Dagur - 25.10.1977, Blaðsíða 5

Dagur - 25.10.1977, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstrxti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgrciðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prcntun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Þekking er forsenda lýðræðisins Nú, þegar vetur er genginn í garð samkvæmt almanakinu, hefst hinn eiginlegi félagsmálatími að íslenskri hefð. Vegna bæjarstjóma- og alþing- iskosninga að vori má ætla að póli- tísk félagsstarfsemi verði með öfl- ugra móti í vetur. Ekki verður á það lögð nægileg áhersla að grundvöllur lýðræðis er almenn þátttaka í stefnu- mótun almannasamtaka. Sú mótun verður að byggjast á þekkingu á mál- efnum líðandi stundar, í samhengi við fortíð, ekki síður en óskum um ákveðið draumaríki framtíðarinnar. Það er því farið alveg öfugt að, þeg- ar efling lýðræðisins skal hefjast með kapphlaupi um menn, sem síð- ar eiga svo að móta stefnuna fyrir fólkið. Dæmigert um þá öfugugga- aðferð er prófkjör Alþýðuflokksins bæði hér í kjördæminu og annars staðar. Ekki var gerð nein alvarleg tilraun til að byggja upp flokksstarf, sem mótaði stefnu, sem síðan skyldi barist fyrir af þeim mönnum er henni fylgdu, heldur komu alls óþekktir menn eins og Ámi Gunn* arsson hér öfluglega studdir af nokkmm tæifærissinnuðum mönn- um til að keppa um framboð, í trausti þess að geta síðan spilað upp á eindæmi er til ákvarðana kemur. Það verður því að telja úrslit próf- kjörs Alþýðuflokksins hér, sem sig- ur félagshyggjunnar yfir einstaklings hyggjunni og glæframennskunni. Hér fylgir þó sá böggull skammrifi að þessari innrás í Alþýðuflokkinn var ekki hmndið af Alþýðuflokks- mönnum heldur annara flokka mönnum af hreinum stráksskap eða öðmm óskilgreindum hvötum. Það skal ekki úr því dregið hér að persónukjör í ríkara mæli en verið hefir, eigi rétt á sér. En það persónu- kjör verður að byggjast á þekkingu á mönnum og skoðunum þeirra sem til forystunnar em valdir. Skoðanir þeirra verða að fara saman við áhugamál kjósenda, sem þá eiga áð velja. Að því leytinu er það rökrétt- ara, ef skortur er á öðm hvom þessu, að velja eftir flokksstefnum en per- sónum. Félagshyggjumenn eins og þeir, sem mynda Framsóknarflokkinn, munu því leggja áherslu á öflugt félagsstarf í vetur, bæði til að móta stefnuna í samræmi við orðnar fram- farir og einnig til að efla kynningu milli manna, er væntanlega taka að sér að hafa forystu í því að koma stefnuatriðunum f framkvæmd. Vilja menn breytingu? Að undanförnu hafa farið ta’s- verðar umræður fram um grunnskólana og hvernig þeir gegna hlutverki sínu. í þessum umræðum hafa kom ið fram miög margbrevtileg við- horf bæði til verksviðs skól- anna og hvernig þeir sem þar störfuðu ræktu starf sitt. Þó má segja, að flestir gæfu skól- unum og þeim sem þar störf- uðu slaka einkunn eða umsögn og er lítið við því að segja annað en það, að menn hefðu gjarnan mátt gera sér betri grein, en þeir hafa gert, fyrir því fyrirkomulagi, sem þjóðin hefir kosið að hafa á skólunum og hvers vegna. Þróun íslenska grunnskólans ber þess öll merki að hafa fyrst og fremst átt að veita fræðslu og menntun á þeim sviðum, sem heimilij frjálst starf og náin kvnni við atvinnulífið ættu erf- iðast með að veita eða gætu alls ekki. Þetta speglast einna skýr. ast í fyrirkomulagi iðnskólanna, hvort heldur er litið til fortíðar eða nútíðar. Þetta