Dagur - 18.01.1978, Side 1

Dagur - 18.01.1978, Side 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI DAGUR LXI. ÁRG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1978. 3. TÖLUBLAÐ ttmut 1 pappw -= Skoðanakönnun FulltrúaráS sfundur í Fram- sóknarfélagi Akureyrar samþykkti á fimmtudaginn í síðustu viku, að fram skyldi fara skoðanakönnun til undirbúnings framboðs- lista framsóknarmanna í bæj arst j ómarkosningunum í vor. Allmiklar umræður bafa farið fram um undir- búning kosninganna, með- al annars um skoðanakönn- un, sem nú er ákveðið að fari fram. FramboÖsnefnd á að skila tillögum um fyrir- komulag könnunarinnar, og eiga þær að byggjast á þeim reglum, sem miðstjóm Framsóknarflokksins hefur sett. Snædrottningin Leikfélag Akureyrar hefur sýnt Snædrottninguna þrisvar sinnum fyrir troð- fullu húsi og við ágætar undirtektir. Næsta sýning er á fimmtudaginn og á þá sýningu var uppselt á mánudaginn. En klukkan 5 á miðvikudag verður að- göngumiðasalan opnuð fyr- ir helgarsýningamar. Þessi sjónleikur, sem gerður er eftir einu ágætu ævintýri H. C. Andersen, er þegar orðinn vinsæll og allt útlit á, að sýningin gefi mjög góða raun í mikilli aðsókn. LA fær nú 11 milljón króna styrk frá ríkinu, sem er 100% hækkun frá fyrra ári. Loðnuveiðiskipin í höfn á Akureyri. — Ljósm. E. D. Lögreglan Frá því seinni part síðustu viku gistu aðeins ellefu menn „steininn“ og þykir það ekki mikið. Bjuggust flestir við öðm þar sem loðnuveiðiflotinn lá í höfn á Akureyri fram á helgi, en sjómenn vom hinir prúðustu. Síðan á miðvikudag hafa orðið fimm árekstrar í bænum og nokkrar skemmdir á bílum en engin slys á fólki. Frá áramótum hafa orðið 25 árekstrar og er það of mikiö. Tveir vom teknir fyrir meinta ölvun við akstur síðari hluta vik- unnar. Aðafaranótt 9. janúar var unnið skemmdarverk í símaklefanum í Seljahlíð, og símatækinu stolið. Get- ur það komið sér mjög illa fyrir þetta hverfi og em þeir beðnir að veita lög- reglunni upplýsingar, sem eitthvað kynnu að vita. Til sölu Fram hefur komið, að Skipaútgerð ríkisins hefur gert tillögur um það til rík- isstjórnarinnar, að strand- ferðaskipin Esja og Hekla verði seldar en þrjú strand ferðaskip verði keypt í þeirra stað. Flotinn sigldi í höfn yrir rúmri viku hófst mikill órói í Gjástykki og jafnframt jókst mjög sig á Kröflusvæðinu, mest við Leirhnúk. Þetta er talið kvikuhlaup, hið sjöunda í röðinni, eftir að stöðugar rannsóknir á jarðhræringum hófust í nágrenni Kröfluvirkjunar. Á þriðjudagskvöld í síðustu viku ákváðu sjómenn á loðnu- veiðiflotanum að halda til hafn- ar í mótmælaskyni við nýákveð- ið loðnuverð. Héldu skipin síð- an til Akureyrar, samtals á fjórða tug. Því var þá þegar lýst yfir, að skipin fæm ekki út fyrr en leiðrétting hefði fengist, eða einhverjar breytingar, varðandi loðnuverðsákvörðunina. Þá bár- ust af því fregnir frá Færeyj- um, að færeyskir sjómenn fengju 15 krónur fyrir kílóið af loðnu, veiddri á fslandsmiðum. Fundarhöld hófust á Akur- eyri í tilefni þessa atburðar og sjö manna sendinefnd frá sjó- mönnum gekk á fund forsætis- ráðherra í Reykjavík og fleiri ráðamanna. En í samþykkt frá fjölmennum fundi sjómanna var sendinefnd þessi kjörin og var erindi hennar það, að fá úr því úar. Færi flotinn ekki á miðin skorið, hvort unnt væri að end- urskoða loðnuverðið frá 10. jan- fyrr en svör lægju fyrir. Sendinefndin fékk þau svör, að valdið til ákvörðunar loðnu- verðs væri í höndum verðlags- nefndar og úrskurði hennar yrði ekki breytt, en hinsvegar fengu sjómenn þau loforð, að fyrir næstu verðlagsákvörðun, 15. febrúar, myndu forsendur end- urskoðaðar, hvað snertir loðnu- verð til sjómanna. Fjölmennur fundur í Nýja- bíói ákvað, eftir að hafa fengið svör ráðherra og í trausti þess, að staðið væri við loforð um endurskoðun, að sigla á miðin á ný. Á meðan loðnuveiðiskipin lágu í höfn á Akureyri, gerði sunnanrok log nokkur þeirra skipa, sem lágu við nýju vöru 'höfnina við Strandgötu, skemmdust. Er tjónið talið skipta nokkrum milljónatugum, en með bráðabirgðaviðgerðum olli þetta ekki teljandi töfum á veiðum. Stóðiö a gjof Sauðárkróki 16. janúar. Veðrið hefur verið óvenjulega óstillt, ýmist rigningar eða frost og nokkur snjókoma. Nú hefur brætt yfir og er því stóðhrossum gefið út, því lítt næst til beitar- innar. En innan héraðs eru veg- ir greiðfærir. Togararnir