Dagur - 30.11.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LX. ÁRG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓV. 1977 53. TÖLUBLAÐ
Þjóðverjar farnir
af miðunum
Á mánudaginn hættu Þjóð-
verjar fiskveiðum hér við
land. Fyrir einu ári hurfu
Bretar úr landhelginni. Um
aldir veiddu þessar þjóðir
og fleiri á íslandsmiðum,
oft alveg upp undir land-
steina. En samtals veiddu
erlendar þjóðir um Uielm-
ing þess afla, sem á íslands-
miðum fékkst áður en loka
barátta í landhelgismálinu
var hafin. Nú mega aðeins
Norðmenn, Belgíumenn og
Færeyingar veiða innan
200 mílnanna við ísland en
mjög lítið aflamagn.
■
„Bingó ársins"
á Hótel KEA
Samband ungra framsókn-
armanna heldur annað
bingó sitt á Hótel KEA
föstudaginn 2. desember og
eru vinningar veglegir, svo
sem Kanarieyjaferðir og
Spánarferð, auk minni vinn
inga svo sem alfatnaðar,
viðleguútbúnaðar o. fl. En
Guðrún Á. Símonar syngur
við undirleik Guðrúnar A.
Kristinsdóttur og stjórn-
andi er Ingimar Evdal. Að
lokum verður dansað til
klukkan 1.
Við sitjum einir
að okkar miðum
Tilkynnt hefur verið tólf
daga þorskveiðibann í des-
embermánuði. Bannið er á
þann veg, að togarar mega
veiða en ekki hafa meira en
10% þorsk í aflanum. Kom
þetta fram hjá sjávarútvegs-
ráðherra á fundi Landssam-
bands útvegsmanna. Enn-
fremur kom fram hjá ráð-
herra_ að fyrirhugaðar eru
afíatakmarkanir ú þorsk-
veiðum á næstu vetrarver-
tíð, enda væru reglur um
netafjölda í sjó þverbrotnar
og þyrfti þar meira aðhald.
■
Umferðarljósin
tekin í notkun
Á laugardaginn verða ný
umferðarljós tekin í notk-
un á mótum Glerárgötu og
Tryggvabrautar, en þaul
eru þessa dagana í stillingu. |
Litlu síðar munu svo |
umferðarljósin tekin í notk- í
un á mótum Glerárgötu og
Þórunnarstrætis. Mun þess j
um langþráðu ljósum til ör- j
yggis í umferðinni vel \
fagnað.
Sýning
í Gallery
Háhóli
Á laugardaginn verður opnuð
málverkasýning í Gallerí Há-
hóli. Þar sýna vatnslitamyndir
frá síðastliðnu sumri þeir Jör-
undur Pálsson og H. Símon.
Myndirnar eru frá Laxá í Að-
aldal og úr Mývatnssveit. Þeir
Jörundur og Símon eru gamlir
skólafélagar við listnám í Kaup-
mannahöfn og eru kunnir lista-
menn, H. Simon í Danmörku
og yíðar pg Jörundur hefur
haldið þrjár einkasýningar hér
á landi og báðir hafa þeir tekið
þátt í mörgum samsýningum
hér og erlendis.
Frá lögreglu
Samkvæmt umsögn lögreglunn
ar var síðasta helgi fremur ró-
leg í bænum. En á laugardag-
inn varð kona fyrir bíl við
Sundlaugina, en meiddist mjög
lítið og á sunnudaginn varð það
vinnuslys við nýbyggingu Haga
á Óseyri, að maður féll úr stiga
og fótbrotnaði.
Um helgina var brotist inn í
studíó Pálma Stefánssonar
Norðurgötu 2 og stolið segul-
bandstæki, sem ekki hefur kom
ið í leitirnar.
Á sunnudaginn var Dvalarheimilið „Hlíð“, eða Elliheimili Akureyrar, tengt hitaveitunni fyrst húsa.
ÍIú er að ljúka einangrun á aðveituæðinni og ennfremur er verið að undirbúa að setja dælur í bor-
olur á Laugalandi, til þess að ná upp úr jörðinni meira vatni. Áætlað er nú að tengja 550 hús hita
eitunni íyrir vorið. Ljósmyndin er af Dvalarheimilinu „Hlíð“. — Ljósm. E. D.
Góður afli á Grenivík
Grenivík 28. nóvember. Eftir
bræluna og ótíðarkaflann hefur •
verið farið í tvær sjóferðir og
aflast vel. Bátarnir reru með
línu og fengu 4—8,5 tonn í sjó-
ferð á Fljótamiðum og Skaga-
fjarðargrunni.
Hlé á fiskveiöum
Hóli við Raufarhöfn 28. nóv.
