Dagur - 16.11.1977, Síða 1

Dagur - 16.11.1977, Síða 1
TRÚLOFUNAR. HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, MDDVIKUDAGUR 16. NÓV. 1977 50. TÖLUBLAÐ Milljónasta værðarvoðin Föstudaginn 28. október sl. | framleiddi Ullarverksmið.i- an Gefjun á Akureyri mil- jónustu værðarvoðina fyr- ir Sovétríkin, og var hún afhent sendiherra Sovét- ríkjanna, Farafonov, til varðveizlu. Sala værðarvoða til Sov- étríkjanna hófst árið 1960 með sölu á 10 þúsund tepp- um til samvinnusambands ins í Msokvu, og árið eftir voru gerðir fyrstu samn- ingamir við V/O „Razno- exr)ort“, sem er ríkisfyrir- tæki. Síðan hafa verið gerð ir árlegir samningar við þessi fyrirtæki. Banaslys Á tólfta tímanum á laugar- dagskvöldið var banaslys á Hörgárbraut, nálægt mót um Höfðahlíðar. Ekkjan Helga Sigurjónsdóttir, Lyngholti 1, Akureyri, varð þar fyrir bifreið og lést samstundis. Hún var 71 árs. Þetta hörmulega slys er enn ein ábending um nauðsyn mikillar gætni og tillitssemi í umferð- intli. Togararnir Afli Akureyrartogaranna samkvæmt síðustu löndun- um er sem hér segir: Kaldbakur landaði 9. nóv. 194 tn. Aflaverðmæti 10,8 milljónir króna. Svalbakur landaði 11. nóvember 151 tonni. Afla- verðmæti 14,9 milljónir kr. Harðbakur landaði 1. nóvember 82 tonnum. Aflaverðmæti var 5,1 millj, króna. Sléttbakur landaði 7. nóv. 122 tonnum. Aflaverð- mæti 11,00 milljónir kr. Sólbakur landaði 3. nóv. 130 tonnum. Aflaverðmæti var 7,3 milljónir króna. Rafmagnið skammtað Á föstudaginn þurfti að taka upp skömmtun á raf- magni á orkuveitusvæði Laxárvirkjunar. Ástæðan var rennslistruflun í Laxá, í fyrstu stórhríð vetrarins. Þá fór orkuframleiðslan úr 20 megavöttum niður í 12 megavött. Síðar hafa öðru hverju orðið raf- magnstruflanir, vegna bil- unar í innanbæjarkerfi, sem áður hafði einnig gert vart við sig en fannst á mánudagsmorguninn. Ráðgert var að full teng- ing byggðalínunnar færi fram þessa daga, en sú lína á að geta flutt 50 megawött til Norðurlands. Og svo er rafmagnið frá Kröflu vænt- anlega skammt undan. Agentinn, Erlingur Gíslason. Loftur, Gestur Jónasson. Móðirin, Sigurveig Jónsdóttir, syngja Klink- sönginn. (Ljósmyndastofa Páls) Sýningar á Lofti ganga vel Leikfélag Akureyrar hefur þeg- ar haft fjórar sýningar á söng- leiknum Lofti, en sýningum varð. sem kunnugt er, að fresta. Næsta sýning verður annað kvöld klukkan 8.30. Mikið er um, að foreldrar komi með börn sín á sýning- arnar, enda skilyrði af hálfu LA vegna skólaafsláttarins. Kasetturnar, sem LA lét gera hér á Akureyri með söngvum úr leiknum, hafa runnið út eins og heitar lummur. Þær fást Árið 1976 voru nýræktir hér á landi samtals 31400 ha. Af þeim voru 1640 ha ræktaðar á fram- ræstri mýri 'og 1500 á þurrlendi. Árið 1975 voru nýræktir 2996 ha og 2848 ha árið 1974. Árið 1976 var mest ræktað á Suður- landi, en í Árnessýslu, Rangár- leikdagana í leikhúsinu á meðan þær endast, en munu brátt upp seldar. Af þessum kasettum hefur verið leikið í útvarpinu snemma dags, með viðeigandi skýringum. Byrjað verður eftir nokkra daga að æfa branaleikritið Snæ- drottninguna, sem byggt er á einu ævintýra H. C. Andersens, og bvrjað er að æfa annað barnaleikrit, sem til bráða- birgða er nefnt Trúðleikur og töfrabrögð. Það leikrit er hugs- vallasýslu og Vestur-Skafta- fellssýslu voru ræktaðir um 1000 ha af þessum rösklega 3000 ha, sem ræktaðir voru á lnad- inu öllu. í Rangárvallasýslu bættist meira en 1 ha við tún hvers býlis að meðaltali og hátt í 1 ha bættist við túnstærð í að sem farand- eða flökkuleik- rit, sem hægt er að sýna næst- um hvar sem er. Mun það verða á ferðinni á meðan Snædrottn- ingin drottnar á sviði leikhúss- ins á Akureyri. Baldur Georgs er höfundurinn og vinnur leik- ritið í samvinnu við Erling Gíslason leikara. í lok þessa mánaðar hefjast svo æfingar á ónefndu leikriti, þar sem Sigurveig Jónsdóttir og Erlingur Gíslason leika aðal hlutverkin. Austur- og Vestur-Skaftafells- sýslu og í Norður-Þingeyjar- sýslu. Tún á öllu landinu eru nú líklega um 127.000 ha að stærð. Þar sem enginn einn aðili safn- ar saman stærð þeirra ,túna sem falla úr ræktun ár hvert, t. d. undir hús, vegi og önnur mannvirki, vegna skemmda t.d. af skriðuföllum og vegna þess að jarðir fara í eyði, er óger- legt a ðsegja til um nákvæma stærð túna. Ef tekin eru öll lög- býli, sem ekki eru í eyði, hvort sem um engan, stóran eða smá- an búrekstur er að ræða á býl- inu, verður meðaltúnstærð á býli tæpir 26 ha og hefur stækk að um V2 ha árið 1976. Ef ein- ungis eru tekin þau býli, þar sem um einhvern búskap er að ræða, verður meðaltúnstærð nærri 30 ha. (Uppl.