Dagur - 09.06.1978, Síða 8

Dagur - 09.06.1978, Síða 8
DAGUR Akureyri, föstudaginn 9. júnf 1978 VÉLAPAKKNING AR OG ÁSÞÉTTI Hótel Norðurljós tekið til starfa Hótel Norðurljós á Raufarhöfn hefur tekið til starfa og er ætl- unin að hafa hótelið opið fram í lok október og lengur ef aðsókn er næg. Fjölmargar pantanir hafa borist um herbergi í júlí og águst og t.d. mun Flugfélagið Vængir flytja vikulega ferða- mannahópa norður til Raufar- hafnar yfir hásumarið. Hótel- gestir geta m.a. keypt veiðileyfi á hótelinu, en árnar sem hægt er að fiska í eru: Deildará, Hölkná og Hafralónsá. Að sögn hótelstjórans, eru 40 herbergi í Hótel Norðurljósi og ef svefnpokapláss er talið með tekur hótelið hátt á annað hundrað gesti. Hótel Norðurljós er gömul verbúð en hún var gerð upp og hótelrekst- ur hófst árið 1974. Nú vinna tíu menn á hótelinu. Upplýst inn- brot og skemmdir Búið er að upplýsa skemmdarverk, sem unnin voru á bifreiðum er stóðu við bifreiðaverkstæðið Þórshamar h/f. Þar voru unglingar að verki. Einnig hafa verið upplýst nokkur innbrot og m.a. fjögur inn- brot í verslunina Esju við Norðurgötu. Kom í ljós að hinn seki hafði tekið þátt í innbrotinu í Ferðanesti LA boöið á Listahátíð f tilefni að listahátíð í Reykjavík, sem nú stendur yfir býður Leik- félag Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar til sín, til þess að sýna tvö leikrlt LA, Hunangsilm og Galdraland. Sýnlng Galdralands verður í Iðnó klukkan 3 á sunnudag og fyrsta sýning á Hunangsilmi verður á þriðju- daginn klukkan 8.30. Hinn ágæti leikstjóri á Akureyri, Brynja Benediktsdóttir, lét svo um mælt við blaðið, að nú væri enn kjörið tækifæri fyrir Akureyringa að efna til vinsælla leikferða suður til höfuðborgarinnar. Leikfélag Reykjavíkur kemur hingað norður með Skjaldhamra Jónasar Árnasonar og hefjast sýn- ingar 18 júní. En á meðal Leikfélag Akureyrar er í leikför syðra. koma Dalvíking- ar og skemmta Akureyringum með sínum ágæta sjónleik, Fjölskyld- unnu. Harður árekstur varð í Furuvöllum sl. þriðjudag, fyrir sunnan prentsmiðju Odds Björnssonar. Þar var nýlegri Mazda bifreið sveigt í veg fyrir Mercedes Benz, sem var að koma upp Furuvelli. Eins og sjá má urðu miklar skemmdir á bifreiðunum, en slys urðu ekki á fólki. Mynd:áþ. HÚSAVÍK: Alþýðubandalag, óháðir og kratar ræða við íhaldið „Þar sem K-listinn kom sterk- astur út úr kosningunum töldum við rétt, að hann hefði frum- kvæði að myndun meirihluta í bæjarstjórn. Til að byrja með voru viðræður mitli K-listans, A-listans og B-listans, en upp úr þeim slitnaði sl. mánudags- kvöld,“ sagði Egill Olgeirsson, efsti maður B-listans á Húsavík. „K-listinn, ásamt A-listanum, hefur hafið viðræður við Sjálf- stæðisflokkinn og hófust þær s.l. þriðjudag." Egill sagði að strandað hefði á þeim kröfum K-listans, að auglýst yrði starf bæjarstjóra og yfirmanns verklegra framkvæmda. Þegar leið á viðræðurnar áttu framsóknar- menn von á tilslökun eða mála- miðlun frá fulltrúum K-listans, en því var ekki að heilsa, heldur fengu fulltrúar B-listans í