lönduðu sæmileg- um afla í síðustu viku. Viðgerð á frystihúsinu er nær lokið og því var unnt að taka á móti afl- anum, sem var 70—80 tonn hjá hverju skipi. Er því nóg að starfa. Leiksýningar átti að hafa hér um jólin, en hvað eftir annað urðu leikarar til skiptis veður- tepptir í Reykjavík vegna trufl- ana á flugsamgöngum, svo að leiklistin hér varð með minnsta móti. Karlakórinn Heimir hélt þrettánda-skemmtun sína í Miðgarði. Þar kom fram Krist- ján Jóhannsson frá Akureyri og var söng hans ágætlega tek- ið. Fylgja honum þakkir og ám- aðaróskir héðan, frá söngekk- um Skagfirðingum. — G. Ó. Fasteignagjöldin Bæjarstjórn hefur samþykkt að gjalddagar útsvara og aðstöðu- gjalda á Akureyri á árinu 1978 skuli vera tíu og fyrirfram- greiðsla þessara gjalda við sömu prósentu af fyrra árs gjöldum og ákveðið verður fyrir þing- gjöld, eða 70%. Þá hefur bæjarstjórn sam- þykkt, að á þessu ári verði not- uð heimild í lögum til að inn- heimta aðstöðugjald á Akureyri á þessu ári og verði notaður sami gjaldstigi og sl. ár, sem er hámark samkvæmt lögum. — Einnig hefur bæjarstjóm sam- þykkt reglur um álagningu fast- eignagjalda á árinu, en á þeim Heita vatniö í Reykjadal Nú er verið að ljúka við gólfið í íþróttasalnum í nýja íþrótta- húsinu á Laugum í Reykjadal og er hann talinn mjög skemmti- legur. Þar vantar þó enn ýmis tæki, svo sem böðin. Hitaveitan frá Laugum var lögð í haust norður í Breiðu- Skákkeppni UMSE lokið Árlegri sveitakeppni í skák a vegum Ungmennasambands Eyjafjarðar lauk 11. des. sl. — Þátttaka var meiri en nokkru sinni fyrr, eða 11 sveitir frá 8 félögum. Þátttakendur voru alls 62, þar af 2 stúlkur. Fyrsta umferð var tefld að Melum 1. nóv. og var þar minnst Búa Guðmundssonar, Bústöð- um, og var keppnin að þessu sinni tileinkuð minningu hans. Búi var mikill skákunnandi og um langt árabil liðsmaður í skáksveit umf. Skriðuhrepps, sem oftast hefur sigrað í þess- ari keppni. Úrslit í keppninni urðu þessi: 1. A-sveit umf. Skriðuhrepps, 35 Vz vinningur. 2. B-sveit umf. Skriðuhrepps, 28% vinningur. 3. A-sveit umf. Saurb. og bindf. Dalb. 28 vinningar. 4. Sveit umf. Möðruvallasóknar 24% vinningur. 5. Sveit umf. Dagsbrúnar 24 vinningar. 6. A-sveit umf. Oxndæla 22 vinningar. A-sveit umf. Skriðuhrepps hlaut verðlaunabikar. Sveitina skipuðu: Guðmundur Búason, Framhald á blaðsíðu 2. mýri_ þar sem fimm fjölskyldur fengu heita vatnið til upphitun- ar og ætlunin er að leggja leiðsl- una lengra norður. Heita vatnið á Laugum, sem fékkst með borun og er 70—80 lítrar á sekúndu, sjálfrennandi, er 64 gráðu heitt. Hitaleiðslan frá fútibúi KÞ vestan ár og norður í Breiðmnýri er plast- leiðsla, sem reynist vel og hita- tap er mjög lítið. Sett var upp skíðatogbr. fyrir nokkru skammt frá Laugaskóla, sem skólinn og sveitarfélagið stóðu að. Togbrautin var mikið notuð í fyrra en minna nú í vet- ur, það sem af er, vegna þess að snjórinn er lítill. f Reykjadal eru sex íbúðar- hús í smíðum. Reykjadalsá var mjög gjöful í sumar og veiddust þar á fimmta hundrað laxar, en sú tala er óstaðfest. lögum hefur orðið nokkur breyting frá sl. ári. Reglumar eru þær, að fasteignaskattur verði innheimtur með 20% álagi, en vatnsskattur og holræsagjald með 25% álagi. Lögum sam- kvæmt getur hæsta álagning fasteignaskatts verið 25% álag, en vatns- og holræsagjalds 50% álag. Með þessum breytingum og hækkunum á fasteignamati, munu þessi gjöld hækka mjög verulega frá sl. ári, eða um 90— 100%. Það skal tekið fram, að fasteignagjöld þessi hafa sífellt rýrnað hlutfallslega síðan árið 1972, en þá komu ný lög um fasteignagjöld og munu gjöldin nú í ár sambærileg að gildi, eða tæplega þó, við gjöldin það ár. Bæjarstjórnin hefur notað heimild í lögum og mun nota á þessu ári til lækkunar fasteigna- skatts á elli- og örorkulífeyris- þegum um þriðjung til tvo þriðju hluta og miðast það við efnahag, eftir ákveðnum regl- Orkubú Með janúarmánuði sl. tók Orkubú Vestfjarða form- lega til starfa með því að yfirtaka rekstur Rafmagns- veitna ríkisins á Vestfjörð- um og rekstur Rafveitu ísa- fjarðar á ísafirði. Orkubúið heldur áfram þeim rekstri, sem nefnd orkufyrirtæki höfðu áður. Markmiðið er að yfirtaka eignir sveitarfé- laganna á svæðinu, jafna orkuverð, fjórðungurinn búi við sama orkuverð og aðrir

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.