í gær var hláka en lítill hiti er
í dag. í ótíðarkaflanum dró í
dálitla skafla, sem hafa sigið.
Bílfært er um allt en hálkublett
ir á vegum.
Sumir bændur nota beitar-
jörðina, en ekkert var beitt síð-
asta hálfan mánuð vegna
voncra veðra.
Aflabrögðin eru næstum eng
in. Rauðinúpur er í slipp, vegna
bilunar og hefur engin vinna
verið í frystihúsinu nú um sinn.
Þá hefði menningunni átt að
vaxa fiskur um hrygg, en því
miður liggja söngæfingar niðri,
því að söngstjórinn, prestsfrúin,
er komin með manni sínum til
útlanda í framhaldsnám og mik
ill áhugamaður um leiklist,
Heimir Ingimarsson, kaus að
flytja frá okkur og var þá skarð
höggvið í leiklistarmálin. En
vera má, að allt standi þetta til
bóta, en máltækið sannast hjá
okkur, að maður komi í manns
stað. Þ. S.
Frystihúsið er búið að taka á
móti 2360 tonnum af fiski frá
síðustu áramótum. Á sama tíma
í fyrra var búið að taka á móti
1950 tonnum. Frystiklefi er of
lítill fyrir vaxandi aflamagn,
sem að meirihluta fer í frost og
skapast af því vandræði. Þar að
auki er ofurlitið verkað í skreið
og salt.
Nýlega er hafin slátrun á
mink. Skinnin munu verða.
verkuð í Skotlandi. Reiknað er
með að 6500 dýrum verði lógað
að þessu sinni, en samkvæmt
síðasta aðalfundi fyrir árið 1976
var rekstur Grávöru léttari en
áður og hallinn minni, eins og
þar er orðað.
í vetur eru settar á 2000 læð-
ur og 500 karldýr.
Hingað hafa borist bær fregn-
DAGUR
Aukablað á föstudaginn.
ir, að verðlaunabikar fyrir
fyrstu verðlaun í gæðinga-
keppni á Melgerðismelum i sum-
ar, fáist ekki afhentur hingað
úteftir. En v rðlaun þessi hlaut
Glanni, eigandi Bergvin Jc-
hannsson á Áshóli.
Þá má geta þess, að um helg-
ina og fyrir helgina og var farið
í eftirleit, sjóleiðis út með
Látraströnd, Keflavík og Fjörð-
ur og á vélsleðum var farið í
gær út Leirdalsheiði og fjár leit-
að í dölunum. Alls fundust 14
kindur. Af þeim náðust 10, en
3 eru í Ófærutorfum í Gjögrum
og sækja fáir þangað fé því þar
er aðstaða þannig. En yfirleitt
hefur féð bjargað sér siálft úr
þessum stað. Ein kind varð eftir
í Keflavík. Kindurnar fundust
flestar á Látraströnd og í Kefla-
vík og í Fjörðum. — PA.
Skautafélagið 40 ára
Skautafélag Akureyrar var 40
ára hinn 1. janúar sl. og minnt-
ust félagar þess með kaffisam-
sæti að Hótel KEA sl. sunnu-
dag.
Þar flutti Ingólfur Ármanns-
son erindi um sögu félagsins,
núverandi formaður SA, Jón
Björnsson, gerði grein fyrir
störfum félagsins og fram-
kvæmdum við nýja íshokkí-
svæði félagsins við Höpfner. —
fshokkívöllur Skautafélagsins. — Ljósm. Norðurmynd.
Gat hann þeirra sem stutt hafa
félagið við þessar framkvæmd-
ir og þá sérstaklega stuðnings
bæjarfélagsins.
Einn af stofnendum félagsins,
Ágúst Ásgrímsson, var heiðr-
aður. Birgir Ágústsson afhenti
félaginu peningagjöf frá þeim
Ágústs-bræðrum, sem allir hafa
verið áhugasamir skautamenn.
íþróttafulltrúi bæjarins af-
henti félaginu bikar með kveðju
frá íþróttaráði Akureyrar.
fþróttaráð Akureyrar vinnur
nú að því að koma upp skauta-
svellum í hverfum bæjarins. Nú
þegar er kominn vísir að þessu
með skautasvelli á íþróttavelli
Akureyrar og á KA-vellinum í
Lundarhverfi. Unnið er að
undirbúningi á Þórsvellinum í
Glerárhverfi. og sömuleiðis er
Skautafélag Akureyrar að
leggja síðustu hönd á skauta-
svæði sitt við Höpfner í inn
bænum.
Að sjálfsögðu er svellagerð
þessi háð veðurfari og því ekki
hægt að reikna með því að svell
sé ávallt til staðar, en reynt
verður þar sem tök eru á að
búa til sveil á þessum stöðum.