Dagur - 30.03.1978, Blaðsíða 4

Dagur - 30.03.1978, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjómarsímar: 11166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 11167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Besti félagsmálaskóli þjóðarinnar Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á þeirri ályktun síðasta flokksþíngs Framsóknarflokks- ins, sem fjallar um frjálsa félaga- starfsemi í landinu og þýðingu hennar og stuðning við hana. Þar segir meðal annars: Þingið bendir á, að slík stefna er ekki að- eins þjóðhagslega hagkvæm, heldur þroskavænlegust hverjum einstaklingi. Hin frjálsu áhuga- mannafélög víðsvegar um landið eru byggðunum nauðsyn, enda oft eini vettvangur margháttaðra mannlegra samskipta á sviði félags- fræðslu- og menningar- mála. f höndum áhugamanna nýt- ast opinberar fjárveitingar best og skila mestu starfi. Flokksþingið telur, að á þennan hátt séu hverjum manni best tryggðir möguleikar á þátttöku í heilbrigðu félagsstarfi samkvæmt eigin vali, sjálfum sér til aukins þroska og ánægju og byggðarlagi sínu til eflingar. Til þess að tryggja þessari stefnu framgang gerði flokks- þingið ýmsar tillögur, sem meðal annars fela í sér, að auka beri fjárframlög til þeirra, svo sem til Félagsheimilasjóðs, íþróttasjóðs, Æskulýðsráðs ríkisins og efla beri samstarf félaga og skóla. Þá er gerð um það ályktun, að efla beri samstarf félaga, félagsmála- fræðsluna f landinu, bæði í skóla- kerfinu og á vegum frjálsra félagssamtaka, þá beri að vinna að skipulagningu á stuðningi bæjar og sveitarfélaga við frjálsa félagastarfsemi áhugamanna. Fullt tillit sé tekið til allra lands- hluta í þessu efni, enda er hér um að ræða snaran þátt í menningar- lífi fólksins. Þá er lagt til, að söiu- skattur verðl lagður niður af fjár- öflun hinna frjálsu félagasamtaka. Hér er um að ræða, segir í einni grein ályktananna, tekjur, sem langflest áhugamannafélög byggja tilveru sína á og því um ó- eðlilegaan skattstofn að ræða. f niðurlagi ályktunarinnar segir svo: Flokksþingið lýsir þeirri skoðun sinni, að almenn þátttaka allra aldursflokka í heilbrigðu félags- starfi sé besta vörnin gegn ýmsum vágestum, sem herja á þjóðlífið um þessar mundir. Að þjóðræknis- og manngildis- hugsjón ungmennafélaganna sé enn í fuilu gildi og að fjöiþætt félagsstarfsemi verði enn um sinn besti félagsmálaskóli þjóðar- innar. Sjúkrahúsið og Hitaveitan Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri Þórshamars h.f. er í stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og hitaveitu Akureyrar og um þau mál er fjailað í viðtali samtali þessu. Hann er formaður í stjórn Rafveitu Akureyrar og formaður skólanefndar Tónlistaskólans og verða þau mál að bíða betri tíma. Annast stjóm Fjórðungssjúkra- hússins framkvæmdlr þar? Það er ekki stjóm Fjórðungs- sjúkrahússins, heldur Fram- kvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins, sem sér um nýbyggingu sjúkrahússins. Ég tel það miður að heimamenn skuli ekki hafa meiri bein áhrif á byggingafram- kvæmdimar, en