Dagur - 02.06.1978, Blaðsíða 7
# Höfum ávalt fyrirliggjandi túnþökur
# Skerum þökur ef óskað er
9 Verð kr. 25 pr. fermeter
0 Flytjum heim til kaupenda
Upplýsingar í símum 23947 og 24927
Arður til hluthafa
Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands 18, maí
1978 var samþykkt að greiða 10% - tíu af hundraði í
arð til hluthafa fyrir árið 1977
H.F. Eimskipafélag íslands.
Húsnæði óskast
Sumaráætl. innanlandsflugs
Ung hjón úr Reykjavík óska eftir 2-3ja herb. íbúð frá
og með 1. sept. eða fyrr. Reglusemi, góð umgengni
og fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Sumaráætlun innanlandsflugs, sem
flogin verður af 'FIugfélagi íslands,
Flugfélagi Norðurlands og Flugfé-
lagi Austurlands, gekk í gildi 1. maí
s.l. Með tilkomu sumaráætlunar
fjölgar ferðum allverulega, en
samtals tekur áætlunin til 21 við-
komustaða.
Ferðum frá Reykjavík er hagað
sem hér segir: Til Akureyrar verða
fimm ferðir daglega fyrri part viku
en sex ferðir á föstudögum, laugar-
dögum og sunnudögum. Samtals
37 ferðir í viku.
Til Egilsstaða verða tvær ferðir á
dag virka daga en þrjár ferðir á
sunnudögum, samtals 15 ferðir á
viku. Til Hafnar í Homafirði verða
ferðir þriðjudaga, fimmtudaga,
föstudaga, miðvikudaga og sunnu-
daga, samtals fimm ferðir í viku.
Til Húsayíkur er flogið daglega
og að auki tvær ferðir á þriðjudög-
um og fimmtudögum. Samtals niu
ferðir I viku.
Til ísafjarðar verða tvær ferðir á
dag, samtals 14 ferðir í viku. Til
Norðfjarðar verður flogið á laug-
ardögum.
Til Patreksfjarðar verður flogið á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum, þrjár ferðir 1 viku. Til
Sauðárkróks verða ferðir alla daga
nema laugardaga og sunnudaga.
Til Vestmannaeyja verða fjórar
ferðir á dag nema á þriðjudögum
og föstudögum, þá eru þrjár ferðir.
Samtals 26 ferðir í viku.
Til Þingeyrar verður flogið
mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga. Alls verða brottfarir frá
Reykjavík 118 í viku samkvæmt
áætlun.
Flugfélag Norðurlands heldur
uppi ferðum frá Akureyri til Egils-
staða, Grímseyjar, Húsavíkur, Isa-
fjarðar, Kópaskers, Raufarhafnar,
Vopnafjarðar og Þórshafnar. Frá
Akureyri verður ferðatíðni sem hér
segir: Til Egilsstaða verður flogið á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum. Til Grímseyjar á
þriðjudögum og laugardögum, til
Húsavíkur á þriðjudögum og
föstudögum. Til Isafjarðar á
mánudögum og föstudögum. Til
Kópaskers fimmtudaga, mánu-
daga, miðvikudaga. Til Rauf-
arhafnar verður flogið alla virka
daga. Til Vopnafjarðar verður
- Gagnfræðaskóli
(Framhald af bls. 8).
samræmt grunnskólapróf og voru
nemendur Gagnfræðaskólans, í
nær öllum greinum, vel yfir lands-
meðaltali.
Flest bendir til, að starfræktur
verði 3ji bekkur framhaldsdeildar á
verslunarsviði næsta vetur. Sverrir
Pálsson, skólastjóri Gagnfræða-
skóla Akureyrar, sagði í skólaslita-
ræðu, að þegar hefðu borist tíu
umsóknir um setu í þriðja bekk.
Hér er um að ræða sérhæft versl-
unarnám og með því að bæta enn
einu ári við, geta nemendur lokið
stúdentsprófi.