hendur nýjar og auknar kröfur um sömu atriði. i kosningunum fékk K-listi þrjá fulltrúa kjörna, B-listi þrjá, D-listi tvo og A-listi einn. Fulltrúafjöldi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks e óbreyttur frá fyrri kosn- ingum, en K-listinn, sem er listi Alþýðubandalags og óháðra, vann einn mann. A-listinn hafði tvo fulltrúa, en tapaði nú einum. Á síðasta kjörtímabili var meiri- hlutinn skipaður þremur fulltrúum Framsóknarflokksins, tveimur fulltrúum Alþýðuflokksins og tveimur fulltrúum K-lista alþýðu- bandalags og óháðra, en sjálf- stæðismenn voru í minnihluta með tvo fulltrúa. .......mimmni Sjómannadagsráð heiðraði á Akureyri þá Þorstein Magnússon vélstjóra og Knut Erner sjómann á sjómannadaginn. Mynd: E.D. # Hrafnagils- skóli Orlofshelmill reykvískra hús- mæðra verður í sumar í Hrafnagllsskóla í Eyja*’.oi. Ennfremur munu húsmæður víðsvegar að af Norðurlandi dvelja þar og elnnlg hús- mæður úr Strandasýslu. Er tallð, að samtals dvelji um 400 húsmæður úr Reykjavík í Hrafnagllsskóla I sumar. Reynsla af þessum stað mun þykja góð og hefur blaðið af þvf sannar fregnir frá þeim sem reynt hafa. Fyrsti hópur- inn að sunnan kemur hingað norður 24. júní. # Nógafstórri úthafsrækju íslendingar eru í stöðugri leit að nýjum fiskstofnum í haf- inu. Má þar nefna spærling og kolmunna, sem farið er að nýta svo um munar sfðustu árin. Nú er haldið áfram að kanna rækjumiðln og horfir vel ( þeim efnum. Verksmiðj- ur, sem úr aflanum hafa unn- íð á vetrum, hyggjast nú nokkrar vinna rækjuna í sumar, svo sem á ísafirði, Hvammstanga, Skagaströnd, Akureyri, Dalvík og Húsavfk, sennilega einnig á Kópa- skeri. Veiðlsvæðl djúprækj- unnar er nú frá Grfmsey og Kolbeinsey alit vestur um Horn. Hefur á þessu svæði fundist stór og falleg úthafs- rækja. # Ullinstendur fyrir sínu Á nýlega höldnum ársfundi Útflutningsiðnaðarins kom meðal annars fram, að út- flutningur iðnvara á síðasta ári nam 7,4 milljörðum króna, utan áls, sem er veruleg aukning frá 1976. Þegar ál er undan skllið, er ullar- og skinnaiðnaðurinn lang- stærstu útflutningsgreinarn- ar. Þetta kemur mönnum sjálfsagt ekkl á óvart. En það getur leitt hugann að því, að sauðfjárbúin framleiða fleira en kjöt, sem selst ekkí allt innanlands og mjög er um rætt. Og hér kemur það fram, sem oft áður, að fslenska ull- In stendur fyrir sínu. Helmingur heita vatnsins ónotað! Víðast á landinu gengur erf- iðlega að fá heitt vatn til húsahitunar, og á þeim stöð- um þar sem það hefur fund- ist, reynist það oft á tíðum of lítið. Á Sauðárkróki er það hins vegar þannig að heita vatnið er meira en nóg, og rennur um helmingur þess vatns, sem fæst ónýtt. Uppi eru nokkrar hugmyndir um nýt- ingarmöguleika, þar á meðal að koma upp gróðurhúsum. Hafnar er framkvæmdir við lagningu aðrennslísæðar til Sauðárkróks frá holunum, sem standa við Áshildar- holtsvatn, nokkra kíiómetra sunnan kaupstaðarins. Gömlu lagnirnar eru orðnar mjög úr sér gengnar og nær óhæfar til vatnsflutningsins.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.