sést einnig miög greinilega á stuttum starfs tíma skólanna, bæði talið í mán- uðum og daglegum viðverutíma megin hluta skólaskylduáranna. En börnin munu dvelja í skól- anum svona frá 15—30% af vökutíma sínum kennslumán- uðina og mun þá frekar vel í lagt en vanreiknaður tíminn. — Lægri talan á við yngstu ár- gangana en sú hærri við þá elstu. Þetta er atriði sem menn mættu gjarnan hafa í huga þegar rætt er um ábyrgð skól- anna á uppeldi barna og hvers er ábótavant á því sviði. Af þessu sést líka hversu hættulegt viðhorf það er, að telja fólki trú um að skólinn hafi tekið að sér uppeldið á börnunum og af því leiði að ábyrgð heimila og annarra sé veigalítil, eða a. m. k. miklu minni en áður. Það þarf því áreiðanlega að gera meira af því en tíðkast hefir að benda á áframhaldandi skyldur forráða- manna barna, í stað þess að hamra á ábyrgð hins opinbera, meðan því hefir ekki í raun verið falið stærra hlutverk. Þá vaknar spurningin hvort almennur vilji er fyrir hendi til að auka þennan þátt eða ekki. Þeirri spurningu er ekki auð- svarað. Koma þar til þverstæðar langanir manna sem erfitt er að samræma eins og oft vill verða. í annan stað vilja menn auka þennan þátt vegna þess að þeir vilja losna undan ábyrgðinni sem uppeldinu fylgir og finna reyndar líka að nú þegar hafa þeir gefið hlut af henni upp á bátinn og láta reka undan. Enn- fremur telja þeir að umhverfis- uppeldið geti verið varhugavert, Á hinn bóginn óttast þeir ofur- vald stofnanauppeldis og telja það óæskilegt ýmissa hluta vegna. Þá kemur einnig til sú ógnar breyting á allri þjóðfé - lagsgerðinni, ef stofnanir ættu í mjög auknum mæli að taka við Sigurður Óli Brynjólfsson.. uppaldinu. Má í því sambandi nefna þá breytingu sem yrði á fjármagnsflutningi frá heimi', um til hins opinbera. Það yrði hreint ekki svo lítið af því sem nú er ráðstögunarfé heimila og einstaklinga sem flvttist til hins opinbera, jafnvel þótt aukning- in vrði aðeins tvöföldun á nú- verandi starfstíma. Mið hliðsjón af kröfum stórra hópa á undanförnum árum vÁt og breytt í þjóðfélaginu um lækkun skatta verður að ætla að sú stefna eigi lítið upp á pallborðið á næstunni. Það er hér sem oftar að meno geta ekki bæði haldið og sleppt. Og þegar allt kemur til alls eru menn ekki reiðubúnir til að skipta á því kerfi sem við höf- um í skólamálum og nýju öfl- ugu stofnanauppeldi. Að þessu sögðu er ekki úr vegi að tína upp nokkur atriði úr grunnskólalögunum um markmið skólanna. f 2. gr. segir m. a. að grunnskólinn eigi að búa nemendur undir líf og starf og ennfremur að hann eigi að veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og að temja sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Hvérgi í lögunum er gert ráð fvrir að skólinn einn eigi að standa að því að ná þessum markmiðum, heldur á hann að leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Og auðvitað hafa skólarnir gert þetta. Þeir gætu kannske gert það betur og a. m. k. öðruvísi en þeir hafa gert. En hvernig? Um það má deila. Eitt er víst, að skólarnir hafa orkað hvetj- andi á nemendur, langflesta, til að halda áfram námi og þykir mörgum nóg um. Það nám og sú menntun sem þeir afla sér býr þá undir lif og starf. ^ Sigurður Óli Brynjólfsson skrifar um grunnskólann Markmið SÁÁ Vinarkveðja Halldór jónsson, Gili Fæddur 11. ágúst 1900. Dáinn 13. sept. 1977. Haustið líður hægt að garði, hljóð