á það er að lita að ríkið leggur fram 85% bygginga- kostnaðar svo eðlilegt má telja að það hafi úrslitaáhrif á fram- kvæmdahraða verksins. Það er okkur bæjarbúum mikið áhugaefni að þeir áfangar, sem em í byggingu hverju sinni komist sem allra fyrst í gagnið, og það fjármagn sem fæst á hverjum tíma nýtist sem fyrst í starfsemi sjúkrahússins Ég tel að þeir, sem umsjón hafa haft með framkvæmdum hafi gætt þessa vel sem sem kostur hefur verið á. Stjóm Fjórðungssjúkrahússins hefur knúið á með aukinn fram- kvæmdahraða, og Akureyrarbær hefur ætíð staðið við sinn hluta í fjármögnun verksins, og myndi svo áreiðanlega vera þó framkvæmda- hraðinn yrði meiri. Mikið verkefnl? Þetta verk er stærsta framkvæmd utan Reykjavíkur á sviði heil- brigðismála á Islandi í dag, og felur í sér mjög mikla fjárfestingu, svo eðlilega er hér ekki um fram- kvæmd að ræða sem rifin verður upp á mjög stuttum tíma. En upp- bygging og stækkun sjúkrahússins er ekki einungis jákvæð vegna þeirra möguleika sem hún skapar til bættrar heilbrigðisþjónustu til handa því landssvæði sem sjúkra- húsið á að þjóna. Með því vel- menntða starfsliði sem starfar þama á sjúkrahúsinu skapast enn betri möguleikar til góðrar heilsu- Sigurður Jóhannesson gæslu hér í bænum, og einnig eykur þessi starfshópur breiddina í menningarlífi bæjarins á allan hátt og ætti því að gera það f jölbreyttara og betra. sendum um upphitunarmöguleika á húsum hér á Akureyri, en reiknað hafði verið með að Akureyri sem rafhituðu svæði. Eðlilegt er að þeir mörgu sem gert höfðu ráð fyrir rafmagni sem framtíðarorkugjafa til húshitunar, eða þeir sem voru með stórar fjölskyldur í olíukyntu húsnææði, hafi þurft að skoða hug. sinn og ræða málin. Verðlag á raforku og heltu vatnl? Það þarf einn ig að athugast að verð á rafmagni til hitunar er orðið óraunhæft þegar skortur er orðinn á raforku og ekki fyrirsjáanlegt nein viðbót á verulega ódýrri raf- orku á næstunni. Augsýnilega getur verð á heitu vatni hér ekki í náinni framtíð orðið samkeppnisfært við verð Hitaveitu Reykjavíkur. Bæði er þar um að ræða gróið fyrirtæki þar sem meginhluti stofnkostnaðar er löngu greiddur, og einnig er að heitavatnsverði er þar haldið mjög niðri vegna þess að hitunarkostn- aður Reykvíkinga er tekinn inn til útreiknings vísitölu. En fyrir bæjarbúa í heild, og í langflestum tilfellum fyrir hvem einstakan húseiganda, er heita vatnið og nýt- ing þess einn sá stærsti vinningur Næstkomandi sunnudag heldur Lionsklúbburinn Akureyrar stórglæsilegt bingó I Sjálfstæðishúsinu. Allur ágóði af skemmtuninni rennur til Vistheimilisins Sól- borgar, en á undanfömum áram hefur kiúbburinn safnað fé og styrkt starfsemi heimilisins. T.d. stóð klúbburinn fyrir því að Lionsklúbbar i Eyjafirði söfnðuðu fé og keyptu bifreið til handa Sólborg. Meðal vinninga á bingói'nu er sólarlandaferð, heimilis- tækja- og húsgagnavinningar. Ómar Ragnarsson skemmtir Akureyringar og nærsveita- menn era hvattir til að mæta og . styrkja gott málefni. Klúbburinn hefur beðið fyrir þakkir til allra