Dagur - 30.11.1977, Blaðsíða 5

Dagur - 30.11.1977, Blaðsíða 5
Útgcfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Simar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prcntun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Einkaframtakið hefur brugðist I ræðu sem borfrarstjórinn í Reykja- vík flutti í haust í tilefni iðnkynn- ingar, taldi hann, að Reykvíkingar hefðu verið afskipitr með fjármagn síðustu árin og jjar væri að finna skýringuna á því, að atvinnuupp- bygging hefði ekki þróast með sama hætti og annars staðar á landinu. Sé þessi staðhæfing borgarstjórans athuguð kemur í ljós, að þessu er alveg tifugt farið. Þrátt fyrir stuðn- ing Byggðasjóðs við framkvæmdir út um landið, vantar enn mikið á það, að landsbyggðin, utan Faxaflóasvæð- isins, hafi fengið sinn hlut af fjár- magninu til framkvæmda. Hitt er svo annað mál, að því takmarkaða fjármagni, sem J>ar hefur verið til ráðstöfunar, hefur fyrst og fremst verið varið til atvinnuuppbyggingar og það gerir gæfumuninn. Einkaframtakið I höfuðborginni hefur notað fjármagnið á annan hátt. Ekki Jjarf annað en að skoða höfuð- borgina til að sannfærast um það, enda sjón sagna best. Byggingar hafa risið þar í svo miklum mæli, að með ólíkindum er. Ber þar mest á stór- byggingum fyrir verslun, skrifstofur og iðnað, sem í verulegum mæli stendur ónotað. Þessi mörgu stórhýs' bera J>að með sér, að þar hefur ekki skort fjármagn. Hin mikla verðbólga á undanfömum árum hefur ýtt undir gróðaöflin í landinu á þann veg að koma f jármagninu í steinsteypu. Þess ber Reykjavík og nágienni hennar glöggt merki. Þessi leið hefur líka reynst eigendum ábatasöm og afleið- ingin er sú, að á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kapphlaup um að fjár- festa sem mest í alls konar bygging- um. í mörgum tilfellum hefur fram- kvæmdaaðilinn ekki haft neinar áætlanir um til hvers ætti að nota það húsnæði, sem J>eir stóðu að að byggja. Hugmyndin e. t. v. einungis sú að leigja það eða selja. Vonin um skyndi hagnað ræður þar oftast ferðinni. Þannig hefur fjármagnið farið í allt annað en að undirbygeja fram- leiðsluna á höfuðborgarsvæðinu. En hvernig hefur verið staðið að þess- um málum hér norðanlands? Hér hefur allt kapp verið lagt á að byggja upp og tryggja framleiðsluna og J>að hefur verið gert að mestu leyti á fé- lagslegum grunni. Hér hafa sam- vinnufélögin verið í fararbroddi í at- vinnuuppbyggingu, ýmist ein eða í samvinnu við sveitarfélögin á við- komandi stað. Þar sem samvinnufé- lögin hafa ekki sjálf veríð nægilega sterk fjárhagslega, hafa sveitarfélögin annast uppbyggingu og rekstur. Hér hafa gróðasjónarmiðin ekki ráðið ferðinni í fjárfestingu og atvinnuupp byggingu, nema í undantekningum og því hefur framleiðslan stóraukist, öfugt við höfuðborgarsvæðið, — J>ar sem einkaframtakið brást. Þingræði og lýðræði Eftirfarandi grein er hluti af ræðu, sem ég flutti í neðri deild Alþingis, þegar til umræðu var frumvarp Jóns Skaftasonar um breyting á lögum um kosningar til Alþingis. Frumvarp Jóns er þess efnis að frambjóðendum skuli raðað í stafrófsröð á fram- boðslista til Alþingis, en kjós- endur megi síðan raða þeim í töluröð. Þessi hugmynd sýnist í fljótu bragði öðrum fremur lýðræðisleg, en hún sætti eigi að síður gagnrýni margra þeirra, sem til máls tóku um frumvarpið. M.a. gagnrýndu Ól- afur Jóhannesson og Lúðvík Jósepsson frumvarpið og ýmsir fleiri. Sá kafli ræðu minnar sem hér birtist