Dagur - 30.03.1978, Blaðsíða 1

Dagur - 30.03.1978, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. Akureyri, fimmtudagur 30. mars 17. tölublað Margt um manninn Um páskana var fflJOg IHSfgT aðkomufólk, einkum skíða- fólk, sem stundaði íþrótt sína í Hlíðarfjalli og var umferð þangað mikil og aigerlega slysalaus. Vegurinn var góður, bílastæðin að vísu of fá, en lögreglan var þar til aðstoðar svo allt gekk án vandræða eða teljandi tafa. Á miðvikudaginn urðu all- margir minniháttar árekstrar í bænum og 23. mars varð maður fyrir bifreið á Hörgár- braut, hjá Veganesti og slas- aðist nokkuð. Þá varð bana- slys á Stekkjarflötum í Eyja- firði hinn 24. mars. Það var 11 árá drengur, sem beið bana, sonur Gunnlaugs Halldórs- sonar bónda þar og konu hans, Guðrúnar Kristinsdótt- ur. Bíl stolið Bíl var stolið hér í bæ og fannst í Amameshreppi, bil- aður. Þar höfðu ungir og öku- réttindalausir menn verið að verki, og er málið upplýst. Bíllinn var opinn og lyklamir í, er honum var stolið. Þá hafa skemmdarverk verið framin í nýbyggingum í Glerárhverfi og Lundahverfi. Meðal ann- ars var nagla skotum stolið, sem geta verið mjög hættuleg. Biður lögreglan að láta vita, ef einhverjir geta gefið upplýs- ingar um þessi mál. Hitaveitan vígð á morgun Á morgun, föstudag, verður Hitaveita Akureyrar vígð og fer sú athöfn fram í dælustöð- inni á Ytra-Laugalandi klukkan 2, að viðstöddum forsvarsmönnum Akureyrar- bæjar, bankastjórum, ráð- herrum, alþingismönnum og fl. Búið er að tengja um 300 íbúðir hitaveitunni. Virkjan- legt heitt vatn, sem bærinn hefur yfir að ráða mun nú nálgast 200 sekúndulítra, þar af gefur borhola á Ytri-Tjöm- um um 40 lítra af rúmlega 70 gráðu heitu vatni, sjálfrenn- andi. Hundur bítur lögregluþjón í lögsagnarumdæmi . Akur- eyrar eru 83 hundar skráðir. Hundahald er leyft með vissum skilyrðum, svo sem skrásetningu og 10 þúsund króna skattgreiðslu á ári. Allir hundar eiga að vera vel merktir og mega ekki ganga lausir, í lögbýli undan- skilin. Talsvert ber á því, að hundar gangi lausir í bænum og hefur orðið slys af. Lög- regluþjónn, sem var að hand- sama einn slikan flæking um daginn var bitinn. Kærur um flækingshunda liggja fyrir. Samningurinn undirritaður Símstöðin á Grenivík Verður lokuð um helgar í bígerð að setja upp sjálfsala Ákveðið hefur verlð aðloka sfmstöðinnl á Grenivík um helgar frá og með 1. apríl n.k. Ástæðan er sú , að fbúar Grenivíkur hafa mjög Iftið notfært sér stöðlna yfir helgar. Á dagskrá er að loka fleirl símastöðvum í um- dæmlnu, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um, hvaða stöðvar verða fyrir vallnu. Þessl ákvörðun Landsímans hefur vaklð gremju meðal helmamanna, sem telja hana ástæðulausa og vanhugs- aða. Hefur hreppsnefnd Grýtubakkahrepps m.a. sent mótmæli tll viðkomandi yflr- valda. Til þessa hefur stöðin verið opin frá 9 til 12 og frá 13 til 17 virka daga. Á laugardögum og sunnudögum hefur hún verið opin frá 9 til 12 og frá 15 til 18. Opið hefur verið frá 11 til 15 á helgidögum. „Þjónusta Landsímans hefur verið litið sem ekkert notuð um helgar. Á þeim stöðum þar sem komin eru sjálfvirk kerfi er lítil sem engin þörf fyrir helgaraf- greiðslu", sagði Ársæll Magnússon umdæmisstjóri Landsímans. „Það er þá helst einstaka boxafgreiðsla og þeir sem óska eftir að fá símtölin skrifuð geta hringt í 02 á Akur- eyri.“ Um sl. ármót lágu fyrir sex Framhald á 7. síðu. látinn Ármann Dalmannsson er lát- inn, 84 ára að aldri. Hann var ættaður af Mýrum, búfræð- ingur og leikfimikennari að mennt, varð kunnur skóg- ræktarmaður, formaður íþróttabandalags Akureyrar og BúnaðaTsambands Eyjafjarðar um langt árabil, deildarstjóri Akureyrardeildar KEA og heiðursfélagi ÍSÍ. Ármann Dalmannsson, var óvenjulega vel gerður maður til sálar og líkama og mikill öðlingsmaður. Hann verður jarðsunginn á morgun, föstudag. Þann 25. mars s.l. var undirritaður á Akureyri samn- ingur milli Landsbanka íslands og hreppsnefndar Amameshrepps f.h. sveitarsjóðs um kaup hreppsins á Hjalteyrar-eignunum öðrum en jörðunum þrem, Ytri-Bakka, Bragholti.og Skriðulandi, sem ákveðið hefur verið að selja ábúendum. Kaupverðið er 52 milljónir króna. (Ljósmyndast. Páls) Ármann Víðtækar síma- og rafmagnstruflanir staurar brotna á Grenivík Mlklar rafmagnstruflanir hafa átt sér stað á Norðurlandl undan- farna daga og t.d. fór rafmagn af hluta Akureyrarbæjar á þrlðju- dag. Byggðalínan var notuð, og í gær var Laxárlínan tengd. Raf- magn fór af Grenivík og í sveit- Innl sunnan vlð þorpið. Ef að líkum lætur verður rafmagn komlð á í dag. Víða annars- staðar urðu rafmagnstruflanir og er rafmagnslaust. Þá var símasambandslaust vlð Greni- vík nær allan þriðjudaginn, en línan slitnaði og sömu sögu er að segja um fleiri staði í nágrenni bæjarins.. „Rafmagnið fór af frystihúsinu og þar fyrir norðan í gærmorgun. Síðar um daginn fór það af þorpinu og allri sveitinni", sagði Jakob Þórðarson sveitarstjóri er rætt var við hann í gær, miðvikudag. „Laufás er þessa stundina nyrsti bærinn sem hefur rafmagn". Jakob sagði að fjórir staurar Framhald á 7. síðu. Sigursælir Ólafsfirðingar Ólafsfirðingar unnu stóra sigra bæði á unglingameistaramótinu og Islandsmóti fullorðinna á skíðum nú um páskanna svo og í vikunni fyrir páska. Þeir urðu stigahæstir á báðum þessum mótum, en aðallega var það í norrænum greinum sem yfirburðir þeirra voru hvað mestir. Skíðamenn á Ólafsfirði hafa æft mjög vel fyrir þessa keppnir og lagt mikla rækt við íþróttina. Þrír unglr skíðamenn frá Ólafsflrði, slgurvegarar í stökkl 15-16 ára á unglingamelstara- mótlnu á skíðum á Akureyri. Frá vlnstri: Steinar Agnarsson, Halldór Guðmundsson og Gottlleb Konráðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.