þeirra, sem hafa gert honum kleift að sinna þessu verðuga verkefni. Borkrónan sem notuð er á jarðborinn Narfa er svo sannarlega ekkert smásmíði. Mynd áþ En Hitaveita Akureyrar? Það er mjög ánægjulegt að hafa átt þess kost að fylgjast með og taka þátt í svo stórkostlegri framkvæmd sem Hitaveita Akureyrar er. Þetta er sú stærsta framkvæmd sem Akureyrarbær hefur ráðist í, og er mikilsvert að vel fari um fram- þróun þessa verks. Ákvörðunin um hitaveitu þýddi raunar algjöra byltingu á fyrri for- sem íbúar Akureyrarbæjar hafa fengið. Ákvörðunin um að virkja það vatn sem kom upp á Lauga- landssvæðinu var tekin eftir að full vissa var fengin um það að virkjun væri hagkvæm, jafnvel þó meira vatn fyndist ekki á svæðinu. Var verklnu flýtt um of? Það fer aldrei hjá því að í slíku verki sem þessu má ætíð finna ein- Baráttufundur herstööva- andstæðinga Herstöðvaandstæðingar i Þingeyjarsýslum efna til baráttu- samkomu þann 30. marz kl. 21. að Breiðumýri. Dagskráin verður fjölbreytt, en ræðumaður verður Vésteinn Ólason. Auk hans koma fram: Ási í Bæ og heimamenn sjá um upplestur, tónleika, leikþátt og ýmislegt fleira. Herstöðvaand- stæðingar eru hvattir til að mæta og sýna samstöðu í verki. Sæluvika Skagfirðinga um næstu helgi Hin hefðbundna og sívinsæla Sæluvika Skagfirðinga hefst 2. apríl n.k. Þá frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks, gamanleikinn Hjónaleiki, sem þýddur er af Torf- eyju Steinsdóttur. Leikstjóri er Jón Ormar Ormsson. Aðalhlutverk leika, Hafsteinn Hannesson, Elsa Jónsdóttir, Guðni Friðriksson og Sigríður Hauksdóttir. Leikfélagið sýnir alla daga vikunnar. Þá sýnir Ungmennafélagið Tindastóll leik- ritið Sláturhúsið Hraðar hendur, eftir Hilmi Jóhannesson og er höf- undur leikstjóri. Þetta leikrit var fyrst sýnt í Borgarnesi fyrir 10 árum og síðan víða um land. Ungmennafélagið tekur forskot á sæluna og sýnir leikinn laugar- daginn 1. apríl. Annars verður leikurinn sýndur frá miðvikudegi og fram á sunnudag. Samkomur verða i Sauðárkrókskirkju á mánu- dag1 og þriðjudag (kirkjukvöld). Kirkjukór Sauðárkróks syngur undir stjóm Jóns Björnssoar, ein- söng syngur Hjálmtýr Hjámtýsson við undirleik Hauks Guðlaugs- sonar, sem einnig leikur einleik á orgel og Kári Jónsson flytur erindi. Þá kemur Hamrahlíðarkórinn, söngstjóri Þorgerður Ingólfsdóttir og verður konsertinn á laugar- daginn. Dansleikir verða sém venja er til. Hljómsveit Geirmundar leikur. G.Ó. hverja hnökra við framkvæmd þess. Hefur verkinu verið flýtt of mik- ið? Var hægt að dreifa vinnunni meira á alla árstíma og nýta þannig betur fáanlegt vinnuafl og tæki úr bænum sjálfum? Seinagangurinn á tengingum eru spumingar sem ofarlega era í hugum manna. Við svona spumingum og öðrum slíkum er oft erfitt að koma með bein svör. Aðalatriðið var auðvitað að koma vatninu sem fyrst til bæjar- ins, til nýtingar þar. Eftir að ákvörðun var tekin um fjárfest- inguna er eðlilega hagkvæmast að nýta það fjármagn sem fyrir hendi er sem fyrst, áður en verðbólga og dýrtíð ná að rýra það. Veturinn er