fjallar um mikilvægi stjórnmálaflokka í lýðræðis- landi. Gagnrýni á flokkana. Ég vona að sem flestir átti sig á því, að stjórnmálaflokkar eru frjáls, félagsleg samtök, sem eru ómissandi í lýræðis- og þingræðislandi. Það er a. m. k. víst, að margt væri á annan výg og örðugra, ef ekki væru í land- inu þau skipulögðu fjöldasam- tök_ sem nefnast stjórnmála- flokkar. Þó er því ekki að leyna, að oft gætir misskilnings og mis- túlkunar að því er varðar störf og stöðu stjórnmálaflokkanna. Ég er ekki frá því að afflutn- ingur á mikilvægi stjórnmála- flokka sé meiri og tíðari hér á landi en annars staðar í nálæg- um lýðræðislöndum. Má með nokkrum sanni segia, að um skeið hafi flætt yfir landið linnulaus áróður gegn stjórn- málaflokkum og stjórnmála- mönnum, og þessi áróður hefur jafnvel gengið út yfir Alþingi sem stofnun, að ekki sé minnst á alþingismenn sem einstakl- inga. Þessi áróður hefur verið mjög neikvæður og þjónar ekki góðum tilgangi. Og eins og yfir- leitt er um neikvæðan áróður þá hefur þessi gagnrýni á stjórn- málaflokkana verið lýðskrums- kennd og yfirborðsleg, m. a. „persónuleg“ í vondri merkingu þess orðs. Frumskógahernaður. Að sjálfsögðu er ekkert vit í því að frábiðja stjórnmálaflokk- ana gagnrýni. Þá ber að gagn- rýna og þeir verða alltaf gagn- rýndir. Eigi að síður verða menn að átta sig á því, að stjórnmálaflokkarnir eru aðal- máttarstólpar lýðræðis og grund völlur þingræðis. Ef ekki væru stjórnmálaflokkar, þá myndi öll stjórnmálastarfsemi leysast upp í eins konar frumskógahernað, skipulagslausa klíkustarfsemi, lýðskrum og atkvæðaveiðar af verstu tegund. Ef það er þess konar pólitík sem menn óska eftir, þá er auðvitað ráðið að halda áfram að jaga stjórnmála- flokkana og veikja álit þeirra meðal almennings. En að mínum dómi er slíkt hið mesta óþurftarverk. Ég tel að best fari á því að framboð séu á vegum stjórnmálasam- taka. Og í því sambandi hlýt ég að leggia á það sérstaka áherslu, að ég álít að ekki komi annað til greina en að röðun framboðs- lista sé ákveðin af stjórnmála- samtökum um leið og ég tek það fram að k'ósendur eiga að hafa rétt til þess að breyta þeirri röð, — eins og kosninga- lög raunar gera ráð fyrir. E. t. v. er hægt að rýmka um mögu- leika kjósenda í þessu efni, og er eðlilegt að ræða það mál sér- staklega, en það frjálsræði sem gert er ráð fyrir í frumvarpi Jóns Skaftasonar yrði ekki til bóta, heldur yrði það til þess að auka pólitískan glundroða og magna upp lýðskrumsað- ferðir, sem alltaf er hægt að eiga von á á vettvangi stjórn- Ingvar Gíslason alþm. skrifar um stjómmála- flokkana og lýðræðið. mála, og ekki síst þegar mönn- um hitnar í hamsi í kosninga- bardaga og í hlut eiga menn, sem hættir til að beita ofur- kappi. Sú aðferð, sem stungið er upp á í frumvarpinu, mundi verða til þess að draga úr mála- efnalegri stjórnmálabaráttu, en magna upp neikvæða persónu- og eiginhagsmunastreitu. Þessi aðferð getur aldrei leitt til ann- ars. Með þessari aðferð er verið að efna til innbyrðis sundrung- ar manna, sem eiga að vera sam- herjar og málsvarar sameigin- legrar stjórnmálastefnu. Hver á að vera í forystu og málsvari? Og ég vil einmitt spyrja: Hver eða hverjir eiga að vera málsvarar framboðslista, þar sem mönnum er raðað hlutlaust í stafsrófsröð? Hafa menn leitt hugann að því hvaða praktísk vandamál fylgja slíku fyrirkomulagi? Eða er það kannski ætlunin að sleppa algerlega þeim þætti úr, að frambjóðendur