Dagur


Dagur - 18.05.1978, Qupperneq 4

Dagur - 18.05.1978, Qupperneq 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Sérstætt bæjarsamfélag Minni þrætur eru um bæjarstjórn- armái á Akureyri en í flestum öðrum kaupstöðum landsins, og er hér þó nægur blaðakostur til skoðanaskipta og opinberra átaka um málefni bæjarfélagsins. Þetta er staðreynd, sem deiluglöðum stjórnmáladrengjum er ekki að skapi, né heldur þeim, sem þá lík- ar lífið best, er hæst er reitt til höggsins hverju sinni En því er ekki að leyna, að hin hljóðláta stjórnun, sem daglega vekur svo litla eftirtekt, deyfir umræður al- mennings um bæjarmál yfirleitt og það svo, að algengt er að heyra menn segja sem svo, að það sé nú nokkuð sama hvað kosið sé. En verður ekki að gera kröfu til þess, að bæjarbúar fylgist með bæjarmálefnum, eins og þær koma fram í sannorðum fréttum og viðræðum, og eins og þau koma mönnum fyrir sjónir? Verður ekki að gera þær kröfur til sæmi- lega upplýstra karla og kvenna á Akureyri, að ekki þurfi að benda á staðreyndir, sem við augum blasa og fólk hefur notið á undanförnum árum, til þess að það trúi? Akureyri hefur verið einn eftir- sóttasti kaupstaður landsins til búsetu síðustu árin. Þetta eru svo mikil umskipti frá fyrri kyrrstöðu- tíma, að hver og einn hlýtur að leggja þá spurningu fyrir sjálfan sig, hvernig á þessari breytingu standi. Þeir, sem ekki finna svarið í atvinnuöryggi síðustu ára, allri uppbyggingunni í bænum, í aukn- um stuðningi við íþrótta-, uppeld- is- og menningarmál, hljóta að lenda á bekk með seinþroska og dálítið skrítnu fólki. Sannleikurinn er sá, að hin mikla framkvæmda- og félagsmálastefna, sem fylgt hefur verið í bæjarmálum mörg undanfarin ár, þjónar flestum þeim markmiðum, sem almenn- ingur væntir sér af góðu bæjarfé- lagi. Forystu í þeim málum hafa framsóknarmenn haft. Hinn eftir- sótti bær okkar, Akureyri, er með sterku svipmóti félagshyggju, samvinnu og framfara og ekki undarlegt. Þeir menn, sem vilja tryggja svipaða stefnu eftirleiðis, velja á milli þessa forystuflokks í bæjarmálum og hinna flokkanna og það gera þeir á kjördegi. En sú afstaða að leggja kollhúf- ur og hugsa sem svo, að bæjarmál komi sér ekki við, er fyrir neðan virðingu fullorðinna og ekki sómasamleg afstaða fólks í hinum fagra bæ okkar a.m.k. ekki hjá framfarasinnuðu og bjartsýnu fólki. Þolir þorskstofninn við ísland verr ágang en þorskur í Norðursjó? Ræða Ingvars Gíslasonar alþm. á fundi fulltrúaþings Evrópuráðs Herra forseti. Umræður um þetta mál hafa verið hófsamlegar, og ætla ég ekki að breyta til í því efni. Hinu get ég ekki neitað að ég er mjög sammála því, sem kom fram í ræðu fulltrúa skoska Þjóðræknisflokksins, George Reid. Það er augljóst, að Evrópulönd hafa yfirleitt verið sein á sér að viðurkenna þá stefnu, sem styðst við nútímahugsun, að hverju strandríki sé nauðsyn að eiga sér rúma fiskveiðilögsögu. Þó er sann- ast sagna að hugsunarháttur ný- lendustefnunnar er á undanhaldi í Evrópu. Ég skil til fullnustu stefnu Reids og flokks hans, sem miðar að því að krefjast 50 mílna fiskveiði- lögsögu handa Skotlandi ogskosku eyjunum. Og ég er innilega sam- mála honum um það, að ríkisstjórn Bretaveldis