ekki heppilegur til framkvæmda við alla jarðvinnu eða við lagnir í jörðu, og þess vegna var nauðsyn- legt að vinna við þá áfanga sem að var unnið lyki sem fyrst á síðast- liðnu hausti. Stærstu vandræðin hafa þó skapast vegna þess að tengingar hafa gengið mun hægar en æskilegt er. Það er vitað að verktakar í pípu- lögnum í bænum voru í nær fullu starfi, og þeir gætu lítið bætt á sig störfum. Það kom því að óvart hve litla áherslu þessir verktakar lögðu á það að auka sinn vinnukraft, til að mæta þeim fyrirsjánlega aukna þrýstingi í vinnu sem hitaveitu- framkvæmdimar sköpuðu. Með þeim verkáföngum sem áætlaðir era, er gert ráð fyrir að ná til nýbyggingarsvæðanna í Glerár- hverfi, svo að þeir sem þar era að byrja að byggja núna, þurfi ekki að gera sérstakar og oft dýrar bráða- birgðaráðstafanir til kyndingar, þar til hitaveita verður tengd. Á næsta sumri er m.a. fyrirhugað að leggja dreifikerfi í efri hluta Glerárhverfis og í Hlíðarhverfin, í Ytri-Brekkuna ofan Oddeyrargötu, Hluta af Lundahverfi og Gerða- hverfi I. Blaðið þakkar Sigurði svörin. Ferðafélag Akureyrar FERÐAÁÆTLUN 1978 1. 25. 2. Stórihnjúkur. 2. 4. 3. Skólavarða 3. 11. 3. Skíðagönguferð 4. 19. 3. Steinmenn 5. 23.-25. 3. Páskar í Lamba 6. 1.4. Bóndi 7. 9. 4. Djúpidalur 8. 15. 4. Háurindar 9. 20. 4. Torfufell 10. 29. 4. Hrísey 11. 1. 5. Súlur 12. 6. 5. Strýta 13. 13.—14. eða 14,—15. 5. Fugla- og náttúruskoðun í Mývatnssveit. 14. 20. 5. Hörgárósar 15. 27.-28. 5. Drangey 16. 3. 6. Náttfaravíkur 17. 10. 6. Vatnsnes 18. 10. 6. Blámannshattur 19. 16,—18. 6. Herðubreiðarlindir— Bræðrafell 20. 24! 6. Stöng — Engidalur — Svartárkot — Grænavatn. 21. 23.-25. 6. Ólafsfjörður — Hvanndalir — Héðinsfjörður — Ól- afsfjörður. 22. 29. 6. Plöntuskoðunarferð (kvöldferð) 23. 1. 7. Reykjaskógur — Bleiksmýrardalur — Gönguskarð — Garðsárdalur. 24. 5.-9. 7. Gengið frá Þorsteinsskála að Bræðrafelli. Gist þar í tvær nætur og nágrenniö skoðað. Síðan gengið þaðan í öskju. 25. 7.-9. 7. Herðubreiðarlindir — Svartá — Askja. 26. 13. 7. Sögustaðir í Eyjafirði 27. 15. 7. Laxárdalur í A-Hún. 28. 22—30. 7. Kverkfjöll, Hvannalindir, Fagridalurá Brúaröræfum, Grágæsadalur, Hafrahvammar og Jökulsárgljúfur við Kárahnjúka, Laugarvalladalur, Hrafnkelsdalur, Snæfell. 29. 29. 7. Gengið eftir Þorvaldsdal. 30. 5.-7. 8. Seljahjallagil — Heilagsdalur — Fremrinámur — Kerlingardyngja — Hvammsfjöll. ökuferð með möguleikum á gönguferðum fyrir þá sem óska. 31. 11.—13. 8. Laugafell — Gæsavötn — Laufrönd — Öxnadalur — Stóratunga. 32. 13. 8. Sveppatínsluferð 33. 18,—20. 8. Ekið í Laugafell og síðan norðan Hofsjökuls til Hveravalla með Ferðafélagi Skagfirðinga. 34. 26.-29. 8. Landmannalaugar — Eldgjá — Veiðivötn. 35. 2. 9. Tryppaskál. 36. 2.-3. 9. Berjaferð í Héðins.fjörð 37. 8 —10. 9. Langanes. Ekið um Tjörnes og Axarfjörð með við- komu í Ásbyrgi, á heimleið um Hólssand og Mý- vatnssveit. 38. 17. 