á sama lista berjist undir sama merki, hafi sameiginlega kosninga- stefnuskrá? Ef svo er, þá ætti að stíga skrefið til fulls og leggja niður stjórnmálaflokka í núverandi mynd og láta það ráðast hverjir bjóða sig fram til þings, eða öllu heldur þa? ætti ekki að hafa nein fram- boð, heldur ætti að haga kosn- ingum þannig að hver kjósandi leggi fram sinn eiginn lista of komi honum í atkvæðakassanr á kjördegi. Þá er líklega „frelsi* kjósandans fullkomnað; eða er ekki svo? Þar með er ekki sagt að lýðræðinu sé gerður mikill greiði. Ég held raunar að það væri einnig bjarnargreiði við kjósendur að taka upp slíkt skipulag. Ég hef þá trú, þrátt fyrir allt, að almenningur í landinu sé yf- irleitt ekki óánægður með flokkaskiptinguna eða starfsemi stjórnmálaflokkanna, og ég hygg að það sé skoðun alls þorra manna, að stjórnmála- flokkarnir eigi að ráða framboð- um m. a. að raða á lista og ákveða hverjir skuli vera í efstu sætum þeirra og þar með málsvarar og forystumenn list- ans. Yfirleitt vilja kjósendur málefnalega stjórnmálabaráttu og þeir meta stjórnmálamenn eftir málefnum og hæfni þeirra til að túlka skoðanir. Og kjós- endur aðhyllast miklu fremur sameiginleg baráttumál, þ. e. flokksstefnu, heldur en að þeir elti einstakar „persónur11 í al- gerri blindni. Það eru aðeins skrumararnir, sem halda öðru fram en því sem ég er hér að lýsa. Að vísu eru dæmi um það að skrumarar hafa náð alllangt í því að safna um sig fylgi, en yfirleitt reynast þess háttar sigrar Pyrrhusarsigrar. Meira starf flokksfélaga. Nú munu e. t. v. einhverjir segja sem svo, að ég sé að boða þá kenningu að engu þurfi að breyta og ekkert burfi um þessi mál að tala yfirleitt. Það er þó alls ekki mín skoð- un, og það eru ekki mín orð. En ég er andvígur því fyrir- komulagi kosninga, sem stung- ið er upp á í frumvarpi Jóns Skaftasonar. Og ég er andvígur því að dregið sé úr valdi stjórn- málasamtaka við ákvörðun framboða og röðun á framboðs- lista. Þvert á móti álít ég að það þurfi að efla starfsemi stjórnmálaflokkanna og fá fleira fólk til þess að taka virk- an þátt í starfsemi þeirra. Ég álít, að það þurfi að trvggia enn betur en er, að lýtjræðislegt skipulag stjórnmálaflokkanna fái notið sín í revnd. Að mínum dómi verður það best gert með því að efla starfsemi „grunnein- inganna“ í skipulagi flokkanna, þ. e. a. s. staðbundinna flokksfé- laga og samtaka þeirra í hverju kjördæmi. Því fleiri sem taka þátt í störfum stjómmálafélag- anna þvf lýðræðislegri er starf- semi þeirra. Og því fleiri sem taka þátt í umræðum og ákvörðunum um framboð því betra er það. Skoðanakönnun og prófkjör innan flokka. í því sambandi tel ég mjög koma til greina að efnt sé til skoðanakönnunar eða prófkjörs meðal flokksmanna sem undan- fari ákvörðunar um framboð. Enda hygg ég, að flestir stjórn- málaflokkar í landinu hafi sett sér reglur um þessi efni og að þeir beiti þessum aðferðum, þegar þurfa þykir. Skoðana- könnun og prófkjör eru að mínu viti eðlilegur þáttur í flokks- starfi, sem er því auðveldara að framkvæma sem flokksstarfið er virkara og fjörugra. Og að því þarf að vinna að stjórnmála- flokkarnir starfi af þrótti, bæði að almennri stefnumótun og baráttu fvrir stefnumálum og einnig að því að kjósa menn til trúnaðarstarfa, hver sem þau eru, ekki síst þegar um er að ræða málsvara í kosningum. — Þannig er hægt að tryggja mál- efnalega stjórnmálabaráttu og manneskjulega umgengni í pólitík yfirleitt. 