í London hefur ekki ævinlega farið skynsamlega að ráði sínu í þessum efnum. Ég er einnig afar þakklátur fyrir þann velvilja sem víða kom fram meðal Skota, þegar íslendingar deildu sem ákaf- ast við bresku stjórnina í London. En deilan við Breta er afstaðin. Við íslendingar horfum vongóðir til framtíðarinnar, og lítum ekki reiðir um öxl. En svo að ég snú mér að skýrslunni, sem hér er til umræðui, þá vil ég gjarnan þakka framsögu- manni nefndarinnar ágæt störf. Skýrslan geymir miklar almennar upplýsingar um ástand lífsins í sjónum, og ég er ekki í vafa um að í henni felst hollur boðskapur til allra, sem láta sig fiskveiðar nokkru varða. Eigi að síður hlýt ég sem eyjabúi nyrst í Atlantshafi að sakna þess hversu fátt er sagt um ástand fisk- stofna við ísland, Færeyjar og Noreg. Ég skal þó gera þá játningu að þessi ágalli skýrslunnar er að nokkru afleiðing af því að ég var ekki viðstaddur allan undirbúning hennar og má því sjálfum mér um kenna. Framsögumaður þræðir skyn- samlega veginn milli bjartsýni og svartsýni. Honum er ljóst eins og okkur öllum, að höfin eru ekki ó- tæmandi. Það er mæta vel hægt að útrýma sjávarlífi með rányrkju og mengun. Þannig er hin dökka hlið á málinu. En það er einnig önnur hlið á málinu: Bjarta hliðin. Bjartsýnin segir okkur að það sé jafn auðvelt að nytja sjávarfangið á skynsamlegan hátt, án allrar rán- yrkju. Þessi skýrsla greinir frá ýmsum staðreyndum um rányrkju sjávar. Við erum upplýstir um það, hvern- ig síldarstofninn í Atlantshafi var næstum því gereytt, svo og Norðursjávarsíldinni. Og ætli það mætti ekki bæta Ermasundssíld- inni við þessa upptalningu? En skýrslan hefur einnig að geyma upplýsingar um heilbrigt á- stand margra mikilvægra fiskstofna á tilteknum fiskimiðum. Má þar til nefna botnfiska í Norðursjó, s.s. þorsk og ýsu, sem eru meðal vin- sælustu matfiska í mörgum lönd- um. En það gefur mér aftur tæki- færi til þess að minna vini mína í Bretlandi og öðrum löndum, sem liggja að Norðursjó, á það að lík- lega eru fiskimiðin í Norðursjó hin allra bestu í heimi. Þau eru gjöfulli og þolnari gegn rányrkju en miðin við Noreg, ísland og Færeyjar. Hið góða ástand þorsk og ýsu- Vegna takmörkunar á ræðutíma stofnsins í Norðursjó, er gerólíkt verð ég nú að láta staðar numið. því sem er á íslandsmiðum að því En ég vil í lokin minnast á er tekur til þessara fisktegunda. Á- breytingartillögur, sem fram hafa stand íslenska þorskstofnsins er al- komið við ályktunaruppkast land- Ingvar Gíslason alþm. í forsetastól á þlngl Evrópuráðs. varlegt, og hið sama er að segja um ýsustofninn, svo og ufsannn og karfann við fsland. Heildarstærð þorskstofnsins við íslands hefur minnkað úr 2.6 mill- jón lestum I955 í I.2 milljón lesta árið 1978. Þess vegna var og er nauðsynlegt að draga úr sókn á þorskstofninn við fsland. fslenska ríkisstjórnin hefur af þessum sök- um sett ýmsar reglur um takmörk- un þorskveiða m.a. með svæðalok- un, tímabundnu þorskveiðibanni og öðrum aflatakmörkunum. Al- gert bann við þorskveiði var í gildi um vikuskeið á háhrygningartíma þorsks nú í vetur. búnaðar- og sjávarútvegsnefndar. Ég er sammála þeirri gagnrýni sem uppi hefur verið höfð að „heildaraflamagn" er