Dagur - 09.06.1978, Síða 7

Dagur - 09.06.1978, Síða 7
Rhönlerche II kennslusviffluga Svlfflugur geta lent á ótrúlegustu stöðum á þess að verða fyrir nokkru hnjaski og ákaflega fá slys hafa orðið á svifflugs mönnum. Sviffluga í upptogi. (Myndir: GVA og fl.) Heillandi og hættu- laus íþrótt Fyrir rúmum 40 árum, eða nánar tiltekið 9. apríl 1937 var stofnað hér í bæ Svifflugfélag Akureyrar. Svifflugíþróttin var þá að ryðja sér til rúms víða í Evrópu, og má teljast ótrúlegt hve snemma svif- flugfélag er stofnað hér norður í Dumbshafi, enda er félagið enn, eftir því sem næst verður komist nyrsta svifflugfélag heims. Svifflugfélagið hér kom sér strax upp renniflugu af þýskri gerð, og var henni skotið á loft með sterkri gúmíteyju fram af kirkjugarðsbakkanum og víðar. Sjálfsagt muna margir eldri Ak- ureyringar eftir flugtilburðum þessum þegar renniflugunni var skotið fram af kirkjugarðsbakk- anum og lenti á leirunum fyrir neðan eða á ísilögðum pollinum. Flugkappar þeir sem þarna klufu loftið í hið fyrsta sinn, kunnu vitanlega ekkert að fljúga, enda urðu margar lendingamar næsta ómjúkar, og ekki lent þar sem til var ætlast, t.d. hafnaði svifflugan eitt sinn í opinni gröf í kirkju- garðinum. Ekki var þó mokað yfir hana þar, enda gröfin ætluð öðrum, heldur var henni náð upp og gert við hana, en viðgerðir voru mjög stór þáttur í starfsemi svifflugfélagsins fyrstu árin, þó ekki sé meira sagt. Eitthvað munu sumir hafa haft litla trú á þeim skynskiptingum sem létu skjóta sér á flug með teyju, og um frumherja svifflugs- ins hér varð þessi vísa til: Upp í flug þeir fara í teyju feykna hræddir lafa, þeir sem ekki brúka bleyju buxnaskipti hafa Þó ótrúlegt megi virðast varð sigrast á flestum byrjunarörðug- leikum, og félagið stækkaði og flugflotinn jókst jafnt og þétt, og árið 1950 átti félagið þrjár svif- flugur auk renniflugunnar marg- brotnu, og sá tími liðinn að svif- flugmönnum væri talið hættara en öðrum að bleyta buxur, þó vjtanlega yrðu þeir að hafa buxnaskipti með svipuðum hraða og aðrir. Svifflugfélag Akureyrar hefur nú yfir að ráða fimm svifflugum. og hefur flugflotinn aldrei verið stærri og betri, eijda hefur starf- semin verið mikil undanfarin ár og félagið í vexti. Félagið heldur flugæfingar á Melgerðismelum flestar helgar yfir sumartímann ef veður leyfir, og þó hestamenn hafi þrengt nokkuð að þar, er að- staðan enn ágæt. Nú er það svo, að félög eins og svifflugfélagið eiga oftast næsta erfitt uppdráttar sökum fjár- skorts, og eru sjóðir Svifflugfél- agsins nú sem endranær galtómir, enda nokkuð kostnaðarsamt að standa undir rekstri svifflugfél- ags. Bæjarbúar og bæjarstjórn hafa þó sýnt félaginu góðan skilning, og félagið fær árlega Flugænng á Melgerðismelum. Myndin var tekin fyrir nokkrum árum. Og þarna erum við komin á Svifflugsmót er haldið var á Hellu 197 0 Á myndinni eru Leifur Magnússon, Sigmundur Andrés- son, Sverrir Þorláksson og Bragi Snædal. Sigmundur hlaut Islandsmeistaratitilinn. nokkurn styrk frá bæjarstjóm. og þó ekki sé þar um nein auðæfi að ræða, hefur aldrei staðið til að leggja félagið niður af þeim sök- um. Svifflugnám getur hver sem er hafið er hann hefur náð fimmtán ára aldri, og er námið ekki dýrt, t.d. er enginn stofnkostnaður. Svifflug er heillandi iþrótt, og alls ekki kyrrseruiþrótt. og er fyrir fólk á öllum aldri, en nokkuð tímafrekt a.m.k. ef góður árangur á að nást. Svifflugfélagið hefur nú í hyggju að auka starfsemi sína og auðvelda fólki svifflugnám með því að halda vikulangt námskeið á Melgerðismelum í júlí í sumar. og verður það nánar auglýst siðar. Bragi Snædal. DAGUR.7

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.