Dagur - 02.11.1977, Page 8

Dagur - 02.11.1977, Page 8
DAGUR Akureyri, miðvikudaginn 2. nóv. 1977 ÞJÓNUSTA FYRIR gr P HAÞRYSTISLONGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGiN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Hitaveituframkvæmdimar á Akureyri, og jafnframt mesta framkvæmd bæjarins til þessa, ganga nokkumveginn samkvæmt áætlun, þótt enn sé leitað meira vatns. (Ljósm. E. D.) Iðnaðarráðuneytið hefur enn ekki staðfest gjaldskrá og reglugerð Hitaveitunnar Reglugerð fyrir Hitaveitu Akur- eyrar var samþykkt í bæjar- stiórn í janúar sl. og þá þegar send iðnaðarráðuneytinu til staðfestingar. í júlímánuði var svo gíaldskrá fvrir Hitaveitu Akureyrar staðfest í bæjar- stjórn og einnig send ráðuneyt- inu til staðfestingar. Ráðuneytið hefur verið að velta þessum málum fyrir sér allan þennan tíma og gert smá- vegis athugasemdir við einstök' atriði. Þetta varð til þess, að bæjarstjórn tók bæði þessi mál fyrir að nýiu á síðasta bæjar- stiómarfundi og gerði á þeim smávegis breytingar, sem hnigu í átt að óskum ráðuneytisins. Er þess nú að vænta, að ráðu- neytið taki rögg á sig og af- greiði málið formlega. Hitaveit- unni er það nauðsynlegt, að fá úr þessu skorið sem fyrst, svo unnt sé að fara að innheimta heimtaugargíö'd af þeim húseig- endum, sem fá hitaveitu í fyrsta áfanga. Framkvæmdir ganga allvel Samkvæmt upplýsingum hita- vitustjórans á Akureyri ganga framkvæmdir allvel. Á Lauga- landi er dælustöðvarhús fok- helt og undirbúningur hafinn að uppsetningu á dælum. — Um tveggja vikna vinna er eftir á uppsetningu á loftskiljum. Að- veituæðin hefur þegar verið þrýstiprófuð á 6 km kafla, frá Laugalandi að Ytragili. En kaflinn þaðan að Brunná verð- ur væntanlega þrýstiprófaður í næstu viku. Fyrirhugað er að hleypa heitu vatni í aðveituæðina í næstu viku eftir tengingu holu númer 7. Á Akureyri er að mestu lok- ið við fyrsta og annan áfanga, að undanskildum Ásvegi og Byggðavegi, og þriðja áfanga er áformað að ljúka innan þriggja vikna, en hann er stofn- æð norður Þórunnarstræti að verksmiðjum SÍS. Fjórði á- fangi, austan Þórunnarstrætis, þar sem m. a. er Menntaskólinn á Akureyri og sundlaug bæjar- ins, er langt kominn. Nokkrar tafir urðu á framkvæmdum vegna verkfalls opinberra starfs manna. Hitaveitustjóri er Gunn- ar Svonisson. a JfT lá) 7T~ j y - P 1 bíi lli li\. s - W 0. i JL - i • Upplýsingar vantar. Öðru hverju er fólk að hringja til blaðsins eða senda greinar til birtingar um hita- veituframkvæmdimar, og er þar um gagnrýni að ræða á ýmsum þáttum framkvæmd- anna. Þessi gagnrýni er ef- laust að hluta af því sprott- in ,að stjóm hitaveitunnar og/eða bæjgrstjóm sinnir litt þvf þarfa hlutverki að koma upplýsingum um fram- gang mála á framfæri við al- menning. Er nú sem fyrr á þetta bent, og jafnframt það, að hitaveituframkvæmdum miðar í heild vel og má það vera öllum gleðiefni, hvað sem einstökum atriðum líð- ur og réttmætri eða órétt- mætri gagnrýni. • Kyndistöð við vatnsgeymana? Skipulagsnefnd bæjarins hef- ur samþykkt erindi frá Hita- veitu AkurejTar, þar sem farið er fram á leyfi til að byggja kyndistöð við fyrir- hugaða vatnsgeyma sunnan við elliheimilið, Dvalarheim- ilisins Hlíð hér í bæ. Þessi beiðni er hugsuð sem öryggisráðstöfun fyrir næstu ár, ef skortur yrði á heitu vatni og ekki eru uppi áform um að byggja kyndi- stöðina að svo stöddu. Hins- vegar er gert ráð fyrir tvö- földu dreifikerfi í hluta bæj- arins ,en tvöfallt dreifikerfi þýðir, að notað vatn verður sett aftur inn á kerfið til betri nýtingar. Bæjarstjóm hefur að tillögu skipulags- nefndar, samþykkt þessa beiðni Hitaveitunefndar. • Margar eru kvartanimar Margar eru þær umkvartan- ir, sem btaðinu berast, ýmist skriflega eða munnlega og er ekki unnt að koma þeim öllum á framfæri. Síðast kom sú, er beinist að lögreglumálum. Undan því er kvartað eins og oft áður, að lögreglan hafi ekki tök á að koma í veg fyrir tryllingsakstur um lielgar, og hávaðaakstur vélhjóla og „átta gata tryUitækja". A það var í þessu sambandi bent, að ökumenn, sem þetta geri sér að leik og kasta auk þess tómum flöskum út um bQgluggana, ættu að verða af með ökutæki sín fram yfir helgi a. m. k. en þau væru geymd í vörslu lögreglunn- ar. Er