oft mjög villandi tala. Hún segir ekkert um það, hvernig ástand einstakra fisk- stofna kann að vera í smáatriðum. Hinsvegar felst ég ekki á þá breyt- ingartillögu, að nauðsynlegt sé að fella niður með öllu 6. gr. ályktunaruppkastsins. Ég held að auðvelt sé að lagfæra orðalagið. Ég flyt því breytingartillögu við 6. gr. á sérstöku þingskjali. Þar sem þessi breytingartillaga min hefur stuðn- ing nefndarinnar, vona ég að hún verði samþykkt. Gylfi Þórhallsson: f|SKÁK Friðrik Ólafsson, stórmeistari, kom til Akureyrar miðvikudaginn 12. apríl og sama dag tefldi hann fjöl- tefli á 30 borðum við nemendur og kennara í Menntaskóla Akureyrar. Hann vann 27 skákir og gerði þrjú jafntefli. Daginn eftir tefldi hann við 42 skákmenn úr Skákfélagi Akureyrar. Úrslit urðu þau að hann vann 27 skákir og gerði 15 jafntefli. Á föstudag tefldi hann klukkufjöl- tefli á 13 borðum, hann vann 10 skákir og gerði jafntefli við þá Atla Benediktsson Davíð Haraldsson og Harald Ólafsson. Minningarmót um Júlíus Boga- son er nýlega lokið. Bifreiðastöðin Stefnir gaf veglegan bikar til þessa móts, en ætlunin er að halda árlega minningarmót um Júlíus. Þetta var annað í röðinni en í fyrra sigraði Halldór Jónsson. I ár sigraði stórefnilegur ungl- ingur Jón Árni Jónsson, en hann hlaut 5 vinninga af 7. Var þetta mjög óvæntur sigur en verðskuld- aður. I sjöttu og næstsíðustu um- ferð tefldi hann við Jón Björgvins- son var þetta eiginlega úrslita skákin í mótinu. Jón Árni vann skákina, þurfti hann nú ekki nema 1 /2 vinning til þess að verða efstur. í öðru til fimmta sæti voru þeir Jón Björgvinsson, Margeir Steingríms- son, Jóhann Snorrason og Marinó Tryggvason með 4 1/2 v. í sjötta og sjöunda sæti voru þeir Haraldur Ólafsson og Hreinn Hrafnsson með 4 v. Jón Árni og Hreinn Hrafnsson voru þeir einu af keppendunum sem töpuðu ekki skák. Keppendur voru fjórtán, og voru tefldar 7 umf. eftir Nonrad kerfi. I unglingaflokki er keppni ný- lokið, en þar voru 15 keppendur. Röð efstu manna: 1. Pálmi Pétursson 13 v. (af 14. mögulegum), 2. Bogi Eymundsson 12 1/2 v., 3. Ragnar Ragnarsson 12 v., 4. Aðalsteinn Sigurðsson 11 v., 5. Jakob Kristjánsson 10 v. „Aflt vaknar til lífsins á vorin“ Nú fer að vora vonum við, og segir ekki í einum góðum dægurlaga- texta — „allt vaknar til lífsins á vorin." Ég var gangandi á ferð um Ak- ureyrarbæ hér um daginn. Veður var milt og ég fann til einhvers sem bærðist innra með mér Það var til- hlökkum og gleði yfir því að senn tæki að vora. Ég leit í kring um mig og á trén í görðunum, sem mikið er af á Akureyri. Brum þeirra var þrútið og bústið, albúið að opna sig mót komandi sumri. Ég fann til samkenndar með þessum trjám, sem biðu vors í von og trú á lífið. En hvern hug bera böm nútím- ans yfirleitt til náttúruniiar, eða hugsa þau aldrei til hennar? í trjá- lundi í lægð nálægt Bjarmastíg, kom ég auga á nokkra stálpaða stráka, vera að slíta og snúa greinar af trjánum. Bað ég þá að hætta þessu. Þeir voru tregir til og þótti ég víst lítinn rétt hafa til að banna þeim þetta, og e.t.v. var það svo. Þessar athafnir þeirra hafa ekki endilega stafað af skemmdarfýsn eða slíku. Það er bara skilnings- og virðingarleysi, leyfi