9. Grasaferð á Geitafellshnjúk Skrifstofa félagsins er í Skipagötu 12 og verður opin frá 1. júní til 15. september á mánudögum og fimmtudögum kl. 18—19. Síminn er 22720.1 helgarferöir sumarsins skal taka miða á fimmtudagskvöld, en ( lengri ferðir með 14 daga fyrirvara nema annað sé auglýst. f lengri ferðum á vegum FFA er heitur matur, mjólk og kaffi eða te venjulega innifalið í fargjaldi. Annaö nesti og viðlegubúnað þurfa þátttakendur sjálfir að leggja sér til. Upplýsingar um ferðir fyrir 1. júní gefur Aðalsteinn Valdimarsson í síma 23692 kl. 19—21 kvöldið fyrir hverja auglýstaferð, og tekur hann á móti pöntunum á sama tíma. Þótt veðurútlit sé slæmt eða auglýstur brott- farartími henti ekki, er sjálfsagt fyrir þá sem áhuga hafa að gefa sig fram, því stundum er hægt að færa til ferð. Á þetta ekki síst við laugar- dagsferðir, sem möguleiki er þá að flytja til sunnudags. Skákþing Norðuriands var háð á Húsavík dagana 9. til 12. mars. Teflt var eftir Monrad kerfi 7 um- ferðir í tveim flokkum, meistara- flokki og unglingaflokki. Þátttak- endur í meistaraflokki voru tólf og sextán tefldu í unglingaflokki. Sigurvegari í meistaraflokki og jafnframt Skákmeistari Norður- lands varð Páll Leó Jónsson, Húnavatnssýslu með 5'A vinning. 2. Jón Torfason, Húnavatnssýslu einnig með 5 'k v. en lægri á stigum. 3. var hinn ungi og efnilegi Akur- eyringur Arngrímur Gunnhallsson með 4'h. v. 14. og 5. sæti komu öld- ungamir í mótinu þeir Hjálmar Theódórsson, Húsavík og Jón Hannesson Húnavatnssýslu með 4 v. Hjálmar Theódórsson var sá eini keppandinn sem ekki tapaði skák, er það vel gert hjá honum en hann hefur lítið teflt á undanförnum ár- um. í unglingaflokki sigraði Jón Hrafn Bjömsson, Húsavík SVi v. 2. Níels Ragnarsson, Akureyri 5 v. 3. Jakob Kristinsson, Akureyri 4'h v. 4. —5. Jón Ámi Jónsson Akureyri og Anton Jörgensson, Húnavatns- sýslu 4'h v. Hraðskákmót Norðurlands var háð strax á eftir, var það mjög fjöl- mennt eða 46 þátttakendur þar af voru 15 Akureyringar og 5 frá Húnavatnssýslu. Tefldar voru 9 umf. eftir Monrad kerfi. Jón Torfason, Húnavatnssýslu varð hraðskákmeistari Norður- lands fékk 1414 vinning af 18 mögulegum. 2. Páll Leó Jónsson 13 v. 3. Ólafur Kristjánsson 1214 v. 4. Gylfi Þórhallsson 1214 v. 5.—6. Ólafur Ólafsson, Húsavík og Þór Valtýsson Akureyri 12 v. 7.—9. Guðmundur Búason, Gunnlaugur Guðmundsson og Sveinbjörn SIG- URÐSSON ”'h v. Skákstjóri var Albert Sigurðsson frá Akureyri. Á eftir var keppendum boðið í kaffiveislu og jafnframt fór fram verðlaunaafhending og mótslit. Það var Skákfélag Húsavíkur sem sá um framkvæmd mótsins, sem tókst mjög vel. Jafnframt mótinu fór fram Aðalfundur Skáksam- bands Norðurlands. Albert Sig- urðsson, var endurkjörinn for- maður sambandsins og næsta Norðurlandsnót verður haldið á Akureyri. Amgrímur Gunnhallsson teflir í Áskorendaflokknum á Skákþingi íslands sem stendur nú yfir. Hann var sá eini sem vann Norðurlands- meistarann. Hvítt: Páll Leó Jónsson. Svart: Arngrímur Gunnhails- son. Drottningarbragð. 1. d4a — rf 6 2. c4 — e6 3. Rf3 — d5 4. Bg5 — be7 5. Rc3—0-0 6. e3 — c6 7. a3 (hvítur teflir of hægfara hér er algengast Dc2, eða Hcl og einnig Bd3). 