Dagur - 02.06.1978, Blaðsíða 8
DAGXJR
Akureyri, föstudagur 2. juní 1978
BÍLAVÍR - RAFGEYMAKAPLAR
LEIDSLUSKÓR - KAPALSKÓR
Ferðalangar eru farnir að leggja leið sína til bæj-
arins og hitti Ijósmyndari Dags þetta unga fólk á
tjaldstæðinu í vikunni. Eflaust er þetta fyrsta
ferðafólkið sem tjaldar á svæðinu norðan Hús-
mæðraskólans.
Á myndinni má sjá Svanhvíti Ingólfsdóttur og
Sigurð Blöndal, en Kristrún Kristinsdóttir hafði
brugðið sér eitthvað frá. Þeim líkaði vistin vel, en
kvörtuðu undan því að salernin voru lokuð. Olli
það óneytanlega nokkrum vandræðum. mynd:áþ.
Vængir heffja reglubundið
flug til Ólafsfjarðar
Beöiö eftir leyfi frá Samgöngumáiaráðuneytinu
„Við ætlum að hefja ffug til
Ólafsfjarðar strax og sam-
gönguráðuneytið hefur veitt
leyfi, en því er ekki að leyna að
ýmislegt þarf að gera við flug-
völlinn í Ólafsfirði, áður en hann
getur talist í sæmilegu ásig-
komulagi", sagði Jónas Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri
flugfélagsins Vængja. „Flug-
Þelamerkurskóli
fær níunda bekk
Fyrir skömmu fékk Þelamerkur-
skóli heimild frá Menntamála-
ráðuneytinu, til að starfrækja ní-
unda og síðasta bekk grunn-
skólans og þurfa því nemendur
ekki framar í aðra skóla tíl að
Ijúka honum. Tvær nýjar
kennsiustofur verða teknar í
notkun í haust, en u. þ. b. 20 til
30 nýjir nemendur munu bætast
í hópinn. Gert er ráð fyrir að tveir
nýir kennarar verði ráðnir til
skólans. heimavist Þelamerkur-
skóta rúiriar ekki aukninguna og
verður því að flytja hluta nem-
endanna til og frá skólanum dag
hvern.
„Það er langt komið að byggja
skólastofurnar og hafist verður
handa við byggingu skólastjóra-
íbúðar í sumar“, sagði Stefán
Halldórsson, formaður skóla-
nefndar Þelamerkurskóla. „Nú er
skólinn orðinn fullkominn grunn-
skóli, en til þessa höfúm við aðeins
haft átta bekki og þeir sem hafa
viljað taka níunda bekkinn hafa
orðið að leita annað“.
Á undanförnum vetrum hafa að
jafnaði um 115 nemendur stundað
nám við Þelamerkurskóla. Fjórir
hreppar standa að skólanum en
þeir eru: Glæsibæjarhreppur,
Skriðuhreppur, Öxnadalshreppur
og Arnameshreppur. Skólastjóri
Þelamerkurskóla er Sæmundur
Bjarnason.
málastjórn telur sig ekki vera af-
lögufæra, en bæjarstjórinn á
Ólafsfirði mun hafa í hyggju að
fá geröar einhverjar lagfæringar
á vellinum. M. a. vantar síma og
talstöð á völlinn og eins er
nauðsynlegt að fá lagfærðan
vegarspotta sem að honum
liggur."
Flug Vængja til Ólafsfjarðar
hefst væntanlega í byrjun júní og
sagði Jónas, að áætlunin gerði ráð
fyrir tveimur ferðum í viku. Farið
verður á þriðjudögum og föstu-
dögum og farið verður í loftið kl. 14
frá Reykjavík, og komið til Ólafs-
fjarðar rúmum klukkutíma síðar.
Ef undirtektir verða góðar er hug-
sanlegt að ferðunum verði fjölgað
síðar í sumar.
Hvað svo sem um aðstöðuna á
Ólafsfirði má segja, þá er hún síst
verri en víða annarsstaðar. Flug-
félagið Vængir flýgur á fimmtán
staði hér á landi og á aðeins einum
þeirra er ljósabúnaður.