þjónusta landb.) Verka- manna- bústaðir afhentir á morgun Á morgun, fimmtudag er áform að að afhenda formlega 21 íbúð Verkamannabústaði þá, sem bygging var hafin á fyrir fimm- tán mánuðum. Þrír aðilar tóku að sér verkið, samkvæmt út- boði: Smári hf., Hagi hf., og Þór hf. Stjórn Verkamannabústaða Akureyrar skipa, Sigurður Hannesson, formaður, Stefán Reykjalín, varaformaður, Freyr Ófeigsson, Viðar Helgason, Ari Rögnvaldsson, Jón Helgason og Jón Ingimarsson. Fjögurra herbergja íbúðirnar munu kosta, samkvæmt áætlun 7,5 milljónir króna og þriggja herbergja íbúðir 6,6 milljónir. Allt eru þetta taldar góðar íbúðir og vel frá þeim gengið, og þess er getið til, að verðið sé jafnvel lægra en hér er frá sagt og kemur það í ljós á morgun. En í sambandi við þennan byggingarkostnað, má geta þess_ að samkvæmt tilboðum hinna þriggja verktaka, er verð ið á aðra milljón króna lægra en upphafleg kostnaðaráætlun sagði til um. Virðist því vel hafa tekist til um framkvæmd þessa. Þeir íbúðareigendur, sem á morgun fá lykla sína að hinum nýju íbúðum, þurfa aðeins að greiða 20% kostnaðar við mót- töku. Vegir lokast Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar síðdegis á mánu- dag, var orðið þungfært til Dal- víkur frá Akurevri og með öllu ófært til Ólafsfjarðar. Vegna óveðurs á mánudag var engin tilraun gerð til lagfæringa á þessari leið. Öxnadalsheiði var enn fær ár- degis á mánudaginn, en færið þó eitthvað farið að þyngjast. í gær var áætlað að greiða þar fyrir umferð. Hinsvegar var Holtavörðuheiði ófær. Ófært var frá Akureyri til Húsavíkur og var vegurinn opnaður á mánudaginn. Framan Akureyr. ar voru ekki taldir umferða- örðugleikar þennan dag. En veður og veðurútlit spáðu ekki góðu. Perur og dagatöl Hinir árlegu fjáröflunardagai- Lionsklúbbsins Hugins verða um næstkomandi helgi 19. og 20. nóv. Félagar klúbbsins munu þá bjóða Akureyringum perur og jóladagatöl eins og undanfarandi ár. Ágóða af sölu þessa varnings hefur að öllu leyti verið varið til líknarmála hér í bæ. Staurar upp um allar mýrar Gunnarsstöðum 14. nóvember. Aðafararnótt síðasta föstudags gerði aftakaveður með miklum sjógangi og á föstudagsmorg- uninn slitnaði síminn hér aust- an við Hafralónsána, þar sem símalínan liggur um hólmana. Staurarnir lögðust út af og snjó- fyllan var svo mikil, að hún gekk upp að brúnni, en staur- ana rak upp allar mýrar. Bil- unin var á meira en kílómeters- kafla. Símasamband komst á í nótt eftir bráðabirgðaviðgerð, en flokkur frá Húsavík vinnur að varanlegri viðgerð. Bátur einn lenti í erfiðleikum í röstinni, var sunnan Langa- ness og fékk á sig sjó og fór á hliðina, en rétti sig. Sennilega hefur ekki mátt miklu muna. Bændur höfðu fé við hús en eitthvað af því mun vanta og var verið að leita þess í gær og e. t. v. einnig í dag, en veð- ur er ennþá vont, hvassviðri og hríð öðru hverju. Ó. H. Þáttaskil í raforkumálum f gær, þriðjudaginn 15. nóvember átti að tengja byggðalínuna, eða norðurlínuna, að fullu. Sú lína á þó að geta flutt 50—60 mega- vött til Norðurlands, en gat áður flutt ör- fá megavött. Má því segja, að með þessari tengingu séu þáttaskil í raforkumálum, auk þess sem þessi tenging er mikill áfangi í samtengingu allra raforkuvera landsins. Er þess nú að vænta, að Norðlendingar búi við fullnægjandi raforku næstu árin og meira öryggi og þurfi ekki lengur að fram- leiða rafmagn með olíu. Um næstu mánaðamót vænta menn þess til viðbótar, að Kröfluvirkjun hefji raforku- framleiðslu. En aðveitustöð fyrir norðurlínu, línu Kröfluvirkjunar og Laxárvirkjun er hin mikla Rangárvallaspennistöð við Akur- eyri. Nýræktir og tún á landinu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.