ég mér að segja, fyrir því sem vex og dafnar í gróðurríkinu, mörgum til ánægju og augnayndis, burt séð frá öllu hagnýtu gildi. Ég vil því beina þeirri einlægu ósk minni, til uppalenda barna og unglinga að þeir reyni að glæða skilning þeirra og samkennd með móður náttúru. G. Þ. með okkur á marga vegu. Þjóðfélag okkar vantar sárlega vinnukraft á markaðinn og þar sem við erum sá vinnukraftur, sem atvinnuvegirnir þurfa á að halda, leiðir það af sjálfu sér, að við leysum þennan vanda og verðum um leið sjálfstæðari í fjöl- skyldunni og í þjóðfélaginu en áður og þurfum kannski ekki að biðja eiginmanninn um hvern eyri, eins og áður var. Éf sá nýlega í Degi grein eftir konu úr Hlíðarhverfi, þar sem hún talar um verslunarþjónustu KEA í bænum og mjög réttilega. Styð ég hinnar mál og tala af reynslunni í mínu hverfi, þar sem samvinnufél- agið veitir góða þjónustu. En erindi mitt með þessari grein, að þessum inngangi slepptum, var að minnast á framboð stjómmálaflokkanna hér á Akureyri og bæjarmálin. Það eina framboð, sem athygli vekur, er listi framsóknarmanna. Þar koma nýir menn fram á sjónarsviðið, menn eins og Tryggvi Gíslason, skólameistari og Jóhannes Sig- valdason, framúrskarandi menn, hvor á sínu sviði. Ekki geta nú framsóknarmenn gert sig ánægða með minna en fjóra fulltrúa í bæj- arstjórn eftir kosningarnar í vor. Hinir tveir yrðu þá Sigurður Óli Brynjólfsson og Sigurður Jóhann- esson, og þarf ekki að kynna þá sérstaklega fyrir bæjarbúum, en hinir þurfa kynningar við, enda munu þeir vaxa af því. Ég get vel fallist á það sjónarmið, sem Dagur hefur verið að lýsa, að það er orðinn mikill munur á bæn- um á síðustu árum, og það hefur orðið undir forystu framsóknar- manna, nú með góðum stuðningi vinstri flokkanna, sem samanlagt hafa meirihlutann og stjórna ferð- inni. Um leið má minna á, að það er ekki sama hver bæjarstjórinn er. Við áttum ágætan bæjarstjóra, þar sem Bjami Einarsson var og nú höfum við Helga M. Bergs og von- andi verður hann áfram bæjar- stjóri. Ekki ætla ég að fara að tala illa um íhaldið í bænum. Allir þekkja það og einu sinni var sagt, að allt væri betra en íhaldið og það er nú von, því íhaldsmenn, sem kalla sig sjálfstæðismenn í seinni tíð, eru í álögum. Það fer aldrei vel að láta þá stjórna fyrir sig málum, sem svo illum álögum eru háðir, að allt visnar og deyr í höndunum á þeim, eins og var hérna í bænum á íhaldsárunum, þegar atvinnuleysið var mest og bæjarfélagið lét sig svo óteljandi margt nauðsynlegt, engu skipta. Þannig stjórn vill enginn fá yfir sig á nýjan leik. En svo ég víki aftur að upphafinu á þessari grein, er það mun skyn- samlegra að við, konur, tökum í enn ríkara mæli þátt í framleiðslu- störfunum, eftir því sem atvinnu- vegimir þurfa. Ætti það að vera ljóst, að það er þjóðhagslega sjálf- sagt mál í stað þess til dæmis að flytja inn þúsund konur í frystihús- in frá útlöndum. En þá minni ég háttvirta frambjóðendur til bæjar- stjómarkosninga á það, og þá, sem enn ráða málum eram að kosning- urrt, að við þurfum enn mjög bætta, og ekki síst aukna aðstöðu fyrir börnin okkar svo við getum tekið enn meiri þátt í atvinnu utan heimilis en við gerum. Húsmóðir á Ytri-brekkunni. Allt