er aftanstund. Féllstu, Halldór, fyrr en varði, fórst á Guðs þíns fund. Sjúkur kveiðstu snjóadögum, sár var barmur þinn, vildir þó að heimahögum hlúa enn um sinn. Heill nú lifir Guði góðum, geymdir hreina trú. Það sem tjáðir þú í ljóðum, þekkir önd þín nú. Litprúð þar í ljósi skarta lífsblóm fögur þín. Þeim sem eiga auðmjúkt hjarta, opnast himnesk sýn. Margir þakka ljúfu ljóðin, létt er hresstu sál. líka snjallan andans óðinn, auðugt stuðlamál. Hér í kyrrð þó líf þitt líði, ljóð þín víða bar. Sæll þú ert sem fórst í friði, fagurt kvöld þitt var. J. S. 1 / Fimmtán þúsund manns gerð- ust stofnfélagar landssamtaka um að berjast gegn „mesta böli aldarinnar11, áfengisvandamál- inu, með raunhæfum aðgerð- um, í trausti þess að skilningur þjóðarinnar hafi aukist mjög á þessum málum á síðustu árum og tími sé til þess kominn að beita nýjum og raunhæfari að- gerðum en verið hefur. Sam- tökin nefnast SÁÁ eða Samtök áhugafólks um áfengisvanda- málið. Megintilgangur þessara nýju samtaka er eftirfarandi: 1. Að útrýma hindurvitnum, vanþekkingu og fordómum á áfengisvandamálinu á öfga lausan hátt; hafa áhrif á al- menningsálitið með mark- vissri fræðslu um eðli sjúk- dómsins alkóhólisma. 2. Að koma á fót eigin afvötn- unarstöð, svo og endurhæf- ingarstöð fyrir alkóhólista. 3. Að opna, í hverjum lands- fjórðungi, leitar- og leiðbein- ingarstöð fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra. 4. Að leggja jafn mikla áherslu á fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir, sem endurhæfingu hinna sjúku. 5. Að styrkja til sérmenntunar starfsfólk til ofangreindrar starfsemi, svo og til annarra starfa málefninu viðkomandi. 6. Að skipuleggja sjálfboðaliða- störf og afla fjár til reksturs samtakanna. 7. Að afla og koma á framfæri til almennings upplýsingum um skaðsemi áfengis, byggð- um á staðreyndum. 8. Að stuðla að og styrkja hverja þá starfsemi, sem berst raunhæft við áfengis- vandann. 9. Framangreindum tilgangi hyggst félagið ná með því að Þann 29. október nk. heldur Kiwanishreyfingin á íslandi sinn annan K-dag. Síðasti K- dagur var haldinn 26. október 1974 og var þá helgaður mál- efnum geðsjúkra. K-dagurinn 29. október verð- ur einnig helgaður málefnum geðsjúkra. Þá starfa allir Kiw- anismenn og eiginkonur þeirra undir kjörorðinu: „Gleymum ekki geðsjúkum.“ Verkefni dagsins verður fyrst og fremst að afla peninga til notkunar í þágu geðsjúkra og almenn kynning á vandamálum þeirra. Peninga verður aflað með sölu á lyklinum, sem er merki líknarstarfs Kiwanishreyfingar- innar á íslandi. Allsstaðar hefur verið tekið vel í það, að aðstoða Kiwanis- hreyfinguna í þessu verkefni og er ástæða til að ætla að K- dagurinn takist ekki síður en árið 1974. Þá seldust yfir 40 þúsund lyklar, og hreyfingin gat látið renna til geðsjúkra 3.2 milljónir. 600 þúsund krónur fóru í tækjakaup tíl geðdeildar Akureyrarspítala og 2.6 milljón ir til uppbyggingar verndaðar vinnustofu á Kleppsspítala. All ir íslendingar þekkja hörmung- kynnt sameina leika og lærða til baráttu, er byggð sé á stað- reyndum. SÁÁ sem slíkt er ekki bindindisfélag og vill forðast boð og bönn og hvers konar sleggjudóma. irnar, og hafa sem betur fer gert sér grein fyrir, að vandamál þeirra eru margvísleg og þeir þurfa á aðstoð að halda. Gömlu hugmyndirnar um að ekki sé hægt að bæta heilsu geðsjúkra eru sem betur fer úr sögunni, en það vantar