Það er reynsla forráðamanna
Vængja, af flugi til Siglufjarðar, að
farþegum fjölgi sífellt, og nú er svo
(Framhald á bls. 7).
___/
# Ungmenna-
félögin
Ungmennafélög landsins
hafa aukið starfsemi sína
verulega á síðustu árum og
einnig rýmkað starfssvið sitt,
þótt íþróttirnar skipi öndveg-
ið. Blað Ungmennasam-
bands íslands, Skinfaxi, 2.
hefti er komið út, en ritstjóri
þess er Gunnar Kristjánsson.
í þessu hefti ritar Gunn-
laugur Árnason, framkv.stj.
HSÞ greinina Norður yfir
fjöllin hvít, Kristleifur Meldal,
form. Magna á Grenivfk
greinina, Vaxandi starf á
Grenivík, Þórmóður Ásvalds-
son, formaður HSÞ svarar
spurningum blaðamanns,
ennfremur Eysteinn Hall-
grímsson í Grímshúsum og
Hinrik Árni Bóasson form.
Eilífs í Mývatnssveit.
Þá er i ritinu grein um
heimsókn f Eiðaskóla, minn-
ingargrein um Karl Kristjáns-
son, eftir Gunnlaug Tr.
Gunnarsson og greint frá
margvíslegu starfi ung-
mennafélaganna.
# Skilji þeir,
sem eiga!
Furðuiegt er það hvernig ein-
stakir pótintátar hjá Akureyr-
arbæ telja sig geta farið með
fólk, sem treystir á forsjá þeirra
og aðstoð.
Á ekki að vera hægt að
treysta orðum háttsettra
manna þegar þeir gefa ákveðin
loforð um eftirlit með húsum
og viðgerðir? Eða á bara að
gera kröfur tll þeirra sem
minna hafa á milli handanna
og láta þá borga og borga
stórfé fyrir hálfónýtt húsnæði?
Ég bara spyr, en ég veit líka
að þeir skilja sneiðlna sem
eiga hana.
Og ég krefst úrbóta og þess
að menn sinni störfum sínum.
Ásgrfmur Þorsteinsson.
uuu
# Of mikiö
pantað af
eyrnamerkjum
Á síðastliðnum vetri kynnti
Reykjalundur eymamerki,
sem þeir ákváðu að hefja
framleiðslu á. Bændur höfðu
strax mikinn áhuga, þar sem
gert var ráð fyrir að eyrna-
merkin frá Reykjalundi
mundu kosta um 1/2 af þvf
sem Innfiutt merkf hafa kost-
að.
Rúmlega 200 þús. eyrna-
merki hafa þegar verið pönt-
uð en útilokað er fyrir
Reykjalund að afgrelða meira
en 50 þús. áður en sauðburði
lýkur, svo það eru vinsamteg
tilmæli frá Reykjalundi til
bænda, að þeir fallist á, að
pantanir sem ekki er hægt að
afgreiða nú, fái að standa og
þeir afgreiði merkin tíman-
lega fyrir sauðburð 1979.
Pantanir munu nú verða af-
greiddar í þeirri röð, sem þær
bárust Reykjalundi.
# Spurtum
réttinn
Lesandi kom að máli við
blaðið og bað fyrir eftirfar-
andi fyrirspurn: „Ræður
hægri handar reglan á
gatnamótum Geislagötu og
Gránufélagsgötu eða telst sá
hlutí Geislagötu, sem er
norðan Gránufélagsgötu, bif-
reiðastæði?".
Gísli Ólafsson, yfirlög-
regluþjónn, sagði að nyrsti
hluti Geislagötu - teldist gata,
enda stæði t.d. raðhús bæj-
arins við hana. Hins vegar er
stæði vestan við húsið og í
framtíðinni verður haft eftirlit
með því að bflar leggi ekki
nálagt gatnamótunum. Sem
sagt hægri handar reglan
gildir og bílar sem koma upp
Gránufélagsgötu verða að
stöðva fyrir umferð er kemur
suður Geisiagötuna.