miðar í rétta átt Á síðustu og raunar bestu árum kvennanna verður mér oft til þess hugsað, í hve miklu karlasamfélagi við búum þó enn í dag, þrátt fyrir allt jafnréttið, sem á borðinu liggur samkvæmt lögum landsins, þrátt fyrir allar fagrar yfirlýsingar, svo ekki séu nefnd smjaðuryrði karl- manna um launajafnrétti og annað réttlæti og síðast en ekki síst baráttu okkar sjálfra í jafnréttismálum. En allt er þetta að breytast í rétta átt. En þrátt fyrir karlasamfélagið sem enn er ráðandi, vinna tímarnir Skákin í dag var tefld í sfðustu umf. á Skákþingi Norðurlands. Hvítt. Brynjar Sigtryggsson Húsav. Svart. Jón Torfason Húnavatnss. Nimzo-Indversk vörn. 1. d4 — Rf6 2. c4 — e6 3. Rc3 — Bb4 4. Dc2 — 0-0 5. a3 — Bxc3 6. Dxc3 — d6 7. g3 — Bd7 8. Bg2 — Bc6 9. Bxc6 — Rxc6 10. Rf3 — d5 11. c5 — Re4 12. Dd3 — a5 13. Rd2 — a4 (Svartur kemur með heldur betri stöðu út úr byrjuninni. Nú væri 14. Rxe4 — dxe 15. Dxe4 — Dxd4 svörtum í hag.). 14. 0-0 —Ra5 Framhald á bls. 2). Orðog Bók með þessu nafni eftir Pál Hallbjörnsson er nýkomin á bóka- markað, og er þetta sjöunda bók höfundar. Bók þessi er all nýstár- leg. Yfirskriftin gefur nokkuð til kynna um efnisval: Guð í hjarta, guð í stafni gefur fararheill. Bókin er tileinkuð íslenzkri æsku. Páll Hallbjörnsson er meðhjálp- ari Hallgrímskirkju í Reykjavík. í formála bókarinnar ritar hann: „Þegar ég nú sendi frá mér þessa bók, sem einkum eru hugleiðingar og bænir, er fjalla um andlega auðugt líf, er ekki ósennilegt, að hún þyki nokkuð sérstæð meðal ís- lenzkra bóka, er út koma nú á dögum, þar sem ólærður leikmaður talar aðallega út frá eigin reynslu, í bænum og viðtölum við sinn himneska föður um veginn og hvað sé mannlegu lífi mesta hamingja.“ Bókin er í þremur meginþáttum: Viðtöl við höfund lífsins, hugleið- ingar um mannlífið og bænir. Efnið skiptist allt í örstutta kafla og letrið er stórt og auðlesið. Bókin er rituð bæði í bundnu og óbundnu máli og vitnar höfundur oft í ljóð og bæna- vers skálda að fornu og nýju.— Bókin er fyrst og frenst persónu- leg trúarreynsla höfundar. Og hann leiðir skýrt í ljós hve mikils má sín einlægt traust til Guðs og sterk löngun til að feta í fótspor Frelsar- ans. Höfundur teflir fram reynslu sinni á skákborði lífsins og sýnir þar sigurmátt kristindóms í hugsun, orði og verki. Það er hinn rauði þráður, sem gengur í gegnum alla bókina. Bókin er hverjum manni hollt lesefni í þeirri viðleitni að byggja upp sinn innri hugarheim og brynja hann gegn aðsteðjandi vandamál- um. í þeim heimi, sem við lifum er fátt eitt sem byggir manninn upp andlega og siðferðislega, en aftur á móti margt, sem rífur manninn ákall niður og tætir hann í sundur. — Þar af leiðandi leggur margur flakandi í sárum við veginn án þess að um hann sé hirt, þrátt fyrir alla „menninguna'* og tækni nútímans. Orð og ákall er eins og mótvægi gegn þessu öfugstreymi. Bókin réttir á hverri blaðsíðu lesandanum gullkorn af þeim dýrmætasta fjár- sjóði, sem til er í veröldinni, hvern- ig hægt er að bregðast jákvætt við því, sem að höndum ber. Eg vil taka undir ummæli bisk- upsins herra Sigurbjörns Einars- sonar, er hann ritar um bókina: „Það mun reynast heilnæmt hverj- um