mikið á, að sú aðstaða sé fyrir hendi í landinu, að geðsjúkir fái læknisþjónustu og aðra þá aðstoð sem þeim ber. K-dagurinn 29. október, á að hvetja íslendinga til þátttöku í lausn þessara vandamála. Kiwanishreyfingin á íslandi. Loðnan Loðnuveiði hefur verið góð nokkra daga eða þangað til fór að bræla í gær. Á sumarvertíð- inni hafa aflast 200 þús. tonn af loðnu. Verð á loðnuafurðum hefur verið gott, en nú eru ýmsar blikur á lofti í þeim efnum. — Kornuppskera héimsins varð mikil í ár og sojabaunaræktin gekk vel. Þetta hefur þegar haft sín áhrif í lækkunarátt á þessum vörum, en mun líklega einnig hafa þau áhrif, að loðnu- mjöl lækki í verði. Gleymum ekki geðsjúkum arsögu geðsjúkra í gegnum ald- Guðný Ó. f Magnúsdóttir F. 10. júlí 1896. D. 17. júlí 1977. Hinn 22. júlí síðastliðinn var borin til moldar þeirrar, er hún var sprottin úr, Guðný Ólöf Magnúsjjóttir húsfreyja, Þór- unnarstræti 93 á Akureyri. Guð ný hafði átt við langa vanheilsu að stríða, sem hún bar með miklu þolgæði og æðruleysi, uns yfir lauk. Með henni er hnigin í valin góð móðir og mik ilhæf eiginkona. Hún vann sitt mikla starf af hljóðlátum trún- aði. ein þeirra manna, sem hvergi trana sér fram, en bregð ast aldrei skyldu sinni við lífið, meðan orka endist. Sælir eru hógværir, stendur skrifað. Guðný fór ekki víða um dag- ana. Hún fæddist á Kotá við Akureyri 10. iúlí 1896 og dvald- ist á Akureyri alla ævina nema eitt sumar, er hún var kaupa- kona á Kornsá í Vatnsdal hjá Sigurði Baldvinssyni bónda þar. Guðný var vitur kona og öflug, svo sem hún átti ættir til. Dugn aður hennar, þrek og áhugi var með yfirburðum, og ráðsnjöll var hún og úrraéðagóð. Nærri stappaði, að segja mætti um hana eins og Njál á Bergþórs- hvoli, að hún væri forvitri og leysti hvers manns vandræði, þess er til hennar leitaði. Móðir hennar, Hólmfríður Björnsdóttir, var stórvitur og hagorð. Leituðu margir til henn ar og fræddust af henni. Krafta og hug hafði hún móður sinnar, sem svo var að sér ger, að hún fór með fullorðið, mannýgt naut eins og tjóðurkálf, þar sem karl ar voru ráðþrota. AUGLÝSIÐ í DEGI Karlakór Akureyrar að hefja störf Kórinn er nú að hefja starfsemi sína og verður hún með svíp- uðu sniði og undanfarin ár. — Hefst hún með samkomu að Laugarborg 29. október. Þang- að eru velkomnir allir vildar- menn og velunnarar kórsins. — Sunnudaginn 30. okt. er aðal- fundur í Laxagötu 5 kl. 2 e. h. Mánudaginn 31. okt. kl. 20.30 er fyrsta söngæfing hjá kórn- um og eru eldri og yngri söng- menn kórsins beðnir að koma. Söngstjóri kórsins í vetur er Guðmundur Jóhannsson og undirleikari Ingimar Eydal. Faðir Guðnýjar, Magnús Jón- asson, var margfróður og stál- minnugur og furðulega hraust- ur til síðustu stundar. Systkini Guðnýjar voru fjögur: Stefán og Svava eru látin. Þau áttu heima á Akureyri svo og tví- burasystir hennar, Alma Klara, sem enn lifir. Karl bróðir þeirra á heima í Siglufirði. Hinn 19. júlí 1922 urðu þátta- skil í lífi Guðnýjar, og gæfudag- ur hennar rann upp, er hún gekk að eiga Jón Benediktsson prentara frá Hjaltadal inn af Fnjóskadal, sem lifir konu sína 79 ára gamall. Jón er víðkurinur fyrir frábæran dugnað og smekkvísi í sínu langa ævi- starfi, hreysti sína, skáldgáfu og aðrar íþróttir. Jón prentari og Þorsteinn bróðir hans, sem nú er nýlátinn, byggðu upp býlið Litla-Garð innst á Akureyri, og þangað fluttist Guðný með foreldrum sínum