ábendingunni hér með komið á framfæri. Þótt e.t.v. sé ekki nauðsyn að benda lögreglunni á hinn ómenn- ingarlega blæ í bænum um helgar, getur almennings álitið aðstoðað mjög við breytingu til batnaðar. • Margir sóttu um. 1 haust var auglýst staða safnvarðar við Amtsbóka- safnið á Akureyri. EUefu umsóknir bárust og var Hólmfríði Andrésdóttur veitt staðan. Atvinna er næg á Akureyri en störf misjafn- lega eftirsótt, svo sem fram- anskráð sýnir. Hjálpum öll drykkjusjúkum Stofnun Sambands áhugafólks um áfengisvandamálið — SÁÁ — vekur hvarvetna áhuga og stuðning einstaklinga og félaga og við hana eru miklar vonir bundnar. Til Akur- eyrar kemur starfsmaður eftir áramótin og hefur hjálpar- starf. Samtök áhugafólks um áfeng isvandamálið, SÁÁ, hafa frá því sagt, að samningar hafi tekist milli samtakanna og Styrktar- félags fatlaðra og lamaðra, um leigu á húsnæði Styrktarfélags- ins að Reykjadal í Mosfells- sveit, en þar verður afvötnunar- stöð SÁÁ og verður greinar- gerð um hana send heilbrigðis- ráðuneytinu til umsagnar eða hefur þegar verið gert. Hilmar jenkins leikur á laugardag A öðrum tónleikum Tónlistar- félags Akureyrar leikur hinn velþekkti píanóleikari Philip Jenkins í Borgarbíói næstkom- andi laugardag 5. nóv. kl. 17. Philip Jenkins kemur frá London, þar sem hann er bú- settur og starfandi sem pró- fessor í píanóleik við Konung- lega Tónlistarháskólann. Við lokapróf frá sama skóla hlaut Philip „Dove“-verðlaunin, sem eingöngu eru veitt fyrir afburða frammistöðu í hlióðfæraleik. Árið 1958 sigraði Philip Jenkins í alþjóðlegri píanósamkenpni sem stórblaðið The Daily Mirr- or efndi til, og sex árum síðar vann hann aftur alþjóðasam- keppni píanóleikara um Harriet Cohen verðlaunin. Hann var einn af meðlimum Trio of Lond- on, sem hlaut mikla viðurkenn- ingu fyrir tónlistarflutning sinn víða um lönd. Philip var um árabil kennari við Tónlistarskólann á Akur- eyri, og átti miklum vinsældum að fagna. Á efnisskránni að þessu sinni er: Sónata og fanta- sía eftir Mzoart, Stef og til- brigði eftir Fauré, Mazurkar og Impromptu eftir Chopin og són- ata eftir pólska tónskáldið Szymanovski, en síðasttalda tón verkið er eitt af þeim vanda- sömustu, sem skrifuð hafa ver- ið fvrir píanó. Aðgöngumiðar á Akureyri eru seldir í Bókabúðinni Huld og við innganginn 2 klst. fyrir tónleika. Helgason, form. SÁÁ sagði, að hann vonaðist til, að þarna yrði tekið til starfa mjög bráð- lega. Þeim sem leituðu þangað yrði frjálst að hverfa þaðan hvenær sem þeim sýndist. Hann sagði, að allt kapp yrði lagt á að fræða sjúklingana með fyrirlestra- og fundahöldum, viðtölum og kvikmyndasýning- um, auk læknismeðferðar. Stefnt væri að því að opna leitar- og leiðbeiningarstöð á svipuðum tíma, þar sem rætt yrði við áfengissjúklinga og vandamál þeirra. Reynslan hefði sýnt, að vandamál aðstand enda áfengissjúklinga væri oft svo, að þeir væru ekki síður hjálpar þurfi en sjúklingamir sjálfir. Útgáfa blaðs er í undirbún- ingi og stefnt er að því, að senda það til félagsmanna og ennfrem ur gíróseðla fyrir stofnframlög fyrir miðja næsta mánuð. Engin uppphæð er tilgreind á þessum gíróseðlum_ og því öllum í sjálfs vald sett að láta af hendi rakna þær upphæðir, er hver og einn kýs. Ekki verður farið fram á styrk frá hinu opinbera fyrr en SÁÁ hafa sannað gildi sitt. Yrði slíkur styrkur veittur í fram- tíðinni, myndi hann notaður til að upplýsa fólk um áfengis- sjúkdóminn. Þetta og margt annað kom fram á blaðamannafundi, sem forráðamenn hinna nýju sam- taka héldu á Varðborg á laug- ardaginn, en síðar sama dag var þar haldinn almennur kynn- ingarfundur um áfengisvand- ann og stefnu hinna nýstofnuðu landssamtaka. SÁÁ hefur leitað til aðila vinnumarkaðarins, þ. e. til verkalýðsforystunnar og vinnu veitenda og hvarvetna fengið hinar ákjósanlegustu undirtekt ir um stuðning. Almenningur, sem virðist nú skilja áfengis- vandamálið betur en áður, hef- ur flykkst í hið nýja félag í von um, að raunhæfara verði tekið á málum en áður. Það eru ekki aðeins sex þúsund áfengissjúkl- ingar, sem bíða hjálpar, heldur aðstandendur þeirra og það óteljandi fólk, sem hættan vof- ir yfir vegna þeirrar drykkju- tísku, sem nú ríkir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.