Dagur - 25.10.1977, Blaðsíða 3

Dagur - 25.10.1977, Blaðsíða 3
Fréttatilkynning Hinn 1. júlí sl. hætti Þóroddur Jónasson héraðslæknir sam- kvæmt eigin ósk embættisskyld um þeim, er tilgreindar eru í bráðabirgðaákvæðum laga um heilbrigðisþjónustu nr. 56 frá 1973. Ólafi H. Oddssyni héraðs- lækni var frá 1. júlí 1977 fabð TIL SÖLU Einbýlishús við Suður- byggð. Stór húseign við Odd- eyrargötu. 4ra herbergja íbúð við Þórunnarstræti. Raðhús við Dalsgerði. 3ja herbergja íbúð við Skarðshlíð. 3ja herbergja íbúð við Lönguhlíð. «1 \smundur S. Jóhannsson hdl. Brekkugata 1, sími 21721 Höfum verið beðnir að úfvega 3—4 herbergja íbúð. ibúðinni þarf að fylg;a góður bílskúr. Góð útborgun. Futllia «r||án|óifur„ Fnst<l|nlr víd allra hmf I— Traurt þjónusta... r opirfht.5.7 jimi 2I07S 'ÆmASTEIGHtiSALAH H.f. hafoarstreeti tOf amarahisiou Sölumaður: Skúli Jónasson. C0«|. LO-* ^ *t---- cd * * ■ * CM4- ,104 “e SPIL - SPIL - SPIL Margar gerðir af leik- spilum: Matador, bobb, billiard, lúdó, fótboltaspil, Emil í Kattholti og fjöldi annarra spila. Úttvegsspilið kemur í næstu viku. Leikfangamarkaðurinn Hafnarstræti 96, Akureyri. að gegna skyldum þessum. I apríl sl. lét Árni B. Ámason heraðslæknir á Grenivík af störfum sökum veikinda og ald- urs. Samkvæmt lögum um heil- brigðisþjónustu frá 1973 fellur Grenivík undir heilsugæsluum- dæmi Akureyrar. Hinn 1. september 1977 var Kristinn Eyjólfsson cand. med et. chir. settur héraðslæknir í stað Árna B. Árnasonar, með aðsetri á Akureyri. í stað tveggja lækna á Akureyri og eins á Grenivík er nú sami fjöldi héraðslækna í heilsu- gæsluumdæmi Akureyrar og áður, þ. a. þrír, allir með að- setur á Akureyri. Verkaskipt- ing hefur breyst töluvert við þetta. 1. Farið. er í fastar vitjanaferðir til Grenivíkur tvisvar í viku. Til bráðabirgða hefur verið útbúin læknastofa í héraðs- læknisbústaðnum þar og er hún opin milli 16 og 18 á mánudögum og 15—17 á fimmtudögum. 2. Fyrir embættisstörfin hefur Ólafur H. Oddsson fengið skrifstofu á 3. hæð í Hafnar- stræti 99, simi 11052. 3. Læknarnir þrír munu skipta með sér nætur- og helgidaga- vöktum fyrir héraðið utan Akureyrar. Lögreglustöðin gefur upplýsingar um hver þeirra er á vakt hverju sinni. 4. Viðtalstími læknanna á Læknaviðstöðinni breytist, sjá nánar auglýsingu á öðr- um stað í blaðinu. Héraðslæknisembættið á Ak- ureyri. Neskirkja endurnýjuð og vígð Neskirkja í Aðaldal hefur ver- ið endumýjuð og stækkuð í sumar. Séra Pétur Sigurgeirs- son, vígslubiskup, vígir kirkj- una á sunnudaginn kemur, 30. október og að lokinni vígslu- athöfn og guðsþjónustu verða veitingar í Hafralækjarskóla. Smiðir úr Reykjavík sáu um endurnýjun kirkjunnar, undir stjórn Kristjáns Guðmunds- sonar og margir handverks- menn lögðu þar hönd að. Þessi kirkja er timburkirkja og byggð 1903. AUGLÝSIÐ í DEGI Smáauglýsingar Sími 11167 I Búi Guðmundsson EjJa Enn hefur einn verið kallaður burtu yfir landamæri lífs og dauða. Búi á Myrkárbakka lést á sjúkrahúsinu hér á Akureyri, aðfaranótt 10. okt. sl. Búi hafði átt við hinn ægilega sjúkdóm, krabbamein, að stríða, a. m. k. tvö síðastliðin ár, og varð að lúta í lægra haldi að lokum, eins og alltof margir ágætir menn og konur hafa orðið að gera fyrir aldur fram. Búi var fæddur á Ásgerðar- stöðum í Hörgárdal, 11. maí, 1908, og var því 69 ára er hann lést. Foreldrar Éúa, Helga Þor- steinsdóttir og Guðmundur Bjarnason bjuggu á Ásgerðar- stöðum frá árinu 1903, en áður höfðu þau búið 5 ár á Einhamri. Búi ólst upp á Ásgerðarstöðum ásamt sjö systkinum, fimm systrum og tveimur bræðrum, sem öll lifa bróður sinn. Guð- mundur lést árið 1923 og tók þá elsti bróðirinn Halldór við for- stöðu búsins með móðurinni, og hefur búið þar síðan og er þar enn. Búi stundaði ýmis sveitastörf, bæði heima á Ásgerðarstöðum og annarsstaðar næstu árin, meðal annars við jarðvinnslu með hestum, herfi og plóg. Ár- ið 1937 kvæntist Búi eftirlifandi eiginkonu sinni Árdísi Ármanns dóttur fj-á Myrká og þar byrj- uðu þau raunar búskap sinn á parti jarðarinnar. Árið 1938 byggðu þau nýbýli syðst í Myrkárlandi, sem hlaut nafnið