manni að slást í för með höf- undi í þeim hugleiðingum hans sem hér eru á blöð komnar og fylgja honum inn í þann helgidóm bænar og tilbeiðslu, sem andi orða hans er vígður." Ein af hugleiðingum Páls hljóðar svo: Flestum veitist erfitt að breyta lífshorfum sínum og siðvenjum. En Jesús sagði: Allt getur sá, sem trúna hefur. Þessi orð Frelsarans eru raunhæf og sannleikurinn sjálfur. Ef við mennirnir trúum og treyst- um á Drottin Jesúm, eru okkur allir vegir færir. öll störf getum við unnið með hann í huga og sem stöðugt leiðarljós, því hann er sannleikurinn og lífið. Hafi maður ekki gengið á Guðs vegi, er ekkert hér í heimi eins nauðsynlegt og að breyta til — taka nýja lífsstefnu þar sem Guð er leiðtogi allra athafna og starfa. Þetta kann mörgum að reynast erf- itt, en það er vissulega hið eina rétta og örugglega það besta, sem gert er.“ Páll Hallbjörnsson á miklar þakkir skilið fyrir að hafa skrifað þessa bók. Pétur Sigurgeirsson. Jóhannes Atlason leiðbeinir KA-mönnum. Mynd: Ó.Á. Knattspyrnumenn æfa Æfingar allra flokka í knatt- spyrnu eru nú að hefjast. Fél- ögin hafa ráðið þjálfara þannig, að allir ættu að geta fengið til- sögn í íþróttinni. Æfingar hjá Þór fara fram á íþróttavelli fél- agsins í Glerárþorpi, að undan- skyldum þeim æfingum hjá meistaraflokki sem verða á grasvellinum. Hjá KA fara æfingarnar fram annað hvort á malarvellinum við Lundarskóla eða á grasvellinum við Menntaskólann, en þann völl hafa KA MENN TEKIÐ Á LEIGU. Þá verða einnig ein- hverjar æfingar hjá meistara- flokki á grasvellinum við Gler- árgötu. í þessu blaði er birt æfingar- tafla KA, en æfingartafla Þórs verður birt í næsta blaði. Stjórn knattspyrnudeildar KA skipa. Örlygur tvarsson, Stefán Gunnlaugsson, Siguróli Sig- urðsson. Guðmundur Björns- son. Eiður Eiðsson. Þormóður Einarsson og Ólafur Ásgeirsson Þórsarar sóttu tvö stig til Sandgerðis Þór lék sinn fyrsta leik í annari deild 'a þessu vori suður í Sandgerði gegn Reyni. Leikið var í blíð- skapaveðri en völlurinn var blautur og . þungur. Lið Reynis er skipað ungum og efnilegum leikmönnum, en flestir gengu upp úr öðrum flokki í fyrra en þá urðu þeir íslandsmeistarar í þeim flokki. Fyrri hálfleikur liðanna var marklaus og leikurinn þóf- kenndur. Þórsarar áttu fleiri tækifæri, en Reynismenn réðu spilinu sérstaklega á miðj- unni. Sigþór Ómarsson sem lék nú með Þór í fyrsta sinn á þessu vori, komst einn innfyrir vörn Reynismanna seint í síð- ari hálfleik. Reynismenn tóku þann kostinn að fella Sigþór og dómarinn dæmdi umsvifa- laust víti. Sigurður Lárusson skoraði örugglega úr vítaspyrnunni og tryggði Þórsurum sigur í þess- um leik. Aðeins nokkrum sekúntum fyrir leikslok komst Jón Lárusson í dauðafæri en markmaður Reynis bjargaði í horn á síðustu stundu. Úrslit leiksins urðu því þau að Þór sigraði með einu marki gegn engu. Árni Gunnarsson fékk að sjá rauða spjaldið hjá dómara leiksins, og fær því leikbann í næsta leik liðsins. Ekki voru allir sáttir við það að Árni fengi svo strangan dóm. og töldu menn brotið hafa verið smávægilegt. Það þýðir hins vegar ekki að deila við dómarann. og það vita leikmenn best sjálfir. Jafntefli hjá leik í fyrstu Meistaraflokkur KA