Bestum árangri í öðrum bekk
framhaldsdeildar náðu: Heil-
brigðissvið: Guðný Bergvinsdóttir
8,6. Uppeldissvið: Ragna Erlings-
dóttir 8,3. Viðskiptasvið: Laufey
Ámadóttir 7,8.
Á fyrra ári framhaldsdeildar
náðu bestum árangri: Ragnheiður
Sigfúsdóttir 9,1. Uppeldissvið:
Hulda Davíðsdóttir 7,9. Viðskipta-
svið: Hjörtur Steinbergsson: 8,7.
Það kom fram í ræðu skólastjóra
að Guðmundur Gunnarsson kenn-
ari og Jónborg Þorsteinsdóttir hús-
vörður hafa sagt upp störfum fyrir
aldurs sakir. Bæði hafa þau lagt
skólanum til starfskrafta sina i
fjölmörg ár og færði skólastjóri
þeim þakkir og óskaði þeim vel-
famaðar í komandi framtíð.
Snæbjöm Guðbjartsson talaði
fyrir hönd 20 ára nemenda og af-
henti skólanum 23 upphleypt Is-
landskort til minningar um Val-
mund Sverrisson. Einnig flutti
Fríða Sæmundsdóttir, fulltrúi
Verslunarmannafélags Akureyrar,
stutt ávarp og fagnaði þeim áfanga
sem náðst hefur í menntun versl-
unarfólks. Hansína Einarsdóttir,
formaður nemendaráðs, þakkaði
skólastjóra og kennurum fyrir hönd
nemenda og færði Jónborgu Þor-
steinsdóttur málverk að gjöf, sem
virðingar og þakklætisvott fyrir
óeigingjöm störf.
I upphafi ræðu sinnar minntist
skólastjóri Ármanns Dalmanns-
sonar, Áma Júl. Ámasonar, Val-
garðs Haraldssonar og Vilhjálms
H. Vilhjálmssonar, en þeir höfðu
allir starfað sem kennarar við
Gagnfræðaskólann og létust á
skólaárinu. Einnig minntist skóla-
stjóri Snorra Sigfússonar fyrrv.
skólastjóra Barnaskóla Akureyrar.
I lok ræðu sinnar talaði skólastjóri
til nýútskrifaðra nemenda og sagði
m.a. að þeir skyldu ávalt gæta þess
að vera ekki þjónar tækninnar,
heldur herrar hennar. Þeir ættu líka
að leggja á það áherslu að rækta hið
góða með sér, en heimurinn yrði
aldrei betri en mennimir sjálfir. Að
lokum ámaði skólastjóri nemend-
um velfamaðar og sagði 48 starfsát
Gagnfræðaskóla Akureyrar á enda
runnið.
sömuleiðis flogið alla daga nema
laugardaga og sunnudaga. Frá Ak-
ureyri til Þórshafnar verður flogið
alla virka daga. Brottfarar- og
komutímar til og frá Akureyri eru
samræmdir flugi Flugfélags Is-
lands. Flugfélag Norðurlands
hefur þrjár flugvélar til að sinna
sumaráætlun, þ.e. einni
Twin-Otter, einni Piper-Navajo,
einni Piper-Aztec. Flugfélag Aust-
urlands hefur bækistöð á Egils-
stöðum,
Undanfarin ár hefur verið góð
samvinna milli Flugleiða og aðila
sem sinna áætlunarbílferðum til og
frá flugvöllum á ýmsum stöðum á
landinu. Þar má m.a. nefna
Egilsstaðaflugvöll og fleiri.
Frá Kynningardeild Flugleiða hf.,
Reykjavíkurflugvelli.
Góður hagi
i
sandlendinu
Grímsstöðum á Fjöllum 31. mai.
Hér er orðið alautt fyrir löngu því
snjóinn leysti fljótt í vor og kominn
fallegur gróður í sandlendið þótt
ekki hafi verið hlýtt. Við erum
búnir að sleppa verulegum hluta af
lambfénu. Sauðburður hefur gengið
ágætlega. Vegirnir eru orðnir all-
góðir og allt opið til Austurlands,
en ennþá eru takmarkanir á Hóls-
sandi. Nokkur umferð er þegar
byrjuð, meðal annars hópferðir og
er þar einkum skólafólk á ferðinni.
