu. • Mörg banaslys í ár Það var upplýst í síðustu viku, að banaslysin hér á landi væru orðin nær 30 í ár, á móti 16 á sama tíma í fyrra, og að flest hafa dauðaslysin orðið í umferð- inni, eða 25. Þetta er sorg leg niðurstaða, ekki síst þeg- ar það er haft í huga til við- bótar, að margfalt fleiri eiga um sárt að binda í orðsins fyllstu merkingu vegna slysa í umferð, utan dauða- slysanna. • Sláturtíðin Búist er við, að í haust verði lógað 935 þúsund kindum í sláturhúsum landsins, en heimaslátrun er nálega nið- ur lögð. Er þetta svipaður fjöldi og á síðasta hausti. Sauðfé hefur líklega eitthvað fjölgað, en vegna mikilla heyja um land allt, má bú ast við, að fleira verði á vet- ur sett en áður. Fregnir um vænleika fjár á þessu hausti liggja ekki fyrir ennþá, en allt útlit er fyrir, að féð sé sæmilega vænt, á sumum stöðum betra en í fyrra en á öðrum stöðum aðeins lakara. • Hlutur húsmæðranna Því miður kunna sumar ung ar húsmæður ekki að búa til slátur og margar húsmæð- ur, sem úti vinna og eru önnum kafnar við það og heimilisstörfin f viðbót mega ekki vera að því að stunda sláturgerðl í heimahúsum. Þetta er illa farið, því jað það er heimilum mjög Íírag- kvæmt, fjárhagslega, að kaupa slátur í sláturtíð og matbúa þau í heimahúsum til vetrargeymslunnar. Er líklegt, að húsmæður vinni sér naumast meira inn við önnur störf en sláturgerð, miðað við að kaupa „slát- ur“ eftir hendinni" í versl- unmn síðar. • Betur þarf að merkja hættu- Kvartanir hafa borist til blaðsins vegna þess, hve hættulegir staðir í umferð, vegna vinnu í götum bæjar ins eru sumir illa merktir og bjóða slysunum heim. Dæmi um þetta eru nefnd á ýmsum stöðum. Slys hefur þegar orðið vegna þessa og oft legið við slysum. Það kostar ekki fjármuni að sjá um þetta atriði, heldur nauð- synlega umhugsun hjá þeím, sem við hin ýmsu störf við jarðvegsskipti í götum o.þ.h. störf vinna. Er hér með skor- að á þá, sem verki stjórna, að sjá um betri merkingar, þar sem þeirra er þörf og gera það áður en fleiri slys verða. Nýjar Bókaforlagsbækur Bókaforlag Odds Bjömssonar á Akureyri á 80 ára afmæli í ár og gefur að vanda út margt góðra bóka. Geir S. Björnsson prentsmiðjustjóri tjáði blaðinu í gær, að í tilefni afmælisins hefðu forráðamenn Bókafor- lagsins ákveðið að gefa út Þjóð- sagnasafn Odds Björnssonar, Þjóðtrú og þjóðsagnir, í nýrri útgáfu. Bókin, sem var gefin út 1908, er löngu uppseld, og hefir mikil og vaxandi eftirspum ver- ið eftir þessu gagnmerka þjóð- sagnasafni, einkum hin síðari ár, enda er það næsta torfengið. Sira Jónas Jónasson á Hrafna- gili bjó safnið upphaflega til prentunar og skrifaði merkan formála um þjóðtrú og þjóð- sagnir og menningarsögulegt gildi þeirra. En löngu eftir að safn þetta var gefið út, fannst í dóti Odds Björnssonar böggull með þjóðsagnahandritum, sem ljóst var að var frá hinni fyrstu söfnun hans. Sögumenn og skrá- setjarar voru allmargir, þar á meðal Oddur Björnsson sjálf- ur. En flestar sögurnar hafa þeir skrásett Benedikt Guð- mundsson (1879—1919) kennari frá Hringveri á Tjömesi og Theódór Friðriksson rithöfund- ur (1876—1948) á ámnum 1907—1911. Augljóst er að sira Jónas hefir lesið handritið yfir, leiðrétt stafvillur og vikið við orðalagi eftir því sem betur fór. Var því ákveðið að láta þessa viðbót með í hina nýju útgáfu, sem Steindór Steindórsson frá Hlöðum hefur búið til prent- unar. Framhald á blaðsíðu 2.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.