4 • DAGUR Nýjar bækur Bókaútgáfan Skjaldborg gefur út sjö nýjar bækur á þessu hausti. Allar eru bækurnar prentaðar í Prentsmiðju Björns Jónssonar hf. Hefur prentsmiðj an tekið upp nýja tækni við setningu, svonefnda offset-setn- ingu, og eru flestar nýju bók- anna settar með þessari nýju tækni. Er prentsmiðjan fyrst akureyrskra prentsmiðja til að taka upp þessa tækni. Af bókum útgáfunnar má fyrst telja Aldnir hafa orðið, sem Erlingur Davíðsson rit- stjóri skrásetti. Er þetta 6. bók- in í þessum flokki. Sagði Björn Eiríksson, forstjóri Skjaldborg- ar, að þessar bækur væru sér- staklega vinsælar. Eru fyrstu tvö bindin alveg að verða upp- seld og fást ekki í bókabúðum, en hægt er að fá þau hjá útgáf- unni meðan upplagið endist. í þessu nýja bindi skrásetur Er- lingur frásagnir sjö karla og kvenna, en þau eru Guðlaug Narfadóttir, Guðni Þórðarson, Hólmsteinn Helgason, Snæ- björg Aðalmundardóttir, Stefán Jasonarson, Þorleifur Ágú.sts- son og Þorkell Bjarnason. f óljósri mynd heitir nýtt skáldverk eftir Jón Bjarman, fangaprest. Sagði Björn Eiríks- son að þrátt fyrir að höfundur- inn kallaði þetta skáldverk, þá gæti ég trúað að margir sem ólust upp á Akureyri á sama tíma og Jón kannist við stað- hætti og jafnvel einhverjar per- sónur í sögunni. Hér er á ferð- inni forvitnilegt verk og vel skrifað. Varðeldasögur Tryggva Þor- steinssonar, 2. bindið, er nú komið út hjá Skjaldborg. Tryggvi var búinn að ganga frá handriti bókarinnar þegar hann lést, en útgáfa bókarinnar hef- ur dregist þar til nú. Björn Ei- ríksson sagði að þó þetta væri ekki sérstök minningarútgáfa, þá væri þessi bók gefin út í minningu hins mikla heiðurs- manns sem Tryggvi var. — Þessi bók er jafnt fyrir fullorðna sem unglinga. Þarna geta margir jafnaldrar Tryggva og yngra fólk þekkt sig, því flestar persónur bókarinnar styðjast við raunveruleikann, þó nöfnum sé breytt. Og ég þekkti þarna strax marga kunn- ingja mína, — sagði Björn. Káputeikningu gerði séra Bolli Gústavsson í Laufási. Skjaldborg ýjefur nú út 7. ljóðabók Braga Sigurjónssonar, sem ber heitið Sumarauki. Um Braga sagði Kristján frá Djúpa- læk m. a.: „Nú ber ég fulla virðingu fyrir manni hinna fjöl- breyttu starfa, á vettvangi dægr anna, en spá mín er sú, að framtíðin muni lengur muna og hafa áhuga á ljóðskáldinu Braga Sigurjónssyni, og afrakst ur hinna hljóðu stunda í lífi hans, er hann gekk inn í helgi- dóm hjarta síns og söng eins og líkur væru á að enginn heyrði til.“ Þá kemur út Galdra- og brandarabók BaldursS og Konna hjá Skjaldborg. Baldur og Konni voru kunnir skemmti- kraftar fyrir nokkrum árum og í þessari bók er fjöldi brand- ara sem þeir félagar hafa flutt á löngum ferli sínum. Þá eru og ýmsir spilagaldrar í bókinni sem gaman er að. Bókina til- einkar höfundur bömum sín- um. Skjaldborg gefur út tvær barna- og unglingabækur. Önn ur þeirra er Loksins fékk pabbi að ráða eftir Indriða Úlfsson. Þetta er 10. bók Indriða, en hann hefur skipað sér í hóp bestu og afkastamestu rithöf- unda sem skrifa bækur fyrir börn og unglinga. Indriði er laginn við að skapa skemmti- legar persónur og tekst að gera sögur sínar verulega spennandi. Allar bækur Indriða eru sjálf- stæðar. Hin bókin er Káta bjargar hvolpum, og er hún ætluð fyrir yngstu lesendurna. Bókin er þýdd úr þýsku af Magnúsi Krist inssyni menntaskólakennara. Báðar bækurnar eru ríkulega myndskreyttar. Það kom í Ijós í samtali við Frá Skákfélagi Sl. helgi fór