Dagur - 16.12.1977, Side 1

Dagur - 16.12.1977, Side 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Verslunarlóðir Bæjarstjórnin hefur sam- þykkt að auglýstar verði tvær verslunarlóðir í Gler- árhverfi fyrir matvöru- verslanir o. fl. Ennfremur verslunarlóð £ Lundar- hverfi, hvort tveggia í sam- ræmi við skipulag þessara svæða. Bæiarstiórn áskilur sér rétt til að úthluta hverri lóð um sig til fleiri en eins aðila og óskað er eftir, að í lóðarumsóknum verði gerð grein fyrir nýtingu lóðanna. Byggingalán Á vegum bæjarstjórnar er sjóður, svonefndur Bygg- ingalánasióður, og hafði hann 13.8 milliónir króna til ráðstöfunar á þessu ári. Þegar auglýst var eftir um- sóknum til lána úr sióðn- um, var tekið fram. að þeir sætu fyrir og hefðu for- gang, sem væru að eignast íbúð í fyrsta skinti. Alls bárust 152 umsóknir og lán hlutu 86, samtals að upp- hæð 13,8 milljónir króna. Lánin eru veitt til sex ára, afborgunarlaus fyrsta árið. Lánaðar voru 130 og 180 þúsund krónur til hvers húsbyggjanda. Meiri mjólk Fyrstu 9 mánuði þessa árs hafa mjólkursamlögin tekið á móti 94.4 milljón kg af mjólk, en á sama tímabili í fyrra var innvegin mjólk 89.5 milli. kg. Allt síðastliðið ár tóku mjólkursamlögin á móti 112 millj. kg, en { ár er út- lit fyrir að innvegin mjólk verði um 118 millj. kg. Smávegis samdráttur varð í sölu nýmjólkur eða um 2.7%, en veraleg aukn- ing í sölu undanrennu. Framleitt var um 40 lest- um minna af smjöri á þe.ssu ári en í fyrra. Birgðir í upp hafi ársins voru nú 558 lest ir, en í fyrra 328 lestir. Nokkur samdráttur hefur orðið í sölu á smjöri, í fyrra voru .seldar fyrstu 9 mánuði ársins 1265 lestir, en í ár 1035 lestir. Birgðir 1. október s.l. voru 1080 lestir, en 1. okt. 1976 voru þær 649 lestir. ' Lyfjatramleiðsla. í fundargerð Byggingar- nefndar frá 30. nóvember kemur fram, að Konráð Árnason, Akureyri, sækir f. h. Lindáss hf. um leyfi til að byggia fyr.sta áfanga húss á lóðinni Hrísalundi 1, en í þessum áfanga á fyr- irtækið að starfrækja lyfja framleiðslu og fleira á því sviði. Bygginganefnd sam- þykkti erindið fyrir sitt leyti. ú 'il:; DAGUR LX. ÁRG. AKUREYRI, FÖSTUDAGINN 16. DESEMBER 1977 58. TÖLUBLAÐ Fjárlögin upp í 140 milljarða Þjóðhags.stofnun vinnur nú að endurskoðun tekjuáætlunar rík- issjóðs fyrir næsta ár í ljósi nýrrar vitneskju um innheimtu ríkistekna 1977 og nýrrar þjóð- hagsspár fyrir næsta ár. Þó þeirri endurskoðun sé ekki lok- ið, er gert ráð fvrir að innheimt- ar ríkistekjur verði 10,7 milljörð um meiri en ætlað var í fjár- lagafrumvarpi því, sem lagt var fram í haust. í þessari áætlun er reiknað með að skattvísitala verði óbreytt frá því, sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi eða 131 stig, þótt hækkun meðaltekna verði líklega 42% milli áranna 1976 og 1977. Þetta kom m. a. fram í ræðu sem fjármálaráðherra flutti á Alþingi á þriðjudag við aðra umræðu fjárlaga, en þá ræddi ráðherra um hugmyndir þær, sem nú eru uppi innan ríkis- stjórnarinnar, um á hvern hátt megi mæta þeim auknu útgjöld- Um, sem fyrirsjáanleg eru á fjárlögum. Samkvæmt framansögðu þarf fjárveitingavaldið að brúa 7,6 milljarða króna bil og hyggst ríkisstjórnin leysa hrann með lækkun gjalda og nýrri tekju- öflun. í ræðu fjármálaráðherra kom fram að rætt er um að lækka Skattheimtan vex og opin- berar framkvæmdir dragast saman