7. — Rbd7 8. cxd5 — (eftir þennan leik jafnar svartur fljótlega. taflið, hvítur hefði átt að Framhald á 7. síðu. Norræn tvíkeppni 15—16 ára.~ 1. Gottlieb Konráðsson Ó. 465.32 stig 2. Halldór Guðmundsson Ó. 429. lOstig 3. Einar Ólafsson í. 405.94 stig Norræn tvíkeppni 13—14 ára. 1. Þorvaldur Jónsson Ó. 504.07 stig. 2. Haukur Hilmarsson Ó. 408.65 stig 3. Jón Guðjónsson Ó. 210.30 stig Boðganga drengja 15—16 ára. 1. Sveit Isafjarðar 57.14.3 2. A-sveit Ólafsfjarðar 58.48.5 3. B-sveit Ólafsfjarðar 63.07.5 Boðganga drengja 13—14 ára. I.Sveit Ólafsfjarðar 34.55.1 2. Sveit Siglufjarðar 35.26.6 Flokkasvig stúlkur 13—15 ára. 1. Sveit Reykjavíkur 367.46' 2. Sveit Akureyrar 369.87 3. Sveit Isafjarðar 395.13 Flokkasvig drengja 15—16 ára. l.SveitReykjavíkur 338.29 2. Svæit Akureyrar 381.66 Flokkasvlg drengja 13—14 ára. 1. Sveit Húsavíkur 366.19 2. Sveit Ólafsfjarðar 423.46 Fyrsta borð- tennis- mótið Hérðassamband Suður Þingey- inga hélt sitt fyrsta héraðsmót í borðtennis sunnudaginn 19. mars 1 nýja íþróttahúsinu að Laugum. Mótið byrjaði kl. 14 og stóð til kl. 18.15. Mótsstjóri var Sveina Svein- bjömsdóttir. Keppt var á 6 borðum og í eftirtöldum flokkum: l.fl. fæddir 1960 eldri. 2.fl. fæddir 1961 og 1962. 3.fl. fæddir 1963 og 1964. 4.fl. fæddir 1965 og yngri. Þátttakendur voru 54 frá 7 aðildarfélögum HSÞ. Úrslit: 1 .flokkur: Hermann Jónasson (Völsungur.) Páll Guðmundsson (Völsungur) Tryggvi Kristvinss. (Völsungur) 2. flokkur: Jónas Hallgrímsson (Eilífur) Halldór Gíslason (Geisli) Gísli Stefánsson (R.hverfing) 3. flokkur: Aðalgeir Hallgrímsson (Eilífur) Gunnlaugur Stefánss. (R.hverf- ing) Heimir Ásgeirsson (Magni) 4. flokkur: Ragnar Þór Jónsson (Geisli) Sigmundur Sæmundss. (Eilífur). Ólafur Ingimundarson (Geisli) Úrslit í unglinga- meistaramótinu U nglingameistaramóti Islands á skíðum lauk á Akureyri í síð- ustu viku. I síðasta tölublaði var greint frá úrslitum mótsins að hluta, en nú kemur það sem þá vantaði. Alpatvíkeppni stúlkna 13—15ára. 1. Ásdís Alfreðsdóttir R. 0.00 stig 2. Ása Hrönn Sæmundsdóttir R. 23.27 stig 3. Nanna Leifsdóttir A. 26.10 stig Alpatvíkeppni drengja 15—16 ára. 1. Bjöm Olgeirsson H. 0.00 stig 2. Ólafur Grétarsson A. 37.01 stig 3. Finnbogi Baldvinsson A. 38.71 stig Alpatvíkeppni drengja 13—14ára. 1. Jón Páll Vignisson I. 26.03 stig. 2. Ólafur Harðarson A. 56.54 stig. 3. Daníel Hilmarsson D. 69.62 stig. Stökk 13—14 ára. 1. Haukur Hilmarsson Ó. 262.3 stig. 2. Þorvaldur Jónsson Ó. 246.8 stig. 3. Baldur Benónýsson S. 148.3 stig. Stökk drengja 15—16 ára. 1. Sveinn Agnarsson Ó. 226.5 stig 2. Halldór Guðmundsson Ó. 219.9 stig 3. Gottlieb Konráðsson Ó. 183.9 stig. Slgurvegarar í svlgl stúlkna 13-15 ára. Frá vlnstrl Ásdís Alfreðs- dóttlr, Nanna Leifsdóttlr og Ása Hrönn Sæmundsdóttir. Slgurvegarar ( stórsvigi 15-16 ára. Frá vinstri Björn Olgeirsson, Finnbogl Baldvlnsson og Ólafur Grétarsson. Sigurvegarar í göngu 7.5 km 15-16 ára. Frá vinstri Gottlieb Konráðsson, Hjörtur Hjartarson og Einar Ólafsson. 4•DAGUR DAGUR 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.