frá Galtalæk þar ör- skammt frá. Var samband þeirra Jóns og Guðnýjar kær- leiksríkt og flekklaust með af- brigðum, þar sem hvort studdi og virti annað að verðleikum. Fyrir áeggjan og með fulltingi Sigurðar O. Björnssonar prent- smiðjustjóra og Jakobs Frí- mannssonar kaupfélagsstjóra réðust þau síðar í að reisa sér hús við Þórunnarstræti og áttu þar heima síðan. Guðný og Jón eignuðust fjög- ur börn, sem öll eru á lífi: Heiðbjörg ógift, hefur ætíð bú- ið með foreldrum sínum og ver- ið þeim ómetanleg stoð, er ald- ur og heilsutjón herjuðu. Bryn- hildur býr í Reykjavík, gift Gunnari Sumarliðasyni starfs- manni í Áburðarverksmiðjunni. Áslaug býr í Reykjavík, gift Búa Snæbjömssyni flugvirkja. Kári prentari og prentsmiðju- eigandi í Reykjavík, kvæntist Margrétu Guðjónsdóttur hjúkr. unarkonu. Öllum systkinunum kippir í bæði kyn um mannkosti og myndarskap. Þá ófu þau Guðný og Jón upp dótturdótt- ur sína, Guðnýju Sigurhans- dóttur, og son hennar, Jón Heið ar, vildi gamla konan einnig fóstra og gerði það meðan hún mátti, en bað mann sinn taka þar við er hennar kraftar þrytu. Eins og áður segir, kaus Guð- ný sér hlutskipti Mörtu, var hlédræg, óeigingjöm og fóm- fús. Hún helgaði sig heimilinu einvörðungu í falslausum kær- leik og sleitulausri, vakandi umhyggju. Hennar er sárt sakn- að af öllum, sem kynntust henni og nutu návistar hennar, þó þyngstur harmur sé að sjálf- sögðu kveðinn að Jóni og af- komendum. Ég hef átt þess kost í löngum og góðum skiptum við Jón Benediktsson, að kynnast því, hvílík kona Guðný var hon um og hversu honum er brugð- ið eftir lát hennar. Hitt veit ég líka, að óbrotgjarn hlífiskjöld- ur hans verður sem fyrr karl- mennska og bjargföst trú. Ég þakka Guðnýju mikið og merkilegt ævistarf og bið henni blessunar á ókunnum lífsleið- um. Tryggðavini mínum og holl vini, Jóni, prentara, færi ég bestu samúðarkveðjur og niðj- um þeirra öllum. Þeir, sem leita guðs, munu finna hann. Gisli Jónsson. Albertsbikarinn afhentur í hófinu hjá KRA á laugar- daginn var meistaraflokks- mönnum Þórs afhentur Al- bertsbikarinn til eignar, en þeir hafa nú unnið hann þris- var í röð, og samkvæmt reglu gerð um bikarinn vinnst hann til eignar eftir sigur þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Albert Guðmundsson þáver- andi formaður KSÍ, sem gaf þennan bikar fyrir nokkrum árum, en hann átti að stuðla að vormóti í knattspymu á Norðurlandi. Knattspyrnuráð Akureyrar hefur séð um þetta mót undanfarin ár og hafa keppendur oftast verið frá Þór, KA, Völsungum og Reyni á Árskógsströnd. Er því Al- Næstu leikir Um næstu helgi kemur lið Stjörnunnar sem Hörður Hilm arsson þjálfar og leikur með. Leika þeir við KA á laugar- dag og Þór á sunnudag. bertsmótið svokallaða úr sög- unni nema Albert gefi annan bikar til að keppa um_ en það er félögunum sem þátt taka í Tap og sigur hjá KA fyrstu og annari deild mjög nauðsynlegt að leika nokkra leiki á vorin áður en deildar- keppnin hefst. Um síðustu helgi fór meist- araflokkur KA í handknatt- leik til Reykjavíkur og lék sína tvo fyrstu leiki í íslands- mótinu, annarri deild. Fyrri leikurinn var gegn Leikni og þá var allt í baklás hjá KA að sögn Jóhanns Einarssonar. Hann sagði vörnina hafa ver-' ið hripleka og sóknin ekki gengið upp, og tapaði KA leiknum með 27 mörkum gegn 22. Á isunnudag sma|L lallt saman sagði Jóhann og unnu þeir þá Gróttu örugglega með 