Dagur hestsins
á Sauðárkróki
Sauðárkróki 31. maí. Hér á
Sauðárkróki var á laugardaginn
Dagur hestsins haldjnn hátíð-
legur í votu veðri en kyrru og að
mörgu fólki viðstöddu á malar-
velli inn með brekkunum. Þar fór
fram firmakeppni og tóku 45
hross þátt f henni. Dómarar
voru: Skafti Steinbjörnsson,
Magnús Jóhannsson og Jón
Garðarsson.
Efstu hrossin voru: Kolfinna
Sörladóttir, sém keppti fyrir Raf-
magnsverkstæðið Al, eigandi Sig-
ríður Þorsteinsdóttir. f öðru sæti
varð stóðhesturinn Sörli, sem
keppti fyrir Skemmuna, eigandi
Sveinn Guðmundsson og í þriðja
sæti varð Svarti september, sem
keppti fyrir Bílaverkstæði KS, eig-
andi Jónas Sigurbjörnsson.
Þá var sýnd söðulreið. Konur
riðu í söðlum að gömlum sið og
ennfremur voru sýndir kerru- og
trússahestar og hin ýmsu
hesta-verkfæri, svo sem
hesta-sláttuvélar, snúnings- og rak-
starvélar og herfi. Þá voru folalds-
hryssur sýndar og börn fengu að
koma á bak þægum hestum, í um-
sjá fullorðinna. Egill Bjarnason
flutti ræðu á móti þessu.
Sauðburði er að ljúka og hefur
hann víðast gengið vel og ærnar
reynst frjósamar. Hjá Þórði bónda
á Ríp í Hegranesi létu 140 ær
lömbum sínum og voru það 217
lömb er þar drápust. Er þetta stór-
kostlegur skaði og enn hefur ekki
fundist ástæðan fyrir þessu mikla
lambaláti. Tíð er köld og jörð er
blaut. G.Ó.
Grenivík:
n
Kennslurýmið X þess sem
ráðuneytið telur nauðsynl.
Á liðnu ári var hafist handa við byggingu skólahúss á Grenivík, og
lágu framkvæmdir niðri í vetur, en á næstunni verður byrjað á
nýjan leik. Þegar er búið að gera sökkul hússins og stefnt er að
því að gera það fokhelt í sumar. Barnaskólinn á Grenivík er í
ákaflega hrörlegu húsnæði og ef heildarflatamál kennslurýmis
þess er borið saman við staðal frá Menntamálaráðuneytinu,
kemur í Ijós að það er einn sjötti þess sem ráðuneytið telur
nauðsynlegt.
„Framkvæmdir í sumar eru
háðar því fjármagni sem fæst.
Fjárveiting frá ríki er tólf
milljónir króna, en í fjárhags-
áætlun sveitarfélagsins er gert ráð
fyrir tuttugu milljón króna fram-
lagi“, sagði Jakob Þórðarson,
sveitarstjóri. „ Hins vegar eru
þessar tuttugu milljónir háðar
lánveitingum, sem enn hafa ekki
fengist. Þessi skóli á að fullnægja
okkar þörf á næstu árum og
verður þó sjöundi bekkur grunn-
skólans fluttur til Grenivíkur.
Verði fjölgun íbúanna örari en
við gerum ráð fyrir, er auðvelt að
byggja við skólann, en hann er
hannaður með það fyrir augum“.
Heildarflatamál nýja skólans
er 600 fermetrar og auk hinnar
hefðbundnu skólastarfsemi,
verður bókasafn hreppsins til
húsa í skólanum. Þá er í kjallara
rými sem tilheyrir íþróttaúsi sem
eftir er að byggja.
„Gamla skólahúsið er rúmlega
hálfrar aldar gamalt og því var
full þörf á að byggja nýtt“, sagði
Jakob. „ Upphaflega var gert ráð
fyrir að skólahúsið yrði tilbúið
1980, en bjartsýnustu menn eru
að gæla við þá hugmynd, að það
verði haustið 1979, en það fer
auðvitað eftir lánamöguleikum.
Tekjur hreppsins nægja ekki til að
það sé hægt.“.