Dagur - 02.11.1977, Page 1

Dagur - 02.11.1977, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGINN 2. NÓVEMBER 47. TÖLUBLAÐ Kjördæmisþing Kjördæmisþing framsókn- armanna í Norðurlands- kjördæmi eystra verður haldið á Hótel Varðborg á Akureyri daga 5. og 6. nóv- ember, og hefst það klukk- an 10 árdegis fyrri fundar- dag. Meiri verkefni bíða þessa kjördæmisþings en á síð- . ustu þingum, vegna al- þingiskosninganna og sveit- arstjórnarkosninga á næsta vori. Er því mikil nauðsyn á góðri mætingu og að nýta takmarkaðan fundartíma sem allra best. Meðal verkefna þessa kijördæmií'jþings er fram- boð til alþingis. Mun und- irbúningsnefnd leggja fram tillögu um skipan lista, sem þingið síðan fjallar um. — Ennfremur verða gerðar ályktanir um fjölmörg mik- ilvæg mál, bæði atvinnu- mál og menningarmál. ■ ■ Aðalfundur Framsóknarfél. Akureyrar Þess hefur verið óskað, að athygli sé vakin á auglýs- ingu í síðasta blaði um að- alfund Framsóknarfélags Akureyrar, sem haldinn verður í Hafnarstræti 90, fimmtudaginn 30. nóvember og hefst klukkan 20.30. Á aðalfundinum fer fram stjórnarkjör í félaginu og þar verða kjörnir fulltrúar á kjördæmisþingið. Hálka og árekstrar á götunum Samkvæmt umsögn lög- reglunnar á mánudags- kvöldið, var orðin mikil hálka á götum bæjarins og þrír árekstrar urðu með skömmu millibili. Er því mál til komið, að menn búi bíla sína undir akstur í hálku og snjó. Negldir snjó- hjólbarðar eru taldir full- gildur vetrarbúnaður bif- reiða í þessu efni og leyfi- legt að setja þá undir um miðjan október, en nú mun það nauðsyn. Þeir sem keðjur nota á bílhjól sín, setja þær á þegar við á og nota þær ekki þegar þeirra er ekki þörf. Án þess að gera þar upp á milli, er minnt á, að á mánudaginn sagði þörfin á vetrarhjóla- búnaði til sín og hennar kalli verður að hlýða. Lög- reglan telur það einkar áríðandi, að fólk athugi vel akstursskilyrði og aðstæð- ur allar, áður en það ræsir bíla sína og ekur af stað, auk þess að búa þá réttilega undir notkun á þessum árstíma. Flest bendir nú til eldgoss segir Karl Grönvold jarðfræðingur í viðtali við blaðið Ir stuttri heimsókn í Mývatnssveit á sunnudaginn, blasti við nýgerður varnargarður umhverfis Kísiliðjuna, vegagerð- in á milli Reykjahlíðar og Geiteyjarstrandar, jarðsprung- umar miklu í Bjamarflagi og sá stóraukni jarðhiti, sem þax er og var þannig þennan dag í alveg kyrru og einkar góðu haustveðri, að í stað gufustrókanna, var allt hulið samfelldri gufu. Þegar blaðið hafði tal af Jóni Illugasyni sveitarstjóra og spurði hann um framkvæmdir, vegna almannavama í sveitinni, sagði hann meðal annars: Gífurleg aukning jarðhitans hefur orðið í Bjarnarflagi. Lok- ið er að mestu gerð varnargarðs Vamargarðurinn við Kísiliðjuna. umhverfis Kísiliðjuna og teng- ist hann þrónum að austan og sunnan. Hann er þriggja metra hár eða jafnvel hærri og margra metra þykkur. Unnið er í K;sil- iðjunni af fullum krafti og með fullum afköstum og botnleðj- urini er stöðugt dælt upp að verksmiðjunni og verður hald- ið áfram á meðan tíð