ríkisútgjöld um 3.745 millj. kr. Auk þess sem gert er ráð fyrir framkvæmdafé til vegagerðar um 300 millj ,kr., frá tölu fjár- lagafrumvarpsins, en tekjur lækka að sama skapi vegna þess að gert er ráð fyrir minni hækk- un á bensíni en upphaflega var ráðgert. Meðal þess, sem áætlað er að lækka, er launaáætlun, en rætt er um að lækka þann lið um 1.720 millj. kr. með því að draga úr eftirvinnu ríkisstarfsmanna og öðrtlm aukagreiðslum. Þá upplýsti ráðherra að lögð yrðu fram á Alþingi frumvörp um tekjuöflun fyrir ríkissjóð og um skyldusparnað. í gær var lagt fram frumvarp um hækk- un á sjúkratryggingargjaldi um helming og skilað það ríkissjóði 1, 9 milljarði kr. Þá er ráðgert að leggja á sérstakt jöfnunar- gjald á innflutning á brauðvör- Hafnarvörður Á fundi sínum 6. desember tók bæiarstjóm Akureyrar fyrir tillögu hafnarstjórnar til afgreiðslu um ráðningu hafnarvarðar. Umsækiend- ur voru: Árni Ingólfsson, skinstjóri. Baldvin Þor- steinsson skipstjóri og Jón- as Þorsteinsson, skipstióri. Meirihluti hafnarstiórnar (4 af 5) mælti með Bald- vini Þorsteinssyni í stöð- una, en minnihlutinn fJón G. Sólnes') mælti með Jón- asi Þorsteínssyni. Bæjarstjórn samþvkkti tillögu meirihluta hafnar- nefndar með siö atkvæðum af ellefu. Baldvin er því ráðinn í stöðuna. um og sælgæti, sem skila mun ríkisSjóði 0,3 milljörðum. Þá sagði ráðherra, að hug- myndir væru um að leggja 10% skyldusparnað á hátekjur 1978. sem skili einum milljarði. Flug- vallagjald verði tvöfaldað á ut- anlandsferðir og gefur það 0,3 millarð í ríkissjóð og loks að heimild til álagningar gjalds á gjaldeyrisleyfi verði rýmkuð í 2% og henni beitt að fullu á ferðagjaldeyri og að hálfu á flest annað. Þessi ráðstöfun gef- um 0.2 milliarða kr. í lok ræðu sinnar sagði fjár- málaráðherra að með þessum aðgerðum skorti eilítið á að jöfnuður næðist í ríkisfjármál- tlm 1978 og yrðu því hugsan lega lagðar fram frekari til- lögur, áður en þriðja umræða fjárlaga færi fram. Fjárlögin eru nú í meðferð þingsins, að hækka um rúma 18 milljarða króna og bera því verðbólgunni enn ó- rækt vitni, og að hún sé síður en svo á undanhaldi, miðað við 140 milljarða upphæð fjárlag- anna. Ný Ijós Á Iaugardaginn verða sett upp umferðarljós á mótum Glerár- götu og Þórunnarstrætis, sem lengi hefur verið slysastaður í umferðinni. Frumsýning Sauðárkróki 14. desember. Jóla- innkaupin eru í fullum gangi á Sauðárkróki og kaupgetan virð- ist mikil hjá almenningi^ enda hefur verið atvlhhugóðæri á staðnilhi. Ytri tákn um nærveru jólanna eru einnig sýnileg í bænum, og uppi á Nöfunum er búið að tendra ljós á krossi þeim, sern jafnan er gert um þessa hátíð. Ljósakrossin stendur framan við kirkjugarðinn. Leikfélag Sauðárkróks frum- sýndi nýlega sjónleikinn Af- mælisveisluna, sem er þýddur úr ensku og er broslegur harm- leikur og vel með hann farið undir leikstjórn Hauks J. Gunn- arssonar frá Reykjavík. Leik- endur eru sex: Elsa Jónsdóttir, Ólafur Jóhannsson, Jón Ormar Ormsson, Elísabet Árnadóttir, Gunnlaugur Ólsen og Hafsteinn Hannesson. Leikurinn verður sýndur aftur um jólin. Frum- sýningunni var frábærlega vel tekið. Helga Hannesdóttir er formaður Leikfélags Sauðár- króks. Jónas Þór Pálsson gerði leikmyndir. Vegna endurbóta á frystihús- inu er uppihald á vinnu hjá Fiskiðjunni og verður svo fram yfir áramótin. Fólk getur því slaDoað vel af