Hér er mannheilt og margir
áhugasamir um kosningarnar.
K.S.
— Ólaffsfjörður
(Framhald af bls. 1).
Uppl. í síma 23897 á Akureyri.
Frá Vistheimilinu
Sólborg
Óskum að taka á leigu frá 1. júlí n.k. í eitt ár stóra
íbúð eða tveggja íbúða hús. Tvær til þrjár íbúðir í
fjölbýlishúsi, helst í sama stigahúsi kæmu einnig til
greina.
Uppl. gefur framkvæmdastjórinn í síma 21757.
Frá Dalvíkurskóla
Næsta vetur verða eftirtaldar framhaldsdeildir
starfræktar ef næg þátttaka fæst.
Heilsugæslubraut fyrsta náms ár
Uppeldisbraut fyrsta náms ár
Viðskiptabraut fyrsta náms ár
Annar áfangi Iðnskóia (eftir áramót)
Þeir nemendur sem ekki hafa framhaldseinkun í
samræmdum greinum grunnskólaprófs, sækja
aukatíma í við komandi greinum fram að áramót-
um.
Ath. heimavist og mötuneyti er við skólann
Umsóknir sendist skólastjóra fyrir 10. júní.
Bændur — Bændur
Vélasýning Glóbus hf. og Dragi sf. efna til sýningar
á landbúnaðartækjum og vélum laugardaginn 3.
júní frá kl. 10-18 og sunnudaginn 4. júní jkl. 10-18.
Sýningin verður við húsnæði Draga sf., Fjölnisgötu
2, Akureyri.
Ðændur komið og kynnist nýjungum hjá Glóbusi hf.
Glóbus hf.
Dragi sf.
komið að sætanýting á leiðinni
Reykjavík-Siglufjörður-Reykjavík
er ágæt, en nýting á leiðinni
Reykjavík-Mývatn-Reykjavík er
ein hin besta hjá félaginu. Jónas
gerði ráð fyrir að þróunin yrði
svipuð á Ólafsfirði, þar sem líklegt
væri að Dalvíkingar kæmu til með
að notfæra sér þjónustu Vængja,
enda snöggtum styttra frá Dalvík til
Ólafsfjarðar, en frá Dalvík til Ak-
ureyrar.
Pétur Már Jónsson, bæjarstjóri á
Ólafsfirði sagði i viðtali við Dag, að
von væri á fulltrúum Flugmála-
stjórnar til Ólafsfjarðar á næstu
dögum. Þeir munu kanna hvað
þarf að gera til að koma flugvellin-
um á Ólafsfirði í viðunnandi horf,
en of snemmt er að spá um fram-
vindu mála.
Knattspyrnan
(Framhald af bls. 5).
Fjórða umferð deildarinnar
hefst á föstudag en þá mætir
KA Fram á Laugardalsvelli.
Spennandi verður að fylgjast
með úrslitum þess Ieiks, en liðin
eru talin mjög áþekk að styrk-
leika. Á laugardag leika ÍBK og
Þróttur, FH og ÍA, fBV og Val-
ur, og Víkingur og UBK.
I annari deild verða líka
spennandi leikir. Þórsarar fá
Hauka úr Hafnarfirði I heim-
sókn, og þar verður eflaust um
mjög spennandi leik að ræða.
Haukar hafa verið í toppbaráttu
deildarinnar undanfarin ár, og
ætla sér eflaust að sækja tvö stig
til Akureyrar, en þau fást ekki
fyrirhafnarlaust. Leikur þessi
fer fram á Þórsvellinum, þar
sem grasvöllurinn er ekki orð-
inn keppnishæfur ennþá. Þá
leika einnig saman Austri og
Völsungar, KR og Þróttur, og
Ármann og iBl. Allt verða þetta
spennandi og skemmtilegir
leikir.
DAGUR.7