leyfir, eða þar til vatnið lokast af ís. Vegagerðin gengur vel og mun um það bil tíu daga verk eftir. Vegurinn er hækkaður mjög og breikkaður á milli Reykjahlíðar og Geiteyjar- strandar. Kostnaður mun nokkru minni en áætlaður var. Þá hafði blaðið samband við Karl Gránvold jarðfræðing, sem ásgmt fleiri vísindamönn- um fylgist með framvindu mála. Hann sagði meðal annars: Landið umhverfis Leirhnjúk heldur áfram að rísa. Stöðvar- (Ljósm.: E. D.). hús Kröfluvirkjunar er eins- konar hallamælir við athuganir okkar. Leirhnjúkur er miðja landlyftingarinnar, þar sem hraunkvikan safnast saman, en kvikan getur hlaupið suður, eins og áður hefur gerst í tvö skipti. Jarðskjálftar þeir, sem verið hafa og hafa farið dvín- andi, eru fyrst og fremst eftir- stöðvar, eða halinn á septem- berhrynunni, því skjálftavirkn- in hefur verið lengi að fjara út þessa daga. En við enn vax- andi lyftingu lands við Leir- hnjúk, myndast aftur spennia og jarðskjálftar og þeir hafa enn ekki orðið. Eftir því, sem nú horfir, er mest hætta á gosi þar, en hún er fyrir hendi alls staðar á sprungusveimnum og hún er talsverð í Bjarnarflagi. Flest bendir til þess nú, sagði Karl, að gos verði. Bankamenn Samningar um kaup og kjör bankamanna voru undirritaðir í gær, eri síðan verða greidd at- kvæði um samninginn. Hann- tekur til um 1800 starfsmanna. Samkvæmt lögum átti deila þessi, á milli bankaráðsmanna og bankastarfsmanna, að ganga til ríkissáttasemjara í gær, hefðu samningar ekki tekist. — Formaður samninganefndar bankastarfsmanna var Sólon Sigurðsson, en formaður samn- inganefndar bankanna var Björgvin Vilmundarson banka- stjóri. Bankamenn höfðu boð^ð verkfall. Kristneshæli hálfrar aldar sjúklingurinn tekinn af berkla- skrá. Nú er þar hjúkrunarspítali með tvíþættu hlutverki. í fyrsta lagi dvelur þar fólk, sem komið er út úr heiminum, sem kallað er, einkum gamalt fólk, sem þarf hjúkrunarmeðferð og í öðru lagi dvelur þar fólk, sem kallað er utangarðs við þjóð- félagið, þ. e. fólk, sem ekki bjargar sér sjálft. Alls eru nú vistmenn 77 en voru heldur fleiri fyrr á árinu og er alltaf fullsetið. Kristneshæli hálfrar aldar stofnun. (Ljósm.: E. D.). Aðrir samningar Hinn 9. og 10. nóvember fer fram atkvæðagreiðsla BSRB um nýlega gerða kjarasamninga við ríkið. Kosið verður á 40 stöðum utan höfuðstaðarins. — BSRB efnir áður til 19 funda til að skýra kjarasamningana. Eins og kunnugt er, var verkfall opinberra starfsmanna frestað og hefst að nýju 15. nóvember, verði samningum hafnað í at- kvæðagreiðslunni 9.—10. nóv- ember. Þess var minnst í gær að Krist- neshæli er nú hálfrar aldar stofnun. Hátiðasamkoma átti að vera þar klukkan 8 og þá var opið hús og allir velkomnir. Þar rakti Eiríkur Brynjólfsson fram kvæmdasöguna, Brynjar Valdi- marsson talaði um baráttuna við hvíta dauðann og Jórunn Ólafsdóttir talaði um félagslegu hliðina málsins og flutti hátíða- Ijóð. Kristneshæli var byggt sem berklahæli og var það til árs- ins 1976, en þá var síðasti

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.