á meðan og veit- ir kannski ekki af. — G. Ó. DAGUR 16 síður ídag Jólagjafir og jólakauptíðin Vegir hafa verið góðir og samgöngur greiðar að undanförnu og margt aðkomufólk í bænum, sem jafnan á mörg erindi til Akur- eyrar fyrir jólin, meðal annars til að versla. En bæjarbúar hafa einnig byrjað jólainnkaup sín og má segja, að jólakauptíðin sé þegar hafin, þótt hún fari eflaust enn vaxandi. Kaupgeta almennings er mikil, þrátt fyrir dýrtíð og hátt vöru- verð, því atvinna hefur verið góð. Um marga má segja, að þeir hafi rúm peningaráð, þótt aðrir, sérstaklega ungt fólk, sem stend- ur í því stímabraki að eignast eigið húsnæði, eigi í meiri og minni fj árhags vandræðum. Margir tala um kaupæði fyrir jólin og má víst víða heimfæra það. Fólk kaupir til að eyða peningum og fólk er einnig að kaupa jólagjafir til að gleðja aðra, hvort sem fjárráð eru mikil eða lítil. Flestum hlýnar um hjartað fyrir jólin og gjafmildin eykst. Nokk- urt stórlæti býr einnig með fólki og má sjá það í innkaupum jólagjafa. En hvað sem þessu líður virðist full þörf á því að benda fólki á skynsamleg innkaup, svo sem í þá veru að leita fyrir sér og bera saman verðlag á hlutunum, sem það hefur áhuga á að kaupa. Á hitt mun víst tilgangslítið að benda, að oft fylgir eins mikil eða meiri jólagleði litlum jólagjöfum en stórum, vegna hinnar sterku tísku og einnig vegna verðbólgunnar, sem hvetur til kaupa. Verulegur þáttur allra jólainnkaupanna eru jólagjafirnar, og þar munu bækur oftar verða fyrir valinu, þegar ætilegu sleppir, en allt annað. Bækur hafa um langa tíð verið keyptar i miklum mæli til jólagjafa, og það svo að sumir nefna desembermánuð bóka- mánuð og útgáfufyrirtækin keppast við að prenta bækur á jóla- markaðinn. Auglýsingar um bækur dynja í eyrum hlustenda næst- um daginn út og daginn inn, og sjónvarpsauglýsingar eru að stór- um hluta helgaður þessum jólamarkaði bókanna. Hið rétta er, þrátt fyrir yfirdrifnar auglýsingar um bækur, að bækur eru flestum hlutum hentugri til gjafa, en ætíð er nokkur vandi að velja öðrum bækur og þær verða eflaust mikið keyptar í ár, enda úr miklu að velja, sennilega meiru en nokkru sinni áður. Og það er gleðiefni, að þrátt fyrir mikla útgáfu lélegra, eða jafnvel einkisverðra bóka, eru margar góðar bækur út komnar nú í haust og vetur. Vandinn er þvf sá að velja kjarnann frá hisminu í bóka- búðunum, einkum þegar fólk kaupir bækur, sem öðrum eru ætl- aðar. Að venju eru Ijósaskreytingar komnar upp hér og þar í bænum. Á því sviði er engin nýbreytni, en ljósin gleðja engu að síður og eru kærkomin. Fólk hugsar einnig fyrir ljósaskreytingum á heim- ilum, inni og úti, og er ekkert nema gott um það að segja. Þá leggja margir leið sína þangað, sem jólatré eru seld og grænar greinar. í raun og veru stefnir allt að jólum og flestir hlutir miðast öðrum þræði við þau. íslendingar eru svo hamingjusamir að eiga svo vel til hnífs og skeiðar að þeir geta haldið ríkmannleg jól, þótt undantekningar finnist. En því miður virðist það lítið auka hátíðaskap eða jóla- gleði, því manneskjan þráir sífellt meira af öllum hlutum og ekki síst hverskonar munaði. Vel mættu menn þó minnast þess, að stór hluti mannkyns sveltur heilu hungri og í mörgum löndum deyr helmingur barna innan fimm ára aldurs vegna fæðuskorts.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.