Skákfél. Ak. suð- ur til keppni í 1. deild í skák. Var keppt við Skákfélag Kefla- víkur og Taflfél. Mjölni. Úrslit urðu þessi. Skákfél. Ak. 6 vinn. Keflavík 2. Skákfél. Ak. 5 vinn. Mjölnir 3 vinn. Þess má geta að Mjölnir varð í öðru sæti í deild arkeppninni í fyrra. Skákfél. Ak. hefur nú teflt þrisvar í vet- ur í fyrstu deildinni og sigrað í öll skiptin. Haustmótinu er ekki enn lok- ið að fullu. í efra flokki urðu Akureyrar efstir og jafnir Jón Björgvins- son og Gylfi Þórhallss. með 5% v. af 7 mögulegum. Munu þeir há einvígi" um efsta sætið. í þriðja sæti varð Skúli Torfason með 5 vinn. 24. 11. var haldið 15 mín. mót 1 í Félagsborg. Keppendur voru 16 og tefldar 7 umf. eftir Monrad-kerfi. Röð efstu manna: Nr. 1 Jón Björg- vinsson 6 vinn., nr. 2 Haraldur Ólafsson 5V2 vinn., nr. 3—4 Arn grímur Gunnhallsson og Hólm- grímur Heiðreksson 5 vinn. Skákfréttaritari. HESTAMENN AKUREYRI! Hestamenn sem eiga hross í högum félagsins, eru beðnir að taka þau nú þegar. LÉTTIR. Björn Eiríksson, forstj. Skjald- borgar, að útgáfan verður 10 ára á næsta ári. — Og allan þenn- an tíma, sagði Björn, hefur hún leitast við að gefa út bæk- ur eftir norðlenska höfunda og tekist það vel að mínu mati. — — GM NÝKOMIÐ Káþur, ullar og terylenel Frúarkjólar, st. 38—48. Tækifærisföt, sokkar, mussur og buxur. Töskur og skinnhanskar. Seðlaveskin, rauðu, grænu og brúnu, þrjár stærðir, komin aftur. Meira af nýjum vörum væntanlegt næstu daga. MARKAÐURINN NÝ SENDING Flauelsbuxur, stærðir 5—16. Drengjaskyrtur, stærðir 2—15, margar gerðir. Flauelskápur, stærðir 8—16. Köflóttir ullarjakkar, stærðir 8—16. VERSL. ÁSBYRGI miðnœtti k Skaldsaga eltir ' ‘ SiíhiL'y Shcltlon Vel skriluð. hispurslaus og berorð aslarsaga tesandinn slendur þvi sem næsl a ondmm / * pegar hamarkmu / Jafntefli hjá KA mönnum KA og HK, eða nýstofnað Handknattleiksfélag Kópa- vogs, léku sinni fyrri leik í íslandsmótinu i handbolta á laugardaginn. HK hafði komið mjög á óvart í vetur, en þeir eru nýliðar í deildinni. í liði þeirra eru nokkrir gamal- reyndir kappar svo sem Karl Jóhannsson og Björn Blöndal, að ógleymdum golfmeistaran- um Ragnari Ólafssvni. Þá eru einnig margir ungir og efni- legir menn í liðinu. Leikurinn var mjög spennandi og skildu aldrei nema mesta lagi tvö mörk liðin af. í hálfleik var staðan 12 gegn 11 fyrir HK. Áfram hélst síðan spenning- urinn en á 19. mín. síðari hálf- leiks var staðan orðin 18 gegn 1 6fyrir KA, en þá kom léleg- ur kafli hjá þeim og HK gerði þrjú mörk í röð og var þá stað- an orðin 19—18 fyrir þá. Þá nær Ármann Sverrisson að jafna fyrir KA, en HK komst aftur yfir 19—20. Sigurður Sig- urðsson átti svo síðasta orðið og jafnaði 20—20, og þannig lauk leiknum með sanngjörnu jafntefli. KA hefur nú tapað fimm stigum í deildinni en trjónar samt á toppnum. Mörg lið hafa tapað fjórum stigum. þannig að keppnin kemur til með að verða mjög jöfn. Flest mörk KA skoraði Sigurður Ág. Sigurðsson 6, Jón Hauks- son 4 (1 úr víti), Ármann 3, Jón Árni og Þorleifur 2, og Alfreð Jóhann og Sigurður Sig. eitt hver. Flest mörk HK gerði Karl Jóh. 6. Konur Bæði Þór og KA léku { 1. og 2. deild í kvennaflokki um helgina. Þórsarar léku í 1. deild tvo leiki í Rvík og töp- uðu báðum. Á Akureyri keppit KA í annarri deild við Þrótt. KA sigraði með 16 mörkum gegn 8. Flest mörk hjá KA gerði Auður Skúla- dóttir 6, Eva 4, Björg 2, Ásta 1 og Unnur 2. Reynir 70 ára Fyrr á þessu ári varð ungmenna félagið Reynir á