Myrkárbakki. Þar þurfti að reisa allt frá grunni og allt að rækta, en það settu ungu hjónin ekki fyrir sig og allt var gert af hinum mesta myndarskap. enda voru þau samhent og bæði bráðdug- leg og myndarleg til verka. Jafnan bar heimili þeirra með sér þrifnað bæði úti og inni, og þar var alltaf gott að koma, því hlýja og glaðlegt viðmót einkenndi þau hjónin bæði. Þegar ég fluttist 12 ára gam- all til systur minnar að Öxn- hóli, vorið 1928, var Búi tví- tugur, en þrátt fyrir aldurs- muninn varð fljótt góður kunn- ingsskapur með okkur. Þá var öflugt skákfélag í Hörgárdal og var Búi þar framarlega í flokki. Ég telfdi tvo fyrstu veturna í drengjaflokki, og þá reyndist Búi ólatur að tefla við okkur og leiðbeina þegar tími gafst til. Búi var djarfur sóknarskák- maður og því var alltaf gaman að tefla við hann. Síðar á lífs- leiðinni tefldum við stundum saman og eru það mér ógleym- anlegar ánægjustundir, því það var alltaf líf og fjör í skákum Búa. Hann hélt líka skákinni við, og honum er það mest að þakka að góðir skákmenn hafa lengst af verið í Hörgárdal. Á vegum U. M. S. E. hefur í mörg ár farið fram fjögurra manna sveitakeppni einu sinni á vetri. Þar hefur Búi oftast keppt fyrir U. M. F. Skriðuhrepps, og fyrir kom að sveitin var skipuð Búa og sonum hans, Ármanni, Guð- mundi og Rúnari og sveitin varð sigurvegari. Mun það fátítt að feðgar skipi þannig saman skák sveit. Ég starfaði nokkur ár í U. M. F. Skriðuhrepps ásamt Búa og var með honum í stjórn þess um tíma. Áberandi var hve Búi var bjartsýnn og hvetjandi til framkvæmda á þessum ár- um. Þegar samkomuhúsið Mel- ar var byggt árið 1934, var það ekki síst fyrir áeggjan og hvatn- ingu frá Búa. Sumum þótti í mikið ráðist á erfiðum tíma, og Búi vera óþarflega bjartsýnn, en það fór allt vel þó erfiðlega horfði um sinn. Búi var bráðlaginn í sér, eins og það er kallað, og reisti hann byggingar sínar sjálfur að mestu leyti, og einnig hjálpaði hann nágrönnum sínum við byggingar þegar tími vannst til. Þegar samkomuhúsið Melar var stækkað og gert að félagsheim- ili. var Búi fenginn til að hafa eftirlit með byggingunni fyrir hönd sveitarfélagsins. Sýnir það hve forráðamenn sveitar- innar báru gott traust til hans. Árdís og Búi eignuðust átta börn, fimm dætur og þrjá syni. Öll eru þau nú uppkomin. Elsti sonurinn, Ármann, hefur lengst af unnið að búskapnum, og nú um nokkur ár búið félagsbúi með foreldrum sínum. Hann hefur nú reist myndarlegt íbúð- arhús við hhð hins eldra. Við jarðarför Búa hinn 19. október, var athöfnin í kirkj- unni að Bægisá óvenjulega fjöl- menn. Og margir fylgdu Búa síðustu ferðina að Myrká, en þar var hann Jagður til hinstu hvílu í Myrkárkirkjugarði. Það- an er stuttur spölur heim að Myrkárbakka. Nítjánda október var yndislegt veður, logn og hlýtt og raunar líkara vorveðri en hausts, og það átti einmitt vel við, því Búi var alltaf mað- ur vorsins. Með þessum fátæklegu orð- um vil ég þakka nærri fimm áratuga ágæt kynni, og margar sérstaklega ánægjulegar sam- verustundir. — Hafðu þökk fyr- ir öll árin Búi minn. Eiginkonu þinni og börnun- um ykkar sendi ég innilegar samúðarkveðjur, og óska þeim alls góðs á komandi tímum. Ámi J. Haraldsson. BREYTT SKAPAR NÝIA MÖGU- LEIKA OFFSET-PRENTUN DAGS HEFUR SKAPAÐ BLAÐINU NÝJA TÆKNI LEGA MÖGULEIKA, SEM ÁÐUR VORU EKKI FYRIR HENDI. DAGUR BÝÐUR NÚ AUGLÝSEND UM SÍNUM ÞÁ NÝJU ÞJÓN- USTU, AÐ HANNA FYRIR ÞÁ AUGLÝSINGAR, SEM ÆTLUÐ ER SÉRSTÖK EFTIRTEKT. VONAST BLAÐIÐ EFTIR ÞVÍ, AÐ GETA ÞANNIG FULLNÆGT ÖLLUM ÓSK UM AUGLÝSENDA SINNA. ÞEIR SEM HAFA HUG Á AÐ NOTA SÉR ÞESSA ÞJÓNUSTU VERÐA AÐ KOMA MEÐ AUGLÝSINGÁR, SEM BIRTAST EIGA i ÞRIÐJU- DAGSBLAÐINU, i SEINASTA LAGI EÖSTUDAGINN AÐUR. :gur CVGUR >AGUR DAGUR Kjördæmisþing Framsóknarmanna í NorSurlandskjörd. eyslra VERÐUR HALDIÐ AÐ HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI 5. OG 6. NÓVEMBER NK. Þingið hefst laugardaginn 5. nóvember kl. 10. f. h. Auk venjulegra starfa verður fjallað um framboð flokksins til næstu Al-i þingiskosninga. STJORN K. F. N. E. DAGUR 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.