í knatt- spyrnu lék sinn fyrsta leik í fyrstu deild á Kópavogsvelli s.l. laugardag. Lesa mátti það í spádóm- um sunnanblaðanna fyrir helgina að þetta yrði auð- unninn leikur fyrir Breiða- bblik. Þeir hófu fíka leikinn á fullum krafti, og til að byrja með opnaðist vörn KA nokk- uð illa, en Þorbergur mark- maður var á réttum stað og afstýrði frekari hættu. Á 35 mín. átti Óskar gott skot að marki Blikanna, en mark- manni tókst að verja á síðustu stundu. Aðeins þremur mín. síðar átti Donni hörkuskot sem markmaður réði ekki við og skoraði hann því fyrsta mark íslandsmótsins í ár svo og fyrsta mark KA í fyrstu deild. Blik- arnir voru ekki á því að gefa sinn hlut og rétt fyrir lok fyrri hálfleiks jöfnuðu þeir og þannig KA í fyrsta deild var staðan í hálfleik. Þeir gerðu síðan fyrsta mark síðari hálf- leiks, strax í byrjun hans, en Sigurbjörn Gunnarsson jafnaði úr vítaspyrnu skömmu síðar. Það sem eftir var leiksins sóttu KA menn mun meir. og voru óheppnir að gera ekki fleiri mörk. Úrslit leiksins urðu því jafn- tefli, 2 mörk gegn 2. Úrslitin verða að teljast sanngjörn, því þótt KA hafi átl meira í síðari hálfleik, voru Blikarnir frískari í þeim fyrri. Jóhann Jakobsson var bestur KA manna og sýndi oft á tíðum snilldartakta, en flestir leik- menn áttu góðan dag. og gefa þeir allar frekari upp- lýsingar um deildina. Æfingartafla KA. Meistara og fyrsti flokkur. Æf ingar eftir ákvörðun þjálfara Jóhannesar Atlasonar. 2 fl. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20.30, þjálfari Gunnar Gunnarsson. 3 fl. þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19.30. þjálfari Rafn Bene- diktsson. 4 fl. Mánudaga og miðvikudaga kl. 20.00. þjálfari Einar Pálmi Árnason. 5 fl. þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16.00, þjálfarar Jóhannes Atlason og Eyjólfur Ágústsson. 6 fl. þriðjudaga og fimmtudag; kl. 14.00, þjálfari Jóhannes Atlason. Kvennaflokkur. Mánudaga og miðvikudaga kl. 18.00. þjálfari Guðmundur Lárusson. Akureyrar mót í badminton Um síðustu helgi var haldið í iþróttahúsinu i Glerárhverfi Akureyrarmót í badminton Keppendur voru 22 og sá Tennis og badmintonfélag Ak- ureyrar um mótið. í einliðaleik karla sigraði Kári Árnason, en hann lék til útslita við Andrés Magnússon Kári ásamt Gísla Bjarnarsyni sigraði einnig í tvíliðaleik karla en þeir sigruðu í úrslitaleiknum Kristinn Jónsson og Andrés Magnússon. I tvenndarkeppni sigruðu hjónin Ásdís Þorvaldsdóttir og Kári Árnason. en þau sigruðu Bryndísi Þorvaldsdóttur og Ör- lyg ívarsson í úrslitaleik. í flokk drengja 14-16 ára sigraði í ein- liðaleik Steinar Sveinsson eftir úrslitaleik við Grétar Örlygs- son. í tvíliðaleik i sama flokk sigruðu Steinar og Jón Rafn Pétursson, eftir úrslitaleik við Grétar Örlygsson og Ómar Ör- lygsson. í flokki 12-14 ára sigraði einliðaleik Ómar Pétursson, en hann vann Sigurð Ólafsson Ámi Gíslason sigraði Jón Stef- ánsson í flokki yngri en 12 ára einliðaleik, og í tviliðaleik sama aldursflokks sigruðu Árni Gíslason og Fjölnir Guðm undsson þá Þorvald örlygsson og Jón Stefánsson. Allir sigur- vegarar hver í sínum flokki telj- ast Akureyrarmeistarar. 4. DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.