Árskógsströnd 70 ára. Þess á nú að minnast í Árskógi á laugardaginn og eru sveitungar og brottfluttir sveit- ungar boðnir velkomnir til hófs ins, sem hefst klukkan 3 sd. Megin verkefni Reynis hin síðustu ár er íþróttavöllurinn við skóla og félagsheimili sveit- arinnar, sem nú mun fullgerð- ur og svo þátttaka í sundlaug- arbyggingu. En saga félagsins er hin merkasta og verður hún eflaust rakin á þessum tíma- mótum. Auglýsing er á öðrum stað. Dagur sendir Reyni kveðjur sínar og árnaðaróskir á þessum tímamótum. Fyrsti sigur Þórs Á sunnudagskvöld kepptu í Reykjavík Þór og Ármann í 1. deild í körfubolta. Þórsarar sigruðu í leiknu mmeð 80 stig- um gegn 69. Þegar þetta er ritað hafði ekki tekist að ná í neinn af leikmönnum Þórs til að fá frekrai upplýsingar um leikinn, en Þórsrar hlutu nú sín fyrstu stig í deildinni. Áð- ur höfðu þeir tapað tveimur leikjum og báðum með fjórum stigum. Um næstu helgi verð- ur stórleikur í körfubolta hér á Akureyri, en þá keppa KR- ingar við Þór bæði í karla- og kvennaflokki. KR ingar hafa á að skipa mjög sterku liði, en Þórsarar ætla að selja sig dýrt í þessum leik, og eru staðráðnir í að standa í KR. — Áhorfendur eru hvattir til að mæta í Skemmuna og hvetja Þór til sigurs. Þór tapar naumlega Þór lék síðan við HK á sunnu- dag, einnig í fyrri umferð. HK byrjaði mjög vel og þegar á 6. mín. var staðan orðin 5—1 fyr- ir þá. Þá tóku Þórsarar við sér og skoruðu nú hvert markið á fætur öðru og þegar flautað var til hálfleiks var staðan orðin 14—13 fyrir HK. í byrj- un síðari hálfleiks gekk allt á afturfótunum hjá Þór, en allt upp hjá HK, sem gerðu mörg mörk. Þórsurum tókst mun betur upp þegar á hálfleikinn leið og minnkuðu muninn en þegar flautað var til leiks- loka var staðan 26 gegn 23 fyrir HK sem fór með 3 stig frá Akureyri í þessari ferð, og er það það mesta sem utan- bæjarfélag hefur sótt í greipar Akureyringa í handbolta í vetur. HK er tvímælalaust besta lið sem hingað hefur komið í vetur og eiga þeir eflaust eftir að hala inn mikið af stigum í mótinu. Bestur í liði Þórs var Einar Björnsson en hann gerði 7 mörk. Sig- tryggur gerði 6, Árni 3, Gunn- ar og Jón Sig. 2 hver og Odd- ur Valur og Rögnvaldur eitt hvor. Ragnar Ólafsson gerði flest mörk HK eða 8, og Stefán Halldórsson 7. Tveir af aðal- mönnum Þórs léku ekki með að þessu sinni vegna meiðsla, þeir Ragnar Sverrisson og Að- alsteinn Sigurgeirsson. Um næstu helgi fara Þórs- arar suður og leika tvo leiki, við Leiknir og Gróttu. Ávarp til bæjarbúa Verið varkár, varist slysin, eru kjörorð Slysavamafélags fs- lands. Vegna stóraukinna umferðaslysa á Akureyri og ná grenni vill kvennadeild Slysavamafélagsins á Akureyri hvetja alla bæjarbúa til að standa saman um aukna aðgæslu og tillitssemi í umferðinni. Gangandi fólk, sýnið, gætni, ekki síst þegar þið farið yfir akbrautir. Við, hin fullorðnu, verðum að hafa það í huga, að börnin hafa okkur til fyrirmyndar. Notið endurskinsmerki og setjið þau einnig á barnavagna, kerrur og sleða. Okumenn! Farið eftir settum reglum í umferðinni. Dragið úr hraðanum, og notið ökuljós þegar skyggni er slæmt. Við vitum það öll, að slys og óhöpp gera ekki boð á undan sér og oft óviðráðanlegt að koma í veg fyrir þau. En með aukinni aðgæslu og tillitssemi má örugglega fækka þeim. Stefnum að slysalausri umferð nú í skammdeginu, svo að við getum öll átt friðsæla og hamingjuríka jólahátíð. DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.