23 mörkum gegn 18. Hann kvað KA liðið hafa leikið mjög vel í þeim leik, en jafn illa í þeim fyrri. f síðari leiknum skoraði Þorleifur 8 mörk, Jó- hann og Sigurður 4 hvor. í Verðlaunaafhending í Dynheimum Síðasta laugardag bauð knatt- spyrnuráð Akureyrar öllum knattspyrnumönnum á Akur- eyri til hófs í Dynheimum. Þar var getið úrslita allra móta sumarsins á vegum ráðsins og einnig veitt verðlaun fyrir alla flokka sem sigruðu í Ak- ureyrarmóti. Leikmenn þeirra fengu fallega verðlaunapen- inga, og fyrirliðar flokka bik- ara til varðveislu í eitt ár. Knattspyrnuráðið hafði fengið hin ýmsu fyrirtæki í bænum sem velviljuð eru knattspymu til að gefa bikara til allra flokka. Bikarar þessir eru farandbikarar og er því hægt að nota þá til að keppa um næstu tíu til tuttugu árin. Þeir sem gáfu bikarana voru AB-bílaleigan, vikublaðið ís- lendingur, Raftækni, Sporthús ið, Bautinn, Kaupfélag Verka- manna og Steindór Gunnars- son lögmaður. Akureyrar- meistarar í öllum flokkum urðu þessir. f meistaraflokki Þór, kvennaflokki Þór, öðrum flokki KA, þriðja flokki KA, fjórða flokki KA, fimmta flokki KA og í sjötta flokki Þór. Þá voru meistaraflokks- menn KA hylltir með lófataki en þeir náðu þeim árangri að leika í fyrstu deild á næsta ári, og einnig Gunnar Gíslason en hann var eini Akureyring- urinn sem lék í landsliði á ár- inu. þeim fyrri var Sigurður mark- hæstur með 6 mörk, Jón Árni með 5 og Jóhann og Þorleifur með 4 hvor. Hann sagði báða þessa andstæðinga hafa verið mjög lélega og hefðu þeir átt að vinna baða leikina með nokkrum mun. Kemur Árni? í Tímanum á laugardaginn síð asta var haft eftir Árna Stef- ánssyni landsliðsmarkmanni að hann hyggðist flytja bú- ferlum til Akureyrar og fara að leika knattspyrnu með sínu gamla liði KA. Árni sagði blaðamanninum að þetta væri mjög ofarlega á baugi hjá sér um þessar mundir. Blaðið bar þetta undir forráðamenn Knattspyrnudeildar KA og sögðu þeir að víst hefði þetta borið á góma, en þeir kváðust vonast til þess að Árni kæmi norður og hæfi þá að leika með sínu gamla félagi aftur. Árni er íþróttakennari að mennt og yrði það eflaust mik ill fengur fyrir akureyrska æsku að slíkur afreksmaður hefji kennslu við skóla bæjar- ins. Þá hefur blaðið hermað að miklar líkur séu á að Jó- hannes Atlason komi aftur til Akureyrar í vor og þjálfi hjá KA. Sigurður Lárusson hlaut knattspyrnustyttuna Á laugardaginn var lýst kjöri á knattspyrnumanni Akureyr- ar fyrir yfirstandandi ár. Er það KRA sem kýs til þess sæmdarheitis. Það var Ólafur Ásgeirsson formaður KRA sem lýsti kjörinu og sagði m. a. að knattspyrnuráðsmenn teldu Sigurð Lárusson úr Þór vel að því sæmdarheiti kom- inn. í atkvæðagreiðslu innan ráðsins fékk Sigurður 20 stig af 25 mögulegum, annar var Gunnar Blöndal úr KA með 16 stig og þriðji Sigþór Óm- arsson úr Þór með 15 stig. Aðrir sem stig fengu voru þessir taldir í stafrófsröð. Eyj- ólfur Ágústsson, Haraldur Har aldsson, Gunniar Austfjorð, Sigbjörn Gunnarsson og Þor- móður Einarsson. Glæsileg verðlaunastytta fylgir sigrin- um gefin af gullsmiðum Sig- tryggi og Pétri, og þá fær hand hafi hennar ávalt eina minni styttu til eignar. Það var ann- ar gefandinn, Pétur Breiðfjörð sem afhenti Sigurði gripinn. Það var Gunnar Austfjörð sem vann þetta sæmdarheiti í fyrra og Pétur Sigurðsson í hitteðfyrra. 4 • DAGUR DAGUR 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.